Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Neyðaróp einstæðrar móður Opið bréf til menntamálaráðherra frá fulltrúum námsmanna í stjórn LIN Hæstvirtur _ menntamálaráð- herra, Birgir ísleifur Gunnarsson. Eins og þér er kunnugt um var farið að telja meðlög til tekna náms- manna með úthlutunarreglum Lánasjóðs . íslenskra námsmanna fyrir veturinn 1987—88, og með þvi koma þau til lækkunar á láni viðkomandi,' sem flestir eru ein- stæðir foreldrar. Alveg frá því að byijað var að ræða þetta innan stjómar LÍN fyrir um ári mótmæltu fulltrúar náms- manna í stjóminni þessu harkalega og efuðust um lögmæti þessa ákvæðis, auk þess sem það væri siðlaust að ráðast að einstæðum foreldrum til þess að draga úr út- gjöldum sjóðsins. í allan vetur höfum við fulltrúar námsmanna í sjóðsstjóminni reynt að fá þessi mistök leiðrétt, þ.e. að telja meðlög til tekna. Við höfum ítrekað lagt fram tillögur um að þetta ákvæði yrði afnumið og vitnað í bæði lagagreinar og afgerandi hæstaréttardóm. Fulltrúar þínir, menntamálaráðherra, hafa alltaf fellt eða vísað frá þessum tillögum án nokkurrar málefnalegrar um- ræðu. Við höfum lagt til að lögfræð- ingur sjóðsins myndi kanna lög- mæti þessa ákvæðis. Einnig það var fellt af fulltrúum þínum. Við fengum Lagastofnun Há- skóla íslands til að gefa álit sitt á þessu. Alit hennar bai-st í lok nóv- ember og var ótvírætt; þ.e. að stjóm LÍN skorti lagaheimild til þess að telia bamsmeðlög til tekna. I framhaldi af þessu sendi stjóm Stúdentaráðs Háskóla íslands þér bréf þar sem vísað var í lagaálitið og óskaði eftir að þú tækir máiið til athugunar og beittir þér fyrir leiðréttingu á þessum leiðu mistök- um. Þú brást skjótt við og í lok des- ember fengum við í stjóm LÍN bréf frá þér dagsett 21. desember, þar sem þú vitnar í álit Lagastofnunar og mælist eindregið til þess að stjóm LÍN falli frá því að líta á bamsmeðlög sem telq'ur lánþega við endurskoðun úthlutunarreglna og að ákvæðum úthlutunarregln- anna verði breytt f samræmi við það. Á fundi stjómar LÍN þann 11. febrúar var samþykkt að fara að eindregnum tilmælum þínum og hætta að líta á bamsmeðlög sem tekjur frá og með 1. júní nk. þegar nýjar úthlutunarreglur taka gildi. Við fulltrúar námsmanna fögn- um þessum áfanga, en teljum að það sé ekki nóg að leiðrétta þau mistök næsta vetur. Það hefur lítið að segja fyrir námsmennina sem em í vandræðum í vetur vegna þessa ákvæðis, og em við það að gefast upp vegna fjárhagserfíðleika eða þegar búnir að því. Því er mikil- vægt að leiðrétta þetta afturvirkt sem allra fyrst. í þessu sambandi má geta þess, að afturvirk leiðrétting myndi ekki þýða teljandi útgjaldaaukningu fyr- ir sjóðinn, þar sem þetta er ekki svo stór hópur. Hins vegar skiptir þetta ákvæði mjög miklu máli fyrir þennan hóp, þar sem um er að ræða vemlega skerðingu. í mörgum tilfellum getur þetta orðið til að fylla mælinn þannig að þetta fólk þurfí að hverfa frá námi og nokkr- ir hafa þegar gefíst upp. Við sem emm í stjóm LIN höfum á þessu skólaári fengið inn á borð til okkar mörg erindi frá einstæðum foreldmm sem em á ystu nöf vegna þessa ákvæðis og biðja okkur um úrlausn og hjálp. Þar sem ríkis- stjómarfulltrúamir hafa þrjóskast við leiðrétta sín eigin mistök og afnema þetta ákvæði, sem Laga- stofnun telur að ekki sé lagaleg heimild fyrir, getum við ekkert gert fyrir þetta fólk. Það er sárgrætilegt að þurfa að horfa upp á það. Hér á eftir kemur raunvemlegt sýnishom af einu slíku bréfí, svo þú, hæstvirtur menntamálaráð- herra, sem og aðrir lesendur geti áttað sig á því hvað