Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 77 Fyrsta græn- metisupp- boðið í dag FYRSTA grænmetisuppboð Sölufélags garðyrkjumanna verður i dag. Boðnar verða upp þær grænmetistegundir sem á markaðnum eru, gúrk- ur, salat og sveppir. Markað- urinn verður opnaður kaup- endum klukkan 7 að morgni, og hefst uppboðið klukkan 7.30. Sölufélagið hefur innréttað sérstakan uppboðssal í húsi sínu við Skógarhlíð. Við upphaf upp- boðsins liggur fyrir uppboðslýs- ing, þar sem fram kemur hvaða tegundir grænmetis verða boðnar upp og magn, og einnig lágmarksverð sem Sölufélagið hefur óskað eftir að Verðlags- stofnun ákveði. Gúrkumar verða aðaltegund- in á þessu fyrsta grænmetis- uppboði hérlendis. íslenskar gúrkur er nýkomnar á markað- inn en fyrsta verulega magnið kemur fram á þessu uppboði. Sölufélagið hefur selt íslensku gúrkumar á 250 krónur í heild- sölu og er algengt heildsöluverð 380—400 krónur út úr búð. Morgunblaðið/Sverrir Uppboðsmarkaðurinn kynntur fyrir væntanlegum kaupendum um helgina. Kristján Benediktsson uppboðshaldari stendur lengst til vinstri. Skipulagsstjóri ríkisins um Fossvogsbraut: Málið virðist komið í hnút Samanburður á Akureyrarsamning unum og VMSÍ-samningnum: Um 2% meiri grunn- kaupshækkun auk ým- issa annarra hækkana SKIPUL AGSSTJ ÓRN ríkisins hefur sent borgaryfirvöldum í Reylgavfk og bæjaryfirvöldum i Kópavogi, tillögu um lausn á framtíðarskipulagi í Fossvogsdal. TUlagan gerir ráð fyrír að nefnd, sem starfar á vegum sveitarfélag- anna um framtíðarskipulag f dalnum, komist að sameiginlegri niðurstöðu innan þriggja mánaða, að öðrum kosti muni skipulags- Btjórn rfkisins afla álits hlutlauss erlends sérfræðings á sviði um- ferðarmála um vægi Fossvogs- brautar fyrir umferð á öUu höfuð- borgarsvæðinu. Að sögn Stefáns Thors skipulagsstjóra rfkisins höfnuðu báðir aðUar tiUögunni. Stefán sagði að skipulagsstjómin hefði ætlað að byggja sínar tillögur til félagsmálaráðherra um afgreiðslu skipulags í Fossvogsdal á áliti er- lenda sérfræðingsins. „Þama átti ekki eingöngu að fjalla um umferða- lega tæknileg vandamál heldur einn- ig um umhverfíslög. Skipulags- Stjómin er með Aðalskipulag • Reykjavíkur til umfjöllunar og það var kveikjan að tillögunni. Málið virðist komið í hnút en þama var komin ný hugmynd þar sem reynt var að fínna einhvem nýjan flöt," sagði Stefán. „Þessi viðbrögð við tillögunni verða lögð fyrir skipulags- stjómina pg slðan reynir á hvort stjómin heldur áfram þessu striki eða hvort Aðalskipulag Reykjavfkur Verður afgreitt án þess að taka af- 8töðu til Fossvogsbrautar en þá er ekkert hægt að framkvæma þar og málið áfram óleyst. Með tillögunni var hugmyndin að flýta fyrir ákvörð- un um skipulag í dalnum án þess að skipulagsstjóm tæki afstöðu með eða á móti Fossvogsbraut." Davíð Oddsson borgarstjóri segir að fyrirhuguð Fossvogsbraut sé inn- an staðfests Aðalskipulags fyrir MORGUNBLAÐIÐNU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing: „Formaður Borgaraflokksins, Al- bert GuðmundsBon, lýsir furðu sinni á ummælum fjármálaráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, um