Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 76
damixa "'HITASTILLITÆKI *YgmiÞI*feife FERSKLEIKI ÞEGAR MESTÁREYNIR ÞRIÐJUÐAGUR 22. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Hvolsvöllur: •• Ollustarfs- fólkihús- gagnaiöju sagt upp KAUPFÉLAG Rangæinga hefur sagt upp öllum starfsmönnum húsgagnaiðju félagsins, 16 tals- ins. Ólafur Ólafsson kaupfélags- stjóri segir að fólkinu hafi verið sagt upp störfum vegna endur- skipuiagningar á rekstri hús- gagnaiðjunnar og ekki standi til að leggja reksturinn niður. Fólkinu var sagt upp fyrir síðustu mánaðamót með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Ólafur segir að verkefni fyrirtækisins hafi minnkað verulega. Hann segir að fyrirtækið framleiði húsgögn fyrir stofnanir og heimili. Framleiðsla stofnana- húsgagnanna gengi vel, en þau væru þó aðeins um fjórðungur verk- efnanna. Verr hefði gengið að selja heimilishúsgögnin. „Við stefnum að því að halda áfram með stofnana- húsgögnin og það besta af hinu og reyna siðan að finna eitthvað nýtt eða fara út í þjónustu og sérsmíði," sagði Ólafur um endurskipulagn- inguna. Ólafur sagði að jafhframt væri ætlunin að breyta húsgagnaiðjunni í sjálfstætt hlutafélag með þátttöku fleiri aðila, t.d. starfsfólks og ann- arra þeirra sem vildu vinna að þessu verkefni með kaupfélaginu. Hótelbók- anir álíka og í fyrra FJÖLDI bókana á hótel er svip- aður og í fyrra að sögn forráða- manna þeirra hótela sem Morg- unblaðið hafði samband við. Þeir voru þó sammála um að ekki væri enn hægt að segja ákveðið til um sumarið f yrr en nær drægi vegna fjölda óstaðfestra pant- ana. „Bókanir á Flugleiðahótelin, Esju og Loftleiðir, eru svipaðar og í fyrra, sem var mjög gott ár. Ann- ars er lítið að marka bókanir nú, ég hef aldrei talið þær marktækar fyrr en í lok aprfl vegna fjölda óstað- festra bókana frá ferðaskrifstof- um," sagði Einar Olgeirsson, hótel- stjóri á Esju. Hjá Holiday Inn er svipaða sögu að segja, að sðgn Jónasar Hvann- bergs, framkvæmdastjóra hótel- sviðs, hefur fjöldi bókana verið þokkalegur. Fullbókað er í júní og ágúst, maí og júlí eru nokkuð vel bókaðir og mikið i september. „Við erum bjartsýnir á reksturinn," sagði Jónas. Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Sögu, sagði bókanir vera svipaðar og í fyrra, um 7596 yfir sumarmán- uðina. „Nú þegar hefur mikið verið bók- að en pantanirnar eru breytingum háðar," sagði Biarni Ingvar Árna- son, eigandi Hótels Óðinsvéa. „Það er töluvert um óstaðfestar bókanir í ár en líklega aðeins minna en undanfarin ár. Mér sýnist að í ár berist bókanir seinna vegna þess að gistirýmið er meira og því minni þrýstingur," sagði Bjarni. Morgunblaðið/BAR Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri skálar við lagahöfundinn Sverri Stormsker og söngvarann Stefán Hilmarsson eftir keppnina í sjónvarpssal í gærkvöldi. Islenska þjóðin er fyrst núna að uppgötva mig - segir Sverrir Stormsker sem sigr- aði í Söngvakeppni sjónvarpsins „ÉG HEF samið fjöida topplaga um ævina og hef ekki breytt um stfl. Þetta lag er nokkurs konar útfrymi af þeim stfl sem ég hef haft fram til þessa. Ég held að þjóðin hneykslist ekki á þessu lagi, þó aðrar Iagasmíðar mínar hafi hneykslað hana," sagði Sverrir Stormsker, nýbakaður sigurvegari i Söngvakeppni sjónvarpsins, um lag sitt „Þú og þeir". Sverrir sigraði með miklum yfirburðum í keppninni í gærkvðldi, hlaut hæstu stigatölu hjá öilum dómncf ndum og f ékk samtals 96 atig. Sverrir sagði lagið ekki samið sérstaklega fyrir söngvakeppnina. „Ekkert af því, sem ég hef hingað til samið, hefur verið samið fyrir aðra, þetta er allt saman mitt „einkaflipp". Ég er mjög ánægður með að fólkið hefur tekið undir með mér og fitlað við mig f'andleg- um skilningi," bætti hann við. Sverrir bjóst við ferðafélagar hans og Stefáns Hilmarssonar söngvara til Dublin yrðu Björn Emilsson, tæknimenn, hljómsveit- arstjóri „og svo okkar heittelsk- uðu". „Úti er 60 manna hljóm- sveit, sem er alveg nóg fyrir mig. Hugsanlega er einum af 60 hljóm- sveitarmeðlimum ofaukið fyrir mig." Steinar hf. gefur út lagið á safn- plötu sem kemur út innan skamms. Nafnið á henni sagðist Sverrir vilja láta liggja milli hluta. „ Vitanlega verð ég íslensku þjóð- inni til sóma eins og ég hef verið fram að þessu," sagði hann að- spurður. „Hún er bara fyrst að uppgötva mig núna," sagði Sverrir. „Eg leit á