Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 29 AF ERLENDUM VETTVANG! eftirSTEVEVINES „Litli Gorba- tsjov" í Víetnam EKKI er langt síðan yfirvöld í Víetnam neituðu. alfarið að ræða um pólitíska fanga í landinu, en nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að 1.014 fyrrum herforingjar ojr embættismenn gömlu Saigon- stjórnarinnar, sem Bandaríkjamenn studdu (og kommúnistar steyptu af stóli 30. april 1975) hafi verið leystir úr haldi. Meðal fanganna sem nú hafa verið látnir lausir voru Tran Trung Dung fyrrum varnarmála- ráðherra, þrír fyrrum þingmenn, 11 hershöfðingjar og 35 prestar kristinna og búddatrúarmanna, en alls var 9.147 pólitískum föngum og afbrotamönnum sleppt til að minnast Tet-hátíðarinnar, upphafs nýs tunglárs. Auk þessa voru 6.685 fangar látnir lausir í sept- ember í fyrra, þar af 480 pólití- skir fangar. . Þessar fangalausnir eru í sam- ræmi við þann nýja og breytta anda sem ríkir í Víetnam undir forustu Ngyen Van Linh, sem er 72 ára og aðalritari stjórnarflokks kommúnista. Á því rúma ári sem liðið er frá því hann tók við sem flokksleiðtogi hefur Linh sýnt að hann er engu minni umbótamaður en Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- togi, og hann er stundum nefnd ur„Litli Gorbatsjov". En umbótastefnan sem Linh rekur er á margan hátt mun rót- tækari en sú sem reynt er að fylgja í Sovétríkjunum, sem veita megnið af þeirri erlendu efnahagsaðstoð, sem Víetnam nýtur. Víetnam er eitt af fátækustu löndum heims. Lengst af undanfarna áratugi hef- ur þjóðin staðið í borgarastyrjöld með öflugri erlendri íhlutun. Að vísu lauk borgarastyrjöldinni árið 1975, en bardagar brjótast þó enn út öðru hverju við landamæri Kína. Gegn skriffinnsku og spillingxi Þjóðin er vel búin til hernaðar, var löngum undir herstjórn og hrærðist í hernaðaranda. Verkefni Linhs er að færa' hernaðinn yfir á svið efnahagsmála. Hann hefur staðið ötullega að því og beitt sér af hörku gegn vandamálum skrif- finnsku og spillingar sem hafa átt sinn mikla þátt í að hefta fram- farir í landinu. Það fór ekki lengi leynt að ónafngreindur dálkahöfundur í málgagni kommúnistaflokksins, Nahn Dan, var enginn annar er Linh sjálfur, sem notaði blaðið til koma upp um spillingu og dáð- leysi skriffinnskunnar. Var hann þannig óbeint að gagnrýna harðlínumenn í flokknum, gamal- reynda sigurvegara styrjaldar sem varð bæði Frakklandi og Bandaríkjunum til lítillækkunar. Ríkisstjórn Linhs reynir ekki að efna til beinna árekstra við þessa harðlínumenn, en bæði Linh og fylgismenn hans hafa hægt og sígandi unnið að einangrun þeirra. í september í fyrra ákvað for- sætisnefnd flokksins að hefja hreinsun innan flokksins. Er reiknað með að hún leiði til þess að tugir þúsunda missi flokkssktr- teini sín. Reyndar er álitið að á tfu árum, milli 1976 og 1986, hafi 200.000 flokksmenn misst skfrteini sín. Þá hefur forsætis- nefndin einnig lagt til að „sérrétt- indi og forréttindi" þau sem emb- ættismenn flokksins njóta verði afnumin. Jafnframt þessu hefur þess verið vandlega gætt að friða gam- alreyndu leiðtogana með því að láta þá halda stöðum sínum, og í stöku tilfellum hafa þeir hlotið stöðuhækkanir þrátt fyrir háan aldur. í júní í fyrra var Pham Hung skipaður forsætisráðherra og Vo Chi Cong var útnefndur forseti. Báðir eru þeir hálfáttræð- ir og tilheyra gamla skólanum, aldir upp undir leiðsögn Ho Chi Minhs. Nýjar stjörnur En nýju mennirnir, sem eru að láta til sín taka innan ríkisstjórn- arinnar, eru af allt öðrum toga. Þar ber mikið á Nguyen Xuan Danh, sem er hagfræðingur frá Harvard- háskóla í Bandaríkjun- um og aðalráðgjafi stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann hefur gengið erinda yfirvalda erlendis við að reyna að fá útlendinga til Enn ýta Vietnamar úr