Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 35 Fyrsta stjóm Óðins. Sitjandi, talið frá vinstri: Magnús Ólafsson, Sig- urður Halldórsson, formaður, og Sigurður Guðbrandssson. Efri röð: Hans Guðmundsson, Ingvi Hannesson og Axel Guðmundsson. þykkt á landsfundi og á næsta þingi fengu þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokksins frumvarp um þetta efni samþykkt á Alþingi." Pétur sagði að Oðinn hefði brydd- að fyrstur upp á margvíslegum kjarabótum öðrum. „Það var fyrir frumkvæði Óðinsmanna að byggðar voru samvinnubyggingar víða um bæinn, til dæmis við Bústaðaveg, Laugateig, Hofteig og víðar,“ sagði Pétur. „Það má líka nefna mál á borð við það að trygging kaup- máttar hefði forgang, en að ekki væri samið um margar, verðlausar krónur, sem ekki væru annað en tölur á pappír.“ Líf verkamanns og atvinnurekanda nátengt En hvernig gekk að losa um tök Alþýðuflokksins á verkalýðshreyf- ingunni? „Slagurinn við vinstri menn í verkalýðshreyfingunni var oft hat- rammur," sagði Pétur. „Menn greindi á um lífsskoðanir, hvemig þjóðskipulaginu ætti að vera háttað og hvemig haga ætti verkalýðs- baráttunni. Óðinsmenn voru aldrei tilbúnir í slagsmál bara slagsmál- anna vegna, við höfðum alltaf í heiðri hið gamla kjörorð sjálfstæðis- manna, stétt með stétt. Við litum svo á að líf atvinnurekandans og verkamannsins væri nátengt, það var forsenda þess að verkamennirn- ir hefðu góð laun og nóga vinnu, að vel gengi hjá atvinnurekandan- um. Hins vegar er hægt að skilja það, að ástandið í þjóðfélaginu á þessum árum hafí gert menn að vinstrimönnum. Sumir fengu aldrei vinnu, þótt þeir reyndu mikið og vildu allt á sig leggja, og urðu þess vegna reiðir og bitrir í garð þeirra, sem höfðu valdið til vinnunnar." „Sjálfstæðismönnum tókst hins vegar að ná Dagsbrún úr höndum vinstrimanna og því varð einnig komið til leiðar að Alþýðusambandið sleit tengsl sín við Alþýðuflokkinn. Þessi barátta skilaði sér, það tókst með samstilltu átaki að lyfta Grett- istaki og gera verkalýðshreyfinguna að afli, sem sameinaði alla laun- þega, sama hvar í flokki þeir stóðu. Kjarabarátta nútímans er tvímæla- laust ekki eins lituð af pólitískum skoðunum og hún var fyrr á öld- inni, það er reynt að gæta sameigin- legra hagsmuna allra launþega, og þar telja Óðinsmenn sig eiga stóran hlut að máli," sagði Pétur. Viðtöl: ÓÞS síðast á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins 1987, að meðalfjölskylda eigi að geta lifað af lágmarkslaun- um einstaklings. Það er enn langt í land með það, en við erum ekki á því að lögbinda eigi lágmarkslaun. Það gæti haft neikvæðar afleiðingar í för með sér, til dæmis atvinnu- leysi.“ — Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum verið kallaður flokkur at- vinnurekenda, og það gagnrýnt, að til dæmis á framboðslistum flokks- ins sé aðallega að finna lögfræð- inga, viðskiptafræðinga eða kaup- sýslumenn. Hvernig gengur sam- búðin milíi stétta í Sjálfstæðis- flokknum? Miðað við ályktanir þær, sem hafa verið samþykktar á lands- fundum, þykir okkur stundum sem okkar kjömu fulltrúar á þingi og víðar fari ekki alveg eftir stefn- unni, til dæmis í kjaramálum. Hins vegar eigum við marga góða menn á þingi, sem hafa skilning á þessum málum. Það kann að ráða einhveiju um þessi frávik frá okkar stefnu, að breiddin í þingliðinu er ekki nógu mikil. Vissulega væri betra að fá fólk úr fleiri og ólíkari stéttum í efstu sæti framboðslistanna, að öðr- um ólöstuðum. — Hvemig kemur Óðinn stefnu sinni á framfæri - hvemig er starfi félagsins háttað? „Við eigum auðvitað fjölmarga fulltrúa í verkalýðsfélögunum. Ég get nefnt sem dæmi að síðasti for- maður félagsins er í stjóm starfs- mannafélags Reykjavíkur og vara- formaður félagsins er í samstarfs- hópi heilbrigðisstétta. Við eigum líka marga trúnaðarmenn á vinnu- stöðum, sem vinna til dæmis mikið starf í kosningum. Annars hefur orðið töluverð breyting á starfí Óð- ins eftir að Verkalýðsráð Sjálfstæð- isflokksins var stofnað. Við eigum marga fulltrúa í stjóm Verkalýðs- ráðsins og tvo í framkvæmdastjórn þess. Við höldum fundi alloft, stund- um í samvinnu við Verkalýðsráðið, fömm