Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 33 Til Odense á vit ævintýra í slendingafélagið í Odense 25 ára íslendingafélagið í Odense átti 25 ára afmæli 16. marz sl. Var það haldið hátíðlegt þann dag í húsnæði félagsins á Al- légade 78. Stjórnin bauð mörg- um gestum, svo og félagsmönn- um öllum, til kaffidrykkju af miklum myndarskap. Formaður ÍFÓ, Jón Ingi Guð- mundsson, bauð gesti velkomna og bað viðstadda íslendinga að rita nöfn sín í forkunnarfagra gestabók, sem vera skyldi gjöf félagsins til Odense á 1000 ára afmælinu og nánar verður sagt frá. Þá talaði Skúli Fjalldal bygg- ingafulltrúi, sem verið hefur stoð og stytta félagsins frá stofnun þess og ámaði félaginu heilla. Meðal gesta í afmælishófinu vom fulltrúar Kópavogs og Norr- æna félagsins í Kópavogi, sem komnir voru til Odense í tilefni af stórafmæli vinabæjarins. Kristján Guðmundsson bæjar- stjóri og kona hans Margrét Hjaltadóttir og Hjörtur Pálsson formaður Kópavogsdeildar Norr- æna félagsins og Steinunn Bjar- man kona hans. Flutti Kristján ávarp og afhenti gjafir, sem voru 2 hljómplötur, önnur með Skóla- hljómsveit Kópavogs, sem Björn Guðjónsson stjómar, og hin með Skólakór Kársness, en honum stjómar Þómnn Bjömsdóttir, son- ardóttir próf. Jóns Helgasonar í Kaupmannahöfn. Stjóm Norræna félagsins í Odense var í afmælinu, en Skúli Fjalldal er varaformaður hennar. Vom þeir stjómarmenn að koma frá Hindsgavl úr hádegisverðar- boði, sem Norræna félagið hélt gestum frá vinabæjunum. Þar afhenti Hjörtur Pálsson Lista- verkabók Kristínar Jónsdóttur sem gjöf frá Norræna félaginu í Kópavogi. Tók formaður Norræna félagsins í Odense, Frits Teichert skólastjóri Landbúnaðarskólans, síðan til máls og færði íslendinga- félaginu gjafír og góðar óskir. Minntist skólastjórinn þess, hve margir íslendingar hafa stundað nám við Landbúnaðarskólann, en þar er eitt afmælið enn á næst- unni. 7. maí nk. heldur skólinn upp á 25 ára afmæli sem norrænn landbúnaðarskóli, en hann hét áður Den fynske husmandsskole. F'ulltrúi íslands í stjórn skólans er Guðmundur Jónsson fv. skóla- stjóri á Hvanneyri. Fleiri fluttu ávörp og færðu afmælisfélaginu blóm og heillaó- skir, m.a. Sven M. Carlsen, sem leigir ÍFÓ Selið eins og húsnæðið í Allégade heitir og hefur það verið félagsheimili Islendinga í Odense í 2 ár. Afmælisblaðið Félagið hefur gefíð út afmælis- rit og er það 1. tbl. 6. árg. af Þuríði, málgagni félagsins. í blað- inu em m.a. greinar eftir Skúla Fjalldal. Baldvin Einarsson og Alexander Guðbjartsson, þar sem rakin er saga félagsins, aðalfund- argerð, þorrablótsvísur og grein um málfreyjudeildina Frigg Fjörgynsdóttur eftir Önnu Dóru Garðarsdóttur. Aðalhvatamaður að stofnun ís- lendingafélagsins var Ólafur Oddsson, skipatæknifræðingur. Fór stofnun þess fram í húsi KFUM, þar sem félagið hafði að- setur fyrstu árin. Margir hafa lagt hönd á plóginn í félagsstarfinu, en oft tíð mannaskipti í félagi námsmanna, sem auðvitað eiga hér flestir stutta dvöl. Málverkasýning Margretar Nielsen í tilefni af afmælinu heldur