Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Eddie Skoller: Aukasýning í kvöld DANSKI grinistinn Eddie Skoller skemmtir i Gamla Biói í kvöld, þriðjudagskvöld, á vegum Lions- klúbbsins Njarðar og hefst skemmtunin klukkan 20. Skoller skemmti einnig i Gamla Bíói sl. sunnudagskvöld og í gærkvöldi og var uppselt bæði kvöldin, að sögn Steinars Petersens, eins af félögum Njarðar. Allur ágóði af starfi Njarðar fer til líknarmála. Eddie Skoller sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði það á tilfínningunni að íslenskir áheyrendur þekktu hann og þeir hefðu jákvætt hugarfar gagnvart honum. Sala aðgöngumiða á skemmtunina hefst í Gamla Bíói klukkan 15. Morgunblaðid/Júlíus Eddie Skoller Fundur Steingríms og Makhloufs: Eitthvað virðist hafa skort á formlegheitin - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra „ÞEGAR menn geta haft jafn gagnstæðar skoðanir á þvi sem fram fór og yfirlýsingar þeirra bera vitni um, þá hefur nú eitt- hvað skort á formlegheitin," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra þegar undir hann voru bor- in ummæli Steingríms Hermanns- sonar utanrikisráðherra um að hann hefði átt formlegar viðræð- ur við PLO með því að ræða við dr. Eugene Makhlouf, fulltrúa PLO í Stokkhólmi. Þorsteinn og Steingrímur áttu sér- stakan fund í gær, og að sögn Þor- steins var þar fyrst og fremst rædd- ur sá ágreiningur sem á milli þeirra er um afskipti íslenskra stjómvalda af PLO og viðræður við þá. Hann sagði aðspurður að ekki væri hægt að segja að niðurstaða hefði fengist á þessum fundi en málið yrði rætt á ríkisstjómarfundi í dag. Á fundi utanríkismálanefndar Al- þingis í gær var rætt um viðræður Steingríms og fulltrúa PLO og gerði Steingrímur þar sérstaka grein fyrir ferðum sínum og fundum í Svíþjóð og Noregi. Eyjólfur Konráð Jónsson formaður nefndarinnar sagði við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að ef hann sæi tilefni til þess, eftir ríkisstjómarfundinn í dag, myndi hann boða annan fund í nefndinni. Leitað að manni um helgina: Fannst látinn í gær MAÐUR, sem leitað var að á Álfta- nesi frá þvi á sunnudag, fannst látinn í fjörunni neðan við Dysjar síðdegis i gær. Hann hét Steinþór Stefánsson, til heimilis að Vatn- sendabletti 90 í Kópavogi. Leit hófst að Steinþóri síðdegis á sunnudag, en hann sást síðast um kl. 2.30 nóttina áður. Þá fór hann fótgangandi frá samkomuhúsinu Garðsholti á Álftanesi. Aðfaranótt mánudags leituðu 55 manns og á mánudagsmorgun var leitarmönnum flölgað í 96. Þá var þyrla Landhelgis- gæslunnar fengin til aðstoðar. Um kl. 15.30 í gær fannst Steinþór látinn í Qörunni niður af Dysjum. Steinþór heitinn var 27 ára gam- all. Hann lætur eftir sig sambýlis- konu og 3 mánaða bam. Steinþór Stefánsson ’ \ Laugateigur Falleg 130 fm efri hæð. Góðar stofur. 3 svefnherb. Sameig- inl. inngangur m/risi. Gott veðdeildarlán áhv. Verð 6,5 millj. Túngata Góð 170 fm skrifstofuhæð efsta (3.) hæð. Hægt að hafa sem lúxus íbúð. Verslunarpláss og heilar húseignir, bygg- ingalóðir og fyrirtæki í verslun og iðnaði. Kvöld- og helgarsími 672621. ‘2:621600 B Borgartún 29 H BHH Ragnar Tómasson hdi IHUSAKAUP Morgunblaðið/Sverrir Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir spjallar við Grænlendingana í Listasafni ASÍ. Forseti heilsar upp á grænlenska gesti FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir hitti á laugardag að máli 30 manna hóp frá Lýðhá- skóla grænlensku verkalýðshreyfingarinnar i Julianehaab. Grænlensku gestirnir hittu forseta að máli í Listasafni ASÍ og léku og sungu græn- lenska söngva fyrir hana. Tæplega tveggja vikna heimsókn hópsins lauk í morgun en ASÍ hefur skipulagt dvöl þeirra hér. Að sögn Raghildar Ingólfsdóttur hjá ASI eru þau afar ánægð með dvölina en þau hafa kynnt sér atvinn- ulíf hérlendis. Fóm þau meðal annars til Akraness og Selfoss í því skyni. Þá hafa þau einnig heimsótt Alþingi, útvarp, sjónvarp og blöðin, svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkisráðherra á blaðamannafundi um viðræðurnar við PLO: Hver ráðherra ábyrg- ur fyrir sínum málum STEINGRÍMUR Hermannsson segist verða að viðurkenna að hann hafi rætt formlega við PLO, með því að ræða við Dr. Eugene Makhlouf, fulltrúa PLO í Stokkhólmi. Hann segir að íslenska ríkis- stjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald heldur beri hver ráðherra ábyrgð á sínum málum. Hann sagðist láta samvisku sína ráða við hvern hann tali en hann muni ekki ganga gegn samþykktum ríkis- stjórnarinnar eða Alþingis og hafi ekki gert það með fundi sínum og dr. Makhlouf. Utanríkisráðherra hélt frétta- mannafund í gær þar sem hann skýrði frá heimsóknum sínum til Svíþjóðar og Noregs, fundi ut- anríkisráðherra Norðurlandanna