Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988
49
STENDUR UNDIR NAFNI
Hér er Altman hugsi — enda að vinna við aðra mynd en Algjört
rugl!
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
REGNBOGINN: ALGJÖRT
RUGL - BEYOND THERAPY
Leikstjóri Robert Altman.
Handrit Christopher Durang,
byggt á samnefndu leikriti
hans. Kvikmyndun Pierre
Mignot. Tónlist Gabriel Yared.
Aðalleikendur Julia Hagerty,
Jeff Goldblum, Glenda Jack-
son, Tom Conti, Christopher
Guest. Bandarísk. New World
Cinema 1987.
Altman er kunnur fyrir flest
annað en feta þægur alfaraleiðir
í efnisvali, enda með eindæmum
áræðinn leikstjóri. Þessi stefna
hans er þó engin trygging fyrir
því að honum verði ekki á mistök
síður en öðrum. (Dálítið fyndið
að þema tveggja glappaskota
góðra leikstjóra, sem nú er verið
að sýna í borginni, er hið gamla
og góða lag, Someone to Watch
Over Me, en þeir Scott og Alt-
man hafa greinilega ekki verið
bænheyrðir!) Og að þessu sinni
er þessi mikilhæfi leikstjóri kom-
inn útá svo hálan ís að það er
nær ógjömingur að veija ferðir
hans! Sjálfsagt hefur efnið notið
sín í leikhúsi en eitthvað hefur
niður lekið í flutningunum, svo
ekki sé meira sagt. Enda eilífur
ófriður út alla sýninguna af kvik-
myndahúsagestum, sem virtust
eiga fótum sínum fjör að launa
að komast útí yndislega vorkom-
una!
Það er ekki hlaupið að tæpa
á farsakenndum efnisþræðinum
sem snýst mest megnis um mis-
munandi mikið ruglaða einstakl-
inga og viðskipti þeirra við enn
truflaðri sálfræðinga. Myndin
gerist mikið til á frönsku eðal-
veitingahúsi, sem vegna háttern-
is viðskiptavina og gengilbeina
minnir öllu frekar á geðveikra-
hæli. Framkoma og samræður
persónanna eru fjölskrúðugar,
og snúast gjaman um hinar
ýmsu hliðar kynlífsins: samfarir,
fullnægingu, heilbrigt kynlíf,
slappt kynlíf, ofurgreddu, ótíma-
bært sáðlát, hreint náttúmleysi,
sjálfsfróun, kynhneigð til beggja
kynja, homma, lesbíur, leik-
fangabyssur, svo og afleiðingar
þessara heilabrota; sálarkvalir,
afbrýði, öfundsýki, andlega van-
heilsu, sálfræðilega meðferð,
hóplækningar, hópefli, bla, bla,
bla, bla, bla. Spennandi, ekki
satt?
Þetta matreiðir Altman gamli
ofaní áhorfendur af óvenjulega
fátæklegri kímnigáfu, en hún
hefur löngum verið ein af sterk-
ari hliðum karls. Og ekki bætir
leikhópurinn úr skák þó ekki
skorti stóm nöfnin, það er helst
Hagerty (sem sýndi svo skínandi
góðan gamanleik í A Midsummer
Night’s Sex Comedy og Lost in
America), sem tekst að klóra í
bakkann (bekkinn?). Aðrir of-
leika mismunandi hallærislega,
en í þeim efnum stenst enginn
Goldblum snúning! En hvað sem
öðm líður, þá er þó einu sinni á
ferðinni mynd sem stendur undir
nafni!
Hug/sigling■ bíll 1988
- fjölmargir möguleikar -
Bjóðum upp á námskeið fyrir ferðalanga sem hyggj-
ast ferðast um Evrópu.
1. Undirbúningur ferðar.
2. Fjárhagsáætlun.
3. Skipulagning, áfangar og gististaðir.
4. Notkun korta og upplýsingaöflun.
5. Helstu sérákvæði í umferð erlendis.
6. Akstur á hraðbrautum.
7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar.
Námskeiðin verða sem hér segir:
Á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðjudaginn 29. mars kl. 17.30-23.00.
Ennfremur er stefnt að námskeiðum á eftirtöldum stöðum:
Laugardaginn 9. april........... á Hótel Borgarnesi kl. 10.30-15.30.
Þriðjudaginn 12. apríl.á Hótel Loftleiðum í Reykjavík kl. 17.30-23.00.
Laugardaginn 16. apríl.....á Hótel Cristínu, Njarðvík kl. 10.30-15.30.
Laugardaginn 23. apríl........á Hótel KEA, Akureyri kl. 10.30-15.30.
Þriðjudaginn 26. apríl...........á Hótel Loftleiðum kl. 17.30-23.00.
Upplýsingar veittar, ásamt innritun: F.Í.B. Reykjavík, sími 91-29999.
Ferðaskrifstofu Akureyrar, sími 96-25000.
Feróaskrifstofa Ríkisins
Námskeiðið erhaldið ísamráði við Umferðarráð.
Til fermingargjafa
Bakpokar, svefnpokar og tjöld
Dæmi um verð: Góður bakpoki og svefnpoki,
verð frá kr. 4.495,-
Eyjarslóð 7, Reykjavík - Pósthólf 1659
Sími 621780 - Heimasími 72070
■10° c
♦15° C
varmabil
SEGLAGERÐIN ÆGIR hf