Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 55 Hvað talar Jón Baldvín Hanní- balsson mörgum tungum? efth'Magnús ÞorkeJsson Jón Baldvin Hannibalsson þarf nú, fyrrverandi skólameistarinn, að fara í krossferð gegn kennarastétt- inni f landinu. Enda ætlar hún að sprengja kjarastefnu ríkisstjórnar- innar og gera allskonar ófyrirleitnar kröfur sem leggja landið í rúst. Þetta er fáheyrt, enda búið að gera hverja könnunina á fætur annarri á kjörum stéttarinnar og lofa því að hver og ein verði tekin gild og til umræðu eftir að hún kæmi uppá yfirborðið. Sérhver þessara kann- ana hefur leitt af sér nýja. Sérhver hefur verið hundsuð af samninga- nefnd ríkisins. Sú nýjasta, sem var birt í nóvember, kemst að þeirri niðurstöðu að margt þurfi að bæta í skólum landsins, þar á meðal kjör starfsmanna skólanna. Lagðar eru fram fjölmargar hugmyndir sem ekki fást ræddar af viti við samn- ingaborðið og nú þegar fulltrúar ríkisvaldsins opinbera álit sitt á málinu í fjölmiðlum veltir maður því fyrir sér hvers vegna kennarar létu bjóða sér það að gera saman- burðarskýrslu fyrir réttu ári. í þrjá mánuði hefur hvorki gengið né rek- ið í samningamálum. Ekki hefur verið tekið á fjöimörgum bókunum sem fylgdu síðasta samningi svo heitið geti. Þar á meðal bókunum er víkja að endurbótum á kennara- menntun. Þessir háu herrar fjargviðrast yfir kaupi kennara. Það sé svo og svo hátt með yfirvinnu. En hver er samanburðurinn? Veit herra fjár- málaráðherra ekki um holræsakerfi launamála ríkisins? Kennarar fara fram á launahækkun, þið vitið, þessir sem hafa svo mikla yfírvinnu að þeir eru að drukkna í peningum. Hvað með alla þá hópa ríkisstarfs- „ Við erum í raun að heyja okkar baráttu við aðra ríkisstarfsmenn sem farnir eru fyrir löngu að semja á grund- velli f eluleikja og laumuspila." manna sem fá drjúgan hluta þessar- ar yfirvinnu borgað án þess að vinna fyrir henni? Við förum fram á að greitt sé fyrir það að leggja fram heimili okkar, síma og tölvur til handa skólanum. Fá ekki prestar álag fyrir að tala við sóknarbörn heima hjá sér? Við förum fram á bætta aðstöðu til endurmenntunar. Fá ekki fjölmargir, t.d. læknar o.fl. lestíma, ferðalög til útlanda og margt annað? Staðreyndin er sú að við erum ekki að keppa á jafnréttis- grundvelli. Sú persónuuppbót sem kennarar fá frá ríkinu er lægri en margra annarra. Hjúkrunarfræð- ingar hafa komistupp með að vinna hálfa vinnu sem kallað er og fá vinnu þar umfram greidda sem yfir- vinnu. Þetta er kallað holræsakerfi launa hjá ríkinu og það hefur graf- ið svo hressilega undan öllu að ríkis- valdið á sjálft í vandræðum með að verja það og fela. Og það er til- búið að greiða sum'um á þessum grundvelli en ekki öllum. Fæstir kennarar eru tilbúnir til að taka þátt í svona skollaleik. Við erum í raun að heyja okkar baráttu við aðra ríkisstarfsmenn sem farnir eru fyrir löngu að semja á grundvelli feluleikja og laumuspila. Þetta veit Jón Baldvin en til þess að fela vand- ræði sín og forvera sinna fer hann í skollaleikinn sem hann fordæmdi í þingræðu er kennarar sögðu upp og gengu út fyrir fjórum árum. Þess vegna talar hann tveimur "tungum og veit það. Eg er ekki í hópi þeirra sem vildu verkfall fyrir ári. Frammistaða Ind- riða og fleiri manna sannfærði mig þá. Ætlar Jón Baldvin að hvetja fleiri en mig til að vilja verkfall í ár? Höfundur er kennari. iWíKrgmtH í Kaupmannahöf n FÆST j BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHUSTORGI ÞUFÆRD 100g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DOS !* Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum. I ilheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér saman um hlutina, þar á meðal bragötegundir? Þú drýgir heimilispeningana meö því aö kaupa eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar. Það er óneitanlega smábúbót þessa dagana Sjáðu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.* 180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.* Sem sagt: Það er 20,4% ódýrara að kaupa stóra dós. HVER VI Ll EKKIGERA GÓÐ KAUP? "TT\S" * leiðbeinandi verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.