Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Jafnrétti kynjanna SUÐUR-AFRIKA: Útlagj gætu stuðlað að Heilbrigt þjóðfélag hlýtur að kosta kapps um að gera konum kleift að sinna móðurhlutverki sínu sem bezt. Samvera móður og barns er mjög mikilvæg, ekki sízt fyrstu mánuði og misseri á lífsferli bamsins. Lenging fæðingaror- lofs — í áfongum — úr þremur mánuðum í sex, sem Ragnhild- ur Helgadóttir beitti sér fyrir sem heilbrigðisráðherra, var stórt skref til réttrar áttar. Engu að síður eiga konur að hafa sama rétt og sömu stöðu og karlar til að nýta menntun sína og starfshæfni í þjóðfélag- inu. Þetta er eitt mikilvægasta grundvallaratriði almennra mannréttinda. Þar að auki þrýstir íslenzkt samfélag kon- um í æ ríkari mæli út á vinnu- markaðinn. Eftirspum eftir vinnuafli hefur um langt árabil verið meiri í flestum starfs- greinum en framboð, gagnstætt víðtæku atvinnuleysi í grann- ríkjum. Svo virðist og sem fyöl- skyldur þurfí oftar en ekki tvær fyrirvinnur til að mæta lífs- kjarakröfum líðandi stundar. Jafnrétti kynja, sem löngu er viðurkennt í orði, er ekki í höfn á borði, hvorki hérlendis né í grannríkjum, þó vissulega hafí miðað nokkuð áleiðis. Af þessum sökum hefur löggjafinn séð ástæðu til að koma á fót sérstöku Jafnréttisráði, sem hefur mörg jám í eldi. Og af þessum sökum fer víða fram í samfélaginu umræða og bar- átta fyrir jafnstöðu kvenna, meðal annars á starfs- og kjara- vettvangi. Asdís J. Rafnar, formaður Jaftiréttisráðs, víkur að þessum málum í grein hér í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugardag. í greininni er víða komið við. Meðal annars er drepið á stefnumótandi þátt fjölmiðla, ljósvaka- og prentmiðla, og nefnd sérstaklega könnun dr. Sigrúnar Stefánsdóttur á hlut kvenna í hljóðvarps- og sjón- varpsfréttum. „Niðurstöður könnunar dr. Sigrúnar Stefáns- dóttur benda til þess, að fjöl- miðlar endurspegli brejdt þjóð- félag að takmörkuðu leyti, með tilliti til stöðugt aukinna áhrifa kvenna í þjóðlífínu sem og at- vinnuþátttöku kvenna.“ Formaður Jafnréttisráðs greinir frá því að ráðið hafí beint þeim tilmælum til stjóm- valda „með bréfí til félagsmála- ráðherra í byijun febrúar sl., að hvert ráðuneyti og hver stofnun ríkisins móti sér stefnu eða áætlun um það, hvemig auka megi hlut kvenna í stjóm- unarstörfum hjá ríkinu og hvemig vinna megi að jafnrétti kynjanna á þessum vinnustöð- um“. Þá mun Jafnréttisráð leita eftir viðræðum við samtök vinnuveitenda, forstöðumenn einstakra fyrirtækja og samtök launþega á almennum vinnu- markaði í sömu erindagjörðum, sem og Samband íslenzkra sveitarfélaga og jafnréttis- nefndir sveitarfélaganna. Formaður Jafnréttisráðs tel- ur og mikilvægt að koma á fót náms-, starfs- og jafnréttis- fræðslu í skólum landsins, sem raunar sé lögbundin í jafnréttis- lögunum. Mikilvægt sé til dæm- is að skipuleggja sérstaka námsgrein fyrir 8. og 9. bekk grunnskóla og framhaldsskóla um vinnumarkaðinn og upp- byggingu atvinnulífsins til að auðvelda náms- og starfsval unglinga. Hluti þeirrar náms- greinar yrði fræðsla um ýmsa þjóðlífsþætti, sem varða hvern einstakling, svo sem jafnrétti kynjanna, sifjalög, stjómskipun lýðveldisins, kjarasamninga og skattkerfí. Þijár opinberar nefndir fjalla nú um ýmsa þætti jafnréttis- mála. Fjölskyldunefnd undir forsæti Ingu Jónu Þórðardóttur fjallar um dagvistarmál, sam- felldan