Margret Nielsen málverkasýningu í Selinu. Hún er íslendingur, fædd í Reykjavík og maður hennar, Ame Nielsen forstjori, var fyrsti íslenzki konsúllinn í Odense. Þau hjónin eru einnig fyrstu heiðurs- félagar íslendingafélagsins í Od- ense. Margret hefur ætíð verið góður fulltrúi íslands, bæði á sviði málaralistar og á öðmm sviðum, segir Skúli Fjalldal um hana í afmælisritinu. Myndirnar á sýningunni em allar frá íslandi og málar Margret föðurlandið eins og hún geymir það í minningunni og hefur feng- ið mikið hrós fyrir víða um lönd. Hún hefur sýnt í Svíþjóð, Noregi, Belgíu, Þýzkalandi og tekið þátt í fjölda sýninga í Frakklandi, en þar vann hún bronsverðlaun á Grand Festival Intemational de l’art 1987 og fékk fyrstu verðlaun í Salon d’Automne í Vaison sama ár. Hér í Danmörku hefur Margr- et haldið sýningar svo tugum skiptir og tekið þátt í samsýning- um. Skal vitnað hér til blaðaum- mæla um listakonuna, en þar er af nógu að taka. Pierre Lúbecker segir um Margret Nielsen í Politi- ken: Litameðferð hennar er mjög hógvær, mest em það gráir og ieik Hrefnu Eggertsdóttur og var það atriði framúrskarandi og listakonunum fagnað innilega. Þær vom sannarlega til mikils sóma. Dagana á eftir vom þær á ferðinni um bæinn og komu fram í skólum og á sjúkrahúsum og glöddu áreiðanlega marga með því. Sjálfur borgarstjóri Klakksvík- ur söng fyrir sinn bæ ásamt nokkmm öðrum söngvumm. Frá Upemavik á Grænlandi var sýnt svipukast og leikir. Fulltrúi Norrköping, Krispin Bigniewski, lék á fíðlu og fékk alla í salnum til að taka undir við tónlistina. Dönsku atriðin vom 3, Carl Niels- en-kvartettinn lék, 3 stúlkur sungu og þeir frægu Soren Pil- mark og Per Pallesen, sem unnið hafa verðlaun sjónvarpsstöðva í Evrópu, ráku lestina. Afhending gjafa í ráðhúsi Odense Sem að líkum lætur fékk Od- ensebær ótal gjafír á 1000 ára afmælinu. Þær vom afhentar 17. marz og tók það marga klukku- tíma. Innan við salinn, þar sem dóttir, Guðni Stefánsson og Guð- björg Ásgeirsdóttir og Guðmund- ur Oddsson og Sóley Stefáns- dóttir. Afhenti Kristján bæjar- stjóri afmælisgjöfína til Odense, en það var Skarðsbók. Sómdi sú dýrmæta gjöf sér vel innan um ólíkustu listmuni, bækur og blóm- akörfur á geysilöngu gjafaborð- inu. Sjónvörp til notkunar í sjúkrahúsum bámst líka í tuga- tali þ.á m. frá japönskum fram- leiðendum. Hvarflaði raunar að áhorfand- anum, hvar hægt væri að koma öllu þessu fyrir. En ráðhúsið í Odense er rúmgott. Torgið Flak- haven þar fyrir framan breytti nokkuð um svip þennan sama dag, er Ingiríður drottning af- hjúpaði listaverk eftir hinn aldna myndhöggvara Robert Jacobsen, en kóngurinn Friðrik VII sem áður stóð þar á torginu, var flutt- ur í Kongens Have. Gjöf íslendinga- félagsins í Odense Síðdegis afhenti ung íslenzk telpa klædd upphlut gjöf íslend- Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir Stjóm íslendingafélagsins í Óðinsvéum frá vinstri: Jón Ingi Guðmundsson, Jón Ingi Arnason, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Guðrún Sturlaugsdóttir, Sigurður