Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 57 slíkar undantekningarlausar mál- fræðireglur eru sjaldgæfar í heimin- um. Þetta er reglan um áhersluna á fyrsta atkvæði sem ég nefndi (raunar var manni kennt í skóla, að í einu tilviki væri frá þessu brugð- ið, þ.e. þegar sagt er: Ó ekkí). En nú virðist það fara vaxandi í íslensku, að áhersla sé höfð annar- staðar en á fyrsta atkvæði. Þetta á t.d. við um erlend tökuorð eins og prósent í stað prósent, 5 mínút- ur í stað 5 mínútur, píanó í stað pfanó og amen í stað amen. Og um nokkur ættarnöfn, t.d. Thorlac- ius og Thorarensen í stað Thorlac- ius og Thorarensen. Og um staða- heiti: júgóslavía, Skandinavía í stað Júgóslavía, Skandinavía, Suður- Af ríka í stað Suður-Afríka o.s.frv. Þetta áherslufyrirbrigði virðist vera að breiðast út. Nú heyrist oft sagt t.d. sambærileg, óvinnandi, kostnaðarsamur, skipa-eigandi, háskólanemendur, efnahagsvandi, illseljanlegur o.s.frv. Frá útvarpi og sjónvarpi dynur í eyrum okkar alla daga aragrúi er- lendra heita, í fréttunum, í íþrótta- tímum, í þáttum frá útlöndum, í auglýsingum, við kynningu á hljóm- list o.s.frv. með áherslum sem eru okkur framandi. Er hugsanlegt að þetta sé farið að sljóvga málvitund okkar að því er snertir áherslur í íslenskum orðum? Og ef svo er, væri þá ^rétt að gera eitthvað til úrbóta? Eg kem nánar að þessu á eftir. Lítum á nokkur tungumál: 1. I finnsku er sama regla og i íslensku varðandi framburðinn, þ.e. áherslan er alltaf í byrjun orðs, og það jafnt hjá Sænsk- Finnum sem hjá öðrum Finnum. Einkennilega fáir á Islandi virð- ast vita þetta. í Finnlandi er sagt Koivisto, Kekkonen, Síbel- íus Rantanen, Juuranto, Zakari o.s.frv. Það er utan Finnlands sem maður heyrir framburðinn Koivisto, Kekkonen, Síbelíus Rantanen, Juuranto, Zakari o.s.frv., til dæmis í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Af hverju fylgjum við ekki finnstu áherslu- reglunni í útvarpi og sjónvarpi? 2. í frönsku er áherslan á síðasta atkvæði orða. Stundum heyrir maður réttar franskar áherslur í útvarpi og sjónvarpi. En ótrú- lega oft er áherslan höfð á næstsíðasta atkvæði, t.d. Bo- vary eða Gervasóní (nafn sem fyrir nokkrum árum var hér á allra vörum og átti vafalaust að bera fram Zhervasoní), og stundum heyrist áhersla á þriðja síðasta atkvæði t.d. Napóleon. Með slíkum áherslum verða flest frönsk nöfn illþekkjanleg, — miklu fremur en ef áherslan er lögð á byrjun orða. Ef menn kunna ekki franskan framburð og vilja endilega leggja áherslu á eitthvert atkvæði í frönsku fjölatkvæða nafni er miklu betra að hafa áhersluna í byrjun orðs en á næst siðasta atkvæði. En að sjálfsögðu þarf ekki að leggja áherslu á neitt sérstakt atkvæði. 3. Flestir sem erlend heiti lesa í útvarpi eða sjónvarpi kunna ensku að einhverju leyti. En til- hneigingin til að hafa áherslu í engilsaxneskum nöfnum á næst síðasta atkvæði, þegar hún á að vera á fyrsta atkvæði, er allt of rík. Til dæmis heyrir maður oft Iowa borið fram Æóva í stað Æóa, Calgary borið fram Kal- gari í stað Kalgari, Anchorage borið fram Ankóridsj í stað Ankoridsj o.s.frv. Ef menn vita ekki með vissu hvar áherslan á að liggja og vilja endilega hafa áherslu á einhverju atkvæði, eru alveg eins miklar líkur til að hún eigi að Hggja á fyrsta atkvæði eins og á hinu næst síðasta. Sama er líklega að segja um flest tungumál. 