og viðræðum sínum og fulltrúa PLO. Einnig skýrði Steingrímur frá fundi sínum með sendiherra ísraels á íslandi, en hann hefur aðsetur í Osló. Steingrímur var á fundinum spurður hvernig hann myndi bregðast við ef á ríkisstjómar- fundi, sem haldinn verður í dag, komi fram eindregin tilmæli um að ekki yrði um frekari viðræður við PLO að ræða af hans hálfu. Steingrímur sagðist vilja taka það fram að íslensk ríkisstjóm er ekki fjölskipað stjómvald. „Hver ráð- herra fer með ábyrgð sinna mála en forsætisráðherra er fijálst að biðja um lausn fyrir ráðherra ef honum líkar ekki framganga þeirra," sagði Steingrímur. Þegar hann var spurður hvort hann ætlaði þá að halda fram sinni stefnu og skoðunum í þessu máli burtséð frá því hvað ríkisstjómin segir, sagðist hann myndi láta samvisku sína ráða við hvem hann talar. „Ég færi hinsvegar ekki í opinbera heimsókn til PLO því þá væri ég að koma fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og íslensku ríkisstjómarinhar. En eins og ég svaraði í öðru sjónvarpinu: Ef Arafat vildi koma upp á hótel- herbergi til mín og rabba við mig þá myndi ég ekki neita því.“ —En værir þú ekki alltaf að koma fram fyrir hönd íslensku ríkisstjómarinnar? „Eins og ég sagði áðan er íslenska ríkisstjómin ekki fjölskip- að stjómvald. Þetta er grundvall- aratriði í okkar stjómarfari. Vitan- lega verð ég að gæta þess þegar ég kem fram að ég gangi ekki gegn samþykktri stefnu t.d. Al- þingis og ríkisstjórnar. Við höfum gert með okkur stjómarsáttmála sem ég að sjálfsögðu held og gæti þess vandlega að bijóta ekki. En ég get ekki séð að ég gangi gegn stjómarsáttmála eða sam- þykktum Alþingis þótt ég ræði við fulltrúa PLO eins og ég gerði í Stokkhólmi. Og dr. Mahklouf er opinber fulltrúi PLO þannig að ég er þegar búinn að ræða við opin- beran fulltrúa PLO. Ég sé ekki að ég hafí brotið gegn nokkrum sáttmála. Ég fór þar eftir bestu sannfæringu minni, hafði sendi- herrann með og ég myndi aldrei ræða við fulltrúa svo umdeildra samtaka nema hafa aðra menn með,“ sagði Steingrímur. Þegar hann var spurður hvort líta mætti svo á að hann hefði hafíð formlegar viðræður við PLO með því að hitta fulltrúa PLO að viðstöddum sendiherra, svaraði hann játandi. „Ég verð að viður- kenna að með þessum fundi er formlega rætt við PLO því hann er þeirra fulltrúi. Ég get ekki dreg- ið það til baka.“ Steingrímur sagði að þessi fundur hefði verið mjög fróðlegur og það hefði komið sér sérstaklega á óvart þegar Dr. Makhlouf svar- aði þeirri spumingu sinni játandi hvort PLO væri tilbúið að viður- kenna tilvemrétt Ísraelsríkis. Steingrímur sagðist hafa spurt hann hvort samtökin væru tilbúin til að gera það stax en svarið hefði verið að það væri erfítt en samtök- in vildu gera það sem niðurstöðu af ráðstefnu. Steingrímur hitti einnig sendi- herra ísrael á íslandi, á Fomebou- flugvelli í Osló en sendiherrann óskaði eftir fundinum. „Sá fundur var að mínu mati mjög gagnlegur og þar lagði ég áherslu á að við viljum tryggja framtíð Ísraelsríkis en ég lýsti því einnig að við teldum það ástand, sem nú er á herteknu svæðinum, óþolandi og að því yrði að linna og lagði mikla áherslu á að samþykktir Oryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna yrðu fram- kvæmdar. Ég sagðist telja að við- urkenna yrði sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna, til hvers sem það leiddi. Þó að það leiddi til þess að þeir velji PLO sem sína fomstu á ráðstefnu eða það leiddi til sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna. Hann lýsti andstöðu við þessu og sagði að ísraelsmenn gætu ekki sætt sig við sjálfstætt ríki Palestínumanna á herteknu svæðunum," sagði Steingrímur. Utanríkisráðherra sagði á fund- inum að sumir teldu að íslending- ar ættu ekki að skipta sér af deil- um sem þessum en hann væri mjög ósammála þeirri skoðun. „Ég er ekki tilbúinn að sitja og horfa í gaupnir mér á slíkum fundum sem þessum og tel það skyldu mína að fræðast um þessi mál, eins og ég get. Og ég fínn van- mátt minn í því að allir hinir ut- anríkisráðherramir hafa til dæmis átt viðræður við annaðhvort Yasser Arafat eða fulltrúa PLO á einum vettvangi eða öðrum. Ég ætla mér þó ekki að þeytast um heiminn þveran og endilangan til að kynnast vandræðastöðunum en ég tel það ástand sem ríkir í Mið-Austurlöndum varða okkur vegna þess að við höfum verið einn harðasti stuðningsmaður ísrael. Við viðurkenndum fyrstir þeirra sjálfstæði og höfum stutt þá ein- dregið hjá Sameinuðu þjóðunum og ég vil gera það áfram. En ég vil ekki gera það í blindni og vil geta metið ástandið þama. Þess- vegna fínnst mér að það mál eigi meira erindi við okkur en önnur,“ sagði Steingrímur Hermannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.