Sigurðarson, Þorsteinn Gunnlaugs- son og Guðmundur Ólafsson. brúnleitir litir, en svo fjölbreyti- legir þó, að hún hefur ekki aðeins lýsinguna á sjálfu landslaginu á valdi sínu, en er einnig fær um að ná ljósabrigðunum og láta málverkin túlka, hvemig náttúran talar til hennar. Og Donatelle Micault í La Presse Francaise í París: Mjög fáir málarar em fær- ir um að sýna sál Ijallanna, túlka hina stórkostlegu og villtu fegurð þeirra. Margret Nielsen getur það og gleður okkur með því að sýna þessi sérstæðu hémð, sem svo fá okkar hafa séð. Við vonumst eftir annarri sýningu á áhrifamiklum verkum hennar hér í París sem fyrst. Hátíðakvöld vinabæjanna Að kvöldi 16. marz var hátíð- asýning vinabæja Odense í Carl Nielsen-salnum í Konserthúsinu, en það er næst stærsta tónleika- hús Danmerkur. Odense á fleiri vinabæi en þá norrænu, enda skreyttu fánar Japans, Bretlands, Hollands og Rússlands sviðið auk hinna norrænu. Verner Dalskov borgarstjóri bauð viðstadda vel- komna og gladdist yfir því, að allir vinabæirnir gætu verið með á 1000 ára afmælinu. En þeir eru m.a.s. 2 í Svíþjóð. Fyrst á dagskránni vom 4 börn frá Funabashi, sem léku á fiðlur og bassa. Þá söng Harald Bjorkoy frá Þrándheimi við undirleik Mar- grethe Stachiewicz. Rússinn Kot- orovieh Bogodar frá Kiev lék á fiðlu. Stúlknakórinn Sasa frá Öst- ersund söng létt lög og 2 piltar frá Groningen í Hollandi léku klassísk gítarlög. Þá komu furðu- fuglamir Wemer Bros frá Tam- pere og léku á þvottabretti og fleiri áhöld við mikinn fögnuð áheyrenda. Atriði Kópavogs var næst á dagskrá, en það var sópransöng- konan Kristín Sigtryggsdóttir, sem söng 3 íslenzk lög við undir- Morgunblaðið/Nils Mogensen Skúli Fjalldal útskýrir áletrun gestabókarinnar fyrir Vemer Dalskov borgarstjóra. Arndís Arna Hilmarsdóttir stendur á milli þeirra. Vemer Dalskov borgarstjóri og samstarfsmenn hans tóku við gjöfunum, svignuðu borð undan veizlumat, sem öllum stóð til boða langt fram á kvöld. I hópnum frá vinabænum Kópavogi vom auk Kristjáns Guð- mundssonar bæjarstjóra og Hjart- ar Pálssonar formanns norrænu deildarinnar og eiginkvenna þeirra 4 bæjarfulltrúar ásamt eig- inkonum: Heimir Pálsson og Guð- björg Sigmundsdóttir, Richard Björgvinsson og Jónína Júlíus- ingafélagsins til borgarinnar, en það var myndarleg gestabók af hagleiksmanninum Sigurði M. Sólmundarsyni. Bókin er úr íslenzku birki og er brennd mynd af Óðni með Hugin og Munin sinn á hvorri öxl framan á spjaldinu, en áletmn innan á. Litla stúlkan, sem afhenti Verner Dalskov gjöf- ina, heitir Arndís Anna Hilmars- dóttir og var móðir hennar, Sigríð- ur Brynja Sigurðardóttir, með henni. Birtist mynd af Árndísi með borgarstjóranum á baksíðu Ifyns Stiftstidende. 