Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 72
r»« 72 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ1988 ;/ þ»ú er-b 09 hann bróÓir m'inn. Hann €r meb gbuthx hAndleggi." stríðni. TM Reg. U.S. Pat. Off. —all rights reserved <D 1986 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVtSI 5Kf?EVTA FISKMARKAOlNM. " Að neita um nafnskír teini vegna hattsins Hvaða hljómsveit? Kæri Velvakandi. Ég er mjög forvitin að fá að vita hvaða fræga erlenda stór- hljómsveit á að spila í Laugardals- höllinni á Listahátíð íslands 1988. Ég vona að sú manneskja, sem veit hvaða hljómsveit þetta er, skrifi í Velvakanda og birti þar svar sitt. Forvitin Reykjavíkurmær Kæri Velvakandi. Ég er fullorðin kona og hef verið öryrki í 4 ár. Maðurinn minn var að fara á örorkubætur og hef- ur legið sjúkur í rúminu síðan í desember. Þar af leiðandi kom það í minn hlut að ganga frá öllum hans málum í kringum þetta, og hóf að ganga milli stofnana þótt sárlasin sé. Ég mun aldrei gleyma deginum, viðskiptum mínum við kerfið og því meira sem ég hugsa um þau, þeim mun sárari verð ég. Það byijaði út af fyrir sig ekk- ert illa, þau á Tryggingastofnun- inni höfðu skilning á því, að áví- sunin á örorkubætumar varð að stílast á mjg vegna rúmlegu manns míns. Ég var umboðsmaður hans þama. I bankanum er ég síðan beðin um skilríki, enda áví- sunin upp á 80.000 krónur. En þá koma babb í bátinn. Einu skilríkin sem ég hafði vom örorku- og sjúkrasamlagsskírteini, en það eru víst ekki gjaldgeng skilríki til að leysa út peninga, enda mynd- laus. Stúlkan í bankanum sá nú aumur á mér og leysti ávísunina út eftir nokkra umhugsun, en ég hugsaði með mér, nú læturðu taka af þér passamyndir, ferð upp á hagstofu og sækir um nafnskír- teini til þess að fyrirbyggja að svona komi aftur fyrir. Með það fór ég og lét mynda mig og borg- aði fyrir 800 krónur. Þá komum við að Hagstofunni. Fyrst fór ég upp á fjórðu hæð, þar sem Hagstofan er, en var vísað beinustu leið með nokkrum derr- ingi niður á þriðju hæð. Þar var mér tekið eins og ótíndum glæpa- manni. Einhver stúlka þar sagði mér að ég gæti ekki fengið skírteini af því að ég var með hatt á höfðinu á myndunum! Mér féllust algerlega hendur og spurði hana hvort ég ætti virkilega að þurfa að þramma aftur í mynda- töku, borga 800 krónur í viðbót fyrir nýjar myndir út af hattinum? Éinu svörin sem ég fékk voru: „Þetta er bara svona." Ég vildi ekki gefa mig og á endanum var samþykkt að láta hattinn eig.a sig. Mér var rétt plagg til að fyíla út, umsóknarplagg. A það mátti ég rita nafn mitt þrívegis! Ég var nú orðin svo þreytt að ég gat það varla með góðu móti og þriðja útgáfan var hreint hrafnaspark. Lokst var mér sagt að sækja skírteinið „á morgun", en ég svar- aði um hæl að mér veitti ekkert af öllum þeim degi til að hvíla mig á viðskiptunum við báknið. Þegar út var komið var ég gráti næst af þreytu og stressi. Og því sárari eftir því sem ég hugsaði meira um atvikin. Hvemig væri nú að einfalda kerfið eitthvað og brýna fyrir opinberum starfs- mönnum mörgum hveijum að temja sér kurteisi við almenning sem til þeirra þarf að leita? Lúin kona Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, éru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Yíkverji skrifar Inótt hefur vorið verið á ferli. / Og vorið er ekki af baki dottið, / því áður en fólk kom á fætur í morgun / var fyrsta grasið úr mold- inni sprottið. Svo kvað Tómas. XXX Víkveiji veltir því stundum fyrir sér, hvort ytri aðstæður, margvíslegar, hafí áhrif á líkamlega og andlega líðan okkar, hugsana- gang, viðhorf og