Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 33

Morgunblaðið - 22.03.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 33 Ekki er að sjá að verulegar skemmdir hafi orðið á TP—ESS við óhappið. Morgunbiaðií/Július Reykjavík: Flugvél hlekktist á í lendingu Flugmann og farþega sakaði ekki TVEGGJA hreyfia einkaflug- vél af gerðinni Cessna 310 hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli á sunnu- dag. Auk flugmannsins voru tveir farþegar í vélinni, sem ber einkennisstafina TF—ESS. Engan sakaði. Við undirbúning lendingar fékk flugmaðurinn viðvörun um að annað aðalhjól vélarinnar væri ekki í lás. Flugmálastjóm gerði slökkviliði viðvart og var hjálpar- lið tiltækt við brautina. í lending- unni gaf ólæsta hjólið undan og vélin seig niður á hægri vænginn, að sögn Skúla J. Sigurðssonar, deildarstjóra hjá Loftferðaeftirliti Flugmálastjómar. Við það sveigði vélin af leið og hafnaði hún í snjó- hrafli utan brautar. Rannsókn málsins er ekki að fullu lokið en Skúli sagði að talið væri víst að bilunin ætti sér tæknilegar orsak- ir. Hann sagði einnig að skemmd- ir á vélinni virtust ekki mjög mikl- ar. Þjóðarbókhlaðan: Söfnun til bókakaupa meðal Islendinga erlendis SIGURÐUR Helgason, prófessor í stærðfræði við MIT-háskólann í Massachusetts i Bandaríkjunum, stendur nú fyrir fjársöfnun meðal íslendinga erlendis til kaupa á bókum fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Dreifibréf var sent til íslendingafélaga erlendis um síðustu áramót og fólk beðið að skila framlögum til Bókasjóðs Þjóðarbókhlöðunnar á sérstakan reikning i Landsbankanum. Finnbogi Guðmundsson, lands- urðsson sagði í samtali við Morgun- bókavörður, og Einar Sigurðsson, blaðið að að þó að bréf væru send háskólavörður, hafa ritað bréf tií til íslendingafélaganna væri áskor- stuðnings söfnuninni, sem var sent uninni beint til einstaklinga, og þá til íslendingafélaganna. Einar Sig- bæði til íslendinga sem búsettir væru erlendis og til erlendra „ís- landsvina". Einar sagði að fé væri þegar tekið að berast í sjóðinn, en söfnunin myndi standa yfir í ótiltek- inn tíma og sjóðurinn yrði svo form- lega afhentur við vígslu Þjóðarbók- hlöðunnar. Einar vildi taka það fram að ekki væri safnað til bygg- ingarinnar sjálfrar, heldur eingöngu til ritakaupa. FRAKT- FWG Jafnframt venjubundnu farþegaflugi í sumaráætlun 1988 verða Flugleiðir með fraktflug til LONDON á mánudögum og til KAUPMANNAHAFNAR á miðvikudögum. Viðskiptavinir! Vinsamlegast hafið samband við sölumenn okkar í tíma. Sími 91-690100, beinir símar 690108, 690109, 690111, 690114 og 690112. .. FRAK'I ’ í ÖLLUMFERÐUM FLUGLEIDIR mkt Iðnaðarbankinn býður mynd á tékka Ný tækni notuð við myndatökuna Iðnaðarbankinn býður nú viðskiptavinum sínum með Alreikning að fá tékkahefti með áprentaðri mynd. Myndin er tekin í útibúi bankans með nýrri tækni, þannig að viðskiptavinurinn getur valið úr mörgum afbrigðum, hvaða mynd á að nota. Ennfremur hefur Iðnaðarbankinn aukið lánafyrirgreiðslu td þeirra, í fréttatilkynningu frá Iðnaðar- bankanum segir, að nú sé verið að auka þjónustu við Alreikningseigend- ur eins og boðað var þegar þetta reikningsform var fyrst kynnt fyrir einu og hálfu ári, að þjónusta yrði aukin í samræmi við nýja tækni og breyttar þarflr viðskiptavina. Myndimar eru teknar í útibúum bankans með myndbandsupptökuvél, sem tengd er við tölvu afgreiðslu- manns. Viðskiptavinurinn getur séð myndina á skjá, sem er á afgreiðslu- borðinu. Þegar viðkomandi er án- ægður með myndina, er hún geymd í tölvu sem sendir gögnin beint í prentun. Tæknin er bandarísk og er nýjung hér á landi, Iðnaðarbankinn er fyrsti bankinn í heiminum sem notfærir sér hana, segir í fréttatil- kynningunni frá bankanum. Jafnhliða þessari nýjung bætir bankinn við lánsþrepi fyrir Alreikn- ingseigendur. Þeir hafa átt kost á skyndiláni, kr. 50.000 eftir þriggja mánaða viðskipti og Einkaláni, kr. 100.000, eftir sex mánaða viðskipti. Nú gefst reikningshöfum kostur á allt að 200.000 kr. láni eftir 12 sem eiga Alreikning. mánaða viðskipti. Þessi lán fást í afgreiðslu bankans. Þessi þjónusta er innifalin í svo- kölluðu þjónustugjaldi Alreiknings, sem er kr. 190 á mánuði. Innifalið í því eru einnig 10 tékkahefti á ári, seðlaveski, lykilkort og önnur þjón- usta veitt Alreikningseigendum. Enginn var eldurinn Slökkviliðið í Reykjavík fór að Droplaugarstöðum við Snorrabraut í gærmorgun, þar sem boðunarkerfi hússins hafði farið í gang. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang reyndist enginn eldurinn, en kerfíð hafði farið í gang fyrir slysni. Þar sem kerfl þetta er tengt beint við slökkvistöðina leið aðeins um ein mínúta þar til slökkviliðið var komið á vett- vang. Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum viö eftir góöum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verdbréfavidskiptum Samvinnubankans Ný spariskírteini 7,2-8,5% Eldri spariskírteini 8,5-9,2% Veðdeild Samvinnubankans 10,0% Lindhf. 10,8% Lýsinghf. 10,8% Glitnirhf. 11,1% Samvinnusjóður Islands hf. 10,5% Önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0% Fasteignatryggð skuldabréf ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu 12-15.0% Innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini okkar. Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. VERÐBRÉFAUhÐSKiPTi fjármál eru V/ samvinnubankans okkar fag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.