mál- efni Landakotsspítala. Dylgjur fjár- málaráðherra um að stjóm sþltalans hafi bruðlað með fjármuni og ekki sýnt nauðsynlegt aðhald eru alvar- legar og móðgandi I garð hennar, Reykjavík, frá árinu 1964 og að gerður hafí verið samningur árið 1973 við Kópavogsbæ um að braut- in skuli lögð, nema báðir aðilar séu sammála um að hún verði það ekki. „Við gerum ekki athugasemd við álit erlends aðila en við teljum okkur hafa staðfest aðalskipulag I höndun- um og þennan samning, sem skipu- Iagsstjómin getur ekki hrundið, “ sagði Davíð. „í þeim samningi sem við höfum er ákvæði um gerðardóm skipuðum einum frá hvorum aðila og einum skipuðum af hæstarétti og við teljum eðlilegt að fara þá leið úr því þessi samningur er fyrir hendi. Sllkt mat tæki nokkra mán- uði. Við höfum þegar greitt Kópa- vogsbæ fyrir landið sem fer undir brautina þegar við létum af hendi tugi hektara undir allt þeirra iðnað- arsvæði gegn því að við fengum að leggja þessa braut. Það er því ekki rétt að við séum að leggja hana I þeirra landi." Heimir Pálsson bæjarfulltrúi I Kópavogi sagði að I tillögu skipu- lagsstjómarinnar væri enn verið að reyna að ná fram samþykki bæjar- stjómar Kópavogs, fyrir Fossvogs- brautinni. „Við viljum ekki fara þessa leið heldur viljum fá á hreint að dalnum verði haldið sem útivistar- svæði," sagði Heimir. „Við höfum illar bifur á að kalla til erlendan umferðarsérfræðing, sem auðvitað gerir ekki annað en að vinna úr þeim gögnum sem hann fengi I hend- ur. Það er enginn vandi að sanna nauðsyn Fossvogsbrautar ef gefnar eru ákveðnar forsendur I kring um hana en við hinumegin dalsins teljum það ekki I myndinni að leggja hrað- braut eftir dalnum." Hann sagði það ennfremur óviðunandi að sífellt kæmu fram á skipulagsuppdráttum að brautina ætti að leggja I landi Kópavogs. enda óskiljanlegar með öllu. Hafa verður I huga að fjölmargir mjög hæfír menn úr viðskiptalífinu hafa innt af hendi fómfúst og óeigin- gjamt starf I þágu spitalans með setu I stjóm hans án sérstakrar þóknunar. Borgaraflokkurinn mun taka á málefnum heilbrigðisþjón- ustunnar á skynsamlegri og heppi- legri hátt þegar hann fær til þess tækifæri." Heimir benti á að til væri önnur lausn en Fossvogsbraut, t.d. mætti dreifa umferðinni og beina henni með sjónum eftir Kleppsvegi og að Amameshæð en þar er fyrirhugað að leggja hraðbraut að Reykjanes- braut, sunnan við Breiðholtshverfi. „Ég sé ekki annað en að ráðherra verði að leysa þetta mál,“ sagði Heimir. „Ég er ekki tilbúinn að ræða þessa braut á einum eða neinum forsendum. Það er alveg sama hvaða umferðatæknileg rök eru lögð fyrir mig, ég er ekki til viðræðu um þessa braut.