Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 80
V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! fttragintiMafrife ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Feiti var borin á háhyrningana áður en ferðalagið hófst. Morgu nbl aðið/Bj ami Búri eins háhyrningsins komið fyrir um borð í breiðþotunni. Háhyrningarnir seldir til Japans FLOGIÐ var með háhyrningana fjóra, sem veiddir voru undan Austfjörðum í október- mánuði síðastliðnum til nýrra eigenda í Tókýó í gær en dýrin hafa verið i Sædýra- safninu i Hafnarfirði frá 1. nóvember, Kaupandinn er japanskur dýragarður. Söluverð dýranna var um það bil 18 millión- ir íslenskra króna, að sögn forsvarsmanns seljenda. Japönsku kaupendumir sendu í gær Boeing 747-breiðþotu frá hollenska flugfélaginu Mart- inair eftir háhymingunum. Áætlað var að ferð- in til Japans tæki 11 tíma. Fjórir sérfræðing- ar, einn íslenskur en þrír bandarískir, vom með í for. Helgi Jónasson framkvæmdastjóri Faunu, félagsins sem stóð að veiðum og sölu dýranna, sagði að verði hagnaður af viðskiptunum þeg- ar upp er staðið, renni hann til uppbyggingar á svæði Sædýrasafnsins í Hafnarfírði. Deilt um hvort kennarar hafi samþykkt verkfall Þykkvibær: Fjórðungnr kartöflu- 'iiænda að flosna upp Seifossi. OFFRAMLEIÐSLA imdanfarinna ára á kartöflum með langvarandi verðstriði og ýmsum aukaverkun- um í kjölfarinu er farin að setja mark sitt á Þykkvabæinn. Kartöfl- umar lækkuðu síðast í verði nú fyrir helgina, um 40%, þannig að bændur fá nú innan við þriðjung viðurkennds framleiðslukostnað- ar. Um fjórðungur kartöflubænda í Þykkvabæ er farinn að sækja vinnu annað, og vilja selja jarðir ”■ sinar og flytja burtu ef kaupendur fást. í samtölum fréttaritara við fólk í Þykkvabænum fyrir skömmu kom fram að það telur að sundrung kart- öflubænda í sölumálum sé ein helsta ástæða þess hvemig komið er í grein- inni og vegi raunar hart að tilveru byggðarlagsins. Sjá „Verðstríðið vegur hart að byggðinni" á bls. 43. Sig. Jóns. Unglingar réðust að lögreglu ÞRÍR unglingspiltar réðust að tveimur lögreglumönnum i miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dags. Lögreglumennirnir meidd- ust nokkuð og einkennisf öt þeirra skemmdust. Piltarnir vom fluttir á lögreglustöðina. Upphaf þessa máls var það, að piltur nokkur kom til lögreglumann- anna og sagði þeim frá því, að þrír piltar hefðu ráðist á sig og félaga sína. Sjálfur hafði pilturinn farið illa út úr þeim viðskiptum og þurfti að sauma 15 spor í ennið á honum, því einn piltanna þriggja hafði „skallað" hann í ennið. Lögreglumennimir gengu að piltunum þremur og ætluðu að handtaka þá, en þá kom til átaka. I átökunum meiddust lögreglumenn- imir nokkuð, annar rifbeinsbrotnaði og báðir hlutu bakáverka. Þá skemmdust einkennisföt þeirra og húfur þeirra hafa ekki komið í leitim- ar. Lögreglunni tókst þó að hafa pilt- ana undir, enda hafði vegfarandi, sem sá átökin, kallað á aðstoð. DEILT er um hvort túlka beri úrslit allsheijaratkvæðagreiðslu Hins íslenska kennarafélags sem samþykkt eða höfnun verkfalls. Tveggja atkvæða munur varð í atkvæðagreiðslunni með verk- fallsboðun frá og með 13. apríl, en 60 atkvæðaseðlar voru auðir. Indriði H. Þorláksson formaður samninganefndar ríkisins segir að lögum samkvæmt þurfi meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæða- greiðslu að samþykkja verkfall og þeir sem skili auðu taki jafnt þátt í atkvæðagreiðslu sem aðrir. Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍK segist vera ósammála þeirri túlkun en segir aðila hafa orðið ásátta um að leita álits dómstóia, sennilega Félagsdóms. Verkfall HÍK var boðað í gærkvöldi. Lagagreinin sem um er deilt er 15. gfrein laga 54/1986 um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna og er svohljóðandi: Til að samþykkja verkfallsboðun þarf að minnsta kosti helmingur þeirra félagsmanna sem starfa hjá þeim sem verkfallið bein- ist gegn að hafa tekið þátt í atkvæða- greiðslunni og að meirihluti þeirra samþykki hana. Atkvæði voru talin í gærkvöldi hjá HÍK en atkvæðagreiðslan var tvíþætt. Annars vegar var almenn atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls og voru 1.157 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 986, eða 85,22%. Já sögðu 464 eða 47,06%, nei sögðu 462 eða 46,86%, auðir seðlar voru 60 eða 6,08%. Hins vegar greiddu kennarar Verzlunarskóla íslands atkvæði um heimild til stjómar HÍK um boðun verkfalls. Þar voru 62 á kjörskrá, atkvæði greiddu 51 eða 82%. Já sögðu 37 eða 73% en nei 12 eða 24%. Auðir seðlar voru 2 eða 3%. Wincie Jóhannsdóttir sagði að munurinn í atkvæðagreiðslunni hefði verið minni en stjóm HÍK átti von á. í atkvæðagreiðslunni hefði greini- lega endurspeglast sú afstaða, sem víða hefði komið fram á fundum, að þótt enginn hefði verið í vafa um að beijast þyrfti fyrir bættum kjömm kennara hefðu menn verið í vafa um tímasetninguna. Talsvert margir hefðu frekar viljað að ekki yrðu stórátök á þessari önn og þá haft í huga nemendur sem em að útskrif- ast en þeir hafa lent nokkmm sinnum í verkfalli. Indriði H. Þorláksson sagði að sér þætti niðurstaða atkvæðagreiðslunn- ar mjög athyglisverð, sérstaklega með hliðsjón af því að fomsta HIK hefði lagt eindregið að félagsmönn- um að samþykkja verkfallið. Hann sagði að sjálfsagt væm á þessu margar skýringar en sú helsta senni- lega sú að meirihluti félagsmanna væri raunsær og mæti ástandið al- mennt á þann veg að verkfall og átök væm ekki vænleg leið til árang- urs. Samninganefndir ríkisins og Kennarasambands íslands sátu á samningafundi í gær og fram á kvöld en KÍ hefur boðað verkfall frá og með 11. apríl. Stjóm KÍ hefur ákveð- ið að vísa því til staðfestingar Félags- dóms að atkvæðagreiðsla félagsins um verkfallsboðun væri lögmæt en samninganefnd ríkisins hefur dregið það í efa. Skipulagsstjórn ríkisins: Erlendur sérfræðingur fjalli um Fossvogsbraut Bæði Reykjavík og Kópavogur hafna þessari tillögu SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins hefur lagt til við bæjaryfirvöld í Kópavogi og borgaryfirvöld í Reykjavík, sem deila um framtíð- arskipulag Fossvogsdals, að stjómin afli álits hjá hlutlausum erlend- um umferðarsérfræðingi á vægi Fossvogsbrautar fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu, ef nefnd sveitarfélaganna kemst ekki að sam- eiginlegri niðurstöðu innan þriggja mánaða. Báðir aðilar hafa hafn- að þessari tillögu, að sögn Stefáns Thors skipulagsstjóra ríkisins. Skipulagsstjóm ríkisins er nú um afgreiðslu skipulags í Foss- með aðalskipulag Reykjavíkur til umQöllunar og að sögn Stefáns var ætlun stjómarinnar að byggja til- lögu sína til félagsmálaráðherra vogsdal á áliti erlenda sérfræðings- ins. Hann sagði að við þessa álits- gerð ætti að taka tillit til umferðar- tæknilegra vandamála sem og umhverfislegra. Sagði hann að við- brögð yfírvalda í Reykjavík og Kópavogi yrðu lögð fyrir fund skipulagsstjómar og þá ákveðið hvort reynt yrði að fínna lausn á málinu á þann hátt eða hvort aðal- skipulagið yrði afgreitt án þess að afstaða yrði tekin til Fossvogs- dalsins. Sjá „Málið virðist vera komið í hnút“ á bls. 77.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.