Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 21 „Halla“rekstur Landakotsspítala Athugasemdir við fréttatilkynningu Fjárlaga- og hagsýslustofnunar eftirÓlafÖrn Arnarson Þann 25. mars sl. sendi Fjárlaga- og hagsýslustofnun frá sér fréttatil- kynningu í sambandi við umræður um fjármál Landakotsspítala, sem nauðsynlegt er að gera nokkrar athugasemdir við. í upphafi segir svo: „Það er ekki rétt sem fram hefur komið að fjár- veitingar til spítalans hafi verið vanáætlaðar á undanfömum árum. Spítalinn hefur fengið sambærilega meðferð og önnur sjúkrahús bæði hvað varðar áætlun um rekstrar- gjöld og stöðuheimildir. Þegar spítalinn var færður af daggjöldum á föst fjárlög árið 1983 fékk hann ekki lakari afgreiðslu en önnur sjúkrahús sem eins var ástatt um. Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur jafnan metið og afgreitt áætlanir spítalans á sama hátt og hjá öðr- um.“ Fjárveitingar til allra sjúkrahúsa í landinu hafa verið vanáætlaðar undanfarin ár. Hvert einasta sjúkrahús er rekið með „halla" og hefur svo verið allt frá því dag- gjaldakerfið var tekið í notkun fyr- ir rúmum tuttugu árum. Á síðasta ári var „halli" íjögurra stærstu sjúkrahúsa landsins sem hér segir: Borgarspítali 90 millj. kr. Pjórðungssj. Akureyri 37 millj. kr. Landspítali 97 millj. kr. Landakot 115 miilj. kr. Af „halla" Landakots eru rúmar 27 milljónir króna dráttarvextir, en sambærileg útgjöld em mun minni hjá hinum sjúkrahúsunum. Áætlað- ur „halli" ailra sjúkrahúsa í landinu á árinu 1987 er 500—600 milljónir króna. Stjómendur sjúkrahúsa hafa ítrekað kvartað undan vinnubrögð- um við ákvarðanir um Qárveitingar og er Landakotsspítali alls ekki einsdæmi þar um. Þessi mál hafa til dæmis verið rædd í Samvinnu- nefnd sjúkrahúsa en þar sitja m.a. fulltrúar ofangreindra fjögurra stofnana. Þar var samþykkt að senda heilbrigðisráðherra bréf, þar sem segir m.a.: „ ... mikil óánægja er með skort á upplýsingum hvað varðar ýmsa þætti, sem tengjast ijármálum. Einnig forsendur fyrir útreikningum á verðbótum o.fl. svo og forsendur fyrir dreifíngu fjár- veitinga samkvæmt fjárlögum á einstaka mánuði ársins. Sérstak- lega er vakin athygli á nauðsyn þess að við gerð fjárlaga liggi ljósar fyrir forsendur allra útreikninga. Ekkert liggur fyrir nú í lok árs með hvaða hætti ætlunin er að bæta sjúkrahúsum vöntun vegna breyt- inga á verðlagi umfram forsendur flárlaga 1987.“ Það er því ljóst að fleiri eru óánægðir með störf fjárveitinga- valdsins en Landakotsspítali og á vanda hans og annarra spítala er aðeins stigsmunur. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur: „Skýringin á rekstrargjöld- um spítalans umfram fjárveitingar er að spítalinn hefur farið út í rekst- ur og fjárfestingar án þess að hafa tiiskyldar heimildir í fjárlögum. þessi umffamstarfsemi hefur skert greiðslugetu spítaians og að auki valdið hærri fjármagnskostnaði. Má nefna sem dæmi kaup og rekst- ur á fasteigninni að Marargötu 2, rekstur og kaup á tækjum og inn- réttingum í nýtt þvottahús með kaupleigusamningum og ýmsar fjárfestingar styrktarsjóðs spítal- ans. Er það álit Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar að stóran hluta af vanda spítalans megi skýra með slíkum umsvifum umfram sam- þykkt fjárlög." Hér kemur fram mikið þekking- arleysi á vandamálum spítalans og kannske skiljanlegt að illa fari, þeg- ar þeir sem ákvarða fjárveitingar til hans hafa svo lítinn skilning á því, sem þar er að gerast. Nauðsyn- legt er að líta á hvert einstakt at- riði, sem hér er nefnt. Marargata 2 Um langt árabil hafði spítalinn leigt kjallara hússins Marargata 2 til geymslu röntgenmynda. Rými fyrir geymslu