4. Ef við snúum okkur að nokkrum tungumálum, sem hafa ekki latneskt letur, getum við t.d. fyrst litið á grísku. Eftir því sem ég veit best er þar engin regla um áherslur í fjölatkvæða heit- um. Fyrrverandi forseti Grikk- lands hét Karamanlis (áhersla á síðasta atkvæði). Höfuðborg Kýpur á grískumælandi hluta eyjarinnar heitir Nikosía (áhersla á næst síðasta atkvæði) en önnur borg á Kýpur heitir Larnaca (áhersla á fyrsta at- kvæði). Það er eins að því er snertir grísku og varðandi flest önnur tungumál að fyrir þann sem ekki veit með vissu um áherslu í einhverju grísku fjölat- kvæða heiti er eðlilegast að hafa ekkert áhersluatkvæði í orðinu. Um rússnesku er hið sama að segja og um flest önnur tungumál, að þar er engin föst almenn regla um áherslur í framburði og sjái maður rússneskt fjölatkvæða heiti er alveg eins líklegt að áherslan eigi að vera á fyrsta atkvæðinu eins og annarsstaðar í orðinu. Hér má minnast á eitt atriði í rússneskum framburði sem margir spyrja um: Af hverju eru endingar á nöfnum eins og Gorbatsjov og Khrjústsjov ýmist skrifaðar -jeff, -jev, -joff eða -jov? Því er til að svara, að í fyrsta lagi er stafsetningin -jev og -jov nær réttum framburði en stafsetn- ing sem hefír tvö f. I öðru lagi hefír bókstafurinn e í kyrrillisku letri tvennskonar framburð. Venju- lega er hann borinn fram je (á ensku ye), t.d. Ljenín, Ljermontov, Brjez- hnev, en þegar tveir punktar eru yfir þessum bókstaf (é) er hann borinn fram sem jo (á ensku yo), og er þð eingöngu í áhersluatkvæð- um. Réttur framburður er Gorb- atsjov og Khrústsjov. Astæðan til ruglingsins er m.a. það að í rússn- esku lesmáli er oft sleppt tvípunkt- inum yfír bókstafnum e þar sem hann á að lesast sem jo. Önnur dæmi um þetta fyrirbrigði eru t.d. þau, að nöfn gömlu marskálkanna Budenny og Eremenko eru réttilega borin fram Budjonni og Jerjom- jenko. Nafn borgarinnar Orel er rétt borið fram Orjol og Potemkin er borið fram Potjomkin. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram, að í kyrillisku stafrófi er til bókstafur sem er. alltaf borinn fram eins og íslenskt e, en hann lítur öðru vísi út. í Sovétríkjunum eru sem kunn- ugt er fjölda mörg önnur tungumál en rússneskan. Meðal þeirra er t.d. úkraínska, en í Úkraínu eru algeng mannanöfn sem enda á o (eða ó), t.d. Gromyko. Annað tungumál þar er armeníska, en í Armeníu enda mörg nöfn á an, og er þá áherslan á enda nafnsins t.d. Mikoyan, Khatsatúryan. Oft heyrast þessi nöfn borin fram Mikoyan og Khats- atúryan sem er rangt (framburður- inn yrði eðlilegri, ef áhersla væri lögð á fyrsa atkvæði). Stundum eru nöfn í Sovétríkjunum borin fram með mismunandi áherslum, þó að þau séu skrifuð eins. Til dæmis hefír einn af varautanríkisráðherr- um Sovétríkjanna ættarnafnið Kapitsa (áhersla á fyrsta atkvæði), en annar þekktur maður í landinu heitir Kapitsa (áhersla á næst- síðasta atkvæði). Sjálfsagt er til sama fyrirbrigði í öðrum tungumál- um. Þetta verður að nægja um ein- stök tungumál. Ef tekin eru orð úr ýmsum áttum, þar sem maður heyr- ir í útvarpi og sjónvarpi áhersluna oftast á næstsíðasta atkvæði í stað fyrsta atkvæðis má t.d. nefna Sarajevo, Sapporo, Canberra, Beet- hoven. Hér í Reykjavík var eitt sinn bandarískur sendiherra sem hét Replogle að eftirnafni. Fáir vildu trúa því að áherslan lægi á fyrsta atkvæði og lögðu áherslu á næst síðasta atkvæði. Og danski sendi- herrann Palludan var æði oft kall- aður Pallúdan. Þegar lesin eru nöfn á erlendum vöruheitum, sýnist alger óþarfí að hafa alltaf áherslu aftan til í orðunum, t.d. Gevalía, Corolla, Samara. Sama má segja um heiti eins og „vottar Jehóva" og „Deleri- um búbónis" sem oft heyrist. Og líka má nefna skammstöfunina Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Húsfyllir var á ráðstefnunni um vimuefnamál sem haldin var f Valaskjálf á Egilsstöðum. Egilsstaðir: Moi*gunblaoWBjörn Sveinsson Bubbi Morthens hélt tónleika að ráðstefnunni lokinni. Ráðstef na um vímuefnamál Egilsstöðum. UM 600 manns troðfylltu Hótel Valaskjálf á ráðstefnu um fíkniefnavandamál þriðjudag- inn 15. mars. Ráðstefnan var haldin á vegum f élagsmálaráðs Egilsstaðabæjar og undirbúin af félagsmálafulltrúanum, Guðgeiri