Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988
Dánartíðni í umferð og áfenjjiseftirlitsstuðull í 19 vest-
rænum löndum.
vestrænum löndum.
Afengisneysla,
sjúkdómar og slys
eftir Ólaf Ólafsson
Er ég dvaldist sem ráðgjafí Al-
þjóða heilbrigðisstofnunarinnar í
Kaupmannahöfn veturinn' 1984/85
gerði ég úttekt á áfengisstefnu 19
Evrópulanda og gerði jafnframt til-
raun til þess að meta afleiðingar
mismunandi áfengisstefnu.
Til þess að auðvelda samanburð
milli landa var hveiju landi gefinn
svokallaður áfengiseftirlitsstuðull
(Alcohol control score). Stuðullinn
er reiknaður út eftir þessum þátt-
um:
1. Framleiðslu og dreifingu áfengis
í landinu m.a. hvort sala áfengis
sé einhveijum takmörkunum
sett, eða það sé selt meira og
minna fijálst t.d. í matarverslun-
um. Einnig var tekið tillit til
afgreiðslutíma.
2. Verði áfengis miðað við kaup-
mátt.
3. Fræðslu um áfengi, auglýsingar
o.fl.
Upplýsingar fengust úr heilsu-
farsSanka stofnunarinnar. Norður-
löndin, að undanskilinni Danmörku,
eru með hæsta áfengiseftirlitsstuð-
ulinn. Stuðullinn fer hækkandi eftir
því sem eftirlitið er meira og að-
gengi að áfengi er minna.
Áfengissala,
lif rarsjúkdómar
og umferðarslys
Dánartíðni í umferð fer hratt
lækkandi eftir því sem áfengiseftir-
litsstuðullinn er hærri. ísland er í
neðsta flokki. Fylgnin er 0,71—
0,76, þ.e. marktæk P< 0,001.
Dánartíðni í umferðinni fer ört
hækkandi eftir því sem selt áfengis-
magn á hveija 100.000 íbúa eykst.
ísland er í neðsta sæti. Fylgnin er
0,77, þ.e. marktæk P< 0,001.
Dánartíðni í umferð fer þannig
ört hækkandi eftir því sem tíðni
skorpulifrar eykst. ísland er í neðsta
sæti. Fylgnin er 0,86—0,83, þ.e.
marktæk P< 0,001.
Áfengisnotkun
og önnur slys
Samtímis framangreindri rann-
sókn gerði ég úttekt á þætti áfeng-
is við drukknun, fall, brunaslys og
heimaslys meðal vestrænna þjóða.
1 ljós kom að áfengisnotkun gat
verið samverkandi þáttur í allt að
50—70% þessara slysa (meðaltal
30-35%).
Sérstök úttekt á um 7000 heima-
slysum á höfuðborgarsvæðinu á
árunum 1979 leiddi í ljós að áfengi
var samverkandi þáttur í um 40%
dauðaslysa (Heimaslys, Landlækn-
isembættið 1987). Hingað til hafa
ekki mörg vinnuslys hér á landi
verið skráð á kostnað áfengisnotk-
unar, en er stórt vandamál t.d. í
Danmörku, V-Þýskalandi og fleiri
löndum, þar sem bjór er almenn
neysluvara.
Áfengisnotkun
og ofbeldisslys
Samkvæmt upplýsingum frá
Alþjóða heilbrigðisstofnuninni er
áfengisnotkun samverkandi þátt-
ur í 70—90% ofbeldisslysa.
Könnun var gerð á kjálkabrotum
einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu
sem leituðu til Slysadeildar Borg-
Ólafur Ólafsson
„Línuritið um áfeng’is-
neyslu og ævilíkur er
að vísu ekki sönnun um
orsakatengsl fyrr-
nefndra þátta en renn-
ur styrkum stoðum
undir læknisf ræðilegar
staðreyndir.“
arspítalans fyrir nokkru. (Sigurjón
Ólafsson tannlæknir). í ljós kom
að hlutdeild slagsmála var 45% á
íslandi eða svipað og í Finnlandi.