innan veggja hans var ekki lengur til og því var þessi lausn fundin og engin athugasemd gerð við það. Þegar Kaupmanna- samtökin seldu húsið 1983 var ákveðið að kaupa það m.a. til þess að halda þessu húsnæði. Ennfremur var ákveðið að leigja læknum spítal- ans efri hæðimar fyrir læknastof- ur. Allt andvirði hússins var fengið að láni og leigugreiðslur munu standa undir öllum kostnaði við kaupin. Vegna þess að í fyrstu eru afborganir hærri en þær verða síðar eru um 1,5 milljónir króna af rekstr- arfé spítalans bundnar í þessum rekstri en þær munu skila sér að fullu síðar. Þannig mun ríkið eign- ast þetta hús fyrir nánast ekki neitt þegar upp er staðið. Mikið hagræði er fyrir sjúklinga lækna spítalans að hafa þessa þjónustu svo nálægt. Augljóst öryggi er einnig fyrir inn- liggjandi sjúkling að þvi, að flestir sérfræðingamir eru jafnan tiltækir með örstuttum fyrirvara ef nærveru þeirra er þörf. Ekki verður því ann- að séð en allir hafí hag af þessu fyrirkomulagi, sjúklingamir, spítal- inn, læknamir og ekki síst ríkið sjálft, sem eignast húsið að lokum fyrir nánast ekki neitt. Þvottahúsið Það er augljóst að þvottur er mikili á stóm heimili eins og Landa- kotsspítali er. Stjómin hefur því oft velt málinu fyrir sér og leitað leiða til að fá þetta verk unnið á sem hagkvæmastan hátt. Upphaflega ráku St. Jósefssystur þvottahús í spítalanum sjálfum. Vélamar gengu úr sér og nauðsynlegt var að fá húsnæðið til annarra nota. Því vom keyptar vélar í þvotta- húsi, sem þá var í rekstri í Síðu- múla 25. Vélar þessar urðu einnig úreltar og aðstaðan slík að Vinnu- eftirlit ríkisins gerði miklar athuga- semdir við reksturinn. Að undan- genginni rækilegri athugun var nið- urstaðan sú að með því að kaupa nýjar og fullkomnar vélar mætti fækka starfsfólki um helming og með spamaði í vinnulaunum væri fjárfesting í vélunum greidd á tæp- um þrem ámm. Innrétting hús- næðis og vélamar var hvort tveggja fjármagnað á kaupleigu og þannig er alls ekki um það að ræða að fjár- magn hafí verið tekið úr rekstrinum í þessu skyni. Reynsla er nú komin á reksturinn og gengur allt sam- kvæmt áætlun. Hér er því um afar arðbæra framkvæmd að ræða, sem mun skila sér sem beinn spamaður í rekstrinum. Styrktarsjóður Landakots- spítala Furðulegasta staðhæfíng í fréttatilkynningunni er þó um Styrktarsjóð, sem á að „skerða greiðslugetu spítalans" og valda „umframstarfsemi“. Styrktarsjóðurinn var stofnaður skömmu eftir að Sjálfseignarstofn- un St. Jósefsspitala tók við rekstrin- um. Tilgangur sjóðsins er einfald- lega sá að styðja hvers konar starf- semi á Landakoti, tækjakaup, rann- sóknir og fleira. Tekjur sjóðsins eru framlög lækna, sem greiða ákveð- inn hluta launa sinna í sjóðinn og auk þess gjafír og sala minningar- korta. Sjóðurinn hefur keypt nokkr- ar húseignir f nágrenni spítalans, sem notuð hafa verið undir starf- semina. Holtsgata 7, en þar hefur verið rekið bamaheimili fyrir 40 böm. Öldugata 19, þar hefur verið skrifstofuhald, sem áður var í leigu- húsnæði í Garðastræti. Nú er ætl- unin að nota húsið sem bamaheim- ili fyrir 30—40 böm starfsmanna en skristofan flytur í Ægisgötu 26. Spítalinn borgar sjóðnum leigu en ætti hann ekki þessi hús er ljóst að sams konar húsnæði þyrfti að leigja af öðrum til þessarar starf- semi. Sjóðurinn hefur einnig gefíð spítalanum tæki til rannsókna og má búast við verulegri aukningu í því efni á næstunni. Sjóðurinn hefur ekki íþyngt rekstri spítalans á nokk- um hátt, þvert á móti hefur hann jafnan lagt honum til nokkurt rekstrarfé, sem þó er alls ekki til- gangur hans. Það er því mikill misskilningur að þessi þrjú atriði hafí einhver afgerandi