þetta lag sem sigur- vegara frá upphafi, svo að þetta kemur mér mér alls ekki á óvart. Að segja annað væri hræsni," sagði Stefán Hilmarsson, sem syngur lag Sverris. Sjá frásögn af keppninni og dóm um sigurlagið á bls. 75. íslenzka úthafs- veiðifélagið: Rættum a leigu verksmiðju- togara ÍSLENZKA úthafsveiðifélagið ræðir nú við brezka fyrirtækið Hughes Food Group í Hull um leigu á verksmiðjutogaranum Olafi í Garðastovu. Togarinn var áður f eigu Færeyinga og hafði veríð rætt um leigu á skipi nu við þá, en án árangurs. Arangur er talinn lfklegrí nú eftir að Bret- arnir keyptu skipið. Jón Kristjánsson hjá félaginu sagði í samtali við Morgunblaðið að hann vonaðist til að viðræðurnar skiluðu árangri innan skamms tíma. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um gang mála. Úthafsveiðifélagið hefur heimild- ir til að veiða um 40.000 tonn af þorski við Alaska. Ætlunin mun að vinna aflann allan um borð í því skipi sem til veiðanna fæst og selja hann á markaði f Bandaríkjunum f gegnum fslenzkt fyrirtæki, Sam- bandið eða Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Samkvæmt gildandi regl- um eru hömlur á löndunum er- lendra fiskiskipa í Bandaríkjunum, en að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um, eru þær taldar yfirstíganlegar. Neyðarblys við Reykjavík NEYÐARBLYS sást á lofti við Reykjavfk um kl. 22.15 f gær- kvðldi og virtist þvf hafa veríð skotið á loft annað hvort við Gróttu eða norður af Viðey. Bátar og skip, þar á meðal varð- skip, hófu þegar leit, en um kl. hálf eitt í nótt voru menn engu nær um hvaðan blysið hefði komið. Margir urðu varir við það, en bar ekki saman um hvar það hefði ver- ið. Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit skömmu fyrir miðnætti og var ætlunin að halda leit áfram fram á nótt. Vongóður um að lausn finmst nú í vikunni - segir Hjörtur Eiríksson framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna BÚIST er við að samningarnir sem gerðir voru við iðnverkafólk og verslunarmenn f gærmorgun muni hafa jákvæð áhríf á gang viðræðna vinnuveitenda við fulltrúa þcirra félaga innan VMSÍ sem enn eiga ósamið. „Ég held að það sem okkur ber á milli sé f raun og veru ekki svo óskaplega mfldð. Við munum leggja mikla áherslu á að það náist lausn á deilumálum nú í vikunni, og ég er afskaplega vongóður um að það takist," sagði Hjðrtur Eiríksson, framkvæmdasrjóri Vinnumála- sambands samvinnufélaganna, þegar Morgunblaðið náði tali af honum á Akureyrí f gær. ,Ég er ekki búinn að sjá þessa samninga ennþá og ég get ekkert sagt um hvort að þetta séu viðun- andi hækkanir, en mér skilst að þarna hafi verið samið um heldur meira en í felldu samningunum," sagði Sigurður Óskarsson, formaður Alþýðusambands Suðurlands. „Ég held að þessir samningar liðki fyrir viðræðum að því leyti til að nú liggja þau spil sem gefin hafa verið á borð- inu, en menn byggja sjálfsagt sínar viðiæður áfram á sfnum kröfugerð- um fremur en á þessari niðurstöðu. Ég á hins vegar von á að vinnuveit- endur vísi mjög til þessarar niður- stöðu. Það er mjög óvíst hvað gerist á Akureyri, þar sem menn hafa ekki rætt í þessum þremur fylkingum um launatölur." „Ég er útaf fyrir sig ánægður með að það skuli hafa verið samið, okkur fannst biðin vera orðin nógu löng og tfmi til kominn að vinnuveitendur litu til fleiri en tvístraðs Verka- mannasambands," sagði Bjöm Þór- hallsson, formaður Landssambands fslenskra verslunarmanna. Björn sagði að mikilvægasti áfangi samn- inganna væri sá, að meðaltalskaup- máttur samningstfmabilsins yrði sá sami og meðaltal árið 1987, ef þær forsendur sem menn hefðu gefið sér myndu standa. „Við sömdum fyrir okkur, aðrir semja fyrir sig," sagði Björn þegar hann var spurður hvort hér væri um að ræða stefnumark- andi samninga. Hann sagði að hann teldi ekki sæmandi að elta uppi það sem aðrir kynnu að ná f samningum sfnum, eins og Verkamannasam- bandið hefði nú tekið upp eftir opin- berum starfsmönnum. Hvert félag yrði að vera ábyrgt fyrir sfnum samn- ingum. Fundur rfkissáttasemjara með fulltrúum vinnuveitenda og allra þeirra félaga innan VMSÍ sem enn eiga ósamið hefst á Akureyri eftir hádcgi í dag, en f gær funduðu vinnu- veitendur með samninganefnd Al- þýðusambands Norðurlands þar. Sjá einnig leiðara, frétt á miðopnu og frétt á Akureyrarsfðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.