Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 39 Clive Archer flytur erindi sitt á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs. Kóla-skaga hefðu sovéskir sérfræð- ingar látið í ijós miklar áhyggjur yfir þróun mála í því efni. Þá þyrftu Sovétmenn nú að taka ákvarðanir, ef þeir ætluðu að hefja olíuvinnslu í Barentshafi eftir 20 ár. Það yrðu þau að gera til að koma í veg fyrir orkuskort. Archer taldi eðlilegt að líta þann- ig á, að bæði þessi sjónarmið ættu við rök að styðjast. Allir þessir þættir hlytu að hafa komið til álita, þegar tillögurnar í Múrmansk-ræðu Gorbatsjovs voru mótaðar. Viðbrögxi Vesturlanda Clive Archer sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum yfir því, hve NATO hefði sýnt lítinn áhuga á þessum tillögum Gorbatsjovs, ekki aðeins vegna þess hvað sovéski leið- toginn hefði sagt heldur einnig vegna þess að ástæðulaust væri að láta Sovétmönnum eftir frumkvæð- ið. En í stuttu máli mætti segja, að Bandaríkjamenn, Bretar, Evr- ópubandalagið og Atlantshafs- bandalagið hefðu brugðist neikvætt við tillögum Gorbatsjovs. Á Norð- urlöndum hefðu menn sýnt meiri varkárni f viðbrögðum sfnum. Mesta athygli hefði ræðan vakið í Noregi. Hefði Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra, fagnað ýmsu f ræðu Gorbatsjovs. f janúar 1988 hefði svo Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, heimsótt Svíþjóð og Noreg. í Svíþjóð hefði hann samið um skiptingu yfirráða við Gotland á Eystrasalti. Hefðu Norðmenn þá alið með sér góðar vonir um að Ryzhkov myndi semja um lausn deilunnar um yfirráð á Barents- hafi, þegar hann kæmi til Ósló. Annað hafi hins vegar orðið upp á teningnum, þvf að Ryzhkov bauð ekki annað en sameiginlega stjórn á „gráa svæðinu" og samnýtingu auðlinda þar, sem Norðmenn gætu alls ekki samþykkt. Þetta vakti mikil vonbrigði f Noregi og sfðan hafa Norðmenn verið neikvæðari en áður f afstöðu sinni til tillagna Gorbatsjovs en Ryzhkov áréttaði hernaðarlegan þátt þeirra á meðan hann var f ósló. í hugmyndum Ryzhkovs fólst þetta meðal annars: 1) Aðeins einu sinni annað hvert ár verði efnt til flota- og flughersæfinga á hafsvæð- um við Norðurlönd. 2) Mörkuð verði svæði á norður- og vesturhluta Atl- antshafs þar sem bandalögunum verði bannað að grípa til gagnkaf- bátaaðgerða, það er kafbátum verði búinn einskonar gridastaður á mörkuðum svæðum. 3) Engar flota- æfingar verði á helstu siglingaleið- um á Norður-Atlantshafi eða á ver- tíðarbundnum fiskimiðum. 4) Settar verði takmarkanir um fjölda og teg- undir herskipa á alþjóðlegum sund- um. Þessar takmarkanir eigi sér- staklega við á sundunum inn í Eystrasalt, Ermarsundi, Græn- landshafi og „sundinu" frá íslandi um Færeyjar til Skandinavíu. Taldi Archer, að í heild væru þessar tiUögur enn meira Sovét- mönnum einhliða í hag en tillögur Gorbatsjovs f Múrmansk. Þær væru eins og listi yfir umræðupunkta á samningafundi, þar sem ýtrustu kröfur væru kynntar fyrst. Undir lok ræðu sinnar lýsti Clive Archer því, hvernig hann teldi, að Vesturlönd ættu að bregðast við þessum sovésku tillögum. í fyrsta lagi ættu þau ekki að leyfa Sovét- mönnum að ná því frumkvæði, sem þeir náðu með Múrmansk-ræðunni en töpuðu með heimsókn Ryzhkovs til Noregs. í einkasamtaii hefði háttsettur embættismaður NATO lýst því sem „hneyksli" hve banda- lagið væri seint að bregðast við sovésku frumkvæði af þessu tagi. En þetta sýndi ef til vill ekki annað en að bandalagið gæti ekki farið hraðar en þau