Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Áreksturvið Brunnárbrú í Hvalfirði NOKKUÐ harður árekstur varð á sunnudag í Hvalfirði. Þar skullu saman jeppi og fólks- bifreið og skemmdust töluvert. Ökumenn og farþegar meiddust ekki. Áreksturinn varð um kl. 15 við brúna yfir Brunná. Ökumennirnir misreiknuðu sig eitthvað þegar kom að brúnni og ætluðu sér báð- ir yfir samtímis. Bifreiðarnar stöðvuðu alla umferð um veginn í nærri klukkustund, en nokkrir jeppar komust þó yfir ána fyrir neðan brú. Þar sem fólksbifreiðin var mikið skemmd og óökufær var ákveðið að kalla til lögreglu og eftir að hún kom á vettvang gekk greiðlega að ganga frá málum. VEÐUR Forseta- kjör ákveð- ið25.júní KJÖR forseta íslands skal fara fram laugardaginn 25. júní næst- komandi. Framboðum til forseta- kjörs skal skUa í hendur dóms- málaráðuneytinu, ásamt sam- þykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórna um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vik- um fyrir kjSrdag. í frétt frá forsætisráðuneytinu segir, að forsetaefni skuli hafa meðmæli minnst 1500 kosninga- bærra manna, en mest 3000. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hefur lýst því yfir að hún gefi kost á sér til endurkjörs. Komi ekki fram fleiri framboð telst hún sjálfkjörin. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið forseti I tvö kjörtímabil eða 8 ár. Árekstur bifreiðanna var harður og er fólksbifreiðin óökufær. Morgunblaðið/Einar Falur f ' f / / / / / / ÍDAGkl. 12.00: ' ' VEÐURHORFUR I DAG, 22.3.88 YFIRLIT í gær: Norðaustur af landinu er 1.017 mb. hæð og lægðar- drag skammt suður af landinu, en um 500 km suðsuðaustur af Hvarfi er 955 mb. víðáttumikil lægð serri þokast austnorðaustur. Heldur mun hlýna í veðri, einkum sunnan- og suðaustanlands. SPÁ: { dag Iftur út fyrir austan stinningskalda syðst á landínu en heldur hægari austlæga eða norðaustlæga átt annars staðar. Dálit- il slydda verður á Suð-Austurlandi og Austfjörðum og rigning vest- ur með suðurströndinni en nokkuð bjart veður norðvestan til á landinu. Frostlaust um mestallt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFURÁ MIÐVIKUDAG: Austlægátt ogyfirleitt frostlaust. Slydda eða rigning vfða um land, einkum sunnanlands og austan. HORFUR Á FIMMTUDAG: Snýst smám saman til norðaustanáttar með snjókomu eða slyddu, einkum um norðanvert landið. Aftur heldur kólnandi. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Z J- Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar • vindstyrk, heil fjöður \/ Skúrir er 2 vindstig. * * V El '\Jm Léttskýiað r r r r f r r Rigning = Þoka -.'Cgk Háffskýjað r /. /. * r * = Þokumóða ' , ' Súld {^^ Skyia4 c wk A,sl(ýiað r * r * Slydda •/¦*,/ OO Mistur # # ? —j- Skafrenningur * # # * Snjókoma # # # fT Þrumuveður Þýskalandsmarkaður: Lágt fiskverð T* *M Mr C m W * >™ ^ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:001 'gærað ísl. tíma hiti veour Akureyri +4 léttskýiað Reykjavík 1 alskýjað Bergen 6 skýjað Helsinki 1 þokumóöa Jan Mayen +5 léttskýjaé Kaupmannah. 3 skýjaö NarssarsBuaq 6 skýjað Nuuk *3 heiðskírt Osló 1 snjókoma Stokkhoimur 3 hálfskýjað Þórshöfn 4 súld Algarvo 20 skýjað Amstardam 10 súld Aþena vantar Barcelona 15 þokumóða Beriln 3 þokumóða Chicago +4 Idttskýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 13 skýjað Glasgow 11 skýjaft Hamborg 8 alskýjað Las Palmas vantar London 11 sltýjað Loa Angeles 13 léttskýjað Lúxemborg fi skýjað Madrid 17 skýjað Malaga 23 alskýjað Mallorca 20 skýjað Montroal +18 ckýjað NewYork 46 heiðskírt Paris 10 alckýjað Róm 16 skýjað V(n 10 rigning Washington +3 snjókoma Winnipeg +8 alskýjað Valencla 26 alskýjað FISKVERÐ var lágt á markaðn- um í Cuxhaven i gær og- óttast menn að verðið verði jafnvel enn lægra undir helgina vegna sein- kunar gámaskips til Þýzkalands. Vilhjálmur Vilhjálmsson starfs- maður LÍÚ segir að