áhrif á rekstrarkostnað- inn. Orsakir „hallans“ Laun eru um 70% af kostnaði spítalans. Ekki hefur verið ágrein- ingur um stöðugildi og flölda starfs- manna. Erfiðlegar hefur hinsvegar gengið að reikna út álögur á laun til að mæta yfirvinnu, veikinda- og sumarfríum. Því eru laun starfs- fólks verulega vanáætluð og stærsta skýringin á „hallanum" liggur þar. Önnur rekstrargjöld (hjúkmnarvörur, lyf, matvæli, hreinlætisvörur) eru einnig veru- lega vanáætluð, t.d. hefur framlag á fjárlögum til þessa liðar verið lægra en niðurstaða rekstrarreikn- ings árið á undan. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sem ríkið gerir. Starfsfólk á Landakoti er menntað á sama hátt og gerist á sambærileg- um stofnunum og mönnun er á engan hátt frábrugðin því sem þar gerist. Fyrirkomulag læknisþjón- ustu er með nokkuð öðrum hætti en það hefur sýnt sig að vera a.m.k. ekki dýrara en það sem er annars staðar. Spítalinn hefur mjög gott starfsfólk og fram að þessu hefur gengið vel að ráða í flestar stöður. Starfsandi hefur verið góður og starfsmenn leggja sig alla fram við vinnu sína. Við teljum að þjón- usta spítalans við sjúklinga hans sé fyllilega á við það sem best ger- ist hérlendis og ekki hafa komið fram neinar athugasemdir frá fag- legum yfírvöldum. Spítalinn veitir um 5.500 inn- liggjandi sjúklingum þjónustu á ári. Einnig fá um 25—30 þúsund manns göngudeildarþjónustu af ýmsu tagi svo sem blóðrannsóknir, röntgenmyndatökur, minni skurð- aðgerðir, speglanir, krabbameins- lyfjameðferð o.fl. Meira en helming- ur sjúklinganna kemur á bráðavökt- um, sem spítalinn tekur á móti Landspítala og Borgarspítala. Bamadeild tekur fleiri vaktir þar sem ekki er bamadeild á Borg- arspítala og Augndeildin er að sjálf- sögðu alltaf á vakt þar sem hinir spítalamir hafa ekki slíka deild. Mat á starfseminni Mjög erfítt hefur reynst, ekki aðeins hérlendis, að leggja mat á framleiðni sjúkrahúsa. Starfsemin er svo fjölþætt og flókin og ekki síst oft ófýrirséð. Utanaðkomandi Ólafur Óm Amarson „Fjárveitingar til allra sjúkrahúsa í landinu hafa verið vanáætlaðar undanfarin ár. Hvert einasta sjúkrahús er rekið með „halla“ og hefur svo verið allt frá þvi daggjaldakerfið var tekið í notkun fyrir rúmum tuttugu árum.“ áhrif, sem spítaii ræður ekkert við og getur ekki séð fyrir koma oft til, t.d. framfarir í læknisfræði, sem oft kosta töluvert, aðgerðir stjóm- valda i efnahagsmálum, kjarasamn- ingar o.fl. Bandaríkjamenn hafa tekið upp svokallað DRG-kerfí þar sem fjárhagslegt mat er lagt á ein- staka sjúkdóma og sjúklinga og meðferð þeirra. Slíkt kerfí gæti hugsanlega komið mjög til greina hér sem matskerfí, en á talsvert í land. Fagleg þekking á rekstri sjúkrahúsa er mjög af skomum skammti hérlendis og ákvarðanir um Qármögnun á rekstri oft tilvilj- anakenndar. Fagleg ábyrgð er hjá heilbrigðisráðuneytinu en fjárhags- leg hjá Qármálaráðuneytinu. Nauð- synlegt er að sameina þetta hvort tveggja í heilbrigðisráðuneytinu þannig að fagleg þekking sé að baki fjármálalegum ákvörðunum. Hingað til hafa þessi vandkvæði verið viðurkennd, bæði í daggjalda- kerfi og kerfi fastra fjárlaga með því að Qárveitingar hafa verið í lægra lagi en „halli“ greiddur eftir á, eftir að ársreikningar liggja fyr- ir. Nú virðist hafa orðið stefnu- breyting. Sjúkrahúsunum er sagt að halda rekstrinum innan fjárlaga- rammans. Um það er að sjálfsögðu ekkert nema gott að segja en legg- ur fjárveitingavaldinu jafnframt þær skyldur á herðar að fjárveiting- ar verði raunhæfari en verið hefur. Verði það ekki gert er verulegur samdráttur í sjúkrahúsarekstri í landinu fyrirsjáanlegur. Má búast við að öllu óbreyttu