aðildarríki, sem fara hægast. I öðru lagi ættu Vesturlönd ekki að halda þannig á málum, að Norð- menn, Danir og íslendingar ein- angruðust ísamskiptum sínum við Sovétríkin. í öllum þessum löndum ættu stóru vestrænu ríkin viðskipta- hagsmuna að gæta en oftast væri aðeins litið á þau með verslun og viðskipti í huga, menn gleymdu gjarnán stjórnmálalegu mikilvægi þeirra. I viðræðum við Sovétmenn ætti fyrst að Ifta á þau atriði, þar sem ágreiningur væri minnstur. Væri um að ræða lið í endurmati á stefnu Sovétríkjanna heima fyrir hjá þeim væri skynsamlegt að fara sér hægt og fylgjast náið með þróuninni.' Nauðsynlegt væri að halda Sovét- mönnum við einstök og sérgreind atriði og ekki láta þá komast upp með að ræða aðeins málin almenn- um orðum f áróðursskyni. Skynsamleg stefna íslands Að loknu erindinu svaraði Clive Archer spurningum fundarmanna. Var hann meðal annars spurður um það, hvað honum fyndist að íslend- ingar ættu að gera miðað við þá þróun, sem hann hefði lýst. Archer sagðist hafa fylgst náið með þróun íslenskra öryggismála undanfarin ár og umræðum um þau. Gæti hann ekki annað en hrós- að fslenskum stjórnvöldum fyrir þær ákvarðanir, sem teknar hefðu verið á þessum árum. Hann sæi ekki annað en íslendingar hefðu brugðist hárrétt við og metið stöðu sfna rétt. Þeir hefðu tekið mið af útþenslu sovéska flotans og flug- hersins frá Kóla-skaga. íslendingar gætu ekki sigrað norðurflota Sov- étríkjanna eins og breska flotann og þess vegna væri rétt hjá þeim að treysta sem mest tengslin við NATO. Sagðist Archer persónulega fagna þessu sem stuðningsmaður bandalagsins. í öðru lagi sagðist hann telja, að umræður um öryggismál hér á landi bæru þess merki, að menn vildu ræða ákveðin úrlausnarefni, sem snertu öryggi þeirra og væru f tengslum við raunveruleikann. Á íslandi virtust umræðurnar ekki snúast um ímyndanir og eitthvað sem hugsanlega gæti gerst eins og það, ef allt norðurhvel heims yrði kjarnorkusprengju að bráð, um þetta væri til dæmis gjarnan deilt í Danmörku. Hér áttuðu menn sig á þvf, að gera yrði ráðstafanir til að halda norðurflota Sovétmanna f skefjum. Þetta væri í samræmi við flotastefnu Bandaríkjanna og við- brögð þjóða f Evrópu eins og Norð- manna, HoIIendinga og Þjóðverja. í þessari varðstöðu væri ísland lffsnauðsynlegt. Hér væri aðstaða fyrir eftirlitssveitir og fjarskipta- stöðvar, sem væri ómetanleg. Væri mikils virði að íslendingar héldu áfram á sömu braut og hingað til f samvinnu við bandamenn sfna í þessu efni, það væri mikils virði fyrir bandalagið og stuðlaði að friði °g öryggi. >ájp ^s/ij 1 -ÍJP ? 1 aújft?! '¦ %:¦ *} Jr MMÉV 1 99BJ3§k ^K ^j|4l |: . Jp 4 «^B B ' H^L.fl ¦lÁ 1 Í ¦ 1P m *Jíifcft^^^ ¦ > yf It: 1 ¦ l „.„-:.. -< .., A Morgunblaðið/Þorkell Frá undirskriftinni i Garðastræti í morgun. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags islenskra iðnrek- enda, og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, takastí hendur, en til vinstri við þá er Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Islands. Iðnverkaf ólk og verslunarmenn: Samningar tókust eftir 16 tíma fund NÝR kjarasamningur var undirritaður af fulltrúum iðnverkafólks, verslunarmanna og vinnuveitenda i Garðastræti um klukkan 9:30 í gærmorgun eftir um 16 tima viðræður. Samkvæmt samningnum munu lægstu laun hækka um 15,55% á samningstímabilinu, sem er til 10. apríl 1989, en laun yfir 40.000 krónur á mánuði munu hækka um 14,3%. Samningar VMSÍ og vinnuveitenda, sem felldir