í öðrum vestrænum löndum voru
slagsmál í 8—30% tilfella orsök
kjálkabrota. Athyglisvert var að
konur verða mun oftar fyrir kjálka-
brotum á íslandi en í nágrannalönd-
unum. Á íslandi var áfengisnotkun
samverkandi þáttur við kjálkabrot
í 90% tilfella.
Áfengissala og ævilíkur
Athugað var hvort breytileg
meðalævilengd í 17 löndum í Evr-
ópu stæði í sambandi við heildar-
áfengissölu í viðkomandi landi.
Marktækt samband (P< 0,05)
reyndist milli heildaráfengissölu og
meðalævilengdar karla en hins veg-
ar ekki marktækt samband milli
áfengissölu og meðalævilengdar
kvenna. Heildaráfengissala reynd-
ist skýra 30% af breytileika (vari-
ance) meðalævilengdar karla en
hinsvegar aðeins 13% fyrir konur.
Athyglisvert er að á íslandi er
áfengissala einna minnst og ævilík-
ur mestar. Það er alþekkt Iæknis-
fræðileg staðreynd að mikil
áfengisneysla styttir líf manna.
Annað, að konur neyta undantekn-
ingalaust mun minna áfengis, en
karlar. Þessar tvær staðreyndir
styðja þá tilgátu að með því að
draga úr heildarsölu megi auka
ævilíkur.
Línuritið um áfengisneyslu og
ævilíkur er að vísu ekki sönnun um
orsakatengsl fyrrnefndra þátta en
rennur styrkum stoðum undir lækn-
isfræðilegar staðreyndir. Mikil
ábyrgð fylgir að stuðla að auknu
áfengisflæði hér á landi.
Verðstýring og vínsala
Aðgengileiki og verðstýring að
verjilegu leyti virðast vera þeir
þættir sem stjóma áfengisneyslu.
Það er því mikil einföldun á flók-
inni orsakakeðju þegar birt eru línu-
rit er sýna að dregið hafi úr heildar-
áfengissölu í Svíþjóð samtímis því
að bjórsala hófst í vínbúðum þar
og jafnframt talið að sala bjórs
hafi valdið minni neyslu sterkra
drykkja! Það gleymist að samtím-
is þessum breytingum urðu mikl-
ar verðhækkanir á áfengi í
Sviþjóð og þá sérstaklega sterk-
um drykkjum. Ef bjórfrumvarp-
ið verður samþykkt á Alþingi
legg ég til að sterkri verðstýr-
ingu verði beitt til þess að freista
þess að koma í veg fyrir aukn-
ingu á áfengisflæði i landinu eins
og Svíar gerðu.
Samantekt
Áfengisstefnan er býsna ströng
á íslandi og þar af leiðandi er tíðni
skorpulifrar og dánartíðni í umferð
lægri en í öðrum löndum. Áfengis-
notkun virðist þó vera jafnoft sam-
verkandi þáttur í slysum og ekki
síst ofbeldisslysum á Islandi og í
nágrannalöndunum. Trúlega hefur
þó ströng áfengisstefna stuðlað að
langlífi á íslandi. Sala áfengis öls
virðist yfirleitt hafa aukið áfeng-
ismagn „í umferð“, t.d. á Norð-
urlöndunum ef dæma má af
reynslu Skandinava og Breta.
(Alcohol og Narkotika eftir H.V.
Fekjær, Brit. Journal Addiction).
Nokkrar deilur hafa orðið um
þetta atriði og stjómast þær meira
af tilfinningahita en rökrænni hugs-
un. Enginn hefur þó getað bent
á sönnun þess að sala áfengis öls
hafi að öllu jöfnu dregið úr
áfengisflæði! Með samþykkt bjór-
frumvarpsins í þeirri mynd sem það
er, tel ég að hleypt væri af stað
mjög vafasamri tilraunastarfsemi.
Út frá heilsufarslegu sjónarmiði get
ég því ekki gerst meðmælandi
frumvarpsins. Aðgerðir sem stuðla
að aukinni áfengissölu ganga gegn
yfirlýsingu stefnu um heilbrigði og
langlífi fyrir alla árið 2000.
