Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988
1 72
SELD
Kvennalistinn fær mest
fylgi í skoðanakönnun DV
Aðrir flokkar tapa fylgi frá síðustu skoðanakönnun
Morgunblaðið/Júlíus
Frá afhendingu fyrsta tækisins sem Gísji J. Johnsen selur hér á
landi frá Rank Xerox og Verslunarskóli íslands er kaupandinn að.
F.v. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans. og eigendur
Gisla J. Johnsen, þeir Erling Ásgeirsson og Gunnar Olafsson.
Gísli J. Johnsen með Rank Xerox-sýningn:
V erslunarskólinn
keypti fyrsta tækið
Á vegum Gísla J. Johnsen sf. var
í gær opnuð sýning í Hótei
Holliday Inn á vörum frá fjöl-
þjóðafyrirtækinu Rank Xerox
sem er eitt stærsta fyrirtæki
heims nú á sviði skrifstofutækni
•og Gísli J. Johnsen hefur fengið
einkaumboð fyrir hér á landi. Á
sýningunni eru m.a. ýmsar gerð-
ir ljósritunarvéla, sem Rank
Xerox er þekktast fyrir, geisla-
prentarar sem jafnframt ljósrita,
telefaxtæki sem nota venjulegan
pappír og útgáfuforritið Vent-
ura.
Viðstaddur opnun sýningarinnar
var m.a. Erik Hoffmoen, fram-
kvæmdastjóri Rank Xerox í Dan-
mörku sem eftirleiðis mun annast
samskiptin við Island. Á sýningunni
var jafnframt undirritaður fyrsti
samningurinn sem Gísli J. Johnsen
gerir um sölu á Rank Xerox ljósrit-
unarvél hér á landi og er kaupand-
inn Verslunarskóli íslands.
Sýning Gísla J. Johnsen sf. á
skrifstofubúnaði frá Rank Xerox
mun standa fram á fímmtudag.
KVENNALISTINN fær mest
fylgi allra íslenskra stjórnmála-
flokka i skoðanakönnun DV um
helgina. Kvennalistinn fékk fylgi
29,7% þeirra sem tóku afstöðu,
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
28,4% fylgi og Framsóknarflokk-
urinn 17,6%. Alþýðuflokkurinn
fékk 9,3%, Alþýðubandalag 7,8%,
Borgaraflokkurinn 4,7%, Þjóðar-
flokkurinn 1,6% og Stefán Val-
geirsson og Flokkur mannssins
'/2% hvor.
Ef þingsætum væri skipt í réttu
hlutfalli við úrslit skoðanakönnun-
arinnar fengi Kvennalistinn 19
þingmenn en hefur 6, Sjálfstæðis-
flokkur fengi 19 þingmenn en hefur
18, EVamsóknarflokkur fengi 11
þingmenn en hefur 13, Alþýðu-
flokkur fengi 6 þingmenn en hefur
10, Alþýðubandalag fengi 5 þing-
menn en hefur 8 og Borgaraflokkur
fengi 3 þingmenn en hefur 6. Aðrir
flokkar fengju ekki þingmann.
Miðað við hliðstæða könnun DV
í janúar tapa allir þingflokkar fylgi
nema Kvennalistinn sem eykur fýlgi
sitt um 8,7 prósentustig, og Borg-
araflokkurinn sem eykur fylgi um
0,5 prósentustig. Framsóknarflokk-
urinn tapar mestu fylgi frá þeirri
könnun, eða 5,3 prósentustigum.
í skoðanakönnun DV var haft
samband við 600 manns og var
skipt jafnt milli kynja og höfuð-
borgarsvæðisins og landsbyggðar-
innar. Óákveðnir voru 28,6% og
6,9% vildu ekki svara.
Tívolíið opið um helgar
Selfossi.
TÍVOLÍIÐ í Hveragerði hefur
verið opið þrjár undanfarnar
helgar og verður áfram fram í
miðjan apríl. Eftir það verður
það opið alla daga.
Sigurður Kárason, forsvarsmað-
ur Skemmtigarðsins hf. sem rekur
Tívolíið, sagðist vona að erfiðleikar
fyrirtækisins væru að baki. Hann
sagði unnið að því að setja hita í
húsið og stefnt að því að hafa þar
stofuhita. Ætlunin væri að bæta
við minni tækjum og auka starfsem-
ina. I því augnamiði yrði í náinni
framtíð ráðinn markaðsstjóri sem
ynni að því að fá í húsið sýningar
og vörukynningar af ýmsu tagi.
— Sig. Jóns.
