Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Um húsnæðísmál eftírJúlíus Sólnes Á yfírstandandi þingi hafa farið fram miklar umræður um hús- næðismál. Öllum er í fersku minni húsnæðisfrumvarp félagsmálaráð- herra, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem mikill styrr stóð um síðustu vikum- ar fyrir jól. Þurfti ráðherrann að fara í verkfall og neita að sækja ríkisstjórnarfundi til að þvinga stjómarliðið til þess að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi fyr- ir jólin. Þá lagði ráðherrann kaup- leiguíbúðafrumvarp sitt fram fyrir nokkru og hefur umræðan verið mjög á sömu leið. Hinir stjómar- flokkamir fínna því allt til foráttu og kvarta yfír því, að ráðherrann hafi ekki haft samráð við þá um frumvarpið. Ýmsir þingmenn bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks hafa í umræðum á Alþingi lýst yfír andstöðu sinni við frum- varpið í núverandi mynd. Er því mjög óljóst hvað verður um það í meðförum þingsins. Enginn efast um góðan vilja Jó- hönnu Sigurðardóttur til þess að láta gott af sér leiða í húsnæðismál- unum. En hverju hefur svo sem verið breytt? Hvað hefur áunnizt við að samþykkja þessar breytingar á lögunum um Húsnæðisstofnun rfkisins? í þeim felst vissulega við- leitni til þess að koma í veg fyrir, að núverandi húsnæðislánakerfí hrynji endanlega saman. Ekki er þó hreyft við neinum nýjum hug- myndum né gerð tilraun til þess að leggja drög að nýju og nothæfu húsnæðislánakerfí. Þegar upp er staðið virðist allt sitja við hið sama. Ekkert hefur breytzt nema hvað biðlistinn eftir húsnæðislánum hef- ur lengzt. Er nú reiknað með þvf, að 12.000 umsóknir um húsnæðis- lán verði óafgreiddar um næstu áramót. Þá hefur heyrzt, að aftur verði stöðvuð afgreiðsla á lánslof- orðum, þar sem byggingarsjóðimir séu tómir. Kerfíð gerir þannig áfram ráð fyrir þvf, að umsækjend- ur bíði í óvissu í mörg ár eftir því að fá að vita hvort og hvenær þeir fái húsnæðislán. Er jafnvel farið að tala um, að þeir, sem nú sækja um lán, fái þau afgreidd einhvem tímann á næstu öld. Lífeyrissjóðimir virðast halda að sér höndunum. Bæði voru þeir sein- ir til að ganga frá samningum við Húsnæðisstofnum um skuldabréfa- kaup og eins virðast þeir notfæra sér það að draga þau fram eftir ári sem framast er unnt. Enda er ekki nema von. Því skyldu lífeyrissjóð- imir vera áfjáðir í að kaupa skulda- bréf á miklu lægri vöxtum en pen- ingamarkaðurinn gerir almennt ráð fyrir? í rauninni er því með þessari síðustu tilraun félagsmálaráðherra til að stoppa upp í eitt gatið enn á handónýtu húsnæðislánakerfí landsmanna kveðinn upp dauða- dómur yfír því f núverandi mynd. Því er kominn tími til að leita nýrra leiða, hugsa málin upp á nýtt. Landsmenn em löngu orðnir yfír sig þreyttir á því að slást við hús- næðislánadrauginn, sem hefur tröil- riðið þjóðfélaginu mörg undanfarin ár í skjóli óviturlegra ráðstafana þeirra, sem hafa haft mest áhrif og völd til þess að móta núgildandi löggjöf um húsnæðismál. Tillögnr Borgaraflokksins Þingmenn Borgaraflokksins hafa lagt mikla vinnu f það að fara ofan í saumana á húsnæðislánakerfínu. Hafa þeir lagt fram á Alþingi fmm- varp tiLlaga um nýtt húsnæðislána- kerfi, sem byggir á allt öðmm for- sendum en það handónýta kerfí, sem við nú búum við. Borgaraflokk- urinn mætir til leiks óbundinn af þeirri missmíð, sem núverandi hús- næðislánakerfí er. Með því að leggja fram tillögur að nýju og nothæfu húsnæðislánakerfí vill Borgara- flokkur sýna í verki, að hann megn- ar að koma fram með nýjar hug- myndir og notfæra sér nýja tækni, nokkuð, sem gömlu stjómmála- flokkunum