Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 67
MORGÍJNéliÁÉlIÐ'; Þ-RIÐ3ÚDÁi6Ö!R 29.’<!tÍAíf?!2'W$Í u' „Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur". (Hávamál) Sveinn Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Héðins, er látinn. Höfðingi smiðjunnar er fallinn frá, varð okk- ur að orði, er við heyrðum lát Sveins. Meðan heilsan leyfði var Sveinn alla tíð stór í sniðum í öllum sínum athöfnum og gerðum. Hann var mikill drengskaparmaður, því kynntust þeir §ölmörgu, sem hann rétti hjálparhönd á lífsleiðinni. Sveinn gerði ásamt starfsmönn- um sínum Héðin að stórveldi fyrr á árum, þær voru ekki margar sjáv- arafurðaverksmiðjumar hér á landi sem Héðinn hafði ekki einhver af- skipti af, þegar uppbygging þeirra stóð sem hæst. Sveinn var mikill og góður tals- maður iðnaðar á íslandi, undir stjórn hans hafði Héðinn forystu um tæknibyltingu í hinum ýmsu verksmiðjum landsmanna. Hann var ötull talsmaður góðs starfs- mannafélags í Héðni og studdi það vel. Hann byggði upp góðan vinnu- stað, sem var til fyrirmyndar. Við teljum okkur hafa verið lán- söm að vinna undir stjórn Sveins Guðmundssonar í fjölda ára. Fyrir það viljum við nú að leiðarlokum þakka. Öllum ástvinum hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sveins Guð- mundssonar. Dóra og Rafn Sigurðsson Sveinn í Héðni, eins og hann var oftast nefndur, lést í Landakotsspít- ala 21. þ.m. eftir langa og stranga sjúkrahúsvist. Sveinn var þjóðkunnur dugnað- arforkur. Lífshlaup hans ævintýri líkast. Við andlát hans ætla ég að freista þess að bregða upp nokkrum svipmyndum úr lífi hans og störf- um, þótt ófullkomnar verði og að- eins tíunduð nokkur atriði af ótal mörgum, sem til greina koma. Bregðum okkur í huganum á Eyrarbakka fyrir 76 árum. Þar er þá slagæð athafna- og viðskiptalífs- ins austan Hellisheiðar. Dönsk kaupför liggja utanvert við brim- garðinn og og kallamir hamast á uppskipunarbátum milli lands og skips. Það er 27. ágúst 1912. A kontórnum hjá Lefoli situr grá- hærður bókari nokkuð á sjötugs- aldri í háum stól við púltið sitt. Hann skrifar nótur fyrir úttekt sveitamanna og þær em víða notað- ar, sem forskrift við skriftarkennslu í sveitum Ames-, Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslna. Heima í Götuhúsum er Snjólaug Sveins- dóttir, ljósmóðirin skagfirska, að fæða sveinbam öðm sinni. Hún er 36 ára og aldursmunur þeirra hjóna 27 ár. Faðirinn er Guðmundur Guð- mundsson, bóksali og bókhaldari, sem hafði verið ekkjumaður á þriðja tug ára, er hann kvæntist öðm sinni og eignaðist í síðara hjónabandinu tvo syni, Ástmund og Svein. Sveinn fæddist í raun inn í at- vinnu- og lifnaðarhætti síðustu ald- ar. Hinsvegar vom ótrúlega margir garpar, sem síðar urðu þjóðkunnir menn, sem áttu æskuár sín á Eyrar- bakka um þessar mundir. Á hinum margumtöluðu kreppu- ámm upp úr 1930 er Sveinn við nám í rennismíði í Vélsmiðjunni Héðni og lýkur því 1933. Hann hafði þá unnið sé slíkt traust og álit hjá eigendum Héðins að þeir studdu hann til framhaldsnáms í Svíþjóð í vélfræði og hann lýkur prófi frá Tækniskólanum í Stokk- hólmi 1936. Frá prófborðinu fer hann beint austur á Seyðisfjörð án viðkomu í Reykjavík til að hafa umsjón með byggingu nýrrar síldarverksmiðju fýrir Héðin hf. og starfar síðan sem vélfræðingur við margskonar vandasöm verkefni til ársins 1943, er hann tekur við