“ AÐALSTJÓRN Borgaraflokks- ins kom saman til fundar í tilefni af eins árs afmæli flokksins, og við það tækifæri sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var furðu á „undarlegri stöðu ríkis- stjórnarinnar“, eins og segir i fréttatilkynningu frá Borgara- flokknum, sem Morgunblaðinu hefur borist. Yfirlýsingin er svo- hljóðandi: „Aðalstjóm Borgaraflokksins kom saman til fundar I tilefni af eins árs afmæli Borgaraflokksins, sem var haldið hátlðlegt laugardag- inn 26. marz sl. með veglegu kaffi- samsæti I veitingastaðnum Holly- wood I Reylgavík. Mikið fjölmenni velunnara og stuðningsmanna flokksins var þar saman komið. Sá mikli og góði hugur, sem ríkti I þessum afmælisfagnaði, er I litlu samræmi við hrakspár ýmissa fjöl- miðla um stöðu flokksins vegna útkomu hans I skoðanakönnunum nýverið. Aðalstjóm Borgaraflokksins vill hins vegar nota þetta tækifæri og lýsa yfír furðu sinni á hinni undar- legu stöðu ríkisstjómarinnar. Hún virðist hafa gefízt upp við að stjóma landinu. Ekkert bólar á hinum fjöl- mörgu stjómarfrumvörpum, sem boðað var að skyldu lögð fram fyr- ir lok þessa þings. Nánast allar aðgerðir hennar hafa verið fálm- kenndar og ómarkvissar. Ráðherr- amir hafa aðallega verið uppteknir Einfaldur tölulegur saman- burður á samningunum sem undirritaðir voru á Akureyri um helgina og VMSÍ-samningnum sem felldir var, ’er erfiður, þar sem starfsaldurshækkanir og fastlaunasamningar koma mönnum misvel til góða. Ef ein- göngu er litið á grunnkaups- hækkanir, þá eru þær 0,85- 2,65% hærri í Akureyrarsamn- ingunum en í VMSÍ -samningn- um. Ef starfsaldurshækkanir eru teknar með eru byrjunar- hækkanir að meðaltali 4% hærri í Akureyrarsamningunum, og munurínn verður siðan heldur meiri ef litið er til lengri tíma. Við samanburð á þessum tveim- ur samningum verður að taka fleiri atriði en launaliðinn til greina, til dæmis eru breytingar á vinnutimaákvæðum VMSÍ- samningsins eitt mikilvægasta atriði Akureyrarsamninganna. Ofangreindir útreikningar eru gerðir út frá upplýsingum frá Ara Skúlasyni, hagfrseðingi ASÍ, auk annarra útreikninga I fréttinni. Samkvæmt VMSÍ-samningnum áttu grunnkaupshækkanir að vera um 13,45% á samningstímabilinu. Grunnkaupshækkanir samkvæmt Akureyrarsamningnum eru hins' vegar um 14,3%, en eru allt að 16,1% á lægstu laun, þar sem lág- markshækkun er krónur 2.025, borið saman við 1.525 krónur I VMSÍ -samningnum. Starfsaldurshækkanir eru nokkru meiri samkvæmt nýju samningunum, en nú er 11,4% munur á hæsta og lægsta taxta fískvinnslufólks, en var um 8% af því að munnhöggvast hver við annan I fjölmiðlum. Ríkisstjómin hefur ekki náð nein- um tökum á efnahagsmálunum. Á þeim stutta tíma sem hún hefur setið, hefur hún hvað eftir annað gripið til ráöstafana, sem því miður hafa komið að litlu haldi. Nú slðast með sérstökum lögum um ráðstaf- anir I efnahags- og fjármálum, sem hafa vakið litla hrifningu lands- manna. Aðgerðir ríkisstjómarinnar hafa ekki náð að leiðrétta misvægi milli atvinnugreina og fremur veikt stöðu útflutningsgreina og sam- keppnisiðnaðar og aukið á við- skiptahallann. Hefur þetta einkum bitnað á landsbyggðinni og komið hart niður á launafólki. Það er mjög athyglisvert, að I ár, svo sem þijú undanfarin ár, em ytri skilyrði hagstæðari fyrir Islenzkan þjóðarbúskap en nokkm sinni. Sjávarafli er mikill. Gott verð fæst fyrir hann á erlendum mörkuð- um og olíuverð fer lækkandi. Því væri um áframhaldandi góðæri að ræða fyrir landsmenn ef ekki sæti sundurlynd ríkisstjóm við völd, sem