virðist fyrirmunað að gera. Það hefur vakið athygli okkar borgaraflokksmanna, en kemur ekki á óvart, að fjölmiðlar gömlu flokkanna, ríkisfjölmiðlamir em þar ekki undanskildir, hafa forðazt að minnast á þessar tillögur, þótt þær eigi svo sannarlega erindi til alls almennings í landinu. Undirritaður hefur hins vegar þá reynslu af Morgunblaðinu, að það stendur opið öllum, sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri. Munum við því á þeim vettvangi leitast við að gera grein fyrir þeim tillögum, sem flokkurinn hefur lagt fram á Al- þingi. Tvöfalt húsnæðislánakerfi Þeirri skoðun hefur oft verið hreyft, að bankakerfíð eigi að taka að sér húsnæðislánin. Bankamir geti algerlega séð um öll húsnæðis- lán og þurfí ríkið ekki að skipta sér frekar af þeim. Við teljum, að slíkt kerfí geti aldrei gengið í þessu fá- menna þjóðfélagi. Bankamir eiga fullt f fangi með að sinna lánum til atvinnurekstrar, veita lán til skamms tíma til að fjármagna kaup á alls kyns neyzluvömm, bflum, heimilistækjum, Spánarferðum, svo eitthvað sé nefnt. Þeir veita einnig skammtfmalán vegna húsbygginga og fbúðarkaupa og munu þurfa að halda því áfram hvaða húsnæðis- lánakerfí, sem yrði svo sem fundið upp. Það að veita langtímaveðlán vegna fasteigna samræmist illa þeim bankarekstri, sem landsmenn þeklq'a til. Þá hefur þeirri spurnfngu Júlíus Sólnes „Húsnæðislánakerfi ná- grannaþjóðanna virðist yfirleitt vera í góðum farvegi og hinar ör- væntingarfullu ráðstaf- anir, sem sífellt er verið að gera á íslandi til þess að bjarga gjör- ónýtu húsnæðislána- kerfi okkar, eru óþekktar með öllu.“ heldur ekki verið svarað: Hvar eiga bankamir að fínna eða skapa það fjármagn, sem óseðjandi húsnæðis- lánakerfíð þarfnast? Einnig má benda á það, að bankamir myndu aðallega geta sinnt þeim, sem hafa góða afkomu og ættu auðveldara með að greiða hina háu markaðs- vexti af húsnæðislánum bankanna. Eftir sem áður verður nauðsynlegt, að ríkisvaldið sinni málefnum þeirra, sem þurfa á félagslegri að- stoð að halda. Þannig verða félags- legar íbúðir áfram að vera undir vemdarvæng ríkisins og eins verður það að sinna ungu fólki, sem er að byggja eða kaupa sfna fyrstu íbúð og hefur hreinlega ekki bolmagn til þess að standa undir miklum lánum með markaðsvöxtum. Borgaraflokkurinn leggur því til, að tekið verði upp tvöfalt húsnæðis- lánakerfi. í fyrsta lagi sjái ríkið aðeins um lánveitingar til bygginga með félagsleg markmið og til þeirra, sem em að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. í þessu skyni verði Byggingarsjóður ríkisins og Bygg- ingarsjóður verkamanna sameinað- ir. Þingmenn Borgaraflokksins hafa þegar lagt fram breytingartillögur við lögin um Húsnæðisstofnun ríkis- ins þar að lútandi. Þar segir um hlutverk hins sameinaða Bygging- arsjóðs ríkisins. „Úr Byggingarsjóði ríkisins er heimilt að veita lán til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði, til meiri háttar viðbygginga, endur- bóta og endumýjunar á notuðu húsnæði, til útiýmingar á heilsu- spillandi húsnæði og til orkuspar- andi breytinga á húsnæði sem hér segir: 1) íbúðir fyrir láglaunafólk (verka- mannabústaðir). 2) íbúðir fyrir þá, sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. 3) Verndaðar íbúðir fyrir öryrkja. 4) Vemdaðar fbúðir fyrir aldraða. 