160 íslendingar höfðu ritað nöfn sín í gestabókina daginn áður og vildu með því þakka borg- inni móttökur og notalega dvöl. Skúli Fjalldal flutti ávarp fyrir hönd félagsins og sagði gestabók- ina vera táknræna gjöf. Islending- ar vildu gefa það bezta, sem þeir ættu, þ.e. handrit til að minna á, að Danir skiluðu handritunum heim; gestabók, því hinir mörgu námsmenn væm gestir í borginni 2—3 ár í senn, og í gær vom það afmælisgestir, er skrifuðu nöfn sín í bókina. Skúli lýsti áletrun- inni, en þar segir frá Óðinsey á Fjóni í Heimskringlu Snorra. Bað Skúli að lokum borgarstjóra að varðveita handrit þetta um ókomna framtíð og biðja íslenzka gesti borgarinnar rita nöfn sín í bókina. I boði Bents A. Koch ritstjóra og íslandsvinar FVéttaritari slóst í för með Kópavogsbúum, en þeir þágu boð Bents A. Koch á ritstjómarskrif- stofum Ffynsk Stiftstidende. Hann þarf ekki að kynna fyrir Islending- um, því að við munum þátt hans í handritamálinu. Hann er sænsk- ur í aðra ættina, en samt segist hann líta á ísland sem annað föð- urland sitt. Nefndi ritstjórinn marga vini sína á íslandi fyrr og síðar og kallaði sig eins konar sendisvein milli frammámanna í handritamálinu. Minntist hann einkum tveggja atvika frá þeim ámm. Bent A. Koch nefndi í ræðu sinni fleiri afskipti sín af íslenzk- um málefnum, svo sem söfnunina til Skálholtskirkju og vegna Vest- mannaeyjagossins, uppbyggingu Norræna hússins í Reykjavík og að hann væri formaður Sjóðsins fyrir danskt-íslenzkt samstarf. Þakkaði ræðumaður gjafír Kópa- vogs, sem vom íslenzkar þjóðsög- ur á dönsku og afmælispeningur bæjarins. Þá lýsti Bent A. Koch, sem er bæði ritstjóri og framkvæmda- stjóri Fyns Stiftstidende, blaði sínu nokkuð, en það er næst- stærsta danska dagblaðið utan Kaupmannahafnar og er gefíð út í 111 þúsund eintökum um helgar og hefur 500 starfsmenn. Brátt mun blaðið flytja í geysistórt blað- hús, sem mun kosta um 60 millj- ónir danskra króna að byggja. Heimir Pálsson bæjarfulltrúi þakkaði móttökumar og ostakök- uraar góðu og lýsti yfír ánægju sinni með norrænt samstarf. Ræddi hann nokkuð um handrita- málið og hrósaði ritstjóranum fyr- ir hlut hans í því, öll önnur norræn mál væm aukaatriði hjá handrita- málinu. Færði Heimir Bent A. Kock barmmerki Kópavogs að gjöf. „Odense, oplagt til eventyr“ Þessi setning er yfírskrift 1000 ára afmælis Odense, en hátíða- höld vegna þess munu standa allt árið. Aðalhátíðavikunni lauk þó í dag, laugardag, enda sjálfur af- mælisdagurinn 18. marz. Þann dag náði hátíðin hámarki, er Margret drottning og Hinrik prins heiðmðu borgina með nærvem sinni. Mikið var um dýrðir allan daginn, sem hófst með hátíða- guðsþjónustu í Dómkirkjunni og lauk með stórkostlegri blysför og flugeldasýningu. I dag opnaði Margret drottning Carl Nielsen-safnið í Konserthús- inu, þar sem munir hins fræga tónskálds og konu hans, Anne Marie Carl Nielsen, sem var myndhöggvari, era varðveittir. Síðan vom fjölbreyttir Carl Niels- en-tónleikar í salnum, sem kennd- ur er við nafn hans, en tónskáldið fæddist hér á Fjóni. Mikið er enn eftir af afmælisár- inu og er hátíðahöldin enda síðasta dag ársins, verða fy'öl- margir búnir að gista Odense og hrífast af þessari fallegu borg, sem hefur í minningu H.C. And- ersens gert hinn stolta hvíta svan að tákni sínu. — G.L.Ásg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.