Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 75 Fulltrúi íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva valinn: Sverrir Storm- sker sigráði með yfirburðum LAGIÐ „Þú og þeir" eftir Sverri Stormsker sigraði með miklum yfirburðum í gærkvöldi, þegar keppt var um hvaða lag verður sent fyrir íslands hönd í söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva. AUar dómnef ndirnar átta greiddu lagi Sverrís tólf stig, sem er hæsta stigagjöf. Alls hlaut lagið því 96 stig, eða 33 stigum meira en lagið i öðru sæti, „Ást- arævintýri". Það er því ljóst að Sverrir og söngvari lagsins, Stef- án Hilmarsson, verða fulltrúar Islands i keppninni. Úrslitakeppninni var sjónvarpað í ríkissjónvarpinu í gær. Fyrst voru öll lögin tíu, sem kepptu til úrslita, leikin og síðan kváðu dómnefndir upp sinn dóm. Ein dómnefnd var í hverju kjördæmi, eða átta, og voru þær skipaðar 11 manns, á öllum aldri og af báðum kynjum. Þegar f upphafi atkvæðagreiðslu var ljóst að stefndi f yfirburðasigur Sverris og enginn lagahöfundur komst með tærnar þar sem hann hafði hælana. Þegar allar dómnefndirnar átta höfðu greitt atkvæði var ljóst að Sverris var með fullt hús stiga. í öðru sæti varð lagið „Ástarævin- týri", eftir Eyjólf Kristjánsson, Inga Gunnar Jóhannsson og Aðalstein Ásberg Sigurðsson og hlaut það 63 stig. Þriðja sætið hreppti lagið „Mánaskin", eftir Guðmund Árna- son og Aðalstein Ásberg Sigurðs- son, en dómnefndir greiddu laginu 61 stig. Eftir að úrslit voru kunn afhenti Hrafh Gunnlaugsson, dagskrár- stjóri sjónvarpsins, Sverri ávfsun upp á 450 þúsund krónur. Þá fjár- hæð á höfundurinn að nota til að greiða kostnað við förina til Dyfl- innar, þar sem úrslitakeppnin fer fram þann 30. apríl. Þegar hefur verið dregið um í hvaða röð fulltrú- ar landanna flytja lög sfn og munu þeir Sverrir og Stefán stíga fyrstir á sviðið sem fulltrúar íslands. Af samtölum við lögregluna í gærkvöldi er ljóst, að -fjolmargir lslendingar fylgdust með úrslita- keppninni í gær. „Það var ekkert hringt í okkur á meðan á keppninni stóð," „Ég held að flestir hafi verið heima við sjónvarpið," „Allt stein- dautt hjá okkur", voru svörin, sem fengust þar á bæ. Líkur eru á að sama verði uppi á teningnum þegar lokakeppnin hefst í Dyflinni þann 30. aprfl. Morpinblaoið/BAR Halla Margrét Arnadóttir, sem söng sigurlagið í fyrra, Hægt og hljótt, smellir rembingskossi á sigurvegarann Sverri Stormsker. Raunhæfir mögu- leikar í Dyfiinni ? Tónlist Sveinn Guðjónsson EF hægt er að tala um skynsemi í sömu andrá og Eurovision þá held ég að landsmenn hafi farið skynsamlega að ráði sínu í gær- kvöldi, þegar þeir völdu lag Sverrís Stormskers til að keppa fyrír hönd þjóðarinnar i Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva á vori komanda. Lagið er eins og sniðið fyrir keppnina og raunar læðist að manni sá grunur að það eigi raunhæfa möguleika í Dyflinni, þótt reynslan hafi kennt okkur Islendingum að tala varlega um slíka hluti. Sverrir er yngstur þeirra höf- unda, sem sendu lag í keppnina að þessu sinni, aðeins 24 ára gamall. Hann var þó orðinn þjóðkunnur tónlistarmaður fyrir og mörg laga hans hafa notið vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Það kom hins vegar mörgum á óvart, ekki síst aðdáendum hans, þegar uppvíst varð að hann hafði sent lag í þessa keppni enda hefur Eurovision fram til þessa ekki þótt líklegur vettvang- ur fyrir menn eins og Sverri. En hann kom, sá og sigraði og það með miklum glæsibrag, enda var atkvæðagreiðslan í gærkvöldi nán- ast formsatriði, slíkir voru yfirburð- irnir. Að öðrum þáttökulögum ólöstuð- um held ég að lagið „Þú og þeir" eigi mest erindi í'Eurovisionkeppn- ina og ber þar margt til. Laglínan er grípandi og auðlærð, í laginu er ákveðinn stígandi og viðlagið hrífur hlustandann með sér. Þetta er ein- mitt sú formúla sem Eurovision gengur út á og Sverrir gengur þar hreint til verks af mikilli fag- Borgar-nes íu-fjörour Sauðár-krókur Akur-eyri Egils-staðir Hvols-völlur Hafnar-fjötður Reykja-vfk Samtals RÖ6 Eittvor eftir Kristin SvBvarsson og HaKdórGunnarsson. Pálmi Gunnarsson syngur. 