5) Leiguíbúðir á vegum sveitarfé- laga og félagasamtaka. Úr Byggingarsjóði ríkisins er enn fremur heimilt að veita lán til bygg- ingar eða kaupa á húsnæði fyrir félagslegar stofnanir á vegum opin- berra aðila og félagasamtaka svo sem dagvistarstofnanir fyrir böm og aldraða, hjúkmnarheimili og dvalarheimili." Þetta leiðir af sér, að hlutverk Húsnæðisstofnunar ríkisins verður aðallega að annast lánveitingar, hugsanlega með niðurgreiddum vöxtum eða sérstökum skattaíviln- unum, til 1) íbúða fyrir láglauna- fólk (verkamannabústaða), 2) þeirra, sem em að kaupa eða byggja sína fyrstu fbúð, 3) byggingar leigu- íbúða í samvinnu við sveitarfélög, félagasamtök og hagsmunasamtök launþega, 4) byggingar vemdaðra íbúða fyfip aldraða og öryrkja, 5) „Hús og s1jörnur“ eftír Gunnlaug Guðmundsson Frá því að undirritaður fór að leggja stund á stjömuspeki, í kring- um 1973/74, hefur mikið vatn mnnið til sjávar og margar breyt- ingar orðið í stjömuspeki og á við- horfum fólks til hennar. Á fyrstu ámnum sem ég var að læra stjömuspeki var hlátur al- gengur eða að menn settu upp fyrir- litningarsvip og sögðu: „Hvað í ósköpunum ert þú að eyða tíma þínum í þessa vitleysu." Ég hafði hins vegar heillast af sljömuspeki, hafði kynnt mér hana og vissi því að hún bjó yfír meiri fegurð og visku en flestir höfðu gert sér grein fyr- ir. Enda ekki nema von. Hvemig átti fólk að þekkja stjömuspeki sem aldrei hafa kynnt sér hana og hélt að stjömuspáin í blöðunum, „ekki fara út í kvöld, þú færð bréf á morgun", væri stjömuspeki. Það var því ekki um annað að ræða en að setja í herðamar og stíga fastar til jarðar, að alkunnum sið Nauta, þegar á móti blæs. Vaxandi áhugi Nú á síðari ámm hefur áhugi manna farið vaxandi og augu margra opnast fyrir þeirri stað- reynd að hin ævafoma móðir vísind- anna, stjömuspekin, er bæði hið skemmtilegasta, ffóðlegasta og gagnlegasta fag. Það að undirritað- ur skyldi opna stjömuspekimiðstöð á Laugavegi f hjarta höfuðborgar- innar hafði sitt að segja og einnig það að blað allra landsmanna skyldi opna síður sínar fyrir alvarlegri stjömuspeki en úthýsa stjömuspán- um. Auknar upplýsingar höfðu þvf sitt að segja. Það sem þó skiptir aðalmáli er að á undanfömum ámm og áratugum hefur tekið að gæta vaxandi áhuga á andlegum málum af öllu tagi, bæði hér á landi sem og f heiminum öllum. Augu manna hafa opnast fyrir því að efnis- hyggjan ein sér opnar ekki dyr hamingjunnar. Þar verða listin og andinn einnig að eiga sinn sess. Nýttfólk Nú á þessu ári hafa síðan orðið önnur tímamót í stjömuspeki hér á íslandi, eða það að nýtt fólk er að reyna að hasla sér völl í faginu. Slíkt er eðlilegt. Aukinn áhugi þýð- ir að nýtt fólk fer að láta sig fagið varða. Þetta hefur m.a. birst í því að á fót hefur verið sett stjömu- kortagerð í Kringlunni í Reykjavík og f Kaupfélaginu á Akureyri og að annar aðili hefur auglýst kort til sölu á Selfossi og í sveitum þar f kring. Það að nýtt fólk bætist f hóp áhugamanna um stjörnuspeki verður að teljast fagnaðarefni. Þeim mun fleiri sem hafa áhuga þeim mun betra. Aukin ábyrgð Þegar áhuginn eykst og fleiri fara að spyijast fyrir um fagið eykst hins vegar ábyrgð þeirra sem standa í fyrirsvari fyrir stjömu- speki. Um það vil ég fjalla nánar hér, enda er ástæðan fyrir því að þessi grein er skrifuð sú að þó þró- unin hafí hingað til verið hagstæð þá eru nú ýmsar blikur á lofti. Ein helsta hættan í dag er sú, að ef stjömuspeki er kynnt á óvandaðan hátt eða ef rangt er farið með stað- reyndir er ekki við góðu að búast. Undirritaður ber mikla virðingu fyrir stjömuspeki og hefur reynt að kynna hana hér á landi þannig að virðingar sé gætt og að hvergi sé farið með rangt mál. í dag ótt- ast ég hins vegar að hætta sé á ferðum og ef ekki sé að gáð verði margt eyðilagt. Stjörnuspeki er fag Það sem um er að ræða er að stjömuspeki er fag, sem menn verða að læra áður en þeir ætla sér að kynna það