í ferðalög og hittumst stund- um í kaffí. Trúnaðarráðsfundir em einnig haldnir reglulega og stjórnar- fundir em hálfsmánaðarlega. Pélag- ið tekur svo auðvitað þátt í almennu starfi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík." Kristján lét þess að lokum getið að stjóm Óðins hefði nú í hyggju að gera átak í fjölgun félagsmanna. „Óðinn er félag, sem er öllum opið, og nýir félagar efla starfið," sagði Kristján. Hann hvatti að lokum til þess að sjálfstæðisfólk leggði leið sína í Valhöll í kvöld til að sam- fagna Óðinsmönnum. „Þetta er gott tækifæri fyrir félagsmenn að kynn- ast betur eða hitta gamla félaga og rifja upp endurminningar úr starf- inu,“ sagði Kristján að síðustu. AUKAÞING SAMBANDS UNGRA SJALFSTÆÐIS- MANNA I VESTMANNAEYJUM Ætlum að koma stefnu okkar í framkvæmd - segir Árni Sigfússon, formaður SUS. AUKAÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna, nndir yfir- skriftinni „Frá hugmyndum til framkvæmda", var haldið í Vest- mannaeyjum á föstudag og laug- ardag síðastliðinn. Þar mörkuðu ungir sjálfstæðismenn sér stefnu í ýmsum málaflokkum, sem verk- efnisstjórair SUS hafa unnið að síðustu sex mánuði. Morgunblaðið hafði samband við Áraa Sigfús- son, formann SUS, og spurði hann álits á niðurstöðum þingsins. „Niðurstaðan af þessu þingi er í þeim anda, sem við ætluðum," sagði Ámi. „Við höfðum gefið okkur sex mánuði til þess að vinna ákveðin verkefni og á þinginu gáfu verkefnis- stjórar skýrslu um stöðu mála. Það voru samþykktar hugmyndir, sem verkefnisstjómir höfðu lagt fram í þessum málaflokkum. Eins og við höfum áður greint frá, er stór hluti verkefnis okkar að koma stefnu okk- ar í framkvæmd og á framfæri. Það hefur alloft gerst, að menn setja eitt- hvað á blað, en síður lagt áherslu á framkvæmd á markvissan hátt. Það teljum við okkur vera að gera, og þetta þing gaf til kynna að það sé hægt að koma ýmsum atriðum, sem við fjölluðum um, í framkvæmd ef þeim er fylgt eftir. Við höfum átt samvinnu við þingmenn og aðra framámenn í Sjálfstæðisflokknum, sem lofar góðu um að við getum komið þessu í framkvæmd. Morgunblaðið/Sverrir Ami Sigfússon með ályktanabunka aukaþingsins: „Við ætlum ekki að láta okkur nægja að veifa einhveijum plöggum framan í fólk, við getum komið ýmsu, sem hér stendur, í framkvæmd - og róum nú að þvi öllum árum. Ég held að niðurstaðan sé einnig sú, að menn eru mjög ánægðir með þau vinnubrögð, sem við höfum við- haft. Verkefnisstjómimar í hinum ýmsu málaflokkum hafa skipst á bréfum við um 360 manns um allt land þessa sex mánuði, og bréfa- skriftimar hafa skilað góðum ár- angri. Það var góð samstaða um nánast öll mál á þinginu, enda höfðu þau fengið góða umfjöllun áður. Á Gjörðir utanríkisráðherra: Sérviska og virðingarleysi fyrir stjórnarsamstarfinu Á aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna var samþykkt sam- hljóða ályktun um utanríkisstefnu íslands, þar sem deilt er harðlega á Steingrím Hermannsson, utanríkisráðherra, fyrir stefnu hans gagn- vart ísrael og frelsissamtökum Palestínu, PLO. Einnig gagnrýna ung- ir sjálfstæðismenn stefnu ráðherrans gagnvart Suður-Afríku og lýsa furðu sinni á bréfasendingum hans til ferðaskrifstofu, sem býður ferð- ir til S-Afríku. í ályktun þingsins segir meðal annars: „Þrátt fyrir að ungt sjálf- stæðisfólk geti tekið undir hluta gagnrýni þessarar [á framferði ísra- elsmanna á hemumdu svæðunum], lýsir það furðu sinni á því að ráð- herra taki Ísraelsríki til bæna öðmm fremur og harmar þessa ákvörðun ríkisstjómarinnar, sem ekki hefur farið hátt. Telur ungt sjálfstæðisfólk að ekki þyrfti síður að gagnrýna svívirðileg mannréttindabrot í ríkjum á borð við Eþíópíu, Zimbabwe, Kúbu og Víetnam. Þá telur SUS þessi við- brögð ekki síst undarleg þegar litið er til fyrri samskipta ríkjanna, en íslendingar viðurkenndu Israelsríki fyrstir allra á alþjóðavettvangi." Ungir sjálfstæðismenn lýsa síðan yfir furðu sinni á því uppátæki Steingríms að ræða við fulltrúa PLO í Svíþjóð í síðustu viku. „Viðræður ráðherrans við fulltrúa hryðjuverka- samtakanna PLO án þess að ráðfæra sig við ríkisstjóm íslands og án henn- ar vitundar lýsa best