Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 55- Morgunblaðið/Sverrir Þór Magnússon þjóðminjavörður og Bryndís Sverrisdóttir safnkennari afhenda verðlaun og viður- kenningur. Verðlaunasamkeppni Þjóðminjasafnsins: Grunnskólanemar teikna og minnast þj óðarsögimnar NÍU börn og unglingar hlutu verðlaun i teiknisamkeppni sem efnt var til meðal barna og ungl- inga á grunnskólaaldri. Þjóð minjasafnið gekkst fyrir keppn- inni f tilefni af 125 ára afmæli safnsins. Verðlaunin og viður- kenningarnar voru afhentar laugardaginn 26. mars. Samtfm- is var opnuð sýning á hluta þeirra mynda sem safninu bár- ust. Samkeppninni var skipt i þrjá aldursflokka. Auk verðlauna- myndanna níu var þrjátíu öðrum myndum veitt viðurkenning. Safninu bárust um 1500 myndir. Gaman að teikna fallega hluti Grímur Hjörleifsson hlaut fyrstu verðlaun í flokki 6-9 ára bama, Grímur er fimm ára en vegna þess að hann er nemandi í forskóladeild Austurbæjarskólans tók hann þátt í keppninni. Foreldrar Gríms sögðu honum frá teiknisamkeppni Þjóðminja- safnsins og hann hafði áhuga á þátttöku. Grímur sagði að hann hefði oftast gaman af því að teikna. Grímur var því spurður um, hvað honum þætti leiðinlegt að teikna. „Eitthvað ljótt." Verðlaunamynd Gríms sýnir fomleifafræðing grafa upp kuml. Hann var inntur eftir því hvort hann hefði haft gaman af því að teikna myndina. Hann sagði að það hefði verið gaman. „Fyrst rissaði ég hana upp og svo teiknaði ég fyrir alvöru.“ Grímur var spurður, hvort það hefði líka verið gaman að teikna beinagrindina. „Ja, ég reyndi og reyndi að gera hana fall- egri og að lokum tókst mér það.“ „Var ekki erfitt að gera beingrind fallega?" „Jú, ég var margar mínút- ur að teikna hana.“ Fulltrúi Morgunblaðsins spurði Grím, hvort það væri erfitt að teikna. „Sumt er erfitt, en ég er góður í að teikna skrýtnar vélar.“ Blaðamaður innti Grím eftir því hvort teikning væri það skemmti- legasta sem hann gerði. „Kannski ekki það skemmtilegasta, það er gaman að synda. Það eina sem mér finnst auðvelt að læra er bak- sund.“ Grímur sagði Morgunblaðsfull- trúanum að hann lærði teikningu annan hvem fímmtudag í Austur- bæjarskólanum og hann væri líka að læra á fiðlu. Morgunblaðið/Sverrir Grímur Hjörleifsson. Vantar teiknikennarann Dagur Kári Pétursson er flórtán ára og er nemandi við Hlíðaskóla Morgunblaðið/Sverrir Dagur Kári Pétursson. í Reykjavík. Hann vann fyrstu verðlaun í flokki 13-16 ára ungl- inga. Dagur var inntur eftir því hven- ær hann hefði byijað að teikna. Hann sagðist ekki teikna af neinni sérstakri alvöm, hann teiknaði ánægjunnar vegna en hann hefði alla tíð teiknað frekar mikið. Aðspurður sagði hann blaða- manni að hann hefði ekki mikið myndlistamám að baki, hefði þó farið á námskeið í Myndlista- og handiðaskólanum fyrir fimm eða sex ámm. Dagur var því .næst spurður hvaða teiknikennara hann hefði í Hlíðaskóla. „í Hlíðaskóla er bara yngri krökkunum kennd teikning, það vantar kennara til að kenna okkur." Dagur sagði að hann hefði séð auglýsingu um keppnina þegar hann hefði verið að skoða Þjóð- minjasafnið með vinum sínum. Hann langaði strax til að taka þátt í keppninni. Nokkmm dögum seinna gerði hann uppkast að myndinni og endurteiknaði hana svo daginn eftir. Þessu næst aflaði hann sér nánari upplýsinga um hvar og hvenær ætti að skila mynd- inni. Dagur sagist lítið fara á mynd- listarsýningar