Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 66
66ra MORGUNBLAÐIÐ,- ÞRÍÐJUDAGUR 29jrMA«Z<l'988 ■' Minning: Sveinn Guðnnmds■ son fv. forstjóri Fæddur 27. ágúst 1912 Dáinn 21. mars 1988 Sveinn Guðmundsson, fyrrver- andi forstjóri Vélsmiðjunnar Héð- ins, andaðist í Landakotsspítala 21. mars síðastliðinn, 75 ára að aldri. Vélsmiðjan Héðinn var starfs- vettvangur Sveins Guðmundssonar alla hans starfsævi. Hann kom þangað sem unglingur og varð lærl- ingur í rennismíði og lauk prófi í þeirri iðngrein 1933. Hann nam síðan vélfræði við Tekniska Instit- utet í Stokkhólmi og lauk þaðan prófí 1936, en um sama leyti voru í Svíþjóð við _ skólagöngu Helga Markúsdóttir ívarssonar og eldri systir hennar, Guðrún. Arið 1937, ári eftir að Sveinn lauk námi og kom aftur til starfa í Héðni, áttust þau Helga Markúsdóttir. Fáum árum síðar voru þeir stofnendur og sameigendur fyrirtækisins, Bjarni Þorsteinsson og Markús ívarsson, báðir fallnir frá, langt um aldur fram, Bjami fyrst, aðeins um fer- tugt, en þremur árum síðar Mark- ús, innan við sextugt. Tók Sveinn þá einn við framkvæmdastjórn Héð- ins 1943, og stýrði fyrirtækinu nokkuð á fjórða áratug, en nú síðustu árin, eftir að heilsa Sveins var þrotin, hafa synir hans þrír lagt þar hönd að verki, undir forystu elsta sonarins, Sverris. Nokkru eft- ir fráfall Helgu Markúsdóttur kvæntist Sveinn aftur, Önnu Er- lendsdóttur, og áttu þau nokkur góð ár saman, en heilsa Sveins fór þá að bila og hin síðustu ár hafa verið erfíð, en hvað eru erfíð ár? Það eru einnig góð ár þegar góður maki heldur heilshugar í hönd sem þarfn- ast styrks, og styrkur Önnu hefur í engu hvikað við hinar erfiðustu heilsufarsaðstæður. Orð þessi eru skrifuð til þess að flytja Sveini Guðmundssyni kveðju og þakkir frá tengdafólki hans á Sólvallagötu 6, og þá ekki síður vegna tengdamóður hans, Kristínu Andrésdóttur, þótt nú nálgist 20. árið frá fráfalli hennar. Sveinn var Kristínu ljúfur og tillitssamur tengdasonur, og þegar eldhugi á í hlut, getur brugðið til ýmissa átta um slíkt, en það bar ekki við um viðhorf hans til Kristínar, sem hann virti og þótti vænt um, að verðleik- um vissulega. Þegar ég kynntist Sveini, fyrir nærri fjórum áratugum, er _ ég kvæntist yngri systur Helgu, voru böm hans þijú, Sverrir, Markús og Kristín, er þá vom fædd, enn á bamsaldri, en Snjólaug og Guð- mundur fæddust síðar. Var svo sem vænta má mikill samgangur milli fjölskyldnanna, og þá ekki síður við Astmund bróður Sveins, en með þeim bræðmm var fágætleg sam- vinna og samhugur, og var þeim báðum mikill styrkur að, ekki síður af því að þeir vom um margt ólík- ir, þótt báðir væm hinir hæfustu menn. Aður var nefnt hver eldhugi Sveinn var og er ekki vafí á að hann var með ráðsnjöllustu mönn- um í öllum framkvæmdum og sá öðmm betur hvers var þörf og hverra vinnubragða þurfti við. Hitt duldist mörgum, af því að hann gat verið snöggur upp á lagið, að hann var í raun bæði hlýr maður og við- kvæmur. Eitt atvik, sem mér finnst ekki mega gleymast og lýsir öllum þessum eiginleikum, var þegar hér á ámm þrengdi nokkuð að í jámiðn- aði og hann fann að ýmsir hinir færastu starfsmenn fyrirtækisins, sem ekki höfðu iðnréttindi, gátu átt það á hættu á að missa störf sín ef réttindamenn sæktu eftir. Sveinn stofnaði þá í skyndingi smá-iðn- skóla inni í fyrirtækinu og dreif nokkra af þessum nýtu mönnum til að setjast á skólabekk, suma á miðjum aldri eða meir, og em áhöld um hveijum þetta var meira átak, honum að hvetja þá svo að dygði eða þeim að setjast á skólabekk. En þetta tókst, og íslenskri iðnaðar- mannastétt bættust nokkrir full- gildir iðnaðarmenn. Það er gott að eiga, meðal annars, svo góðan bautastein. Baldur Möller í dag er til moldar borinn Sveinn Guðmundsson, forstjóri. Hann var fæddur á Eyrarbakka, sonur hjón- anna Guðmundar bóksala þar og bókhaldara Guðmundssonar og Snjólaugar Jakobínu Sveinsdóttur. Sveinn stundaði iðnnám í Reykjavík og lauk prófí í rennismíði 1933 og prófi í vélfræði frá Tekniska Inst- itutet í Stokkhólmi 1936. Frá þeim tíma starfaði hann við Vélsmiðjuna Héðinn og varð 1943 meðeigandi í fyrirtækinu og forstjóri þess. Hann var jafnframt forstjóri Stálsmiðj- t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, t Bestu þakkir til allra fyrir samúð og hlýhug viö andlát og jarðarför THOMAS RICHARD BEHEN, GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR lést á heimili sínu í Chantilly, Virginia 26. mars '88. frá Svæöi, Jaröarförin fer fram miövikudaginn 30. mars. Dalvik. