Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 MÍ'J FRAMBURÐUR ERLENDRA HEITA eftírPéturJ. Thorsteinsson Líklega má segja, að „réttur" framburður erlends heitis sé sá framburður sem notaður er í heima- landi orðsins. En enginn getur kunnað framburðarreglur allra tungumála. Og jafnvel þó að maður viti úr hvaða tungumáli eitthvert heiti er komið, og kunni framburð- arreglur þess máls, er ekki hægt að vita örugglega um framburðinn, því að hjá sömu þjóð geta einstök heiti haft mismunandi framburð. Tungumál Ameríkuþjóða og flest tungumál í Evrópu og víðar í heim- inurn hafa latneska letrið. Eins og flestar aðrar leturgerðir er það staf- rófsletur. En latneska stafrófið er ekki eins hjá öllum þessum þjóðum. Ýms tungumálanna hafa einstaka bókstafi sem hin hafa ekki. Auk þess getur framburður sama latn- eska bókstafsins verið mismunandi hjá honum ýmsu þjóðum sem þetta letur nota. í heiminum eru margar leturteg: undir aðrar en latneska letrið. í sumum löndum Austur-Evrópu er notað kyrilliska letrið, — fyrst og fremst víðast hvar í Sovétríkjunum, en einnig í Búlgaríu og sumum fylkjum Júgóslavíu. í Grikklandi er gríska letrið. í Arabaheiminum er arabaletrið og í Asíu eru margar tegundir leturs, t.d. hebreska letrið, kóreanska letrið, tælenska letrið og mismunandi letur hinna ýmsu tungumála Indlands. Kínverjar og Japanir hafa ekki stafrófsletur, heldur myndletur. Lestur orða er fyrst og fremst fólginn í framburði á þeim hljóðum sem bókstafirnir tákna (nema þegar um myndletur er að ræða), en einn- ig í áherslum á einstök atkvæði, þegar um er að ræða fjölatkvæða- eða tveggja atkvæða orð. Ýms vafa- mál geta risið, þegar lesa á erlend heiti. Ég miða hér við íslenskar aðstasður, en samskonar lestrar- vandamál eru á ferðinni í öllum löndum. MINOLTA NETTAR, LITLAR OG LÉTTAR LJÓSRITUNARVÉLAR - og þær gera allt sem gera þarf á minni skrifstofum D-10 Lítil, einföld og því traust. Fyrirtak á skrifboröið! Verðkr. 25.025.-stgr. D-100 Japönsk snilldarhönnun, þýsk ending og nákvæmni. Verð frá kr. 37.300.- stgr. MINOLTAEP50^ 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, innbyggður arkabakki til að spara pláss; hágæðaprentun og hagkvæmni í rekstri. Verðkr. 53.300.-stgr. . Það sem ég vildi ræða hér fyrst og fremst í dag, eru áherslurnar. En áður ætla ég að minnast á nokk- ur önnur atriði. Ég nefndi tungumál sem ekki hafa latneskt letur. Þegar um nöfn eða heiti í slíkum málum er að ræða, — hvaðan kemur þá sú staf- setning sem lesarar hafa fyrir fram- an sig í útvarps- eða sjónvarpssal? Því er til að svara, að í langflestum tilvikum er þessi stafsetning komin úr ensku eða byggð á enskri staf- setningu. Til þessa liggja ýmsar ástæður: Heimsveldi Breta hefir staðið víða fótum og ekki síst með- al þjóða sem nota annað letur en hið latneska; enska er útbreiddasta tungumál veraldar, stærstu dagblöð heimsins hafa verið á ensku og helstu alþjóðlegu fréttastofurnar nota ensku. Og fleira mætti telja. Það hefir því fyrst og fremst komið í hlut Engilsaxa að frnna latneska stafsetningu á nöfn og heiti hjá þjóðum sem nota ekki latneska létr- ið. Hér verð ég þó að nefna nýlega. breytingu sem orðið hefir að því er snertir kínversku. Kínverjum líkaði ekki hvernig tungumál þeirra var umritað á vesturlandamál, þ.e. yfir- leitt eftir hinni svo nefndu Wade- Giles reglu, og bjuggu til nýjar umritunarreglur, hið s.n. Pinyin- kerfi (er miðast við mandarín- kínversku). Kínverska stjórnin til- kynnti á sínum tíma að frá 1. jan- úar 1979 yrði þetta nýja kerfi notað við útgáfur á erlendum málum í Kína, og síðan hafa Sameinuðu þjóðirnar, öll stærstu dagblöð heims, vísindastofnanir, fréttastof- ur og fleiri tekið upp þetta umritun- arkerfi. I stað Peking og Mao Tse Tung er nú ritað Beijing og Mao Zedong, svo að dæmi séu nefnd. Það veldur nokkrum erfiðleikum, ¦ að sumir latneskir bókstafir hafa