forstjórastörfum. Sveinn giftist rúmu ári eftir heimkomuna frá Svíþjóð Helgu Markúsdóttur ívarssonar og konu hans Kristínar Andrésdóttur. Helga var einstök mannkostakona og hófu þau búskap sinn í tveim leiguher- bergjum í rishæð í gömlu timbur- húsi í vesturbænum. En ungu hjón- in voru samhent og hamingjusöm. Með frábærum dugnaði og ósér- hlífni óx þeirra bú og blómgaðist. Skal nú nýrri mynd brugðið á sviðið. I Mosfellssveitinni (neðan við Reykjalund) byggðu þau sér sumar- hús með rúmgóðri lóð, Sveinseyri. Þar ríkti mikil athafnagleði. Alltaf var verið að auka trjáræktina og fjölga tegundum í blómabeðum. Sveinn var býsna stórtækur í skóg- ræktinni. Þegar aðrir þóttust dug- legir að gróðursetja 100—200 tré, þá dugði honum ekkert minna en þúsundir. Og við gróðursetningu trjánna var hann alltaf sjálfur í fremstu víglínu. Eiginkonunni lét hann eftir blómlauka, sem hún lað- aði til blómstrandi þroska og ilm- andi fegurðar. Þá var einnig hugað að því að bjóða vinum og vandamönnum í góðan fagnað á sveitasetrinu. Munu öllum, sem þess nutu, ógleymanleg fögur sumarkvöld, glæsilegur við- urgjömingur og góð stemmning, sem ríkti í þeirra ranni þar efra. Sem og hjá Ástmundi bróður hans, sem átti bústað rétt hjá og veitti honum harða samkeppni í höfðings- skap. Helga var listræn eins og hún átti kyn til. Hún var kona umburð- arlynd og mikill mannasættir. Hún féll frá aðeins 53 ára gömul 1971. Böm þeirra Sveins vom 6, þrír syn- ir, Sverrir, Markús og Guðmundur Sveinn, og þtjár dætur, Kristín, Snjólaug og Bima, sem lést aðeins 7 mánaða gömul. Heimili þeirra hjóna á Hagamel 2 var bæði fagurt og listrænt og nutu ættingjar þeirra og vinir einn- ig heimsókna og heimboða þangað. Enn skal skipt um svið. Á styijaldarárunum og við lok þeirra hófst hér geysileg uppbygg- ing í sjávarútvegi. Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjur og hraðfrystihús rísa upp hringinn í kringum landið. Skipaviðgerðir framkvæmdar í stórauknum mæli hér heima. Og Héðinn hf., undir forystu Sveins, er ótvírætt í fararbroddi. Hann var þeim hæfileikum gæddur að vera djarfur og stórhuga og hikaði ekki við að taka áhættu við kaup á fullkomnustu vélum og tækjum til nýsmíði og viðgerða. Þetta skapaði oft yfirburða að- stöðu, þegar mikil og vandasöm verkefni bar að höndum. Héðinn var nú undir forystu Sveins kominn úr þröngu og óhagkvæmu húsnæði í Aðalstræti í glæsilega og rúmgóða nýbyggingu við Seljaveg. Mér er minnisstætt, hve ákafi hans var oft mikill og framkvæmda- þrekið ótakmarkað. Þegar hann hafði séð á sýningum eða heimsókn- um í fyrirtæki erlendis t.d. stóran og fullkominn rennibekk eða fræsi- vél, sem gátu annað verkefnum, sem áður var ekki hægt að takast á við hér heima, þá var hann and- vaka og gat vart á heilum sér tekið fyrr en hann hafði upphugsað ráð til að festa kaup á þessari full- komnu vél. Stundum virtist mönnum Sveinn sækja fram af meira kappi en for- sjá. Oftast kom þó á daginn að hann hafði tekið hárrétta ákvörðun, sem varð fyrirtæki hans til fram- dráttar. í pólitíkinni einblíndi hann ekki á ískaldar teoríur, sem margir virð- ast hafa tekið ástfóstri við. Lífsreynslan sjálf er ólygnust. Hann var alltaf sannfærður um að fram- tak einstaklingsins bæri að virða og virkja. Höft og bönn bjóða oft- ast spillingunni heim. Sveinn var alþingismaður í nokkur ár og for- maður Varðar í 3 ár. Sveinn