og það væri orðið nokkuð um liðið síðan hann hefði síðast farið. Hann sagði það vel hugsanlegt að í framtíðinni færi hann á teikni- eða myndlistamámskeið en í augnablikinu hefði hann frekar lftinn tíma, hann spilaði á píanó, hefði áhuga á ljósmyndun og þar að auki stundaði hann nokkuð knattspymu. Mynd Dags er af Hrafna- Flóka. Dagur sagði blaðamanni Morgun- blaðsins að frásögnin af Hrafna- Flóka væri sér einna minnisstæðust úr íslandssögunni. Að endingu var Dagur inntur eftir áliti á sýning- unni. Hann sagði að margar mynd- imar væm góðar, ekki síðri en sfn mynd. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Amar Friðbjörnsson. Teiknaði Miðgarðsorminn Ólafur Amar Friðbjömsson er tíu ára og stundar nám í Breiða- gerðisskóla, Reykjavík. Mynd hans hlaut önnur verðlaun í flokki 10-12 ára. Ólafur sagði að hann teiknaði nokkuð mikið. Nemendum í skólan- um var sagt frá keppninni og þeir höfðu töluverðan áhuga á þátttöku. Auk þess að teikna myndir er skrautskrift eitt af áhugamálum Ólafar. Hann ætlar ekki að fara á teikni- eða myndlistamámskeið á næstunni. Hann sagði blaðamanni að honum þætti margar myndimar á sýningunni mjög góðar. Mynd Ólafs er af Miðgarðsorm- inum. Ólafur sagði að sér hefði dott-ið ormurinn skyndilega í hug, sennilega hefði hann orðið fyrir áhrifum frá teiknimyndabókum sem sækja efnivið í norræna goða- fræði. Fer stundum á sýningar Marín Manda MagnúsdÓttir er átta ára og nemandi við Kársnes- skóla í Kópavogi. Mynd hennar hlaut þriðju verðlaun í flokki 6-9 ára bama. Marín sagði að teiknikennarinn sinn, Kolbrún Lilja, hefði sagt krökkunum frá keppninni og hún hefði líka sagt þeim frá því hvem- ig fólk hefði haft það í gamla daga; þess vegna hefði hún teiknað sveitabæ og fólk að mjólka kindur. Aðspurð sagði Marín olaðamanni Morgunblaðsins að hún færi stund- um á myndlistarsýningar með pabba og mömmu. Marín skoðar einnig stundum listaverk eftir frænda sinn Hrein Friðfinnsson. Marín ætlar að halda áfram að teikna en hún taldi ólíklegt að hún færi á teikninámskeið alveg á næstunni en hennar helsta áhuga- mál er dans. Þátttaka framar vonum Bryndís Sverrisdóttir safnkenn- ari Þjóðminjasafnsins sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að safnið hefði farið þess á leit að þátttak- Morgunblaðið/Sverrir Marín Manda Magnúsdóttir. endur teiknuðu myndir sem tengd- ust fortíðinni, atburðum úr íslands- sögunni eða söfnun og varðveislu menningarminja. Einnig hefði mátt teikna myndir af söfnum framtíð- arinnar; hvað yrði sýnt á Þjóð- minjasafninu eftir 300 ár? í dóm- nefnd sátu Þór Magnússon þjóð- minjavörður, Rakel Pétursdóttir safnkennari Listasafns íslands og Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur. Verðlaunagripimir voru silfuraf- steypur af Þórshamri. Við opnun sýningarinnar flutti þjóðminjavörður ávarp. í máli hans kom m.a. fram, að þátttaka í keppninni hefði verið framar öllum vonum, sérstaklega hefði verið ánægjulegt hve böm og unglingar í skólum á landsbyggðinni hefðu verið dugleg að teikna og senda safninu mjmdir. Fjórir af níu verðlaunahöfum voru frá Vestmannaeyjum en þvf miður áttu þeir ekki heimangengt til að vera við opnun sýningarinn- ar. Bamaskólinn í Vestmannaeyj- um og Varmalandsskóii í Mýra- sýslu fengu sérstaka viðurkenn- ingu fyrir góðar myndir og vandað- an frágang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.