Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 71 Ái VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. Fáránlegar endursýningar SB og IR hringdu og voru afar óhressar með einn þátt í dagskrá Stöðvar 2, þ.e.a.s. endursýningar stöðvarinnar á bíomyndum sínum. „Við erum héma nokkrar saman sem tókum okkur til og viljum kvarta yfír þessu. Þessar endursýn- ingar eru fáránlegar og yfírþyrm- andi. Algerlega út í hött. Sfðasta vika var t.d. alveg óþolandi, ég tala nú ekki um þegar afnotagjöldin eru orðin svona dýr. Hins vegar viljum við að öðru leyti lýsa ánægju okkar með dagskrána, sérstaklega barna- efnið." 1. flokks sýning Halldór Torfason sló á þráðinn og vildi hvetja allt fjöiskyldufólk sem hefði tök á, að sjá sýningu íslensku óperunnar á „Litla sótar- anum". „Þetta er fyrsta flokks fjöl- skylduskemmtun, sannkölluð gæðasýning og við hin fullorðnu skemmtum okkur ekki síður en smáfólkið," sagði Halldór. Villkisu Kona nokkur sló á þráðinn og bauð upp á heimili fyrir 1—2 mánaða læðu, helst ljósgráa með hvíta bringu og lappir. Ef einhver vildi losna við slíkt dýr, góðfúslega hringið í síma 37396. Góð þjónusta Kolbrún hringdi. Hún vildi koma þökkum á framfæri við verslunina Héðin, Seljavegi 2. „Ég vil þakka fyrir mjög góða þjón- ustu. Þannig er, að ég bý úti á landi, en keypti flísar í þessari verslun og voru þær sendar heim með flutningabíl. Þegar við feng- um flísarnar kom í ljós að það vantaði nokkuð, þannig að ekki var hægt að leggja það munstur sem til stóð. Nú óttaðist ¦ ég að maður þyrfti að fara aftur til Reykjavíkur, veifa kvittunum og standa í alls konar útréttingum. En það var eitthvað annað. Eftir að hafa hringt í verslunina var gengið frá þessu eins og skot og flísarnar voru sendar okkur sam- dægurs. Þetta kalla ég góða þjón- ustu og fyrir það vil ég þakka." Framburður Jóns Einar Vilhjálmsson hringdi og var óhress með fréttamann sjón- varps, Jón Valfells. „Framburður hans er annarlegur og minnir á ensku. Við liggur að betur færi að hann læsi texta sína á ensku. Þetta er umhugsunarefni og framburður að mínu mati ekki minna atriði heldur en orðaval. Vildi ég að fréttamaðurinn tæki þetta til athugunar og reyndi að ná betri tökum á móðurmálinu." Góðir Vesalingar IG var nýbúin að sjá Vesaling- ana í Þjóðleikhúsinu. „Þetta er fræbær sýning og sérstaklega eru þau Sigrún Waage og Egill Olafs- son stórkostleg í sönghlutverkum sínum. Ættu menn ekki að láta þessa frábæru sýningu fram hjá sér fara. Já, teppin eru sýklastía Kristín Sigurðardóttir hringdi og vildi þakka Gísla Sigurðssyni, Lesbókarritstjóra, fyrir rabbgrein í Lesbókinni þar sem fjallað var um óhollustu og sóðaskap af völd- um gólfteppa. Kristín sagðist hafa fundið fyrir þessu sjálf og marg- séð til ungabarna kútveltast á teppum innan um skftinn og óholl- ustuna. Málefnið væri því mikil- svert. Kristín vildi einnig koma kvört- un til skila til Strætisvagna Reykjavíkur. Þannig er, sagði Kristín, að vagnarnir sem aka niður Laugaveginn virðast fullir af eigin útblæstri. „Þetta eru gamlir skrjóðar og ég hef marg- hrökklast út úr þeim með höfuð- verk og verk fyrir brjóstinu," sagði Kristín. Hin ósýnilega „fyrir- greiðsla" lögreglunnar Til Velvakanda. í Morgunblaðinu þann 5. mars, birtist furðuleg grein eftir fanga- vörðinn Guðmundu Helgadóttur þar sem hún á allan hátt reynir að fegra störf lögreglunnar. Og virðist það gert í kjölfarið á þessu óhugnanlega máli er tveir lögreglumenn limlestu ungan pilt í fangageymslu lögreglu- stöðvarinnar við Hverfísgötu. í þessari grein sinni kemur Guð- munda víða við í leit að afsökunum fyrir hrottaskap lögreglunnar. Allt frá því að opna Iæsta bfla upp í að lögreglumenn séu liprir við að klífa brött húsþök í vondum veðrum. Og svo það sem mig langar að gera örlitlar athugasemdir við, þ.e. ýmis konar fyrirgreiðsla við hina svoköll- uðu útigangsmenn sem hvergi eiga höfði sínu að halla, eins og hún orðar það í grein sinni. Hún segir að það sé tekið á móti þessum mönnum', þeir séu baðaðir, gefíð að borða og kæddir í hrein föt. Það vill svo til, að ég undirritað- ur, var um tíma í hópi svokallaðra útigangsmanna. Og af þeim sökum var ég tíðum fluttur í