Gjaldþrotamál Kaupfélags Svalbarðseyrar:
Krafist rannsóknar vegna
undanskots eignarhluta í SIS
Rugl, segir framkvæmdastjóri fjárhagsdeildar SÍS
ö
JÓN Oddsson hrl. hefur, fyrir hönd Jóns Laxdal bónda í Nesi, farið
fram á opinbera rannsókn varðandi meint undanskot eigna við með-
ferð á gjaldþroti Kaupfélags Svalbarðseyrar. í bréfi til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins bendir hann á óskipt eigið fé Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga og telur að eignarréttindi Kaupfélags Svalbarðseyrar þar
eigi að draga undir gjaldþrotaskiptin. Kjartan P. Kjartansson fram-
kvæmdastjóri fjárhagsdeildar SÍS segir þessa kröfu rugl. Spurningin
um hver eigi SIS er víðar til umfjöllunar. Tillaga bússfjóra í þrotabúi
Kaupfélags ’Vesturbarðstrendinga á Patreksfirði um að látið verði
reyna á hugsanlegan eignarhluta þrotabúsins í SÍS var felld af full-
trúa SÍS á skiptafundi, en SÍS er stærsti kröfuhafinn í búið.
INNLENT
í bréfí Jóns Oddssonar segir að
Kaupfélag Svalbarðseyrar hefði að
líkindum ekki orðið gjaldþrota ef
eignarhlutinn í SÍS hefði komið fram
við skiptin og umbjóðandi hans því
ekki orðið fyrir tjóni. Jón Laxdal á
kröfur í þrotabúið, bæði vegna inn-
eigna og vegna ábyrgðar sem hann
gekk í fyrir félagið er hann var þar
í stjóm. í bréfí Jóns Oddssonar til
Rannsóknarlögreglu segir m.a.:
„Sambandið virðist hafa leikið þann
leik í gegn um árin að hirða til sín
umrædda eignahluta kaupfélaganna
í landinu við svipaðar aðstæður,
siðan að kaupa uppskrifaðar eignir
á lágu verði. Hafa fyrirtæki Sam-
bandsins þannig hagnast á umrædd-
um gjaldþrotum, sem virðast nú eins
og faraldur. Umræddar eignir sitja
síðan inni í SÍS, sem virðist vera
utan laga og réttar, eða ef maður
tekur annað dæmi, að öll kaupfélög -
landsins yrðu gjaldþrota nema t.a.m
KEA yrði þá KEA einkaeigandi SÍS
°g gleypti þar með eignarhluta hinna
kaupfélaganna, sem hefðu orðið
gjaldþrota. Hér er um mjög verulega
hagsmuni að ræða og ætlaða
síbrotastarfsemi í auðgunarskyni,
sem gerir SÍS mögulegt að vera eins
og auðhringur utan laga og réttar.
Áður hafði lögmaðurinn óskað
eftir því við sýslumanninn á Húsavík
o g bússtjóra þrotabúsins að taka upp
opinbera uppskrift á eigum þrota-
búsins, m.a. með tilliti til eigna og
eignarréttinda þess í SÍS, dótturfyr-
irtækjum þess og öðrum rekstri.
Utanríkisráðherra segist tilbúinn til að hitta embættismenn PLO:
Segir koma til álita að
bjóða Arafat til íslands
Kemur ekki til greina að taka upp slíkar viðræður, segir forsætisráðherra
STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra sagði í viðtali
við Elías Davíðsson ritara félagsins Ísland-Palestína á útvarps-
stöðinni Rót á sunnudaginn að hann væri tilbúinn til að hitta
háttsetta embættismenn PLO að máli og til álita kæmi að bjóða
Yasser Arafat leiðtoga PLO til íslands en Elías upplýsti að mjög
háttsettir embættismenn PLO hefðu áhuga á að hitta Steingrím
að máli. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra segir að ekki komi
til greina í ríkisstjórninni að taka upp slíkar viðræður við PLO
eða Yasser Arafat og þótt leitað yrði eftir slíkum viðræðum
muni ríkisstjórnin ekki taka þátt í þeim.
í viðtalinu við utanríkisráð-
herra, sem var í Fréttapotti Rótar
á sunnudaginn, sagðist Elías Dav-
íðsson telja það mikil gleðitíðindi
fyrir Palestínumenn og einnig fyr-
ir markmið félagsins ísland-
Palestína að Steingrímur og
íslenska ríkisstjómin skuli hafa
viðurkennt rétt þeirra til eigin
ríkis og til eigin forystu, í þessu
tilviki PLO. Síðan spurði hann
hvort Steingrímur væri tilbúinn
til að hitta háttsetta embættis-
menn PLO að máli?
