Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 33
¦ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 33 Ekki er að sjá að verulegar skemmdir hafi orðið á TF—ESS við óhappið. Morgunblaðið/Júlíua Reykjavík: Flugvél hlekktíst á í lendingu Flugmann og farþega sakaði ekki TVEGGJA hreyfla einkaflug- vél af gerðinni Cessna 310 hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli á sunnu- dag. Auk flugmannsins voru tveir farþegar f vélinni, sem ber einkennisstafina TF—ESS. Engan sakaði. Við undirbúning lendingar fékk flugmaðurinn viðvörun um að annað aðalhjól vélarinnar væri ekki í lás. Flugmálastjórn gerði slökkviliði viðvart og var hjálpar- lið tiltækt við brautina. í lending- unni gaf ólæsta hjólið undan og vélin seig niður á hægri vænginn, að sögn Skúla J. Sigurðssonar, deildarstjóra hjá Loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar. Við það sveigði vélin af leið og hafnaði hún í snjó- hrafli utan brautar. Rannsókn málsins er ekki að fullu lokið en Skúli sagði að talið væri víst að bilunin ætti sér tæknilegar orsak- ir. Hann sagði einnig að skemmd- ir á vélinni virtust ekki mjög mikl- Þjóðarbókhlaðan: Söfnun til bókakaupa meðal íslendinga erlendis SIGURÐUR Helgason, prófessor í stærðfræði við MIT-háskólann í Massachusetts i Bandarikjunum, stendur nú fyrir fjársöfnun meðal íslendinga erlendis til kaupa á bókum fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Dreifibréf var sent tíl íslendingafélaga erlendis um síðustu áramót og fólk beðið að skila framlögum til Bókasjóðs Þjóðarbókhlöðunnar á sérstakan reikning í Landsbankanum. Finnbogi Guðmundsson, lands- urðsson sagði í samtali við Morgun- bókavörður, og Einar Sigurðsson, háskólavörður, hafa ritað bréf til stuðnings söfnuninni, sem var sent til íslendingafélaganna. Einar Sig- blaðið að að þó að bréf væru send til íslendingafélaganna væri áskor- uninni beint til einstaklinga, og þá bæði til íslendinga sem búsettir væru erlendis og til erlendra „ís- landsvina". Einar sagði að fé væri þegar tekið að berast í sjóðinn, en söfnunin myndi standa yfír í ótiltek- inn tíma og sjóðurinn yrði svo form- lega afhentur við vígslu Þjóðarbók- hlöðunnar. Einar vildi taka það fram að ekki væri safnað til bygg- ingarinnar sjálfrar, heldur eingöngu til ritakaupa. FRAKT- FWG Jafnframt venjubundnu farþegaflugi í sumaráætlun 1988 verða Flugleiðir með fraktflug til LONDON á mánudögum og til KAUPMANNAHAFNAR á miðvikudögum. Viðskiptavinir! Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar í tíma. Sími 91-690100, beinir símar 690108, 690109, 690111, 690114 og 690112. . .FRAKTÍ ÖLLUMFERDUM FLUGLEIDIR ffakt Iðnaðarbankinn býður mynd á tékka Ný tækni notuð við myndatökuna Iðnaðarbankinn býður nú viðskiptavinum sínum með Alreikning að fá tékkaheftí með áprentaðri mynd. Myndin er tekin í útíbúi bankans með nýrri tækni, þannig að viðskiptavinurinn getur valið úr mörgum afbrigðum, hvaða mynd á að nota. Ennfremur hefur Iðnaðarbankinn aukið lánafyrirgTeiðslu til þeirra, sem eiga Alreikning. í fréttatilkynningu frá Iðnaðar- bankanum segir, að nú sé verið að auka þjónustu við Alreikningseigend- ur eins og boðað var þegar þetta reikningsform var fyrst kynnt fyrir einu og hálfu ári, að þjónusta yrði aukin i samræmi við n£ja tækni og breyttar þarfir viðskiptavina. Myndirnar eru teknar í útibúum bankans með myndbandsupptökuvél, sem tengd er við tölvu afgreiðslu- manns. Viðskiptavinurinn getur séð myndina á skjá, sem er á afgreiðslu- borðinu. Þegar viðkomandi er án- ægður með myndina, er hún geymd í tölvu sem sendir gögnin beint í prentun. Tæknin er bandarfsk og er nýjung hér á landi, Iðnaðarbankinn er fyrsti bankinn í heiminum sem notfærir sér hana, segir í fréttatil- kynningunni frá bankanum. Jafnhliða þessari nýjung bætir bankinn við lánsþrepi fyrir Alreikn- ingseigendur. Þeir hafa átt kost á skyndiláni, kr. 50.000 eftir þriggja mánaða viðskipti og Einkaláni, kr. 100.000, eftir sex mánaða viðskipti. Nú gefst reikningshöfum kostur á allt að 200.000 kr. láni eftir 12 mánaða viðskipti. Þessi lán fást í afgreiðslu bankans. Þessi þjónusta er innifalin í svo- kölluðu þjónustugjaldi Alreiknings, sem er kr. 190 á mánuði. Innifalið í því eru einnig 10 tékkahefti á ári, seðlaveski, lykilkort og önnur þjón- usta veitt AÍreikningseigendum. Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eflirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboössölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans Enginn var eldurinn Slökkviliðið i Reykjavík fór að' Droplaugarstöðum við Snorrabraut i gærmorgun, þar sem boðunarkerfi hússins hafði farið í gang. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang reyndist enginn eldurinn, en kerfið hafði farið í gang fyrir slysni. Þar sem kerfi þetta er tengt beint við slökkvistöðina leið aðeins um ein mínúta þar til slökkviliðið var komið á vett- vang. Nýspariskírteini 7,2-8,5% ávöxtun umfram verðbólgu Eldri spariskírteini 8,5-9,2% ávöxtun umfram verðbólgu Veðdeild Samvinnubankans 10,0% ávöxtun umfram verðbólgu Lind hf. 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu Lýsing hf. 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu Glitnirhf. 11,1% ávöxtun umfram verðbólgu Samvinnusjóður Islands hf. 10,5% ávöxtun umfram verðbólgu Önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0% ávöxtun umfram verðbólgu Fasteignatryggð skuldabréf 12-15,0% ávöxtun umfram verðbólgu Innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini okkar. Allar nánari upplýsingar í BankaStræti 7, 3. hœð. Síminn er 20700. wERÐBREFAumsKiPTi fjármál eru SAMUINNUBANKANS okkdr fdg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.