samkvæmt Pinyin-kerfinu allt ann- an framburð en sömu stafir í ensku. Til dæmis er bókstafurinn q borinn fram eins og tsj, þ.e. ch í ensku, bókstafurinn x eins og sh í ensku og c eins og ts. Ef við lítum á hljóðframburð (og sleppum í bili áherslunum) er aðal- lega tvennt sem er áberandi, þegar maður hlustar á erlend heiti í íslensku útvarpi eða sjónvarpi, þ.e. meðferð j-bókstafsins, sem mjög oft er lesinn sem islenskt j, en ætti að hljóða eins og dsj, þareð um enska stafsetningu er að ræða, og fram- burður á bókstafnum o, sem alltof oft er ranglega borinn fram sem langt hljóð (6). (Einnig má nefna, að bókstafurinn z í erlendum nöfn- um með enskri stafsetningu er oft- ast borinn fram í útvarpi og sjón- varpi sem ts, eins og í þýsku, en ekki eins og raddað s eins og í ensku). Varðandi j-framburðinn ætla ég að nefna nokkur heiti frá fjarlægum slóðum, sem oft eru ranglesin í út- varpi og sjónvarpi: Punjap ætti að lesa Pundsjab, Taj Mahal ætti að lesa Tadsj Mahal, Jaipur ætti að lesa Dsjaipur, Fiji ætti að lesa Fidsji, Mujahedin ætti að lesa Mud- sjahedin, Azerbaijan ætti að lesa -bajdsjan o.s.frv. Að því er snertir bókstafinn o má t.d. nefna, að langt o (ó) er ekki til f rússnesku. Rangt er að segja t.d. nóvósti, Dóbrynin eða Pjótr, og framburðurinn -6v og -óva f endingum er ekki réttur. Stundum er o í rússnesku borið fram næstum eins og a, en ástæðulaust er að fara nánar út f þá sálma. Ég nefndi áðan hinar n£ju umritunarreglur varðandi kínversku. I útskýringum á þessum Pinyin-framburði kemur skýrt fram, að o er þar aldrei borið fram sem langt hljóð (6). En auk þess heyrir maður oft í framburði á heitum úr tungumálum sem hafa latneskt letur, að o er að ástæðu- lausu borið fram sem langt hljóð, t.d. í heitum úr latnesku málunum. Ég kem nú að áherslunum. Þegar um*er að ræða fjölatkvæða heiti, hafa líklega öll eða flest tungumál áherslu á einhverju at- kvæði orðsins, ýmist fremst, aftast eða inni í miðju orði. En að sjálf- sögðu er hægt að bera fram orð án þess að leggja áherslu á eitt- hvert sérstakt atkvæði þess. Pétur J. Thorsteinsson Grein þessi er í megin- atriðum erindi sem Pét- ur J. Thorsteinsson flutti á fundi í Rótarý- klúbbi Reykjavíkur 19. janúar sl. og fjallaði um lestur erlendra heita í útvarpi og sjónvarpi. Á íslandi virðast furðu margir telja, að í erlendum heitum eigi áhersla helst aldrei að vera á fyrsta atkvæði orðanna. Þegar menn bera fram erlend fjölatkvæða heiti leggja þeir áherslu á atkvæði aftarlega í orðinu, oftast nær á næstaftasta atkvæðið. Og í tvíatkvæða heitum leggja margir áhersluna á sfðara atkvæðið. Híð fyrra er þó meira áberandi, einkum það að leggja áherslu á næstsfðasta atkvæðið. Oft er þetta rétt, en ótrúlega oft er þetta ekki í samræmi við fram- burð í heimalandi orðanna. Ég nefni dæmi um þetta hér á eftir. I íslensku hefir áherslan alltaf verið á fyrsta atkvæði orða. Þegar maður lýsir íslenskri' tungu fyrir útlendingum, segir maður oft frá því, og stundum með nokkru stolti, að f íslensku sé til málfræðiregla sem hafi enga undantekningu, en 'JJORNUNAR mR MULTIPLAN FRAMHALD I 28.3 INNRITUNTIL 25.MAR SÍMI: 621066 GOTT VALD Á MULTIPLAN GERIR VALKOSTIAUGLJÓSA - í TÖLUM, MÁLI OG MYNDUM. Multiplan töflureiknirinn hefur mjög öflugar skipanir og aðgerðir sem lítið eru notaðar hversdagslega, en opna oft leið til hagkvæmari og öflugri vinnslu. CHART forritið sér um myndræna framsetningu talna úr Multiplan. EFNI: Samsetning reiknilíkans á diski • Að láta forritið leita að lausn (iteration) • Notkun innbyggðra falla • Notkun texta við uppbyggingu formúla • Flutningur talna til CHART og myndræn framsetning gagna. LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 28.-30. mars kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÓKU I ÞESSU NÁMSKEIÐI. Stjórpunarfélag íslands a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.