vör á litliim og lekum bátum í leit að betra lífi utan heimalandsins. aðstoðar og fjárfestinga. Sjálf- stæðisþörf þjóðarinnar er mjög mikil, og hún vill verða óháðari Sovétríkjunum og öðrum stuðn- ingsríkjum sínum í Austur-Evr- ópu. Stjórninni er ljóst að það gerist ekki átakalaust. Hún gerir sér einnig fulla grein fyrir því að ein helzta hindrunin í vegi bættrar aðstöðu á alþjóðavettvangi er her- seta Víetnama í Kampútseu. Mikið gert - en ekki nóg Og stjórnin hefur jafnvel lýst sig reiðubúna til að hefja viðræður Rúmlega 1100 manns hvaðanæva úr Vietnam sitja þing kommún- istaflokks landsins. að fjárfesta í Víetnam. Vo Van Kiet, fyrrum borgarstjóri og flokksleiðtogi í Ho Chi Minh borg •- sem áður hét Saigon - er nú aðstoðarforsætisráðherra og yfir- maður fjárhagsáætlanadeildar ríkisins. Hann er eindreginn fylg- ismaður raunsæisstefnunnar. Jafnhliða umbótum innanlands er lagt mikið upp úr því að bæta sambandið við umheiminn. Yfir- völd í Víetnam, sem áður voru mjög einangruð gagnvart um- heiminum, buðu nýlega fjölda við- urkenndra blaðamanna frá ná- grannalöndunum að ferðast um landið og ræða við embættismenn, þar á meðal við Linh. Hópur bandarískra þingmanna og aðstoðarmanna þeirra fékk konunglegar móttökur þótt enn hafi ekki verið tekið upp stjórn- málasamband milli ríkjanna. Bandarískir blaðamenn eiga nú allt í einu auðvelt með að f á vega- bréfsáritanir til að fara til Víet- nam, reyndar er þeim það auð- veldara en blaðamönnum frá lönd- um sem ekki áttu aðild að Vfet- nam-stríðinu. Tilgangurinn með þessu breytta hugarfari er augljós. Víet- nam þarfnast aukinnar erlendrar við Bandaríkjamenn um örlög bandarískra hermanna sem sakn- að var í stríðinu. Það sem Víetnamar hafa þegar gert er að setja ný lög um erlend- ar fjárfestingar þar sem megin- reglurnar eru skýrðar í fyrsta sinn. Þeir hafa lýst stuðningi við friðarviðræður milli fulltrúa stjórnar Kampútseu og samtaka uppreisnaraflanna undir forustu Sihanouks prins, og þeir hófu brottflutning fjölmenns herliðs frá Kampútseu í lok síðasta árs. í janúar á þessu ári lýsti Linh því yfir við bandaríska blaðamenn að hann væri reiðubúinn til sam- vinnu um að reyna að hafa upp á þeim bandarísku hermönnum sem saknað er, jafnvel þótt Víet- namar dragi mjög í efa fullyrðing- ar um fjölda þeirra sem sagt er að séu á lífi og búsettir f landinu. En þrátt fyrir allt þetta tjá margir Víetnamar enn skoðanir sínar í verki með því að ýta úr vör á litlum og lekum bátum í leit að betra lífi utan heimalauds- ins. Arangur umbótanna er tak- markaður. Fyrst og fremst verður að berjast gegn fátæktinni. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer. OSKAEFTIR TOYOTUHILUX'80-81 ískiptumfyrirToyotuCarinu '81. Gott útlit og í góðu lagi. Milligjöf greiðist upp á 10 mán. Nánari upplýsingar ísíma 680120 eftir kl. 17 eða 44113. A-STIGS LEIÐBEIN- ENDANÁMSKEIÐ Dagana 7.-10. apríl nk. efnir íþróttasamband fatlaðra til A-stigs leiðbeinendanámskeiðs. Námskeiðið, sem fer fram í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal, verður alls 35 kennslustundir og verður bæði bóklegt og verklegt. Námskeiðið er öllum opið en þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til skrifstofu íþróttasambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir 27. mars nk. Síminn á skrifstofunni er 91-83377. Námskeiðsgjald, sem er 3500 kr., greiðist í upphafi námskeiðsins. SIEMENS Fjölhæf hrærivél frá Blandari og grænmetiskvöm fylgja með! Siemens hrærivélin MK 4500 >Allt á einum armi. ? Hrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, og sker — bæði fljótt og vel. Htarlegur leiðarvísir á íslensku. Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300 MICR0SOFT HUGBÚNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.