Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 fclk f fréttum Morgunblaðið/Joe Winters Gestir á Cockpit-inn í Luxemborg. FLUGKRÁ í LUXEMBORG Nýr salur helgaður Þorsteini Jónssyni Frá Kristófer Má Krútinuyni i Brussel. Hið sérstæðasta sendiráð, íslenskt, á erlendri grund er vafalaust Cockpit-inn í Luxemborg. Cockpit-inn er bæði matsölustaður og „pöbb“ f senn. Þar hanga á veggj- um myndir úr íslenskri flugsögu, fleiri en annars staðar. í rauninni eru allar innréttingar helgaðar flugi, sérstaklega íslensku flugi og þá sögu Loftleiða og Flugleiða. Eigandi og húsbóndi á Cockpit- . inn er Valgeir Sigurðsson en hann hóf þennan rekstur í Luxemborg árið 1976. Eftir nýlega stækkun rúmar staðurinn um 400 manns í sæti. Viðbótin sem vígð var fyrir skömmu er helguð Þorsteini Jóns- syni, flugkappa og heitir „Tony’s Briefingroom" m.a. til að minna á þátttöku Þorseins f síðari heims- styijöldinni en þá _ flaug hann í breska flughernum.Á sama hátt og annað húsnæði Cockpit-inn er nýja húsnæðið skreytt ljósmyndum úr flugsögu Þorsteins Jónssonar. Ásamt honum var breski sendiher- rann í Luxemborg, frú Juliet J. d’A Campell, viðstödd opnunina sem hófst á aðalfundi RAF(deildar breska flughersins) í Luxemborg. Um þessar mundir leigja danskir matreiðslumenn matsöluna í Cock- pit-inn og þeir sem vit hafa á full- yrða að það sé vel þess virði að fara ofan af íslandi að fá sér síldar- rétti eða „smörrebröd" á Cockpit- inn. Jafnframt veitingahúsarekstri hefur Valgeir um árabil bruggað og selt brennd vfn. Þekktast er vafa- laust Svarti dauði sem er snafs á borð við brennivínið og hefur hlotið Qölda viðurkenninga sem slíkt. Jafnframt selur Valgeir vodka undir sama vörumerki og hefur nýhafíð sölu á ferskjulíkjör. í vöruþróun eru tveir líkjörar og gin sem Valgeir hyggst markaðssetja í nánustu framtíð. Desmond McCleland, forseti RAF deildarinnar í Luxemborg, Þor- steinn Jónsson, flugkappi og breski sendiherrann, Juliet J. d’A Camp- ell. HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR I ólíkum heimshomum Arlega halda um sex hundruð skiptinemar víðsvegar að úr heiminum til ársdvalar erlendis á vegum alþjóðlegu skiptinemasam- takanna Intemational Christian Yoth Exchange, ICYE. Samtökin hafa verið starfrækt frá lokum síðari heimsstyijaldar og íslands- deild þeirra frá 1960. ICYE starfar nú í um þijátíú löndum í Evrópu, Asíu, Afríku, Rómönsku Ameríku og Bandaríkjunum. Á þingi alþjóðasamtakanna, sem haldið var í Noregi í nóvember, var Hólmfríður Garðarsdóttir kosin formaður framkvæmdastjómar. Hólmfríður er fyrsta konan sem gegnir þessu starfi, en hún er fyrr- verandi starfsmaður Alþjóðlegra ungmennaskipta, AUS, sem er ís- landsdeild ICYE. Hún sagði Fólki í fréttum frá skiptinemasamtökun- um, nýja starfínu og sjálfri sér. „Skiptinemar á vegum ICYE setjast á skólabekk í dvalarlöndun- um en stunda einnig almenna vinnu. Hið síðamefnda hefur færst í vöxt undanfarín ár vegna þess að oft er um að ræða fullorðið fólk. Jafn- framt er talið að venjuleg vinna gefí gleggri mynd af lífinu í viðkom- andi landi en skólavist,“ segir Hólmfríður. Skiptinemamir sækja ráðstefnur og fundi um mikilvæg málefni dval- arlands og á alþjóðavettvangi. „Inn í samtökin speglast alls konar um- ræða; um efnahagsmál, umverfis- vemd, friðarmál og sitthvað fleira," segir Hólmfríður og bætir við að viðurkenning sem samtökin hlutu frá Sameinuðu þjóðunum á síðasta ári fyrir starf í þágu friðar hafl verið mikiisverð hvatning til frekara starfs. Viðurkenning Samein- uðu þjóðanna Aðalritari Sameinuðu þjóðanna veitti viðurkenninguna á fríðarári SÞ, en skiptinemasamtökin stóðu þá fyrir fjölmiðlaráðstefnu um frið- armál. Jafnframt er starf í þágu friðar eitt af markmiðum samtak- anna, sem í hnotskum felast í að auka skilning milli þjóða og eyða fordómum. „Auðvitaið skiptir máli í svona starfl að flnna að það sem maður er að gera sé einhvers met- ið, nái út fyrir fundarsalina. Viður- kenningin var svömn við starfl sam- takanna og sýnir að heilmargir fylgjast með okkur," segir Hólm- fríður. Þeir sem dvelja erlendis undir handaijaðri ICYE eru átján ára og eldri, flestir þó innan við þrítugt. Hólmfríður segir um tuttugu íslenska skiptinema fara héðan út í heim ár hvert og álíka marga út- lendinga koma hingað. Skiptinemar hér sækja íslenskuskunámskeið og dveljast bæði í höfuðborginni og úti á landi. Að sögn Hólmfríðar fara verk- efnin eftir óskum hvers og eins, en reynt er að kynna skiptinemum ýmsa þætti þjóðlífsins. Þannig hef- ur til dæmis verið boðið upp á iðnn- ám undanfarin þijú ár. Fólk frá rómönsku Ameríku nýtir sér þetta og lærir vélvirkjun eða trésmíði, svo eitthvað sé nefnt, og flytur þekking- una með sér heim. „Vitaskuld er æskilegt að á skiptinemaárinu öðlist fólk ein- hveija hagnýta þekkingu jafnframt því að víkka sjóndeildarhring sinn. Eflaust eru alltaf einhveijir sem fá ekki það sem til er ætlast út úr dvölinni," segir Hólmfríður, „en hinir eru miklu fleiri sem öðlast innsýn í allt aðrar aðstæður en þeir eiga að venjast - og það eitt hefur heilmikla þýðingu." Hólmfríður segir kosninguna í formannsstarfíð hafa borið heldur brátt að. „Ég var kosin í fjögurra manna framkvæmdastjóm í fyrra og var á leiðinni á alþjóðaþing sam- takanna í Buenos Aires í nóvemb- COSPER — Ég- er ekki að tala um þig — heldur fiskinn, sem ég missti. OíTlROn AFGREÍÐSLUKASSAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.