er hér um að ræða. Tekið skal fram að bréfíð er birt með leyfi viðkomandi náms- manns. Öll nöfn em skáldskapur og fæðingardögum hefur verið hnikað til vegna persónuleyndar. Reykjavík, 28. janúar 1988. Lánasjóður íslenskra náms- manna, Laugavegur 77, Reykjavík. Ég undirrituð, Guðrún Jónsdótt- ir, sæki hér með um aukafyrir- greiðslu úr Lánasjóðnum og vísa í því sambandi til símtals við fram- kvæmdastjóra sjóðsins í dag, þar sem ég gerði honum stuttiega grein fyrir mínum málum. Mun ég nú færa ítarlegri rök fryir ástæðum mínum. Ifyrst langar mig til að rekja í stuttu máli námsferil minn og per- sónulegar aðstæður. Ég er 34 ára gömul, fædd 1953, og lauk námi við Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð vorið 1984. Mestan hluta þess tíma stundaði ég fulla vinnu í Xbanka íslands, samtímis þvi sem ég annaðist einsömul bam- ið mitt, Jón Jónsson, fæddan 1981, þar sem faðir hans er ekki í sam- búð með mér og býr erlendis. Er ég síðan settist í Háskóla ís- lands haustið 1984 og hóf fullt nám í Y, þá hætti ég að vinna úti og hugðist framfleyta mér á námslán- um. Langþráðum áfanga var náð eftir gífurlega vinnu og erfíði. Fyrsta árið, þ.e. eftir að ég fékk loks lán, tókst mér að lifa nokkum veginn af láninu, enda nánast engin aukaútgjöld. Að vísu hef ég leyft mér þann munað að eiga gamlan bíl sem ég hef þurft af illri nauðsyn sökum fjarlægðar til dagheimilis bamsins míns. Á sumrin hef ég unnið í Xbanka íslands, sem ég hef frekast getað, og fram til þessa fengið lítið skert námslán frá ykkur að hausti. Á síðastliðnu hausti bregður hins vegar svo við að ég fæ lítilsháttar upphæð strax í byij- un annar, en síðan ekkert fyrr en í desember sl., að frátalinni leiðrétt- ingu á bókakostnaði. Tekjur mínar í bankanum vom þó í samræmi við tekjur fyrra árs, þar var aðeins um samningsbundnar hækkanir að ræða. Mun ég nú nefna tölur þessu til glöggvunar. Tekið skal fram að ég greiði í lífeyrissjóð og þá breytast þessar tölur í samræmi við það. [þ.e. út- borgað lán lækkar]. Lánsupphæðin frá LIN f. 1987-88 er því kr. 42.282 lægri Vinnutekjur í Xbanka íslands 1986: Vinnutekjur í Xbanka íslands 1987: Heildarlán frá LÍN veturinn 1986—87: Heildarlán frá LÍN veturinn 1987—88: Hluta lánsins 1987—88 hefur verið úthlutað þannig: í byijun okt. 1987 Vanreiknaðir bókapeningar Lán f. des.—mars (32.581 pr. mán.) en á sl. ári. Skýringamar em að sjálfsögðu mestmegnis þær, að skyndilega var ákveðið að meðlag frá föður barasins míns væm mínar tekjur. — Ansi held ég að giftar mæður yrðu toginleitar, ef faðirinn og eiginmaðurinn labbaði sér út í búð og keypti t.d. úlpu á bam sitt og móðirin yrði síðan að telja and- virði flíkurinnar til sinna tekna. Eða hvað, háttvirta fólk? Ég vona að þið skoðið orð mín ekki sem ósvífín; ég er aðeins að rejma að benda á óréttlætið í þessu. Kjami málsins er því sá að ég get hreinlega ekki framfleytt mér og baminu mínu lengur. Ég hef held ég stundað nám mitt vel, hef skilað 14,75 einingu að meðaltali á önn (tæpum 30 á vetri) og fengið góðar einkunnir, t.d. aldrei undir 8,5 í Y. En þessi bjartsýni mín og metn- aðargimi hafa nú sem sagt leitt til gífurlegra Qárhagsörðugleika. Ég hef fengið góða fyrirgreiðslu hjá Xbanka Islands, en vextir af skulda- bréfum em afar háir og em banka- lán því neyðarbrauð sem ég hef þó engu að síður orðið að notast við. Ég kem ekki úr efnaðri fjölskyldu og foreldrar mínir em alls ekki af- lögufærir. Ég á í stuttu máli engan að sem ég get leitað til fjárhagslega. Og nú hrannast reikningamir upp, og í fyrsta sinn sé ég ekki