hafði mikinn metnað fyrir hönd íslensks iðnaðar og þoldi illa úrtölumenn á því sviði. Framsýni og áræði skyldu ráða ferðinni. Hann átti sæti í stjóm Iðnaðarmálastofn- unar íslands og var um 10 ára skeið formaður „Sýningarsamtaka at- vinnuveganna". Hann var í stjóm Félags íslenskra iðnrekenda, bankaráði Iðnaðarbankans, enda í fremstu víglínu við stofnun hans, í stjómum Verslunarráðs, Vinnuveit- endasambandsins, formaður Meist- arafélags jámiðnaðarmanna o.fl. Hann naut þess að hafa mörg járn í eldinum samtímis og gjarnan rauð- glóandi. Það væri freistandi að rifja upp sitt af hveiju, sem Sveinn afrekaði og kalla mætti hliðarverkefni. Sem dæmi kemur mér í hug t.d. Morgun- blaðshöllin, sem svo er kölluð í dag. Bygging þessi er að miklum hluta á hinni gömlu lóð Héðins við Aðal- stræti en forlóðin var í eigu Morg- unblaðsins. Þegar ákveðið var að hefjast handa um sameiginlegar byggingaframkvæmdir á þessum lóðum, þá þori ég að fullyrða að það var fyrst og fremst ódrepandi dugnaður Sveins, sem sameignar- manns, sem dreif þá byggingu áfram af krafti. Fyrir Svein var slíkt aðeins skemmtilegt „hobby“. Annað dæmi er t.d. áhugi hans fyrir byggingafélagi starfsmanna Héðins skömmu eftir stríð. Lóðir voru fengnar í Skjólunum. Starfs- mennirnir grófu sameiginlega grunna og steyptu undirstöður. Þarna var um mikið átak að ræða sem hann átti hlutdeild að og heilLa- spor fyrir margar fjölskyldur. Eitt sinn var honum boðið stál- grindahús í Garðabæ til skuldajöfn- unar. Sveinn eygði strax möguleika á nýju athafnasvæði fyrir Héðin og „Garðahéðinn" hefír blómstrað eftir þá ákvörðunartöku. . Þannig gæti ég haldið lengi áfram. Athafnagleði Sveins virtust lítil takmörg sett. Hann var eld- fljótur að átta sig á verkefnum og málavöxtum og hikaði ekki við að taka djarfar ákvarðanir. Sú greind sem ekki verður numin á skólabekk reyndist honum best: dómgreindin. Sveinn kvæntist öðru sinni 1973 Önnu Erlendsdóttur verkamanns í Reykjavík og konu hans Halldóru Jónsdóttur. Sveinn hefir eins og áður segir átt við langvarandi heilsuleysi að stríða undanfarin ár og hefir Anna stundað mann sinn af miklum dugnaði í erfiðu veik- indastríði. Faðir Sveins var snjall hagyrð- ingur. Sveinn gat ekki ort vísur. Hins vegar var hann umsvifamikið athafnaskáld og reisti sér marga og óbrotgjarna minnisvarða í fram- kvæmdum og atvinnurekstri. Guðmundur Guðmundsson í dag verður borinn til hinstu hvflu frændi okkar, Sveinn Guð- mundsson. Með honum er horfin merkur samtíðamaður og um leið maður sem lék all stórt hlutverk í æsku okkar, ásamt sinni yndislegu konu Helgu Markúsdóttur. Sveinn var einn þeirra manna, sem hugs- aði stórt og framkvæmdi í takt við það. Hann var glöggur og áræðinn og tala verk hans í íslensku atvinnu- lífi skýrast þar Um. í Mosfellssveit hafði Sveinn byggt fjölskyldu sinni myndarlegan sumarbústað, sem var þeim eigin- leikum gæddur að lengjast sífellt í allar áttir. Þar átti hann sinn griða- stað, í nánu sambandi við uppruna sinn, því þar bjuggu einnig ástkær bróðir og náfrændur. Það er ein- mitt úr þessu litla en góða sam- félagi í sveitinni, sem okkar helg- ustu minningar um Svein eru. Þar ríkti óvenju mikil samstaða og ekki síst náin samskipti frændsystkina. Það var vinsælt hjá okkur unga fólkinu, að fá far með Sveini á morgnana ofan úr Mosfellssveit til Reykjavíkur, því hann ók hratt og á stórum