fangsgeymsl- ur. Aldrei þó samkvæmt eigin ósk. Þá var ekki boðið upp á baðferðir og aldrei varð ég var við að fataút- hlutun ætti sér stað. Hins vegar kom það nokkuð oft fyrir að klæði mín rifhuðu þegar verið var að færa mig úr þeim eða þegar beitt var harðneskjulegum aðferðum við að koma mér f klefann. Ekki minn- ist 'ég þess heldur að mér hafí ver- ið borinn matur þó stundum hafi teygst úr dvöl minni á annan sólar- hring. Er það löglegt? Og þá komum við að enn einu atriði sem Guðmunda nefnir, en það er að ákveðinn aðili hlutast til um að koma mönnum í áfengismeðferð. Þær aðferðir sem hann beitir eru oft á tíðum að neita að hleypa mönnum út þar til þeir hafa skrifað undir plagg þar sem þeir svipta sig frelsinu og lofa að dvelja ákveðinn tfma á einhverri tilgreindri stofnun. Það heitir, samkvæmt mínum skiln- ingi, að neyða menn í meðferð. I Það gat einnig kostað töluverða fyrirhöfn að fá vatnssopa að drekka svo ég tali nú ekki um að fá að fara á salerni og stundum var það ekki leyft. Þá kastaði ég af mér vatni í eitt horn klefans. Og þú mátt trúa því, Guðmunda, að gott hefði mér þótt að fara í bað eftir að hafa átt slíka nótt í klefanum þínum. Reynsla mín er ekkert sérstök. Fjöldinn allur af kunningjum mínum getur sagt svipaða sögu. Einum man ég t.d. eftir sem rif- beinsbrotnaði í höndum lögreglunn- ar við það að vera hent harkalega inn f klefannn þar sem hann lenti með bringuna á brún fletisins — en flet fangageymslu lögreglu- stöðvarinnar eru steypt! Þar lá hann alla nóttina ánn þess að njóta lækn- ishjálpar. Þar sem ég varð mjög hissa við að lesa þessi skrif Guðmundu, ák- vað ég að bera málið undir kunn- ingja minn sem var mér um tíma samferða í utangarðsgöngunni og bað hann að upplýsa mig um hvort hann hefði orðið aðnjótandi ein- hverra fyrrgreindra gæða í fanga- geymslum lögreglunnar. Hann varð furðu lostinn yfír spurningunni. Reynsla hans er mjög áþekk minni, en eitt dæmi nefndi hann sérstak- lega. Þá hafði hann, einu sinni sem oftar, verið færður í fangageymslu. Er hann var spurður að nafni svar- aði hann eitthvað á þá leið: „Hva' muniði ekki hvað ég heiti, ég er alltaf hérna?" Þá gripu hann tveir lögregluþjónar. Annar sneri Upp á handlegg hans og sveigði hann aft- ur fyrir bak. Þegar hann kveinkaði sér, greip hinn í hárið á honum og barði andliti hans þrisvar niður f borðplötu. Þá missti kunningi minn meðvitund og rankaði við sér ein- hvern tíma um nóttina í fangaklef- anum, alblóðugur. Mér að meinlausu má Guðmunda lofa störf lögreglunnar eins og hún vill ef hún reynir ekki að telja al- menningi trú um að útigangsmenn njóti aðhlynningar sem þeir ekki fá. Meðferð lögreglunnar á utangarðs- mönnum er engin rós í hnappagat þeirra, persðnuleg reynsla mín og annarra sem ég þekki, vitnar um annað. óskar Hilmarsson Samkeppni og Flugleiðir Til Velvakanda. Það kemur úr harðri átt, þegar Flugleiðamenn vilja ekki sam- keppni. Hverjir hafa verið að aug- lýsa ferðir til ódýrra innkaupa er- lendis? Þar með stuðlað að því að flytja verzlunina úr landinu og vinna gegn verzlunarmönnum? Svo auglýsa Flugleiðamenn flugfragt til landsins og gera mikið til að fá fragtina. Hverjum á þá að selja vöruna? Ekki þeim, væntanlega, sem Flugleiðir bjóða betri viðskipta- kjör erlendis. Þvflíkur tvískinnung- ur. Verzlunarmaður NYRVALKOSTUR VANDLATRA NORÐURSALUR HÓTEL ÍSLANDS Öpið fkvold Breskci hljómsveitin skemmtir. S1MÍ678111- Miöa verð kr. 400,- :,:::¦ -^'.:- ¦ *.:;:? ? íi^^f Okkur munar ekkert um að um bæinn Flugleiðaskutlan gengurallan daginn frá kl. 7-17 gestum okkar að kostnaðarlausu. Njóttuþess aðbúaá hótelisem eranntum gestisína. HER ER DÆMIUM FERÐA AÆTLUN SKUTLUNNAR: HÓTELESJA......................... .10.00 KRINGLAN........................... .10.05 BILALEIGA FLUGLEIÐA........ .10.10 HÓTEL LOFTLEIÐIR.............. . 10.15 MIÐBÆR.............................. . 10.20 INNANLANDSFLUG.............. . 10.30 BILALEIGA FLUGLEIÐA........ .10.35 HOTEL LOFTLEIÐIR.............. . 10.45 KRINGLAN........................... . 10.50 HÓTELESJA......................... .11.00 IOTEL LQFTLPÐIR FLUGLEIÐA ^f HÓTEL „Heimur út af fyrir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.