Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 23 BJÓRINN EKKI BRAGÐBETRI! eftír Viðar Toreid Kárason Þar sem aðeins 50% neðri deildar þingmanna greiddu atkvæði með bjórfrumvarpinu sl. þriðjudag er rétt að koma eftirfarandi huggun á framfæri við alla sanna bjórunnend- ur (mig sjálfan meðreiknaðan). Hans Olav Felq'ær, sem nýlega fræddi almenning og lækna í Reykjavík um áfengisrannsóknir sínar, hefur sýnt fram á að norskir bjórdrykkjumenn áttu í hinum mestu vandræðum með að fínna mun á bragði á „léttöli" (2,25%). Þess vegna er nú rætt í alvöru að minnka alkóhólmagnið í norskum bjór um 1,25% og ætti það að full- nægja þörfum þeirra sem meta bjór- bragðið mikils. Ef íslenski pilsnerinn er ekki jafngóður og bjórinn væri ekkert vandamál að lagfæra það. Þá væri hægt að koma í veg fyrir mikla gjaldeyriseyðslu sem myndi fylgja fijálsum innflutningi á sterkum bjór. Annar valkostur væri að búa til séríslenskan styrkleika (til dæmis 3%), sem erlendar ölgerðir myndu síðan leggja í að framleiða! Flutningsmenn bjórfrumvarpsins reikna með auknum tekjum ríkis- sjóðs vegna bjórsins, sem hlýtur að vera afleiðing aukinnar heildar- neyslu áfengis. í Noregi er hins vegar reiknað með að hið opinbera beri 3—4 króna útgjöld vegna „Flutningsmenn bjór- frumvarpsins reikna með auknum tekjum ríkissjóðs vegna bjórs- ins, sem hlýtur að vera afleiðing aukinnar heildarneyslu áfengis.“ áfengisnotkunar fyrir hverja eina krónu í áfengistekjum. Ekki er rétt að áfengur bjór sé leyfður alls staðar í Skandinavíu. Á stórum svæðum í Vestur-, Norður- og Suður-Noregi er sterkur bjór ekki leyfður. Engin tollgæsla er milli landshluta, en samt er raun- veruleg neysla áfengis mun minni á bjórbannsvæðunum. Að meðaltali drakk hver íslend- ingur árið 1985 3,19 1 af hreinu alkóhóli, hver Norðmaður 4,1 1 og hver Dani 9,86 1. Þessi mismunur skýrist að mestu leyti af bjómum. Alþjóða heilbrigðisstofnunin mælir með 25% minnkun heildar- neyslu áfengis fyrir árið 2000. Hvemig væri ef Norðurlöndin ynnu að því að halda áfengismagni í bjómum í lágmarki, þegar sannað hefur verið að nær ókleift er að fínna bragðmismun? Höfundur er aðstoðarlæknir á geðdeild Landspítalans, en hefur sl. 13 ár starfaði sem héraðslækn- iriNoregi. 4. bekkur sýndi Þórólf Mostrarskegg i landnámi og er þessi mynd tekin á sýningunni. Grunnskóli Stykkishólms: Arshátíðin lífgar upp á skemmtanalifið _ Stykkishólmi. ÁRSHÁTÍÐ Grunnskólans í Stykkishólmi var haldin um miðj- an mars. Þrátt fyrir frost og kulda var salur félagsheimilisins troðinn af þakklátum áheyrend- um sem fylgdust vel með þvi sem fram fór og klöppuðu lof í lófa hinum ungu þátttakendum. Árs- hátíðin lífgar á hveiju ári upp á skemmtanalffið í Hólminum. Það var líka mikið að gera á bak við tjöldin þegar fréttaritari kom þar til að fylgjast með undirbúningi. Allir lögðu sig fram og kennaramir voru á þönum til aðstoðar enda höfðu þeir æft hópinn undanfama daga. Það var mikið um söng og allskon- ar dansa og væri of langt upp að telja. 3. bekkur var með skemmtileg atriði og 4. bekkur sýndi Þórólf Mostrarskegg í landnámi og var sú sýning og texti ágæb Þau minnstu létu heldur ekki sitt eftir liggja, fóru með stafrófíð og sungu góðar vísur um hvem staf og léku af innlifun. Það er erfitt að gera upp á milli, enda er það ekki tilgangurinn, held- ur vekja athygli á góðri dagskrá, þar sem allir lögðu sig fram um að gera sitt besta. Fyrir nokkru var það verkefni nemenda að skyggnast um liðinn tíma og völdu til þess Helgafells- sveit, fóru um byggðir, tóku myndir og höfðu tal af búendum og spurðu þá spjörunum úr. Kom mikill fróð- leikur út úr þessu sem mun verða varðveittur í skólanum, og var fólki gefínn kostur á að skoða árangurinn milli þátta og var það virkilega at- hyglisvert. Þetta er verðugt verkefni og ekki vafí á að við það verður bætt á næstu ámm, gert betra og fullkomnara. _ Ámi Morgunblaftia/Ámi Helgason Þessa stráka dreymdi um suðrænar strendur og voru búningar þeirra eftir því. IEPPAEIGENDUR! Eigum á lager „FUN COUNTRY" 36y/ radialdekk. Verð kr. 13.500, staðgreiðsluverð kr. 12.600. Hagstæð greiðslukjör: Euro eða Visa allt upp í 8 mánuði. BlLABORG H.F. FOSSHÁLS11 ,SlMI 68 12 99 hrærivél, g^^Fjölhæfni SSSSSÍSSU sett. blandari • spaði. HeirnUte^JálH BIRGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.