fyrir almenningi. Ef ákveðnir aðilar sem ekki þekkja til gmnnþátta fagsins setja sig hins vegar upp sem fagmenn er hætta á ferð. Ástæðan fyrir þvf að ég skrifa þessa grein er fyrst og fremst sú, að mér hafa borist til eyma ákveðn- ar sögur af kynningu á stjömu- speki sem em beinlfnis (faglega) rangar. Slíkt tel ég rryög illt og get ekki, sem formaður samtaka áhugamanna um stjömuspeki, látið það óátalið að rangsögum sé komið af stað. í stuttu máli hefur það nú gerst að ákveðnir aðilar sem selja stjömukort segja það kortum sfnum einna helst til ágætis að f þeim sé útlistun á húsunum svokölluðu. Síðan er sagt að húsin séu aðalat- riði og mikilvægari en aðrir þættir í stjömukortinu. Það er þetta síðast talda sem er rangt. Varasöm fræðsla Þeim sem lftið em innf stjömu- speki fínnst þetta kannski smá- vægilegt atriði. Það er hins vegar alvarlegt ef stjamspekileg fræðsla er röng. Hvað gerist ef upp rís í landinu hópur stjömuspekinga sem setur fram fullyrðingar sem ekki fá staðist í raunvemleikanum? Hvað ætli yrði t.d. um lögfræði ef hópur manna tæki sig til og setti upp lög- Gunnlaugur Guðmundsson „Nauðsynlegl er að fólk sem er að fjalla um ákveðið fag hafi á því þekkingu sem ristir undir yfirborðið. Ég vil þvi vinsamlegast biðja þá sem ætla sér að vinna við stjörnuspeki að kynna sér gfrundvall- aratriði í faginu áður en farið er að kynna það fyrir öðrum.“ fræðiskrifstofur hér og þar um landið án þess að hafa neina sér- staka þekkingu á lögum? Hætt er við að illa færi og að virðing manna fyrir lögum og reglum færi óðum þverrandi. Húsin eru varasöm Varðandi húsin vil ég segja þeim, sem hafa áhuga á stjömuspeki, tvennt. í fyrsta lagi em þau mikil- væg, en alls ekki það mikilvægasta í kortinu. Merki og plánetur koma þar fyrst og húsin sfðar. í öðm lagi em húsin af mörgum talin varasöm. Ástæðan fyrir þvf er tvíþætt. Ann- ars vegar byggjast húsin á fæðing- artíma, sem þarf að vera nákvæm- lega réttur til að rétt hús fáist, og hins vegar em til mörg húsakerfi og erfítt að velja hið eina og rétta. Skekkja um fímm mínútur getur t.d. breytt húsum og stundum kem- ur til greina að ein og sama plánet- an geti verið f 2 húsum. Stöðluð tölvulýsing á húsum er því mjög oft ómarktæk og beinlínis villandi. Það getur t.d. gerst að Sól í 5. húsi verður Sól í 4. húsi og lista- manni sagt að hann sé efni í fast- eignasaia. Af þessum ástæðum not- ar undirritaður húsin aldrei nema í einkatfmum eða þegar það er aug- ljóst að tfminn sé réttur eða að ein- hver skekkja skiptir ekki máli. Það byggist á reynslu manns sem hefur brennt sig. Enda gleymir undirrit- aður því aldrei þegar hann var að byija í stjömuspeki og hitti fólk sem hann hafði áður gert kort fyrir. „Heyrðu, ég var að frétta að ég er fæddur klukkan tfu mínútur f þijú en ekki tíu mínútur yfír. Skiptir það máli?“ Auðvitað brá mér, því u.þ.b. helmingur af því sem ég hafði sagt átti ekki við. Fagmennska Og þama erum við komin að máli sem skiptir öllu. Nauðsynlegt er að fólk, sem er að fjalla um ákveðið fag, hafí á því þekkingu sem ristir undir yfírborðið. Ég vil því vinsamlegast biðja þá sem ætla sér að vinna við stjömuspeki að kynna sér grundvallaratriði í faginu áður en farið er að kynna það fyrir öðmm. Einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hún er fag sem tekur tíma að læra. Því er betra að flýta sér hægt. Menn verða ekki fagmenn á einum degi. Jafn- framt óska ég þess að farið sé með rétt mál í allri kynningu á stjömu- speki. Ég vil einnig biðja þá sem hafa áhuga á stjömuspeki að fara var-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.