Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Aðför að eigin „þelikiiigii“ eftir Guðna Gunnarsson Grímur E. Ólafsson og Ólafur Sigurðsson matvælafræðingar svöruðu í Morgunblaðinu 16.3. síðastliðinn grein sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu 25.2. undir fyrirsögninni „Svívirðileg aðför að heilsufari landsmanna í formi verðstýringar með skattaálagn- ingu“. í svari sínu lýsa þeir því yfir að ég fari stórum orðum um hluti sem ekki eigi sér stoð í veru- leikanum. Þá þykir öðrum þeirra miður hvað vanþekking mín er áberandi og þótti þeim hinum sama ég vera með mikið stærlæti. Það sem fyrir mér vakti var ekki stærilæti, ég var að mótmæla söluskatti á líkamsrækt, heilsu- rækt og matvæli og þeirri mismun- un sem þessi skattlagning veldur. Einni gerði ég athugasemd við niðurgreiðslu á landbúnaðarafurð- um þ.e. dýrafitu. Dýrafitu tiltók ég vegna staðhæfinga um áhrif fítu á hjarta- og æðasjúkdóma. Ekki virðast mótmæli mín hafa höfðað til þeirra Gríms og Ólafs. Það fór hins vegar mikið fyrir bijóstið á þeim að ég skildi voga mér að nefna að dýrafita væri sjúkdómsvaldur og að dýrafita gæti valdið offítu. Ekki veit ég hvar þið, Grímur og Ólafur, hafið haldið ykkur síðustu árin á meðan geysilega öflug umræða hefur far- ið fram um kólesterol og fítu, sem kemur einvörðungu úr dýraafurð- um, ásamt fullyrðingum vísinda- manna um að LDL kólesterol sé sjúkdómsvaldur. Eða hafið þið kannski einhverra hagsmuna að gæta sem réttlæta misvísandi staðhæfingar, Grímur og Ólafur? Eftirfarandi tilvitnun er frá Bandarísku hjartasamtökunum: Flestir hjarta- og æðasjúk- dómar stafa af æðastíflum sem hindra blóðstreymi til hjartavöð- vans. Fita og LDL kólesterol í blóðinu safnast innan á æðaveggi. Með tímanum setjast óhreinindi og veíjatætlur úr sárum, sem ber- ast með blóðinu, í fituna og kól- esterolið og myndar þykkildi í sla- gæðunum. Þetta þrengir æðarnar og þegar stór köggull blóðfruma teppir æðamar svo blóðið hættir Guðni Gunnarsson „ Að lokum vil ég ge ta þess að þó ég státi ekki af titlum, leyf i ég mér samt að kynna mér hlutina og hafa sjálf- stæða skoðun í þessu þjóðfélagi.“ að renna í gegn, fær maðurinn hjartaáfall. Líkaminn þarf ekki kólesterol sem kemur einvörðungu úr dýraaf- urðum, þ.e. kjöti og mjólkurvörum, því lifrin framleiðir allt það kólest- erol sem hann þarfnast. Öll matvælaframleiðsla síðari ára byggist á þessari þekkingu. Sem dæmi má nefna léttmjólk, léttjógurt, létt og laggott, fitu- minna kjöt og fleira. Einnig þykir mér rétt að benda ykkur á, Grímur og Ólafur, að ég nefni aldrei og hef aldrei nefnt að kólesterol eitt og sér valdi hjarta- og æðasjúk- dómum, það er hinsvegar talið vera eitt af þremur höfuð orsök- um. Reykingar og of hár blóð- þrýstingur eru taldar hinar tvær. Aðrir áhrifaþættir eru offita, gigt, sykursýki, streita, arfgengni og hreyfíngarleysi. Ein aðalástæðan fyrir skrifum mínum er skattlagn- ing á hreyfíngu. Rétt er að benda á að sannað þykir að reglulegar líkamsæfingar draga úr of háum blóðþrýstingi. Reglulegar líkams- æfíngar stuðla einnig að breytingu á blóðkólesteroli þ.e. magn HDL kólesterols sem er ,jákvæð“ teg- und hækkar á' kostnað LDL kó- Iesterols sem er „skaðlegt". Þá haldið þið því fram, Grímur og Ólafur, að ekki skipti máli hvort ofneytt sé fitu, kolvetna, próteins eða sykurs, það valdi allt offitu. Ekki nefndi ég í skrifum mínum að offíta stafaði af of litlu áti og þykir mér skylt að benda ykkur á, Grímur og ðlafur, vegna „þekk- ingar“ ykkar að sykur er kol- vetni. Einnig er það vitleysa að sama sé hvers er neytt. fita inni- heldur 55% meira jnagn hitaein- inga en kolvetni og prótein (kol- vetni og prótein inniheldur 4 hita- einingar á gramm en fita 9 hitaein- ingar) sem þýðir að maður getur neytt rúmlega helmingi meira magns af kolvetnum og próteinum til að fá sama hitaeiningafjölda. Þá er talið að neysla flókinna kol- vetnasambanda dragi úr sjúk- dómshættu af völdum kólesterols ef þeirra er neytt í staðinn fyrir mettaða fitu. Mjólk eða mjólk Varðandi fræðilegar ábending- ar ykkar um mjólkurvörur, Grímur og Ólafur, þá þykir mér leitt að hafa valdið ykkur vonbrigðum með því að nefna umræðu sem mjólkur- vörur hafa fengið út í heimi, en ekki á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var á Hótel Sögu þar sem fyrirspurn var gerð um xanthin oxidase. En því miður verð ég enn að leiðrétta ykkur. Umræðan um xanthin oxidase hófst fyrir 20 árum og er enn í gangi þó hún Ávallt ferskt! Súkkulaðiterta 1% bolli Kornaxhveiti 1 tsk. salt 1 tsk. sódaduft V2 bolli kakó IV2 bolli sykur Sett í skál, blandað saman 1 • bolli mjólk V2 bolli smjörltki 2 egg 1 tsk. vanilla Öllu hrært saman viö þurrefnin. Bakist 1 2 tertuformum i 30-45 mínútur viö 175°C eða 283°F. Krem (sett á milli botna og ofan á) 50 g smörlíki 200 g flórsykur 3 msk. kakó 1 egg 2 msk. rjómi 1 tsk. vanilla örlítið salt \ • Pér er alveg óhætt ad kenna Kornax hveitinu um ad sumar kökur hverfa alltaf fyrr en aðrar! Með góðri kökuuppskrift er aðeins hálfur sigur unninn. Kakan heppnast því aðeins að notuð séu bestu hráefni og þar er hveitið oítast megin- uppistaðan. Á síðasta ári var fullkomin hveitimylla reist á íslandi og hafin framleiðsla á íslenska Kornax hveitinu sem malað er úr nýju, innfluttu gæðakorni. Kornax hveiti. Nýmalað og ferskt úrvals hveiti, sterkt og eggjahvíturíkt og lyftir sér vel í bakstri. Ferskleikinn fylgir hveitinu alla leið í ofninn og baksturinn bregst ekki. KwlmNA hveiti - ferskt alla leið í ofninn! KORNGARÐI 11 124 REYKJAVIK SIMI 688750
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.