verðfall hafi oft hlotizt af því, að ekki sé hægt að treysta á áætlanir skipafélag- anna. Gámarnir hafi þá komið ofan i bókaða daga skipanna i stað þess að ná á markaðinn á áður ákveðnum dögum. Ýmir HP seldi í gær 190 tonn, mest karfa í Cuxhaven. Heildarverð- var 9,5_ milljónir króna, meðalverð 49,80. Á mánudag f sfðustu viku var meðalverð upp úr öðru fslensku skipi 68,59 og á fóstudaginn 54,12. Nú er að styttast í páska, sem er mikið fiskneyzlutímabil og hefur verð á ferskum fiski þá oft verið hátt. Menn óttast hins vegar að svo gæti farið nú að verð verði lágt. Tæp 400 tonn af fiski í gámum eru á leiðinni utan og verða þau ekki komin á markað fyrr en á föstudag, en fimmtudagur hafði verið ætlaður sem söludagur fyrir gámafiskinn. Samkvæmt aug- lýstri áætlun Eimskips, eiga gámarn- ir á ná á markað á þriðjudagsmorgun í viku hverri. Vilhjálmur Vilhjálms- son sagði, að oft hefði verið mis- brestur á áætlunum skipafélaganna og hefði það f mörgum tilfellum vald- ið verðfalli. Til að tryggja að sala úr þeim og skipunum rækist ekki á á þessum viðkvæma tíma, hefði ver- ið ákveðið að reikna með tveggja sólarhringa seinkun og selja úr gám- unum á fimmtudag. Nú væri seink- unin hins vegar enn meiri og engir gámar kæmu fyrr en á föstudag. Á morgun selur Snorri Sturluson f Þýskalandi, ögri á miðvikudag og síðan verður skip á hverjum degi fram að páskum að undanskildum fimmtudeginum. Markaðurinn verð- ur opinn um helgina og gámarnir seldir á föstudag ofan f bókaðan sölu- dag Snæfugls SU þar sem allir dag- ar eru fráteknir fyrir skipin nema fimmtudagurinn. Vilhjálmur sagði, að hefði seinkunin verið ljós fyrr, hefði verið hægt að flýta Snæfugli, láta hann selja á fimmtudag og selja úr gámunum á föstudag. Því miður hefði svo ekki farið og því hætta á verðfalli vegna röskunar á áður ákveðnu skipulagi. Dagur vonar sett upp í Los Angeles LEIKRIT Birgis Sigurðssonar, Dagur vonar, verður tekið til sýninga i Los Angeles Theater Center á næsta leikári. Birgir er nýlega kominn heim frá Bandarikjunum ásamt Stefáni Bald- urssyni, leikstjóra verksins hér, þar sem þeir settu verkið upp fyrir leiklestur. Auk þess voru þrjú bandarísk leikrit leiklesin en Dagur vonar var eina leikritið sem öll leikhússtjórnin var sammála um að setja upp. Að sögn Birgis var leiklesturinn liður f hátíð sem leikhúsið stendur fyrir á hverju ári. Þeir félagar fóru út í lok febrúar og dvöldu í hálfan mánuð við uppsetningu leiklestursins en sá háttur mun vera mjög tíðkaður í Bandaríkjun- um. Þá eru leikarar staðsettir á sviðinu og verkið leikið í grófum dráttum, með handritið í höndum. Tjöld og lýsing eru ekki til staðar heldur reyna menn að gera sér nokkurn veginn grein fyrir hvern- ig leikritið mun verða í uppfærslu. Fleiri verk eru tekin til leiklestr- ar en sett eru upp. Sagði Birgir að verkinu hefði verið vel tekið og á föstudag hefði hann fengið staðfestingu á því að það yrði tekið til sýninga f leikhúsinu sem er næststærsta leikhús f Los Angeles. Það hefur lagt sig fram um að kynna ný verk, einkum bandarísk og hefur orð á sér fyr- ir að vera leikhúsið þar sem hlut- irnir gerist. „Bandaríkjamenn eru ákaflega sjálfhverfir í sínu leiklist- arlífi, svo að það er mjög skemmti- legt að þeir ætli að taka Dag vonar til sýninga," sagði Birgir. „Eftir kynni mín af þessu leikhúsi er ég mjög ánægður, þetta er spennandi og þarna er fólk sem leggur sig raunverulega fram um að gera hlutina vel. Vinnubrögð bandarískra leikara eru mjög góð enda búa þeir við mikla sam- keppni og verða því að standa sig vel. Þarna leika margir kvik- myndaleikarar, t.d. lék leikkona úr Dallas-þáttunum, Pricilla Po- inter, Guðnýju í leiklestrinum.M Ekki liggur fyrir hvenær á ár- inu leikritið verður sett upp eða hvaða leikarar munu leika í upp- færslunni. Verkið þýddi Jill Bro- oke.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.