voru i flestum félögum, gerðu ráð fyrir 13,45% launahækkun á einu ári. I Landssambandi iðnverkafólks eru um 4.500 félagar og i Lands- sambandi íslenskra verslunarmanna eru um 17.000 manns. Samkvæmt samningunum munu laun hækka um 5,1% við undir- skrift, en ívið meira hjá fólki með mánaðarlaun undir 40.000 krónum. Allir launataxtar hækka að lág- marki um 2.025 krónur á mánuði, sem þýðir 6,25% hækkun á lægstu laun. VMSÍ-samningurinn gerði hins vegar ráð fyrir lágmarks- hækkun um 1.525 krónur. Að öðru leyti hækka grunnlaun á samn- ingstímanum um 3,25% þann 1. júní, um 2,5% þann 1. september, um 1,5% 1. desember og um 1,25% þann 1. mars á næsta ári. Þetta er eins og í VMSÍ samningnum, nema hvað tvær sfðasttöldu hækk- anirnar koma f staðinn fyrir eina hækkun um 2% l.febrúar 1989. í sambandi við vinnutíma er tek- ið fram að upphaf dagvinnu geti verið breytilegt á tfmabilinu 7-8 enda ákvarði vinnuveitandi slíka skipan til að minnsta kosti tíu vikna með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðn- verkafólks, sagði að vinnutímakerf- ið í samningnum væri breyting á VMSÍ-samningnum og það væri skilgreint betur. Hjá iðnverkafólki kemur einn yfirvinnutaxti, sem greiðist með 80% álagi á dagvinn- utfmakaup í stað eftir- og nætur- vinnu, en f samningnum við verslun- armenn er hverju félagi gefið vald á því hvort menn vilja breyta yfir- vinnukerfinu. Af öðrum atriðum sem skipta máli í nýju samningunum nefndi Guðmundur að nú væri allt iðn- verkafólk komið í fastlauna- og starfsaldurskerfi, sérstök leiðrétt- ing hefði fengist á kjörum fólks í matvæla- og hreinlætisiðnaði, breytingar hefðu verið gerðar á vaktakerfi og vaktaálag hækkað, ákvæði væru um flutning á veik- indaréttindum við skipti á vinnu- stöðum, og desemberuppbót tæki áfangahækkunum. Desemberupp- bót verður 4.500 krónur fyrir fólk sem skilar 1.700 dagvinnustundum, en ákveðið hlutfall af þeirri upphæð fyrir fóik sem vinnur skemmri tíma. Sérstök bókun fylgir samningi við iðnverkafólk, þar sem m.a. er kveðið á um námskeiðahald fyrir starfsfólk í matvæla- og hreinlætis- vöruiðnaði á vegum Fræðslumið- stöðvar iðnaðarins og Iðntækni- stofnunar íslands. Gert er ráð fyrir að fyrsta námskeiðið hefjist 20. ágúst næstkomandi. Byggt yfir Austurstræti? BORGARYFIRVÖLD eru að kanna möguleika á að byggja yfir Austurstræti að hluta og hafa verið lagðar fram nokkrar hugmyndir, sem sýna götuua með gler- eða plastþaki. Aætlað- ur kostnaður er talinn vera á bilinu 6 til 8 miUjónir króna. Endanleg ákvörðun um fram- kvœmd liggur ekki fyrir þar sem hugmyndin hef ur enn ekki verið kynnt í nef ndum og ráðum borg- arinnar. „Þetta eiga ekki að vera alger göng heldur þak, sem tekur af rign- ingu og þess háttar," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. „Skipulag miðbæjarins gerir ráð fyrir minna þaki eftir miðju Austurstræti, en hugmyndin gerir ráð fyrir að byggt verði yfir það og þakinu þá væntan- lega haldið uppi með Ifmtrésbitum," sagði Davfð. „Þessi hugmynd hefur verið að fæðast og er svona milli- stig frá miðbæjarskipulaginu gamla og þeirra sem voru að velta því fyrir sér, að lffga upp á Austur- stræti með því að hleypa á gegnum- akstri. Þeir sem fjölluðu um þá til- lögu voru þeim ekki sammála og þannig varð þessi hugmynd til. Ég held að kaupmenn séu spenntir fyr- ir þessari hugmynd." Mynd/Svipmyndir Líkan af Austurstræti eins og það mun lita út ef byggt verður yfir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.