skóladag og skattamál. Nefnd á vegum forsætisráð- herra, sem Hallgrímur Snorra- son veitir forstöðu, gengst fyrir könnun á launamun eftir kynj- um, sem Félagsvísindadeild Háskólans mun annast. Loks hefur nefnd undir forsæti Láru Júlíusdóttur skilað niðurstöðum til félagsmálaráðherra um laun og hlunnindagreiðslur kvenna og karla hjá ríkinu. Það er af hinu góða að þessi mál eru nú í vandlegri skoðun af hálfu stjómvalda. Ástæða er að taka undir lokaorð Ás- dísar J. Rafnar, formanns Jafn- réttisráðs, í Morgunblaðsgrein hennar: „Ef við ætlum að byggja upp þjóðfélag fijálsra og hamingju- samra einstaklinga, karla og kvenna, feðra, mæðra og bama, verður það ekki gert án virðing- ar fyrir þeim grundvallarmann- réttindum að hver einstaklingur sé metinn að eigin verðleikum en ekki eftir því hvort hann er kona eða karl.“ Aðskilnaðar stefn- an tekur sinn toll - eftir A.H. Heard Deilur hvítra og svartra í Suð ur-Afríku hafa á sér margar hlið- ar. Stöðugt berast fréttir af því hve hart er tekist á heima fyrir í Suður-Afríku. í þeirri grein, sem hér birtist, er hins vegar varpað Ijósi á aðra hlið málsins, landflótta frá Suður-Afriku og tjónið sem af honum hefur hlot- ist. Suður-afriskum útlögum fjölgar ört og það dregur úr möguleikanum á því að komið verði á sáttum í kynþáttadeilunni í Suður-Afríku. Þetta er niðurstaða mín eftir ferð um Bandaríkin, Bretland og Evrópu á síðustu mánuðum. Útlagamir eru svo að segja alls staðar - í Amster- dam, Lundúnum, Toronto, San Di- ego, Boston. Heil hersing suður- afrískra hæfileikamanna af ýmsum kynþáttum er tvístruð út um allan heim, og getur ekki snúið aftur vegna ríkjandi ástands heima fyrir. Þetta sýnir hversu mikinn toll að- skilnaðarstefna stjómarinnar í Suð- ur-Afríku tekur. Margir útlaganna, næmir og gáf- aðir menn, væru vel til þess fallnir að koma á reglu að nýju í Suður- AMku. Meðal þeirra eru prestar, sem starfa af einlægni í þægilegum sóknum eða halda uppi merki bar- áttunnar gegn aðskilnaðarstefn- unni. Margir harðsnúnir svartir andófsmenn leita frelsisins í her- búðum eða menntastofnunum langt í burtu frá ættjörðinni. Ég hef orð- ið var við sívaxandi fíölda tals- manna þess að gripið verði til refsi- aðgerða og harðrar stefnu gegn stjóminni í Pretoríu. Svartir og hvítir útlagar Ég hef kynnst fýrrverandi suð- ur-afrískum stjómmálamönnum með fijálslyndar skoðanir sem eyða síðustu ævidþgunum í hitunum í Kaljfomíu. Á vegi mínum urðu sagnfræðingar af Zulu-ættum á fyrirlestraferðum milli háskóla í Bandaríkjunum. Þar eru einnig lög- fræðingar sem fínnst margt hafa breyst síðan þeir fylgdu Robert Kennedy um Suður-Afríku á sjö- unda áratugnum. Ég kynntist ung- um svörtum útlaga í Toronto, sem fékk fj'öldann allan af byssuskotum í andlitið í uppreisn í Soweto árið 1976, en er samt engan veginn bit- ur í garð hvítra Suður-Afríkumanna í þessari kanadísku borg. I San Diego, þar sem loftslagið minnir mjög á Höfðaborg, er fyöldi suður-afrískra landnema, sem sum- ir hveijir flúðu harðræði hvítu valdamannanna og harðneskjuleg viðbrögð svertingja. Aðrir em íhaldsmenn sem yfírgáfu Suður- Afríku vegna þess að þeim fannst Botha forseti veita blökkumönnum of mikið. Þá eru fíölmargir hvítir karl- menn, sem hafa skotið sér undan herkvaðningu og yrðu leiddir fyrir rétt og hlytu hugsanlega áralangan fangelsisdóm, kæmu þeir aftur