hegðan. Það kann hinsvegar að vera erfítt að meta áhrif einstakra umhverfisþátta: heimilis, vinnustaðar, félagsskapar, bæjarbrags, árstíðar, veðurfars og svo framvegis. Máske eru áhrif þessara umhverfisþátta einstakl- ingsbundin, þ.e. mismikil á einstak- ar „manngerðir“. Þar koma erfðir, eiginleikar — áskapaðir og áunnir, til dæmis menntun, við sögu. XXX Meðan lunginn úr þjóðinni starf- aði í atvinnugreinum, sem vóru háðar veðri — landbúnaði og sjávarútvegi — var tíðarfarið að sjálfsögðu helzta umræðuefnið hvar sem tveir eða fleiri hittust. Atvinnu- hættir hafa gjörbreytzt. En veðrið heldur velli í hvunndagsumræðu, jafnvel í heitum pottum sundstaða í höfuðborginni. Og maður spyr mann: Er vorið komið? Einn hefur þegar séð lóu. Annar hugsar til kríunnar. Hesta- menn, laxveiðimenn og kylfíngar eru með stjömur í augum. Og mold- in og gróðurinn eiga huga þúsunda fólks. Jafnvel súrsætar kjaftasögur um náungann, sem fengu vængi í skammdeginu, hverfa eins óhrein- indi undan hreinsilög. xxx Langleiðina í helmingur þjóðar- innar fór utan á liðnu ári, ef marka má farmiðasölu. Stærstur hluti utanfara lagði leið sína í sól- hitaðan sand og sjó. Við eigum flest eftir að skoða okkar eigið land. Það býður upp á jafn mikla fegurð og sambærileg náttúruundur og útlöndin, hóflega orðað. Sú spurning vaknar, hvort við séum ekki að sækja vatnið yfir lækinn? Eyða fjármunum erlendis sem betur væri eytt hér heima? Ekki sízt með hliðsjón af 11.000 milljóna króna ráðgerðum við- skiptahalla við umheiminn 1988. Erum við máske að skapa störf og verðmæti erlendis sem betur væru komin heima? Velja fremur skuld en eign? Man nú enginn margfræga lánskjaravísitölu? Eða níðþunga er- lenda skuldabagga? En öll mál hafa að minnsta kosti tvær hliðar. Við höfum fjölda til- tækra skýringa á sólarferðum: 1) langan og strangan vinnudag, 2) vertíðir til lands og sjávar, með nokkurra mánaða vinnutörnum, 3) langa og kalda vetur, 4) skammdegi og myrkur helft ársins, 5) flökkueðli með rætur bak víkingaaldar — og svo mætti lengi telja. Sum sé áhrif umhverfisþátta, aðstæðna og erfða! Svo er heimkoman þess virði, ein út af fyrir sig, að fara utan. * Asama tíma og Islendingar kaupa upp alla farseðla, héðan og til heimshoma flestra, sem þeir koma höndum yfir, flykkjast útlend- ingar í stríðum straumum hingað. Fróðir menn segja að þeir, það er að segja útlendingamir, eyði meim hér á landi en íslendingar í útlönd- um. Og þykir langt til jafnað, enda mjótt á munum. Þrátt fyrir mikinn metnað þjóðar- innar, einkum í skák og dægurlög- um — og bókmenntum á aðven- tunni — þykir það enn við hæfi að tapa fyrir umheiminum í þessu eyðslustríði, enda krepputímar, sem kunnugt er, og við hæfí að herða sultarólar dulítið. En allt er bezt í hófi, ekki sízt hvimleiður sparnað- urinn. Aðstreymi útlendinga getur enn aukizt, að sögn. Utanríkisráðherra ku standa í makki við PLO-menn, eða hvað þeir nú heita flökkufugl- amir, sem spúandi reyk spranga um veröldina. Það verður ekkert koppalogn á stormskerinu þegar þar að kemur. xxx á það er vor í lofti, bros í augum og ,jöfnuður“ í felldum og sam- þykktum kjarasamningum. „En sumir halda að það hausti aftur. / Þá hætta víst telpur og grös að spretta, / og mennirnir verða vondir að nýju, / því víxlarn- ir falla og blöðin detta“. Tómas taldi vissara að muna eft- ir haustinu, jafnvel í varma vors, og áhrifum þess á mennina. Það þarf sum sé engan að undra þótt mörlandinn leiti undir suðræna sól, þó ekki væri nema til þess að koma skikk á það góða í sálartötr- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.