utanríkismálas- érvisku ráðherrans og virðingarleysi hans fyrir núverandi stjómarsam- starfi," segir í ályktuninni, og því er bætt við að utanríkisþjónustu ís- lands bíði mörg verðugri verkefni, til dæmis á sviði utanríkisviðskipta, en að blanda sér í deilur fyrir botni Miðjarðarhafs. Kynlegar bréfasendingar Steingríms „Kynlegt þótti bréf utanríkisráð- herra til íslenskrar ferðaskrifstofu, þar sem hann fór þess á leit að hætt yrði við hópferð til Suður- Afríku,“ segja ungir sjálfstæðismenn í ályktun sinni. Þar er þó lögð áhersla á að SUS fordæmi mannréttindabrot í Suður-Afríku. Ennfremur segir: „Á sama tíma lagði ráðherrann á það ofurkapp að skipuleggja för forseta íslands til Sovétríkjanna. Varar ungt sjálfstæðisfólk eindregið við því að í starfi utanríkisráðherra felist að leggja siðferðilegt mat á ferðalög einstaklinga, enda stafar hætta af því fordæmi, sem þama er gefíð. Hyggist utanríkisráðherra grípa til ráðstafana sem þessara gegn ein- stökum ríkjum þarf að láta eitt yfir alla ganga, eigi þær ekki að missa marks. Hyggist hann stöðva við- skipti við Suður-Afríku, þarf jafn- framt að banna viðskipti við 108 ríki önnur, sem ekki geta talist hafa hreinan skjöld í mannréttindamál- um.“ það hefur oft skort hjá okkur áður. Menn vom líka afar sáttir við þessa uppbyggingu verkefnisstjómanna og þar munum við halda áfram á sömu braut. Sumar verkefnisstjómir teljast hafa skilað af sér nú þegar, en aðrar munu halda áfram vinnu við fram- kvæmdáþættina. Á þinginu komu líka fram óskir um að taka fyrir nýja málaflokka, til dæmis menning- armál og íþróttamál, svo dæmi séu tekin. Að sex mánaða törn lokinni munum við svo koma saman aftur og meta stöðu rnála." Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, ávarpaði þingið við setningar- athöfnina. Einnig sat menntamála- ráðherra hluta þingsins og þar komu ýmsir af yngri þingmönnum og vara- þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fluttu ávörp. „Það var mjög ánægju- legt að fá þetta fólk til Eyja,“ sagði Árni. Við áttum þama opinskáar við- ræður við það, og ávörp þess voru í alla staði mjög áhugaverð. Þau sýndu að við eigum sterkt fólk, sem mun taka við aukinni ábyrgð fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á næstu árum, og við væntum þess að þau fari með'andann úr Vestmannaeyjum með sér.“ Að sögn Áma var aukaþingið vel sótt, um 120 manns mættu. Það mun vera svipuð mæting og stundum hef- ur verið á aðalþingum SUS, þrátt fyrir að um aukaþing án stjómar- kosninga sé að ræða, og Ámi sagð- ist mjög ánægður með allan fram- gang þinghaldsins. „Það ríkti góður andi í Eyjum, og öll aðstaða var til fyrirmyndar, Eyveijar skiluðu sínu með miklum sóma og meginlands- búar fóm ánægðir heim,“ sagði Ámi. Tillögur SUS í húsnæðismálum: Húsnæðisstofnun verði lögð niður Húsnæðislán færist til bankakerf isins í ÁLYKTUN aukaþingsins um húsnæðismál er lagt til að Hus- næðisstofnun ríkisins verði lögð niður í núverandi mynd og í hennar stað komi ráðgjafar- og eftirlitsstofnun, sem skipuleggi ráðgjöf við almenning og hafi eftirlit með lánastofnunum og fasteignamarkaði. Lagt er til að húsnæðislán færist alfarið í Hendur bankakerfisins. í húsnæðismálaályktuninni segir meðal annars: „Hið sósíalíska mið- stýrða úthlutunar- og skömmtun- arkerfi húsnæðislána er margspr- ungið og mun fyrirsjáanlega verða gjaldþrota ef ekkert verður að gert. Ausið er út styrkjum í formi niður- greiddra vaxta og og njóta allir lánþegar án tillits til hvort þeir þurfa á styrkjum að halda eða ekki. Pjármagn lífeyrissjóðanna er þvingað inn í húsnæðislánakerfið með þeim afleiðingum að fyrir- greiðslugeta sjóðanna til félaga sinna skerðist verulega." Ungir sjálfstæðismenn leggja síðan til að lán og styrkir verði aðskilin, lánin færist yfir í banka- kerfið sem sérstakur lánaflokkur, en húsnæðisstyrkur verði settur inn á fjárlög sem sérstakur liður og upphæð hans verði föst fjárhæð á hvern einstakling, sem geti þá að- eins hlotið hann einu sinni. Lagt er til að unnt verði að greiða styrk- inn beint til lánastofnana í formi afborgana af húsnæðisláni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.