„Það er ég,“ svararði
Steingrímur. „Ég er mjög þeirrar
skoðunar að því fleiri sem maður
nær að hitta og fleiri að ræða við
af deiluaðilum, því betur skilji
maður ástandið og því betur getur
maður orðið að liði. Ég held að
það sé grundvallaratriði."
Elías sagðist þá hafa ástæður
til að ætla að mjög báttsettir
embættismenn PLO væru tilbúnir
til að hitta Steingrím að máli til
óformlegra skoðanaskipta, hér á
íslandi eða í Túnis. Síðan spurði
hann: Hvemig væri að bjóða sjálf-
um formanninum Yasser Arafat
til íslands?
„Það væri afar fróðlegt og
kæmi vel til athugunar. Við ís-
lendingar höfum tekið ánægjuleg-
an þátt í mjög mikilvægum við-
ræðum þjóða, þá minni ég á stór-
veldafundinn. Og ég hef oft sagt
að mér sýndist að ísland gæti
orðið staður þar sem stríðandi öfl
gætu hist, fyrst og fremst til þess
að draga úr þessari tortryggni.
Þetta gæti orðið liður í þeirri við-
leitni," svaraði Steingrímur Her-
mannsson.
Þegar Morgunblaðið spurði
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra álits á þessum ummælum
sagði hann að ekki kæmi til greina
að núverandi ríkisstjórn tæki
slíkar viðræður upp. „Við höfum
tekið afstöðu í ríkisstjóminni til
þeirrar friðarviðleitni sem fram
fer fyrir botni Miðjarðarhafs og
lýst yfir stuðningi við tillögur
Bandaríkjanna í því efni. Við telj-
um eðlilegt að menn freisti þess
að finna sanngjama lausn í mál-
efnum Palestínumanna og ríkis-
stjómin hefur harmað framferði
ísraelsmanna upp á síðkastið; en
að við forum að blanda okkur í
þessar deilur með því að boða til
viðræðna við PLO eða Yasser
Arafat kemur ekki til álita og þó
að þeir leiti eftir slíkum viðræðum
mun þessi ríkisstjóm ekki taka
þátt í þeirn," sagði Þorsteinn.
Þegar hann var spurður hvort
hann teldi óheppilegt að athygli
væri beint að íslandi með þessum
hætti sagðist hann telja að Íslend-
ingar hefðu nóg af verkefnum að
vinna og nóg af vandamálum til
að fást við þótt þeir færu ekki
að draga sjálfa sig inn í vanda-
mál af því tagi sem þama eru.
„Af þeirri ástæðu finnst mér frá-
leitt að vera að kalla þau vanda-
mál yfír okkur,“ sagði Þorsteinn
Pálsson.
Kjartan P. Kjartansson fram-
kvæmdastjóri fjárhagsdeildar SÍS
sagði að kröfur í „óskiptanlega sjóði“
væru rugl. „Ég er hissa á þessum
málflutningi. Maður veltir því fyrir
sér í þessu sambandi hvort virðuleg-
ir lögfræðingar hafi í huga annað
en lögfræðilegt réttlæti.“ Hann
sagði að kaupfélög hefðu áður orðið
gjaldþrota en þessi spuming aldrei
komið upp fyrr en núna. Hann sagði
ljóst að kaupfélögin ættu Sambandið
en ákveðnir sjóðir SÍS væru óskipt-
anlegir.
Á fyrsta skiptafundi í Ifaupfélagi
Vesturbarðstrendinga á Patreksfírði
sem haldinn var síðastliðinn fimmtu-
dag gerði bústjórinn, Viðar Már
Matthíasson hdl., það að tillögu sinni
að látið yrði reyna á réttmæti kröfu
í_ eignarhluta þrotabúsins í SÍS.
Áætlaði hann eignarhlutann á 47
milljónir kr. Að sögn Stefáns Skarp-
héðinssonar sýslumanns komu fram
óskir frá kröfuhöfum um að fresta
ákvörðun um málið þannig að þeim
gæfíst tækifæri til að skoða málið
en fulltrúi SÍS, Samvinnulífeyris-
sjóðanna og Regins hf. lagðist á
móti tillögu bústjórans og féll hún
við það þar sem fulltrúi Sambands-
ins var með meirihluta atkvæða
fundarins á bak við sig vegna þess
hvað kröfur þessara aðila eru miklar
í þrotabúið.
Kjartan P. Kjartansson sagði að
fulltrúi Sambandsins hefði fellt
þessa tillögu vegna þess að til þess
að láta reyna á réttmæti kröfunnar
þyrfti að höfða mál og það kostaði
þrotabúið peninga og tæki tíma.
Hins vegar væri ekkert því til fyrir-
stöðu að einstakir kröfuhafar höfð-
uðu slíkt mál, enda bæru þeir sjálfír
kostnaðinn af því.