2 1 1 2 1 1 2 2 12 10 ífyrrasumar ettir Grétar úrvarsson og Ingóí! Steinsson. Grétar Orvarsson og GiQsa Sigurdardóttir syngja. 1 10 3 3 5 3 3 6 34 7 Ástarævintýri eftir Eiyjóíf Kristjánsson, Inga G ióhannsson og Aöalstein A. Sigurðsson. EytólluroglngiG.syngja. 10 7 7 7 10 10 4 8 63 2 Sólarsamba eftir Magnús Kjartansson og HalkíórGunnarsson. Msgnús Kjartansson og MargrétG.Magnúsdðttirsyngja. 5 5 5 4 3 6 5 4 37 6 Afturogaftur eftirJakobMsgnússon. Bjami Arason syngur. 3 3 2 1 2 4 1 1 17 9 Mánaskln eftir Guðmund Árnason og Aðalstein A. Sigurðsson. EyjólfurKristjánssonog SÍgrún W aage eyngja. 6 8 8 10 8 7 7 7 61 3 Látum sönginn hljóma eftir Geirmund Vaftýsson og HjáfrnarJónsson. Stefán Hilmarason syngur. 7 6 10 8 7 8 6 5 57 4 Þúogþalr eltirSverriStormsker. Stefén Hilmars90fi syngur. 12 12 12 12 12 12 12 12 96 1 ítangó eftir Gunnar Þoröarson og ÞorateinEggertsson. BiotgvinHalldóissonog EddaBorgsyngja. 8 4 6 6 6 5 10 10 55 5 Dageftfrdag eftir Valgeir Skagtjötö. Guðrún Gunnarsdóttir syngur. 4 2 4 5 4 2 8 3 32 8 r^ mennsku. Ekki sakar heldur góð útsetning lagsins, en heiðurinn af henni átti Eyþór Gunnarsson, og reyndar útsetti hann einnig lögin sem urðu í öðru og þriðja sæti. Textinn í lagi Sverris hefur einn- ig ákveðna sérstöðu og þar er á vissan hátt sneitt framhjá vanda- máli, sem öðrum höfundum hefur sést yfir fram til þessa. Það er al- kunn staðreynd að íslenskan hljóm- ar í eyrum útlendinga eins og finnska í okkar eyrum. Sverrir leys- ir þetta vandamál með því að flétta ýmsum alþjóðlegum nöfnum inn í texta sinn og fyrir bragðið hlýtur hann að verða áheyrilegri í eyrum útlendinga en ella. Textinn er að vísu ekki merkilegur kveðskapur, en undir þessum kringumstæðum skiptir það ekki máli. I Eurovision er ekki spurt um hvort rétt sé kveð- ið á frummálinu og dómnefndir víðsvegar um Evrópu láta sig engu varða um hvað verið er að syngja. Hins vegar hlýtur það að vekja sam- úð, til að mynda Grikkja, að heyra Sókratesar getið af og til í textan- um, svo dæmi séu tekin. Ég legg þó tilað nafni lagsins verði breytt fyrir kejppnina í Dyflinni og mætti til dæmis kalla það „Sungið fyrir Sókrates" eða eitthvað í þá áttina þar sem viðbúið er að það gæti bögglast fyrir einhverjum að bera fram þ-in í „Þú og þeir" og vissara að taka enga áhættu í þeim efnum. Hinn ungi og bráðefnilegi söngv- ari, Stefán Hilmarsson, stendur sig vel í flutningi lagsins og sjálfur er Stormsker hinn reffilegasti við flygilinn. Hins vegar finnst mér að Stefán mætti endurskoða fram- komu sína fyrir úrslitakeppnina. Þetta ráp í kringum flygilinn er hálf vandræðalegt og yrði eflaust til bóta ef Stefán kæmi sér upp nokkrum afbrigðum af dæmigerð- um „eurovisionsveiflum" með til- heyrandi steppi, mjaðmasveiflum og handapati. Hér að framan lét ég að því liggja að ef til vill væri nú komið fram lag sem ætti raunhæfa möguleika í Bjálfri Eurovision keppninni. Ég stend við það, en vara jafnframt við óhóflegri bjartsýni, sem okkur íslendingum hefur áður orðið hált á. Um leið og ég óska Sverri til hamingju vil ég beina þeirri frómu ósk til hans að gæta s(n örlítið f orðum og athöfnum þegar til ír- lands er komið. Glannalegar fullyrð- ingar, þótt sagðar séu í gríni, gætu eyðilagt fyrir honum upplagt tæki- færi, sem ef til vill kemur aldrei aftur. v^ I Á Bf*1 nslA pjÓN USTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 % *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.