Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 49 STENDUR UNDIR NAFNI Hér er Altman hugsi — enda að vinna við aðra mynd en Algjört rugl! Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: ALGJÖRT RUGL - BEYOND THERAPY Leikstjóri Robert Altman. Handrit Christopher Durang, byggt á samnefndu leikriti hans. Kvikmyndun Pierre Mignot. Tónlist Gabriel Yared. Aðalleikendur Julia Hagerty, Jeff Goldblum, Glenda Jack- son, Tom Conti, Christopher Guest. Bandarísk. New World Cinema 1987. Altman er kunnur fyrir flest annað en feta þægur alfaraleiðir í efnisvali, enda með eindæmum áræðinn leikstjóri. Þessi stefna hans er þó engin trygging fyrir því að honum verði ekki á mistök síður en öðrum. (Dálítið fyndið að þema tveggja glappaskota góðra leikstjóra, sem nú er verið að sýna í borginni, er hið gamla og góða lag, Someone to Watch Over Me, en þeir Scott og Alt- man hafa greinilega ekki verið bænheyrðir!) Og að þessu sinni er þessi mikilhæfi leikstjóri kom- inn útá svo hálan ís að það er nær ógjömingur að veija ferðir hans! Sjálfsagt hefur efnið notið sín í leikhúsi en eitthvað hefur niður lekið í flutningunum, svo ekki sé meira sagt. Enda eilífur ófriður út alla sýninguna af kvik- myndahúsagestum, sem virtust eiga fótum sínum fjör að launa að komast útí yndislega vorkom- una! Það er ekki hlaupið að tæpa á farsakenndum efnisþræðinum sem snýst mest megnis um mis- munandi mikið ruglaða einstakl- inga og viðskipti þeirra við enn truflaðri sálfræðinga. Myndin gerist mikið til á frönsku eðal- veitingahúsi, sem vegna háttern- is viðskiptavina og gengilbeina minnir öllu frekar á geðveikra- hæli. Framkoma og samræður persónanna eru fjölskrúðugar, og snúast gjaman um hinar ýmsu hliðar kynlífsins: samfarir, fullnægingu, heilbrigt kynlíf, slappt kynlíf, ofurgreddu, ótíma- bært sáðlát, hreint náttúmleysi, sjálfsfróun, kynhneigð til beggja kynja, homma, lesbíur, leik- fangabyssur, svo og afleiðingar þessara heilabrota; sálarkvalir, afbrýði, öfundsýki, andlega van- heilsu, sálfræðilega meðferð, hóplækningar, hópefli, bla, bla, bla, bla, bla. Spennandi, ekki satt? Þetta matreiðir Altman gamli ofaní áhorfendur af óvenjulega fátæklegri kímnigáfu, en hún hefur löngum verið ein af sterk- ari hliðum karls. Og ekki bætir leikhópurinn úr skák þó ekki skorti stóm nöfnin, það er helst Hagerty (sem sýndi svo skínandi góðan gamanleik í A Midsummer Night’s Sex Comedy og Lost in America), sem tekst að klóra í bakkann (bekkinn?). Aðrir of- leika mismunandi hallærislega, en í þeim efnum stenst enginn Goldblum snúning! En hvað sem öðm líður, þá er þó einu sinni á ferðinni mynd sem stendur undir nafni! Hug/sigling■ bíll 1988 - fjölmargir möguleikar - Bjóðum upp á námskeið fyrir ferðalanga sem hyggj- ast ferðast um Evrópu. 1. Undirbúningur ferðar. 2. Fjárhagsáætlun. 3. Skipulagning, áfangar og gististaðir. 4. Notkun korta og upplýsingaöflun. 5. Helstu sérákvæði í umferð erlendis. 6. Akstur á hraðbrautum. 7. Nokkrar hagnýtar ráðleggingar. Námskeiðin verða sem hér segir: Á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, þriðjudaginn 29. mars kl. 17.30-23.00. Ennfremur er stefnt að námskeiðum á eftirtöldum stöðum: Laugardaginn 9. april........... á Hótel Borgarnesi kl. 10.30-15.30. Þriðjudaginn 12. apríl.á Hótel Loftleiðum í Reykjavík kl. 17.30-23.00. Laugardaginn 16. apríl.....á Hótel Cristínu, Njarðvík kl. 10.30-15.30. Laugardaginn 23. apríl........á Hótel KEA, Akureyri kl. 10.30-15.30. Þriðjudaginn 26. apríl...........á Hótel Loftleiðum kl. 17.30-23.00. Upplýsingar veittar, ásamt innritun: F.Í.B. Reykjavík, sími 91-29999. Ferðaskrifstofu Akureyrar, sími 96-25000. Feróaskrifstofa Ríkisins Námskeiðið erhaldið ísamráði við Umferðarráð. Til fermingargjafa Bakpokar, svefnpokar og tjöld Dæmi um verð: Góður bakpoki og svefnpoki, verð frá kr. 4.495,- Eyjarslóð 7, Reykjavík - Pósthólf 1659 Sími 621780 - Heimasími 72070 ■10° c ♦15° C varmabil SEGLAGERÐIN ÆGIR hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.