Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 48
'48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Þingmenn í Vestnorræna þingmannaráðinu: Viðskiptasamstarf aukið við Færeyj- ar og Grænland SEX þingmenn, sem allir eiga sæti í Vestnorræna þingmanna- ráðinu, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um samvinnu íslands, Færeyja og Grænlands á sviði markaðsmála og við- skipta. Þingmennirnir eru þeir Steingrimur J. Sigfússon (Abl/Ne), Alexander Stefáns- son (F/VI), Arni Gunnarsson (A/Ne), Danfríður Skarphéð- insdóttir (Kvl/Vl), Friðjón Þórðarson (S/Vl) og Óli Þ. Guð- bjartsson (B/SI). Tillagan er svohljóðandi: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórninni í samráði við íslandsdeild Vest- norræna þingmannaráðsins að láta kanna hvernig unnt sé að auka samstarf og samvinnu ís- lendinga, Færeyinga og Græn- lendinga á sviði markaðsmála og viðskipta. Sérstaklega verði at- hugað hvernig þjóðirnar, með au- knu samstarfí og bættum sam- göngum sín á milli, geti styrkt stöðu útflutningsstarfseminnar og aukið innbyrðis viðskipti. Endanlegar niðurstöður þessara athugana skulu lagðar. fyrir AI- þingi í formi skýrslu fyrir árslok, en bráðabirgðaniðurstöður unnar fyrir mitt sumar fyrir íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins." Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir tillögunni. Hann sagði áhuga granna okkar í austri og vestri vera mikinn á samstarf i í þessum ef num. Þess bæri líka að geta að þrátt fyrir mismunandi þjóðréttarlega stöðu þá væru bæði Færeyjar og Grænland fyrir utan Evrópu- bandalagið. Steingrímur J. sagði að við- skipti okkar við þessi lönd hef ðu farið ört vaxandi á síðustu árum, bæði innflutningur og útflutningur. Viðskiptakjör okkar væru þannig að formleg- ur samningur væri á milli Is- lands og Danmerkur um að í viðskiptum við Grænland giltu EFTA-kjör en milli íslands og Færeyja hefði um nokkra tíð verið í gildi óformlegt sam- komulag á svipuðum nótum. Friðjón Þórðarson sagðist mæla með því að þetta mál væri athugað og samstarfið við þessi ríki aukið og eflt. ÓIi Þ. Guðbjartsson sagði tímabært að ræða þessi mál. Ey- þjóðirnar þrjár ættu samleið á stóru markaðssvæðunum. Við gætum líka haft hag af auknum samskiptum, t.d. hefðu Grænlend- ingar yfir að ráða mikilli þekkingu í gerð jarðgangna. Hjörleifur Guttorsmsson í ræðustól í sameinuðu þingi. Þrírjafnréttisráðgjaf- ar leiðrétti stöðu kvenna MÞIflGI HJÖRLEIFUR Guttormsson (Abl/Al) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um jafnréttis- ráðgjafa. Samkvæmt tilíögunni er lagt til að ráðnir verði á vegum félagsmálaráðuneytisins þrír jafn- réttisráðgjafar til þriggja ára sem hafi það verkefni að vinna að leið- réttingu á stöðu kvenna í stofnun- um og fyrirtækjum um land allt í samvinnu við starfsmenn og stjórnendur. Alexander Stefáns- son (F/Vl) sagði að mál sem þessi Grásleppuveiðar: Miklar hrogna- birgðir í landinu Veiðarnar leyfisbundnar, veiðitími þrengdur og netafjöldi takmarkaður HALLDÓR Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra svaraði síðast- liðinn fimmtudag fyrirspurn frá Valgerði Sverrisdóttur (F/Ne) um grásleppuveiðar. Ráðherrann sagði helstu breyt- ingar á veiðunum frá fyrra ári vera að þær væru nú aftur leyf- isbundnar, veiðitíminn væri þrengdur miðað við síðustu tvö ár og ákveðinn hefði verið há- marksnetafjöldi á bát, en í því fælist einnig takmörkun á veið- unum. Birgðir i landinu væru nú 9-10.000 tunnur en kaupend- ur og umboðsmenn teldu raun- hæft að hægt yrði að tryggja sölu á um það bil 12.000 tunna veiði. Halldór Asgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði að þegar grá- sleppuvertíð hófet á sl. ári hefðu birgðir verið nær engar í heimin- um. Þetta hafði þau áhrif að mik- il eftirspurn varð eftir grásleppu- hrognum og fór verð á þeim allt upp í 1.400 þýsk mörk á tunnu. Arið 1987 markaði nokkur tíma- "mót því þá hefði opnast aukinn markaður fyrir grásleppuhrogn hér innanlands, en áður hefði meirihluti hrognanna verið fluttur beint út. Það ár hefðu verksmiðj- urnar keypt milli 15 og 16.000 tunnur en 1986 4-5000 tunnur. í dag væri birgðastaða innanlands um 9000 tunnur þannig að ekki væri ástæða til að ætla að verk- smiðjurnar keyptu mikið af hrogn- um á komandi vertíð. Um áramót- in hefði Sölustofnun lagmetis tek- ist að selja 5.200 tunnur af niður- lögðum hrognum