bflum. Það var líka best að vera hljóður því Sveinn var oft djúpt hugsi í morgunkeyrslunni, en annað slagið færðist vinalegt bros yfir varir hans. Aldrei vissi maður samt hvaða mál hann var að leysa árla morguns á holóttum og krók- óttum Mosfellsveitarveginum. Hið myndarlega heimili þeirra Helgu stóð okkur opið, sem okkar eigið og nutum við þar margra góðra stunda og mikillar elsku frá þeim hjónum báðum. Hið traust- velqandi viðmót hans og hin mikla hlýja, sem bókstaflega geislaði af Helgu ásamt glaðværum systkina- hóp, gerði þetta heimili næsta ómót- stæðilegt. Sagt er stundum um stór- huga framkvæmdamenn, að þeir hvílist ekki í kyrrstöðu, en okkur er í fersku minni er Sveinn kom á sumarkvöldi heim úr vinnunni í sælureitinn sinn. Það var einmitt þama sem tijáræktin fór fram og í því sem öðru var Seinn enginn meðalmaður. Hann hófst handa við tijáræktina strax að líðnum anna- sömum starfsdegi. Þá var eins gott fyrir gesti sem að garði bar svo og aðra slæpingja að banka uppá á næstu bæjum, því Sveinn Guð- mundsson var ekki til viðtals, með- an hann gróðursetti tré á Sveins- eyri. Ætla má að hann hafi hvílst í beinu hlutfalli við fjölda tijánna, sem hann plantaði út. Sveinn hafði gaman af bömum og var vinsæll meðal unga fólksins í fjölskyldunni, sem hann ávallt gaf sér tíma til að sinna. Um það bera m.a. „ljósmyndaseríur" og kvik- myndir, sem hann tók, glöggt vitni. Þeir Sveinn og Ástmundur Guð- mundssynir voru mjög ættræknir menn og var ekki um neina sýndar- mennsku að ræða, þar sem hinir samhentu bræður vom á ferð. Þó Sveinn virtist alltaf á fullu að flýta sér að koma nógu miklu í verk, þá var hann ákaflega gjöfull persónuleiki. Allra þessara kosta hans nutum við bræður ríkulega í æsku okkar. Við viljum nú, á þessari stundu, þakka Sveini frænda okkar fyrir allt og allt. Okkur þótti vænt um hann og munum ávallt minnast hans með hlýju, virðingu og sökn- uði. Systkinunum 5 og þeirra fjöl- skyldum svo og öðmm ástvinum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guðmundur, Kjartan og Steinn Þegar hjartansvinur kveður fyll- ist hugurinn trega. Ótal minningar fljúga hjá á örskotsstundu og fyrir aílar þessar minningamyndir þakk- ar maður af heilum hug. Síðasta myndin af mínum góða fyrrverandi tengdaföður, þar sem hann sjúkur og af veikum mætti reyndi að tjá sig, veldur því að ég segi: Ég sam- gleðst Sveini Guðmundssyni að vera laus úr viðjum veiks líkama og mega nú glaður halda á fund Guðs síns. Þessi maður sem var svo fullur af lífskrafti að það geislaði af hon- um hvar sem hann fór. Þessi maður sem ungur kom til höfuðborgarinnar frá Eyrarbakka með tvær hendur tómar. Þessi maður sem með dugnaði og áræðni varð einn af frumkvöðl- um íslensks iðnaðar. Þessi maður, eða afí Sveinn eins og við kölluðum hann, átti fleiri hliðar en þær sem út á við sneru. Hann var dásamlegur heimilisfaðir, hann vissi ekkert nógu gott fyrir heimilið sitt, börnin sín og seinna 6703 bamabörn. Þrátt fyrir þann mikla skaphita og hörku sem hann bjó yfír, áíti hann ríkulegt magn ástúð- ar, blíðu og natni sem ef til vill naut sín allra best hjá blómunum hans. Hann elskaði að afloknum löngum og ströngum vinnudegi, þar sem erill og ys var allsráðandi, að henda sér í vinnugallann og róta í moldinni, breyta sandeyri í aldin- garð blóma og tijáa, þannig hvfldist hann í kvöldkyrrðinni og endumýj- aðist fyrir næsta dag. