Morgunblaðið - 22.03.1988, Síða 37

Morgunblaðið - 22.03.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 37 Panama: Stj órnarandstæð ingar boða alls- herj arverkfall Noriega birgir sig upp af vopnum Washington, Panamaborg, Reuter. Bandaríkjamenn segjast ætla að halda áfram þrýstingi á Manu- el Noriega herforíngja í Panama og knýja hann til að láta af völd- um. Að sögn fyrrum samstarfs- manns herforingjans hefur Norí- ega búist til að veija stöðu sina og safnað að sér miklu magni af vopnum smíðuðum í Sovétríkj- unum. Talið er að Noríega hafi upp á síðkastið fengið 16 flug- farma af vopnum, sem samtals vega 250 tonn, frá Kúbu. I sjónvarpsviðtali á sunnudag sagði Augusto Villalaz majór, annar tveggja einkaflugmanna Noriegas sem leituðu hælis í Bandaríkjunum eftir misheppnaða valdaránstilraun í síðustu viku, að Noriega myndi ekki láta baráttulaust af völdum. Villalez sagðist sjálfur hafa flogið með þijá farma af vopnum frá Kúbu til Panama. Deilt um Delville Colin Powell, þjóðaröryggisráð- gjafi Ronalds Reagans Bandaríkja- forseta, spáir því á hinn bóginn að Noriega muni láta undan þrýstingi Bandaríkjamanna og stíga af valda- stóli. Powell sagðist halda að Nori- ega væri að safna vopnum til að stunda skæruhemað eftir að nýjir menn hefðu tekið við völdum enda sé vopnunum fyrir komið úti á landi. Felipe Gonzales, forsætisráð- herra Spánar, hefur boðist til að taka við Noriega ef hann lætur af völdum. Bandaríkjamenn em reiðu- búnir til að fljúga Noriega í útlegð- ina á Spáni en George Shultz ut- anríkisráðherra sagði um helgina að það boð myndi ekki standa mik- ið lengur. Noriega hefur opinber- lega hafnað því tilboði Bandaríkja- manna að láta af völdum og í stað- inn verði þess ekki krafíst að hann verði framseldur vegna ákæru um að styðja fíkniefnasmyglara með ráðum og dáðum. Að sögn þeirra sem nærri hafa komið samningavið- ræðum Bandaríkjanna og Noriegas greinir aðiljana á um hver eigi að taka við völdum af Noriega. Banda- ríkjamenn vilja að það verði Eric Delvalle .forsetinn sem Noriega hrakti frá völdum fyrir skemmstu, en Noreiga krefst þess að það verði Manuel Solis, eftirmaður Delvilles. Heimildamenn í Panama segja að Delville væri ekki heppilegur arf- taki Noriegas þar sem hann sé mikill hentistefnumaður sem lengst af hafí stutt Noriega og hann sé óvinsæll bæði innan hersins og þings landsins. Allsherj arverkf all boðað Leiðtogar stjómarandstöðunnar í Panama boðuðu til allsheijarverk- falls í gær. Hreyfíng sem nefnir sig Samtök borgaranna sagði að alls- heijarverkfallið væri boðað til að mótmæla því að stjómvöld hefðu lýst neyðarástandi í Panama 5 síðustu viku. Aurelio Barria einn af leiðtogum hrejrfingarinnar sagði að fjöldamótmæli væru ekki á döf- inni samhliða verkfallinu enda væru hermenn gráir fyrir jámum á hveiju götuhomi í Panamaborg. Bankar í landinu hafa verið lok- aðir síðan 4. mars er Bandaríkja- menn frystu innistæður Panama- stjómar í bandarískum bönkum. Peningaskorturinn er farinn að segja til sín meðal almennings. Samt var mikið að gera f verslunum um helgina því þeir sem enn áttu reiðufé notuðu það til að verða sér úti um nauðsynjavaming. Á fímmtudag fengu opinberir starfs- menn greiddan hluta launa sinna en óvíst er hvemig Noriega fer að því að borga hermönnum sínum laun f þessari viku. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Noriega hygg- ist he§a útgáfu eigin gjaldmiðils í stað dollarans sem nú er í gildi. cáiAisnr Jk ■SIZE mu <m durafbme 6 LQ FIBELOG * BURNS 3 NOURS IN COLORS "í_- ....... ii ....- i' .... ■ ■ MESTSELDI ARINKUBBURINN ÍBANDARÍKJUNUM ,A/lér finnst ómeönlegt að geta gengið að öllum upplýsingum vísum." Ánægður viðskiptavinur. UPPLÝSINGAR ERU VERÐMÆTI EIMSKIP H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.