og væri það 10% aukning milli ára. Halldór sagði að fyrir örfáum árum hefðu íslendingar verið með meirihluta markaðarins eða allt upp í 80% en undanfarin tvö ár hefði hlutdeild okkar minnkað og væri komin niður í um 40%. Ár- lega heimsmarkaðsþörf á grá- sleppuhrognum sagði sjávarút- vegsráðherra vera um 40.000 tunnur. Hér mætti bæta við að Kanadamenn hefðu aukið veiðar sínar jafnt og þétt sl. þrjú ár eða úr tæpum 9000 tunnum 1984 í 26.000 tunnur á sl. ári. Ekkert benti til að veiðar þeirra færu minnkandi í ár. ættu að vera í höndum Jafnréttis- ráðs sem væri stefnumótandi aðili í jafnréttismálum samkvæmt lög- um. Flutningsmenn ásamt Hjör- leifi eru Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk), Árni Gunnarsson (A/Ne) og Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir (B/Rvk). Hjörleifur Guttormsson sagði að þrátt fyrir lagaákvæði væru konur verr settar en karlar á flest- um sviðum þjóðlífsins. Fáar konur væru í ábyrgðarstöðum í atvinn- ulifinu og hlutur þeirra væri lægri hjá sveitarfélögum og hinu opin- bera. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) sagði þetta vera eina leið sem hægt væri að velja til koma á jafnrétti á vinnumarkaðinum. Kvennalistinn styddi þessa tillögu en vonandi þyrfti svona lausn bara að vera tímabundinn. Alexander Stefánsson (F/Vl) sagði að við hefðum hér á landi jafnréttislög sem kvæðu á um jafna stöðu karla og kvenna. í þeim væri skilmerkilega tekið fram hvemig ætti að standa að þessum málum og framkvæma lögin. Skipað væri Jafnréttisráð sem ætti að sjá um að lögunum væri framfylgt og vera stefnumót- andi aðili í þessum málum. Taldi Alexander eðlilegast að frum- kvæði að máli sem þessu kæmi frá Jafnréttisráði. Vissulega skorti ráðið fjármagn en í síðustu fjár- lagatillögum Jafnréttisráðs hefði ekki komið fram að það vildi fara út í svona stórframkvæmdir. Svona mál ætti að vera í höndum Jafhréttisráðs. Hjörieifur Guttormsson sagði að þó að við værum komin með einhverja stofnun í jafnréttismál- um þá þýddi það ekki að Alþingi ætti að hætta að skipta sér að þeim málum. Árni Gunnarsson (A/Ne) sagð- ist telja að við þyrftum að hafa gát í þessum málum og fylgjast með framkvæmd laganna. Við þyrftum að gæta að hvaða leið við værum á. Stuttar þingfréttir Halldór Ásgrímsson Birgðastaðan í landinu væri nú við upphaf þessarar vertíðar 9-10.000 tunnur og væru þær hjá niðurlagningarverksmiðjum víða um land. Á fundi grásleppuveiði- manna og kaupanda 9. febrúar sl. hefðu lágmarksviðmiðunarverð verið ákveðið 1.100 mörk á tunnu. Sjávarútvegsráðherra sagði kaup- endur og umboðsmenn telja raun- hæft að hægt yrði að tryggja sölu á um það bil 12.000 tonna veiði miðað við ofangreint verð en yrði veiðin meiri myndi það óhjá- kvæmilega hafa áhrif á verð. Fóstureyðingar Guðmundur Ágústsson (B/Rvk) og Kolbrún Jónsdóttir (B/Rn) lögðu í gær fram frum- varp um skerðingu löggjafar um fóstureyðingar. Lagt er til að fóstureyðingar verði heimilaðar í fjórum tilvikum. í fyrsta lagi ef líf og heilsa móðurinnar er í hættu með áframhaldandi meðgöngu eða fæðingu. í öðru lagi ef sterk- ar líkur eru á því að barn fæðist vanskapað. í þriðja lagi ef móðir er ung að árum og í fjórða lagi ef þungun er afleiðing af refsi- verðum verknaði. Gervihnattaútsendingfar Ingi Björn Albertsson (B/Vl) hefur lagt fram tillögu til þingsá- lyktunar um sjónvarpssendingar um gervihnetti. Lagt er til að skorað verði á menntamálaráð- herra að felldur verði brott síðastj málsliður 2. mgr. 6. gr. reglugerð- ar nr. 70/1986 um útvarp sam- kvæmt tímabundnum leyfum þannig að kynning og endursögn þular þurfi ekki að fylgja efni sem dreift er viðstöðulaust um gervi- hnött og sýnir atburði sem gerast í sömu andrá. Fæðingarorlof Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) hefur lagt fram fyrir- spurn til tryggingamálaráðherra um framkvæmd laga um fæðing- arorlof. Ragnhildur spyr hvernig háttað sé framkvæmd þeirra ákvæða í lögum um almanna- tryggingar sem fjalla um rétt barnshafandi konu til fæðingaror- lofs, allt að 60 dögum til viðbótar hinu lögbundna fjögurra mánuða orlofí, þegar hún þarf að leggja niður störf meira en mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma af heilsu- fars eða öryggisástæðum. Einnig spyr Ragnhildur tryggingamála- ráðherra um greiðslu fæðingaror- lofs. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.