Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 68
8861 SflAM ,é§ íílJOAatiUllHí ,<II(IAJðlíUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 fclk í fréttum SKEMMTANIR Alltvitlaust á Hótel Islandi Rokksýningin Allt vitlaust átti ársafmæli í febrúar. Hún er í þann veginn að slá öll met hvað fjölda sýninga varðar, en þær eru komnar á sjöunda tug. Allt vitlaust var sýnd á Broadway fyrsta árið, haldið var upp á afmæli sýningar- innar í Sjallanum á Akureyri og hún hefur nú verið flutt í Hótel ísland. Leikmynd og lýsing á sýningunni hefur verið aðlöguð aðstæðum á Hótel íslandi og þar er nú rokkað og tjúttað á föstudagskvöldum. Allt vitlaust er mannmörg sýn- .ing; um þrjátíu manna hópur tekur þátt í henni. Söngvarar, dansarar og hljómlistarmenn bregða upp svipmyndum frá „gullöld rokksins", árunum frá 1956 til 1962. Um sextíu vinsæl lög frá þessu tímabili eru tengd saman með einföldum - og dálítið hugljúfum - söguþræði. Sýningin er afurð samstarfs þeirra Bjöms Bjömssonar, Gunnars Þórð- arsonar og Egils Eðvarðssonar, en saman mynda þeir fyrirtækið Grínland. „Við þremenningar völdum lögin og sömdum handrit, kynningar laga og söguþráð," segir Björn Bjöms- son. „Svo skiptum við með okkur verkum. Gunnar útsetti lögin og stjómaði hljómsveitinni fyrsta árið, Egill er leikstjóri sýningarinnar og ég hannaði leikmynd og búninga. Þessi sýning er það alskemmtileg- asta sem við höfum fengist við, hún er mjög hröð og fjörug. Við upplifð- um þessa tónlist á sínum tíma, spil- uðum allir í skólahljómsveitum. Lögin sem flutt eru i Allt vitlaust hafa svo verið á toppi vinsældar- lista í gegnum tíðina." Bjöm Bjömsson er nú yfírmaður innlendrar dagskrárgerðar á Stöð 2. Hann stofnaði fyrirtækið Hug- mynd ásamt Agli Eðvarðssyni árið 1980, eftir að hafa starfað við Sjón- varpið í áratug og verið í lausa- mennsku við sjónvarp, kvikmynda- gerð og leikhús. Bjöm og Egilí ráku Hugmynd í átta ár, en starfssvið fyrirtækisins var kvikmynda- og auglýsingagerð. Egill vinnur nú meðal annars við dagskrárgerð fyr- Söngvarar í Allt vitlaust eru þau Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Felix Bergsson og Sigríður Beinteinsdóttir. ir Sjónvarpið, þannig að þeir félag- ar eru komnir í nokkurs konar sam- keppni. Gunnar Þórðarson er landskunn- ur tónlistarmaður og á heiðurinn af útsetningum laganna í Allt vit- laust. Hann stjómaði sjö manna hljómsveit sýningarinnar fyrsta árið, eins og fyrr segir, en hefur nú snúið sér að öðru. Þegar sýning- in var flutt í Hótel ísland í síðasta mánuði urðu töluverðar manna- breytingar í hljómsveitinni, og að- eins tveir af þeim sem spiluðu áður halda áfram. Það em saxofónleikar- amir Stefán Stefánsson og Rúnar Georgsson. Bjöm Thoroddsen hefur tekið við stjórninni af Gunnari, Birgir Hrafnsson leikur á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, Kjart- an Valdimarsson á hljómborð og Þorsteinn Gunnarsson á trommur. Dansarar í sýningunni eru yfir- leitt fimmtán talsins og dálitlar mannabreytingar hafa orðið í hópn- um. Þeir koma úr Dansstúdíói Sól- eyjar, Kramhúsinu og Dansskóla Auðar Haralds. Ástrós Gunnars- dóttir og Nanette Nelms sömdu dansana en Sóley Jóhannsdóttir, Sæmi rokk og Didda gáfu góð ráð. Sagan sem tengir saman lögin í J Reuter Hljómsveitarstjórinn Jose Tamayo, tenórinn Placido Domingo og Juan Carlos Spánarkonungur gantast baksviðs. Reuter Soffía Spánardrottning spjallar við Domingo eftir sýningu í Madríd í vikunni. SPÁNN Kóngur, drottning og Domingo Tenórinn Placido Domingo söng í „Antologia de la Zarzuela" í Madríd síðastliðinn þriðjudag. Verkið verður ekki flutt oftar í bili, en þetta var sérstök uppfærsla á vegum Rauða krossins. Spánarkon- ungur, Juan ' Carlos, og Soffía drottning voru viðstödd sýninguna og heilsuðu upp á Domingo bak- sviðs að henni lokinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.