fram á önnur ráð en að hætta námi að óbreyttu ástandi. Er það mjög súrt i broti, þar sem ég er búin að fá hálfgildings loforð um starf sem krefst Y-réttinda. Ég er full örvænt- ingar og sárinda þegar námslokin em svo skammt undan. — Ég vil reyndar leyfa mér að halda því fram að nú sitji í Háskóla íslands að miklum meirihluta böm efnaðra foreldra og fólk sem á sér fyrir- vinnu. Hinir sem minna eiga en þráast þó við, verða því annað hvort að stofna sér í miklar bankaskuldir eða hætta námi. Þetta er ekki jafn- rétti til náms. Því má einnig bæta við hvað mig varðar, þá lifi ég afar sparlega, nota ekki bHinn nema ef brýn nauð- syn krefur, fer aldrei út að „skemmta" mér, að því undanskildu að fara f leikhús, matarreikningur okkar mæðgina fer aldrei yfír kr. 8.000 á mánuði (mest hafra- og hrísgijón, mjólk og brauð) og föt hef ég ekki keypt í 3 ár. Þetta kann að hljóma í ykkar eyrum sem hrein lygi og sjálfsvor- kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. 110.065 154.738 306.638 264.356 29.995 17.308 130.324 kunnsemi, en svo er þó ekki. Ég er ekki að biðja um meðaumkun, aðeins réttsýni og hjálp. Ég bið ykkur því innilega um það að veita mér einhveija fyrirgreiðslu, mig munar um allt sama hversu smátt það er___ Með virðingu ... og von! Guðrún Jónsdóttir. P.S. Svar óskast sem fyrst. Þess má geta að bréf þetta var móttekið af Lánasjóðnum þann 1. febrúar sl., en hins vegar fengu stjómarmenn sjóðsins það ekki í hendumar fyrr en 4. mars. Þrátt fyrir að óskað sé eftir svari sem fyrst, hefur málið ennþá ekki verið tekið fyrir af stjóm LÍN eða svarað og bíður „Guðrún Jónsdóttir" því enn úrlausnar mála sinna, ef hún hefur þá ekki þegar gefíst upp og hætt námi sökum fjárhagserfið- leika. Hæstvirtur menntamálaráð- herra! Hvemig leggur þú til að stjóm LÍN svari erindum sem þess- um? Á meðan þau mistök að telja meðlög til tekna em ekki leiðrétt, er lítið hægt að gera fyrir náms- menn eins og „Guðrúnu". Eigum við að svara henni með orðunum „Því miður... — en reyndu aftur næsta vetur"? Fyrir það fólk sem líður fyrir þessi mistök núna, ef það er ekki nú þegar búið að gefast upp, er ekki nóg að segja að þetta verði leiðrétt frá og með næsta vetri. Þá er það orðið of seint. Með því að leiðrétta ekki þessi viður- kenndu mistök er verið að útiloka ákveðinn hóp frá námi, en í þeim hópi em einstæðir foreldrar fjöl- mennastir. Finnst þér forsvaranlegt að láta þessa lögleysu gilda í eitt ár og láta fólk líða fyrir hana og í mörg- um tilfellum flosna upp frá námi eða steypa sér í stórfelldar banka- skuldir? í umræðum á Alþingi þann 15. febrúar sl. sagðir þú, hæstvirtur menntamálaráðherra, að þú hefðir ekki gert upp hug þinn um aftur- virka leiðréttingu og að þú ætlaðir að ræða um þetta við stjóm LÍN. Síðan þú sagðir þetta er liðinn meira en mánuður og ekkert hefur heyrst frá þér um þetta. Bæði við fulltrúar námsmanna í stjóm LÍN og þeir námsmenn sem þurfa að þola skert námslán út af þessu ákvæði, bíðum spennt eftir svari frá þér. Við treystum á réttsýni þína og við trúum ekki öðm en að þegar þú hefur kynnt þér málið betur, þá munir þú leiðrétta þessi mistök aft- urvirkt. Reykjavík, 21. mars 1988. Svanhildur Bogadóttir. fulltrúi SÍNE i stjórn LIN > Ólafur Darri Andrason, fulltrúi SHÍ í stjóm LÍN Kristinn H. Einarsson, fulltrúi BÍSN í stjórn LÍN. Romaborg Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Christopher Hibbert: Rome. The Biography of a City. Penguin Books 1987. Christopher Hibbert er meðal mikilvirkustu höfunda, sem skrifa alþýðleg sagnfræðirit og