er á villigötum I efnahagsmálum. Ríkisstjómin dregur dul á þessar staðreyndir og reynir að telja al- menningi trú um að ástandið sé mjög slæmt, m.a. með þvl að láta birta þjóðhagsspár. sem mála hlut- ina dökkum litum. I þessu Ijósi verð- ur að skoða þá kjarasamninga sem verið er að gera. Virðist svo sem áður. Þá tekur það fólk 10 ár að ná hæsta taxta nú I stað 12 sam- kvæmt VMSÍ-samningunum. Nýtt þrep I starfsaldurshækkunum kemur inn eftir þijá mánuði, en þá hækka laun um 350 krónur. Laun venjulegs fiskvinnslufólks hækka um 6,8-15,5% við undirrit- ‘ un nýju samninganna þegar litið er á launaliðinn I heild, en laun sérhæfðs fískvinnslufólks hækka um 10,7-17,6%. Að meðaltali þýðir þetta 12,2% hækkun hjá venjulegu fískvinnslufólki og 14,6% hækkun hjá sérhæfðu fiskvinnslufólki - en sambærilegar tölur úr VMSÍ- samningnum eru 7,9% og 10,9%. Upphafshækkanir eru því um 4 priósentustigum hærri samkvæmt nýju samningunum en I VMSÍ- samningnum. Þá voru gerðir fastlaunasamn- ingar við nokkra hópa I Akureyrar- samningunum, sem hafa í för með sér verulega taxtahækkun hjá þeim. „Það var náttúrulega grundvall- arbreyting að losna við fleytití- mann. Við fengum 80% yfírvinnuá- lag I einu þrepi og létum ekkert I staðinn nema eitt korter I kaf- fítíma," sagði Bjöm Grétar Sveins- son, formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn I Homafírði. Hann nefndi einnig flutning á veikinda- réttindum og öðrum réttindum, mat á starfsreynslu, ákvæði um lífaldur og fleira sem ávinning af Akureyrarsamningunum. „Ég myndi segja að þessir samningar væru orðnir mjög góðir, nema auð- vitað hvað varðar launaliðinn, sem menn llta mjög misjöfnum augum á,“ sagði Bjöm Grétar. eigi að réttlæta það fyrir launa- fólki, að það verði enn á ný að axla byrðamar, sætta sig við minnkandi kaupmátt og dagvinnu- laun langt undir framfærslukostn- aði. Þetta fólk á enga sök á hinum gífurlega viðskiptahalla, sem nú hijáir þjóðarbúskapinn, þar er ein- göngu við stjómvöld aö sakast. Skatta- og ofstjómunarstefna ríkisstjómarinnar er með ólíkind- um. Höfuðáherzla er lögð á að leggja meiri skatta og nýjar álögur á almenning. Borgaraflokkurinn vill hins vegar beita sér fyrir ein- faldara og réttlátara samfélagi, þar sem hagsmunir almennings I þessu landi eru hafðir að leiðarljósi, og einstaklingurinn fær að njóta ávaxta elju sinnar og hugvits. Ekki sizt með því að hlynna að þeim vaxtarbroddi atvinnullfsins, sem felst I hvers kyns nýjungum á sviði viðskipta, iðnaðar og tæknivlsinda. Leitað verði leiða sem henta okkur fslendingum til þess fyrst og fremst að rétta hlut landsbyggðar og þess launafólks, sem hefur borið skarðan hlut frá borði, þrátt fyrir mikinn þjóðarauð. Þetta meginsjónarmið mun Borg- araflokkurinn hafa að leiðarljósi I baráttu sinni og uppbyggingarstarfí næstu vikur og mánuði." (Fréttatilkynning) Formaður Borgaraflokksins: Lýsir furðu sinni á um- mælum fjármálaráðherra Yfirlýsing frá aðalstjórn Borgaraflokksins: Ríkisstjórnin virðist hafa gef- ist upp við að stjórna landinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.