Ingvarssyni, f sam- vinnu við nemendur mennta- skólans og Egilsstaðaskóla. Mikil þátttaka var í umræðun- um að f ramsSguerindum lokn- um. Að ráðstefnunni lokinni var Bubbi Morthens með tón- leika. Sigurður Ananíasson bæjarfull- trúi setti ráðstefnuna og gat þess í upphafí að ástæða þessarar ráð- stefnu nú væri að á hátíðarfundi bæjarstjórnar Egilsstaða í tilefni 40 ára afmæhs sveitarfélagsins hefði verið samþykkt tillaga um skipulegt forvarnarstarf gegn vímuefnum meðal ungmenna í bænum. Hefði í vetur verið unnið skipuiega að þessu á vegum fé- lagsmálaráðs í samvinnu^ við skólanemendur á svæðinu. I því skyni hefði kvikmyndin Ekki ég, kannski þú verið sýnd í skólum á svæðinu en hún fjallar um vímu- efnaneyslu ungmenna. Einnig hefði Arnar Jensen frá fíkniefna- lögreglunni haldið fræðsluerindi um þessi mál í skólum hér. Stefán Þórarinsson læknir benti á að raunhæfasta leiðin til að draga úr vímuefnaneyslu hverskonar væri að draga úr framboði. Guðrún Svansdóttir fjallaði um ástæður þess að ungl- ingar lentu á þessari braut. Bubbi Morthens fjallaði um reynslu sína af vímuefnum hverskonar. Taldi hann að ekki væri minna um eitur- lyf á Austurlandi en annars staðar á landinu og full ástæða til að vera á verði hér sem annars stað- Jean Marsk menntaskólakenn- ari frá Sviss lýsti ástandi þessara mála þar í landi og benti á að eiturlyfjavandamáiið gæti komið upp í öllum fjölskyldum og því væri forvarnarstarf mikilvægt. Að loknum framsöguerindum var mjog Iifleg umræða um vímu- efnanotkun og þátt áfengis í að leiða ungt fólk út í eiturlyfjanotk- un. Greinilegt var á unglingunum eftir ráðstefnuna að þessi umræða snart þá og að ráðstefnan var gagnleg. - Björn AKOGES úr Vestmannaeyjum, en hana heyrði ég nýlega borna fram AKÓGES í útvarpi. Að lokum ætla ég að nefna höfuðborg Suður- Kóreu. Ekki er von, að margir viti að nafn hennar er hvorki borið fram Se-úl né Se-úl í heimalandinu, held- ur Sól. Hér má bæta því við, að engin ástæða er til að ætla, að lesarar í útvarpi eða sjónvarpi í nágranna- löndunum, t.d. í Bretlandi eða Bandaríkjunum, séu til fyrirmyndar að því er snertir áherslur í erlendum heitum, einkum heitum úr fjarlæg- um tungumálum. Þar virðist vera sama tilhneigingin til að hafa áherslu á næstsíðasta atkvæði í tírna og ótíma. Útvarp og sjónyarp eru áhrifa- miklir fjölmiðlar. Ég varpaði fram þeirri spurningu áðan, hvort verið gæti að lestur erlendra heita í þess- um fjölmiðlum væri farinn að sljóvga málvitund okkar, að því er snertir áherslur í íslenskum orðum. Um það skal ég ekki dæma, en hinsvegar sýnist vera ljóst að veru- legur hluti af þeim erlendu heitum, sem lesin eru í útvarpi og sjón- varpi, er lesinn með áherslu aftar- lega í orðunum, þar sem hún á að vera fremst (miðað við heimkynni orðann). Þetta er að sjálfsögðu óþarfi. Hvernig væri að hafa reglu sem væri eitthvað á þessa leið: Þegar lesari veit ekki með vissu, hvar leggja skal áherslu í erlendu heiti, mannsnafni eða staðarnafni, sleppir hann áherslunni eða m.ö.o. les öll atkvæði orðisns með sömu áherslu? Höfundur er fyrrverandi sendi- herra. Royal Creda tauþurrkarar Compact R. kr. 18.497,- stgr. Reversairkr. 25.418,- stgr. Sensairkr.34.122,-stgr. VlvUfl húshjálpin • Viðja, Kópavogi, s. 44444 Rafbúðin, Hafnarfírði, s. 53020 Stapafell, Reflavik, s. 12300 Vörumarkaourinn, Kringlunni, s. 685440 Grímurog Árni, Húsavik, s. 41600 Rafsel, Sdfossi, s. 1439 Sjónver, Vestmannaeyjum, s. 2570 Rafland, Akureyri, s. 25010 Hlómst urvel li r, Hellisandi, s. 66655 Guðni HaUgrimsson, Grundarfirði, s. 86722 Póllinn, ísafírði, s. 3792 Kaupfélag Húnvetninga, Illönduósi, s. 4200 Creda-omboðið, t Raftækjavershin íslands, Reykjarik, sími 68-86-60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.