ævisögur. Það tíðkast að gera greinarmun á sagnfræði og alþýðlegri sagnfræði. Þó hlálegt sé, þá er munurinn oft fólginn í því, að þeir sem skrifa „sagnfræðirit" em oft fremur leið- inlegir höfundar, einkum ef þeir vaða í þeirri villu að telja sagn- fræði vísindagrein, sem er sam- kvæmt hlutarins eðli fráieit kenn- ing. Þeir sem skrifa læsilega sögu falla oft í þá giyíju að fletja út frásögnina og virðast telja lesendur fyrirbrigði sem þurfí að mata á ein- feldningslegum útlistunum. En til allrar hamingju era skilin milli al- þýðlegrar sagnfræði og sagnfræði ekki skörp, góðir sagnfræðingar skrifa mjög læsilegar bækur, sem em í senn skemmtilegar og biydda upp á nýjum viðhorfum umi skilning á atburðarás fortíðarinnar. Krafan er innlifun í meðvitund löngu geng- inna kynslóða, þess vegna bundin persónu þess sem skrifar og þeim tímum sem hann lifir. Alþýðleg sagnfræði þýðir oft skemmtileg frá- sögn um liðna tíð, þar sem ekki er leitast við að binda sig við þurrar og oft mjög takmarkaðar heimildir. Var Þúkýdites „alþýðlegur sagn- fræðingur" eða skrifaði hann undir merkjum „vísindalegrar sagn- fræði"? Hvað um Gibbon? Sagn- fræði er öðmm þræði skáldskapur. Innlifun og ímyndunarafl em lífgjafar hennar, innlifun í stað- reyndir og útlistun þeirra. Upp- hrúgun heimilda og töluleg tölvu- vinnsla verður alltaf heldur leiðinleg saga og þeir sem það iðka geta aldrei sett saman lýsingu á stað- reyndum fortíðarinnar, þar skortir ímjmdun, innlifun og skáldskapinn. Þeir persónulegu eiginleikar sem þeim em gefnir, sem teljast til góðra sagnfræðinga em ekki síður nauð- syn í ævisöguritum. Hibbert hefur sett saman ágætar ævisögur, t.d. „Garibaldi", „Charles Dickens" og „The History of Samuel Johnson". Hann hefur einnig skrifað um frönsku stjómarbyltinguna og upp- reisnina á Indlandi 1857. Þessi bók er saga Rómar frá upphafí og til vorra daga. Þetta er baeði saga Rómar og leiðsögn um Róm nú á dögum. Höfundurinn styðst við mikið safn prentaðra heimilda og honum hefur tekist að skrifa læsilega bók, sem ætti að vekja forvitni til frekari Iesturs um þessa „höfuðborg heimsins". Titus Livíus segir fmmsögu Rómar í fyrstu bók Rómarsögu sinnar. Rómúlus og Remus og út- burðarsagan verður hjá Livíusi kveikjan að stofnun Rómar. Þessi foma mýta á sér margar hliðstæður í fomum arfsögnum. Síðan rekur Hibbert atburðarásina áfram, keis- araveldið, fall Rómar, miðaldir og páfaveldið. Kaflinn um ránsferðir Frakka um Ítalíu, að frumkvæði Þjóðstjóranna, arftaka byltingar- innar, er með betri köflum bókar- innar. Þegar Napóleon var látinn vinna skítverkin með því _ að fara rænandi og mplandi um Ítalíu og þ.m. Róm og senda sfðan vagnlest- ir hlaðnar þýfínu til Parísar. Kirkjur og hallir vom rændar listaverkum og dýrmætum handritum og nauð- ungargreiðslur heimtaðar af borg- Péturskirkjan S Róm. um og hémðum. Villimennsku og græðgi Frakka á þessum tímum er enn minnst á Ítalíu. Hibbert lýsir Píusi VII, andstæð- ingi Napóleons. Þótt hann væri fangi keisarans, þá fór svo að ýmis skyldmenni og venslamenn keisar- ans hlutu griðland í páfaríkinu, eft- ir að fokið hafði í flest skjól. Hibb- ert tekst að draga upp eftirminni- legar myndir af páfum og furstum, sem koma svo mjög við sögu Róm- ar eftir kristni. Höf. fjallar einnig um arkitektúrinn og aðrar listir, enda áttu páfamir mikinn þátt í listasögunni. Þessi bók Hibberts er læsileg og skrifuð af áhuga á við- fangsefninu. Vel valdar myndir em prentaðar með textanum og bóka- skráin er gagnleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.