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Hjördís Einarsdóttir Behen, Sérstakar þakkir færum við sjúkrahúspresti og starfsfólki á gjör- gæsludeild Borgarspítalans. Kristin Una Behen, Barbara Behen Colella, Unnur Sigurðardóttir, Mary E. Colella, Michael E. Colella. börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúð og vinsemd vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur, fósturfööur, tengdafööur og afa, GUÐMUNDAR SKÚLA ZAKARÍASSONAR, Vesturgötu 113, Akranesi. Sérstaklega þökkum viö starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir umönnun á liönum árum, Þórey Jónsdóttir, Erla Guömundsdóttir, Gfsli S. Sigurðsson, Viðar Guömundsson, Jenný Marteinsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, LEIFS GÍSLA RAGNARSSONAR, Fremri-Hundadal. Guö blessi ykkur öll. __ Málfrföur Kristjánsdóttir, Kristfn Ragnarsdóttir, Ingvar Ragnarsson, Hanna Baldvinsdóttir, Soffía Ragnarsdóttir, Hörður Björnsson, Ólafur Ragnarsson, Snæbjörg Bjartmarsdóttir og systkinabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, WILLIAMS ÞORSTEINSSONAR frá Ólafsfirði. Þorsteinn Williamsson, Rósa Willlamsdóttir, Sigríður Williamsdóttir, Eva Williamsdóttir, Freydís Bernharösdóttir, Danfel Williamsson, barnabörn Sofffa Þorvaldsdóttir, Gunnar S. K. Sæmundsson, Andrés Guömundsson, Kristfn Egilsdóttir, og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför móður minnar, tengdamóöur, ömmu okkar og langömmu, INGIBJARGAR SIGURGEIRSDÓTTUR. Katrfn Irvin, Sigurður Svavarsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexander Bridde, Gróa M. Sígurðardóttir, Erling Eiríksson, Einar Sigurðsson og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, SÓLRÚNAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Hringbraut 89, Keflavfk. Pótur Benediktsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, KRISTÍNAR JENNÝAR JAKOBSDÓTTUR, Neðstabergi 7. GunnarÁ. Ingvarsson og synir. Legsteinar MARGAR GERÐIR Marmom/Gmit Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður unnar hf. og Jámsteypunnar hf., en Héðinn átti vemlegan hlut í þeim fyrirtækjum. Sveinn kvæntist Helgu Markús- dóttur 1937 og áttu þau 5 böm. Helga andaðist 1971, en eftirlifandi konu sinni, Önnu Erlendsdóttur, kvæntist Sveinn 1973! Sveinn Guðmundsson var, jafn- framt því að gegna forstjórastarfí í einu stærsta iðnfyrirtæki landsins, skeleggur talsmaður íslensks iðnað- ar. Var því eðlilegt, að til hans væri leitað og honum falin marg- háttuð trúnaðarstörf. Þannig var hann formaður framkvæmdanefnd- ar iðnsýningarinnar 1952, í stjóm Félags ísl. iðnrekenda mörg ár, í Rannsóknarráði ríkisins 1965— 1971, í stjóm Iðnaðarmálastofnun- ar íslands 1956—1962 og í nefnd, sem undirbjó stofnun Iðnaðarbank- ans 1951. Em nú margir horfnir úr því vaska liði, sem börðust fyrir stofnun Iðnaðarbankans. Sveinn tók sæti í fyrsta bankaráðinu og sat þar til 1968. Ég kynntist Sveini Guðmunds- syni fyrst að ráði, þegar ég kom til starfa í Iðnaðarbankanum 1963. Fann ég þá hvílíkur athafnamaður og skömngur Sveinn var. Þurftum við bankastjórar oft til hans að leita með ráðgjöf vegna framkvæmda, sem bankinn stóð þá í við stofnun og byggingu útibúa. Var Sveinn að jafnaði hollráður og skjótráður. Þá er eftirminnilegt hvem hlut hann átti í endurbyggingu Iðnaðarbanka- hússins eftir bmnann í Lækjargötu 10. mars 1967. Kom sér þá vel reynsla hans, verkkunnátta og framtakssemi. Sveinn Guðmundsson hafði yndi af fögmm listum, einkum málara- list. Gætti þar eflaust áhrifa frá tengdaföður hans Markúsi ívars- syni, sem lengi verður minnst vegna stuðnings hans við forgöngumenn íslenskrar myndlistar. Trúr þessum áhuga studdi Sveinn það, að Iðnað- arbankinn prýddi húsakynni sín með góðum myndum, og enn er í gildi tillaga hans í þeim efnum, sem heimilaði bankastjómm að festa kaup á listaverkum. Sveinn Guðmundsson tók virkan þátt í starfí Sjálfstæðisflokksins og var formaður landsmájafélagsins Varðar 1963—1967. Hann var al- þingismaður 1965—1971. í stjóm- málastarfínu vom það iðnaðarmál- in, sem áttu hug hans allan, enda naut hann eindregins stuðnings iðn- aðarmanna og iðnrekenda. Það var í senn mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að vinna með Sveini Guðmundssyni. Hann var kvikur í hreyfíngum, gamansamur, fljótur að skilja kjamann frá hisminu og framtakssamur svo af bar. Þess vegna var auðvelt að skilja, að veikindi hans hin síðari ár væm honum ennþá þungbærari, þar sem hann varð að vera fjarri öllum fram- kvæmdum. Á þessum erfíða tíma naut hann einstakrar umhyggju konu sinnar Önnu. Flyt ég henni, börnum Sveins og öðmm vandamönnum einlægar samúðarkveðjur okkar Ragnheiðar. Bragi Hannesson Blómastofa FriÖjinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.