að sá samdrátt- ur gæti orðið um 10—15% af rekstri í viðbót við þann samdrátt sem þegar er orðinn vegna skorts á starfsfólki. Þeir hópar sem mestrar þjónustu njóta eru böm og fólk sem komið er yfir sextugt. Má búast við að biðlistar lengist vemlega og vart verði unnt að sinna öðmm en bráð- veiku fólki. Er þá illa komið fyrir þeirri kjmslóð, sem byggt hefur upp þetta velferðarþjóðfélag, ef hún fær ekki notið þeirrar þjónustu sem hún þarfnast og á fyllilega skilið. Staða Landakotsspítala „Það er alvarlegt mál þegar ríkis- sjóður fær bakreikninga upp á jrfir eitt hundrað milljónir króna frá ein- stökum stofnunum. Því verður gerð nákvæm athugun á rekstri spítalans árið 1987 áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar í máli þessu.“ Hér er ekki um neina bak- reikninga að ræða. Yfírvöldum hef- ur verið gerð grein fyrir stöðu mála jafnóðum og heilbrigðisráðherra hefur lýst þvf yfír, að hann hafí gert ríkisstjóminni grein fyrir stöðu heilbrigðiskerfisins sl. haust þannig að niðurstaða sl. árs ætti engum sem til þekkja að koma á óvart. Hafí einhveijir kosið að stinga höfð- inu í sandinn og neitað að sjá vand- ann er ekki auðvelt við því að gera. Spítalinn fagnar því að gerð verði „nákvæm athugun" á rekstri hans. Ríkisendurskoðun hafði mál hans til athugunar í 6 mánuði á sl. ári en virðist ekki hafa fundið neitt annað athugavert við reksturinn en það sem fram kemur hér að ofan. Stjóm spítalans kvíðir slíkri rann- sókn ekki og telur að hún hafí rek- ið spítalann vel og fyrst og fremst með hagsmuni sjúklinga hans fyrir augum. Umræður í flölmiðlum um þetta mál ættu brátt að verða nægar. Spítalinn hóf þær ekki. Tveimur klukkustundum eftir að bréf til ijár- málaráðherra þar sem greint var frá stöðu mála var sent, hringdi blaðamaður frá Alþýðublaðinu og aðrir íjölmiðlar fylgdu á eftir. Stjóm spítalans hefur lýst því jrfir að hún sé fús að ræða við yfirvöld um rekstur og framtíð Landakotsspít- ala og endurtekur það. Heilbrigðisráðuneytið bað stjóm spítalans um áætlanir um rekstur- inn á þessu ári. Annarsvegar hver hallinn jrrði, ef óbrejrttum rekstri yrði haldið áfram og hinsvegar hve mikill niðurskurður á þjónustu jrrði ef fjárveitingar á Qárlögum fyrir 1988 stæðu óbreyttar. Við þessu var orðið. Fjármálaráðherra hefur' gagn- rýnt stjómina harðlega fyrir að fara fram úr fjárlögum. Samtímis gagn- rýnir hann stjómina engu minna fyrir að segja hvaða þjónusta er möguleg fyrir þær fjárveitingar sem nú eru á Qárlögum. Ráðherrann verður að fara að gera það upp við sig hvort er ámælisverðara, að veita fulla þjónustu og fara fram úr fjár- lögum eða draga úr þjónustunni í samræmi við það „rekstrarumfang sem löggjafarvaldið telur eðlilegt að greitt sé af skattfé almennings hveiju sinni". Höfundur eryfirlæknir Landa- kotsspítala. Húsavík: Ofaníburður spillti Húsavíkurflugvelli Húsavik. Húsavíkurflugvöllur hefur verið ófær nokkrum sinnum í vor vegna ofaníburðar sem ekið var í hann sl. haust. Áður var hann aldrei ófær vegna aurbleytu og þau rúm 30 ár sem hann hefur verið starfræktur hefur völlurinn þótt koma allra ómalbik- aðra flugvalla best undan snjó. Á fimmtudag féll flug niður til Húsavíkur vegna brautarskilyrða og á föstudag átti að fara tvær ferðir til Húsavíkur. Fjrrri vélin lenti en varð að bíða þar til frysti vegna brautarskilyrða og þeirri síðari var síðan snúið til Akureyrar. Hér virð- ast hafa orðið tæknileg mistök. Ofaníburðurinn, sem ekið var utan af Tjömesi og átti að bæta völlinn, hefur gert hann ófæran við viss skilyrði svo að úr verður að bæta því að héraðsbúar kunna þessu illa. - Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.