Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Kölnarferðir verkalýðsfélaganna: Nokkur hundruð miðar enn óseldir KÖLNARFERÐIRNAR, sem BSRB, VR og 7 smærri stéttarfélög buðu félagsmönnum sínum til sölu um helgina, seldust ekki upp. Aðeins hjá BSRB, seldust öll sæti og talsverður fjöldi skráði sig á biðlista. Alls höfðu félögin 9 um það bil 2000 sæti til ráðstöfunar og var óselt í meira en 500 þeirra á mánudagsmorgun. Auk BSRB og VR voru það Sam- band íslenskra bankamanna, Verkakvennarfélagið _ Framsókn, Starfsmannafélagið Sokn, Verslun- armannafélag Hafnarfjarðar, Verslunarmannafélag Ámessýslu, Félag jámiðnaðarmanna og félag bifvélavirkja, sem áttu aðild að samningum við Lionair um þriggja vikna orlofsferðir til Kölnar. BSRB INNLENT og VR höfðu 600 sæti til ráðstöfun- ar hvort, SÍB 240 sæti, Framsókn og Sókn 120 sæti hvort félag, bif- vélavirkjar 160 sæti, jámiðnaðar- menn 80 sæti og verslunarmanna- félögin tvo 40 sæti. Að sögn Péturs Maack hjá Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur hef- ur mikið verið spurt um ferðirnar hjá félaginu og voru þær enn að seljast. Hann sagði að félögin ætli að bjóða félagsmönnum sínum ferð- imar til sölu frameftir þessari viku en þá verði afgangi, ef einhver verð- ur, ráðstafað til þeirra sem em á biðlistum hjá BSRB. Pétur sagði að ekki kæmi á óvart að enn væm til miðar í ferðimar þrátt fyrir lágt verð. Bæði veigri fólk sér við að standa í löngum biðröðum, eins og Talsverður hópur safnaðist saman við skrifstofur VR áður en sala farseðlanna hófst og höfðu fáeinir beðið frá því um miðja nótt. Morgunblaðið/Jóhannes Long Eins og sjá má var örtröð á skrif- stofu Verslunarmannafélagsins þegar sala Kölnarferðanna stóð sem hæst. þeim sem hefðu myndast við húsa- kynni félagsins á sunnudagsmorg- un, og staðfestingar yfirvalda á lendingarleyfum vegna ferðanna ekki hefðu borist fyrr en í lok síðustu viku. Því kvaðst hann eiga von á að það sem eftir væri af miðum seldist nú næstu daga. Norræna húsið: Háskólatónleikar Flutt verk eftir Chopin, Jónas Tómasson og Szymanowski NÍUNDU Háskólatónleikar á vormisseri verða haldnir í Nor- ræna húsinu, miðvikudaginn 23. mars kl. 12.30. Á tónleikun- um flytja þær Anna Júlíana Sveinsdóttir og Lára Rafns- dóttir verk eftir F. Chopin, Jón- as Tómasson og K. Szymanow- ski. Fyrst á efnisskránni em tvö lög eftir Chopin við ljóðin Hringurinn eftir Witwickiego og Yndið mitt eftir Mickiewicza. Chopin er fyrst og fremst þekktur fyrir píanó- tónsmíðar sínar, en þó liggja eftir hann nokkur sönglög, samin á ýmsum tímum ævi hans. Þessi sönglög voru flest samin í nokkr- um flýti, en samt einkennast þau af hans persónulega stíl og bera snilligáfu hans fagurt vitni. At- hygli vekur, að Chopin, hinn mikli píanóvirtúós, leggur áherslu á ein- faldleik í píanóundirleiknum, sem er fyrst og fremst til stuðnings söngvaranum, og millispil eru hógvær og melódísk. Næst á efnisskránni er nýtt lag Jónasar Tómassonar við ljóð Nínu Bjarkar Ámadóttur, Hvíti trúður- inn. Jónas samdi lagið sérstaklega fyrir Önnu Júlíönu í tilefni af tón- listarhátíð í Björgvin í vor. Þetta er frumflutningur í Reykjavík. Síðast á efnisskránni eru Söngvar óða bænahaldarans eftir Karol Szymanowski við ljóð Iwas- zkiewicz. Szymanowski var af vellauðugri, pólskri aðalsætt, sem tapaði eigum sínum í rússnesku byltingunni, en Rússar réðu Póll- andi í þá daga. Eftir fyrri heims- styijöldina settist Szymanowski að í Varsjá, og árið 1926 varð hann skólastjóri Tónlistarháskól- ans þar í borg. Þangað til hafði hann verið á eilífu flakki, heimilis- laus heimsborgari, bæði sem mað- Lára S. Rafnsdóttir ur og tónskáld, en nú var hann í frjálsu Póllandi, og varð pólskur „allt í gegn“, enda ber tónlist hans þess mjög merki. Szym- anowski var „lýrískt" tónskáld, en jafnframt er tónlist hans full ástríðu. Hann strengdi tilfinninga- Anna Júliana Sveinsdóttir sviðið til hins ýtrasta — nálgast stundum jafnvel algleymið. Szym- anowski samdi Söngva óða