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessum manni, ég þakka fyrir vináttu hans og ást, sem ent- ist alla tíð þrátt fyrir breytingamar sem áttu sér stað á leiðinni. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast honum þegar hann var í blóma og finna hvað honum fannst dásam- legt að vera til og vera þátttakandi í lífinu. I dag þegar ég sem fullorðin lít til baka finnst mér starfsdagar afa Sveins hafa verið eitt stórt ævin- týri. Spámaðurinn Kahlil Gibran sagði: „Og er ekki tíminn eins og ástin, óskiptur og ómælanlegur? Og láttu daginn í dag geyma minningu hins liðna og draum hins ókomna.“ Með þessum orðum kveð ég eld- hugann Svein Guðmundsson með virðingu og hjartans þökk fyrir allt og allt. Skrifað í Hollandi Helga Mattína Björnsdóttir Við andlát Sveins Guðmundsson- ar sér Félag málmiðnaðarfyrirtækja á bak eins af stofnendum félagsins, sem þá hét Meistarafélag jámiðnað- armanna. Sveinn var um árabil í stjóm félagsins, þar af formaður í átta ár og vann mikið og óeigin- gjamt starf til eflingar sammtökum máliðnaðarfyrirtækja. Hann var sannkallaður forystumaður á þeim vettvangi og víst er um það, að íslenskur málmiðnaður væri ekki það sem hann er í dag ef krafta Sveins Guðmundssonar hefði ekki notið við. Fór þar saman glæsilegur árangur við rekstur vélsmiðjunnar Heðins hf., sífelld leit að nýjum og áhugaverðum verkefnum fyrir greinina og ósérhlífni við fram- kvæmd þeirrar hugsjónar, að at- vinnugrein, sem ætlar sér stóran hlut þarf að eiga að bakhjarli öflug og virk hagsmunasamtök. Félag málmiðnaðarfyrirtækja þakkar Sveini Guðmundssyni af heilum hug framlag hans til íslensks málmiðnaðar og flytur vandamönn- um hans samúðarkveðjur. Sljórn Félags málmiðnaðarfyrirtækj a. Hagnaður hjá Skipavík í fyira Stykkishólmi. AÐALFUNDUR skipasmíða- stöðvarinnar Skipavíkur hf. í Stykkishólmi var haldinn í mars. Formaður stjórnar, Rögnvaldur Lárusson, setti fundinn og fund- arsljóri var kjörinn Sturla Böðv- arsson bæjarstjóri, en ritari Árni Helgason. Rögnvaldur flutti skýrslu stjóm- ar og yfírlit yfir síðasta ár. Kom fram í skýrsu hans að árið 1987 var að mörgu leyti hagstætt fyrir félagið. Það styrkti stöðu sína og skilaði hagnaði. Starfsmenn voru yfír 30 og námu launagreiðslur meira en 30 milljónum. Hagnaður ársins var 2.693.918 krónur og rekstrartekjur námu 75 milljónum. Eigið fé nemur í dag rúmum 40 milljónum og hlutafé rúmum 5 millj- ónum. Eignir eru á efnahagsreikn- ingi 63 milljónir og fasteignir nema að mati 95 milljónum, en þá hafa um árin verið afskrifaðar 67 millj- ónir. Skuldir voru alls taldar 15 milljónir. Þegar Ólafur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri hafði lesið og skýrt reikninga félagsins hófust umræður sem snerust mjög um framtíð fé- lagsins, en það kom fram í upphafí Morgunblaðið/Ámi Helgason Skipasmiðastöðin Skipavík i Stykkishólmi. fundar að verkefni væru nú af skornum skammti og jafnvel þyrfti að fara í verkefnaleit. Uggur var í fundarmönnum um þá þróun að sækja svo margar byggingar og viðgerðir út fyrir landsteina þegar stöðvamar hér heima stæðust fylli- lega samkeppni hvað gæði snertir. Stjómin var endurkjörin en hana skipa Guðmundur Kristjánsson, Rögnvaldur Lárusson, Sigurður Kristjánsson, Ellert Kristinsson og Ólafur Kristjánsson. - Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.