Enginn vafi leikur á að verðstýr-
ing er mikilvægur þáttur við stjóm-
un á sölu áfengis og hefur þar af
leiðandi mikil áhrif á tíðni sjúkdóma
og slysa. Legg ég til að Alþingi
setji ákvæði í lög um að tekið skuli
tillit til tillagna heilbrigðisyfirvalda
í þessu efni en hingað til hafa heil-
brigðisyfirvöld vart verið virt viðlits
í þessu efni.
Höfundur er landlæknir.
Þráhyggja Albinu Thordarson
Athugasemd frá byggingafræðinemum í Horsens
Ekki alls fyrir löngu barst til
okkar námsmanna í byggingafræði
í Horsens, Danmörku, grein sem
er skrifuð af Albinu Thordarson
arkitekt. í fyrstu fannst okkur
greinin ekki svaraverð. Þar er gá-
leysislega og af þekkingarleysi far-
ið með staðreyndir. En sökum þess
hve áróðursgildi greinarinnar er
mikið gagnvart almenningi sjáum
við okkur ekki annað fært en að
leiðrétta þá villu, sem Albina veður
í.
Nýlega var kveðinn upp í Hæsta-
rétti dómur í máli sem Árkitektafé-
lag íslands höfðaði gegn þremur
byggingafræðingum. Málsóknin
íjallaði um það hveijir hefðu rétt
til þess að gera aðaluppdrætti að
byggingum. I 12. gr. byggingalaga
stendur að „arkitektar, verkfræð-
ingar, byggingafræðingar og bygg-
ingatæknifræðingar hafí leyfi til
þess að gera aðaluppdrætti af bygg-
ingum og hverskonar mannvirkjum,
hver á sínu sviði". Hvert er þá svið
byggingafræðinga? Hæstiréttur úr-
skurðaði byggingafræðingum rétt
til þess að gera svokallaðar arki-
tektateikningar. Arkitektar virðast
ekki geta unað við þessi málalok.
Albina skrifar að byggingafræð-
„ Arkitektar ætla sér
greinilegfa að einoka
þennan markað, og
skapa mjög svo erfiðan
atvinnugrundvöll fyrir
byggingafræðinga.“
ingur sé til jafns metinn á við stúd-
ent er sótt er um inntöku í arki-
tektafræði. Staðreyndin er sú að
það nægir að vera byggingaiðn-
fræðingur til þess að komast í arki-
tektaskóla og í ýmsum arkitekta-
skólum fær viðkomandi styttingu á
námi. Til að komast í bygginga-
fræðinám þarf viðkomandi að vera
byggingaiðnfræðingur eða arkitekt.
Þá er byggingaiðnfræðingur til
jafns metinn á við arkitekt.
Erlendis eiga byggingafræðingar
og arkitektar ekki við neina sam-
skiptaörðugleika að stríða; en vegna
smæðar markaðarins á Islandi og
tjölda arkitekta þar, eru þeir
skyndilega orðnir yfir alla aðra
hafnir og einir færir.
Skrif Albinu jaðra við atvinnuróg
sem á sér ekki hliðstæðu í okkar
annars ágæta þjóðfélagi. Arkitekt-
ar ætla sér greinilega að einoka
þennan markað, og skapa mjög svo
erfiðan atvinnugrundvöll fyrir
byggingafræðinga. Við það verður
ekki unað.
Um þessar mundir situr að störf-
um nefnd á vegum félagsmálaráðu-
neytisins sem vinnur að breytingum
og endurskoðun á byggingalögum.
Hefur það verið nokkurt undrunar-
efni meðal okkar byggingafræði-
nema hér í Danmörku að bygginga-
fræðingar skuli ekki eiga fulltrúa í
þessari nefnd. Aðrir tæknimenn svo
sem byggingatæknifræðingar,
verkfræðingar og arkitektar eiga
sína fulltrúa í nefndinni. Enda hefur
heyrst sá kvittur að nú eigi að
gleyma að geta byggingafræðinga
í 12. gr. byggingalaganna.
Byggingafræðinemar ÍBTH,
Horsens / Danmörku.