bæna- haldarans árið 1918, en á þeim tíma hreifst hann mjög af menn- ingu Austurlanda. I söngvunum gætir áhrifa arabískra tónstiga (einkum í fyrsta laginu), og hafa þessi lög eflaust þótt framandi fyrir 70 árum. Söngvar óða bæna- haldarans, Hringurinn og Yndið mitt eru til í íslenskri þýðingu Jóns R. Gunnarssonar. (Fréttatilkynning) Skák: M A vann framhalds- skólamótið A-SVEIT Menntaskólans á Ak- ureyri vann skákmót fram- haldsskólanna um helgina og er það í fyrsta skipti sem skák- sveit utan Reykjavíkur vinnur þetta mót. Allt kepptu 24 sveitir á mótinu og voru tefldar 7 umferðir eftir monradkerfí. Sigursveitin fékk 21V2 vinning af 28 mögulegum og skipuðu hana Amar Þorsteins- son, Tómas Hermannsson, Magn- ús Pálmi Ömólfsson og Bogi Páls- son. í öðru sæti var A-sveit Verzlun- arskólans með 20 vinninga og í 3. sæti var A-sveit Fjölbrautar- skólans í Ármúla með 19V2 vinn- ing. Skákmennimir frá MA munu væntanlega verða fulltrúar íslands á Norðurlandamóti framhalds- skóla í skák, sem fer fram hér á landi næsta haust. Harmóníku- og flautu- leikarar á ferð um landið Tónleikar í Reykjavík, Akureyri, Bolungarvík og ísafirði HRÓLFUR Vagnsson harmóníkuleikari heldur, ásamt Elsbeth Moser harmonikuleikara og Christa Eschmann þverflautuleikara, nokkra tónleika víðs vegar um landið næstu daga. Fyrstu tónleik- amir verða í kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavik og hefjast klukkan 20.30. Á fimmtudagskvöldið verða tónleikar í Tónlistarskólanum á Akureyri, á sunnudaginn í Bolungarvík, heimabæ Hrólfs og á miðvikudag eftir viku verða síðustu tónleikarnir haldnir á ísafirði. Morgunblaðið/Bjami Christa Eschmann, Hrólfur Vagnsson og Elsbeth Moser. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars umskrifuð verk eft- ir Mozart, J.S. Bach, Solér og fleiri og tónlist samin fyrir hljóð- færin eftir Jacoby og Finnann Tiensuu. Hrólfur og Elsbeth leika bæði á hnappharmónkíu, hljóð- færi sem Hrólfur segir að síaukn- um vinsældum að fagna og gefi mun meiri möguleika, tæknilega, en „venjulegar" harmóníkur. Hrólfur Vagnsson er fæddur í Bolungarvík og lærði þar á hljóð- færi sitt um skeið áður en hann hélt til Reykjavíkur þar sem hann nam hjá Emil Adolphssyni. Frá 1981 hefur hann verið við nám í Hannover Þaðan lauk Hrólfur kennaraprófi 1986, prófi úr fram- haldsdeild í nóvember síðastliðinn og er nú að hefja nám við einleik- aradeild skólans. Kennari Hrólfs við einleikara- deildina í Hannover er Elsbeth Moser, annar meðleikara hans á ferðinni um landið. Elsbeth Moser er svissnesk en hefur gegnt próf- essorsstöðu við tónlistarskólann í Hannopver síðastliðin 5 ár. Hún hefur haldið fjölda tónleika víðs vegar um Evrópu og komið fram í útvarpi og sjónvarpi víðs vegar um álfuna. Elsbeth Moser hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum samkeppnum og tónlistarhátíðum og heáir hlotið fyrstu verðlaun í samkeppnum harmóníkkuleikara í Evian og Annemasse í Frakklandi og í Klingenthal í Þýskalandi. Árið 1979 fékk hún Sprengel-verðlaun Hannoverborgar. Meðal tónlistar- manna sem Elsbeth Moser hefur komið fram með má nefna Gidon Kremer fiðluleikara og David Ger- ingas sellóleikara. Christa Eschmann þverflautu- leikari hefur, eftir að hún lauk námi frá tónlistarháskólunum í Bremen og Hannover, sótt tíma hjá Chang-Kook Kim, Peter Luk- as Graf og Silliam Bennet auk þess sem hún hefur komið fram á tónleikum og leikið í sjónvarpi víðs vegar í Þýskalandi og Japan. Hrólfur Vagnsson sagðist í samtali við Morgunblaðið vilja hvetja alla áhugamenn um harm- oníkuleik til að koma og hlýða á tónleikana. Tónlistin væri að vísu ekki sú sem hérlendir harmóníku- unnendur heyrðu vanalega leikna á hljóðfærin, en hún væri frábær og sýndi vel þá möguleika sem harmóníkan byggi yfir. Hrólfur sagði að hann og meðleikarar hans vildu gjaman hitta tónleika- gesti að máli að loknum tónleik- um, heyra þeirra álit og segja frá tónlistinni og hljóðfæranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.