heim. Ef til vill eru engir útlaganna eins illa settir og þeir. Var meinað að berjast gegn nasisismanum — vegna litarháttar í Kalifomíu kynntist ég útlaga, sem var beinn í baki og bar sig hermannlega, með blandaðan litar- hátt og mjög suður-afrískan fram- burð. Hann hafði eytt mörgum árum fíarri ættjörð sinni eftir að hafa reynt, sem kynblendingur, að fá að ganga í suður-afríska herinn til að geta barist gegn kynþátta- stefnu Hitlers og harðstjóm hans í seinni heimsstyijöldinni. Hann fór til Bretlands og gekk í breska her- inn á grundvelli jafnréttis kynþátt- anna, og fluttist aldrei heim. Hann gagnrýndi auðvitað suður-afrísk stjómvöld, ekki aðeins þau sem nú eru við völd, heldur einnig forvera þeirra, stjóm Sameinaða flokksins sem Jan Smuts Ieiddi, en það var hún sem olli því að hann varð að yfírgefa ættjörð sína. Trúaðir og trúlausir í Bandaríkjunum varð ég var við að menn ályktuðu sjálfkrafa að væri einhver andvígur stjóm Suð- ur-Afríku hlyti hann annaðhvort að vera útlagi eða að vera að reyna sitt besta til að verða útlægur. Ég þurfti í eitt skipti að mótmæla þeg- ar mér var lýst sem „útlægum" útgefanda í útvarpsþætti í San Di- ego. Þann heiður verðskuldar Don- ald Woods, fyrrum ritstjóri systur- blaðs Cape Times í Austur-London, Táknræn mynd úr skemmtigarði i leika sér saman á fallbyssu. The Daily Dispatch, sem hefur ver- ið gerður ódauðlegur í kvikmynd Richards Attenboroughs Hróp á frelsi (Cry Freedom, sem Laugarás- bíó sýnir, innsk. þýð.). Suður-afrísku útlagamir eru svartir og hvítir, kristnir, gyðingar og múhameðstrúarmenn, trúleys- ingjar og efasemdamenn. Flestir þeirra hafa andúð á aðskilnaðar- stefnunni. Þeir eiga tvennt sameig- inlegt - þeir eru Suður-Afríkumenn, og þeim er annt um ættjörð sína. Sumir komast til metorða erlendis Reynsla Bills Hoffenbergs, sem áður var einn helsti læknir Höfða- borgar, lýsir vel hvemig suður- afrískum hæfíleikamönnum hefur verið tvístrað. Suður-afríska stjóm- in dæmdi Hoffenberg útlægan árið 1967 og hann fór til Bretlands — varð þar forseti hins konunglega læknaskóla. í æðstu dómarasætum Bretlands er að minnsta kosti einn dómari sem yfirgaf Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, en það gerði hann af sjálfsdáðum. Margir útlaganna aðlagast aldrei nýju heimkynnunum. Þeir þrauka í þeirri von, sem enn hefur ekki ræst, að róttækar breytingar verði í Suð- ur-Afríku, svo þeir geti snúið heim. Þeir hlusta með athygli á útvarps- stöðvar og reyna að lesa milli línanna í áróðri opinberu útvarps- stöðvarinnar í Suður-Afríku og bera það saman við hlutlægari fréttir frá BBC eða Voice of Ameríca. Margir þeirra útlaga sem ég ræddi við viðurkenndu að þeir hefðu miklar áhyggjur. Miðað við einstaka hæfíleika þeirra og mikla þörf fyrir þá í Suður-Afríku, em störf þeirra í útlegðinni lítilsigld. Fyrrverandi unglingaleiðtogi kirkjunnar sem ég þekki, maður sem gæti lagt mikið af mörkum í Suður-Afríku, er nú rekstrarráðgjafi í Massachusetts í Bandaríkjunum og hefur notið vel- gengni í starfí, en saknar þó alltaf ættjarðarinnar. Ánnar maður sem ég þekki, fyrr- um meþódistaprestur í Suður- Afríku, er forstöðumaður banda- rískra samtaka, sem styrkja suður- afríska blökkumenn vegna póli- tískra réttarhalda, en samt viður- kenndi hann í samtali við mig að hann hefði í 22 ár óskað þess mest Jóhannesarborg í Suður-Afríku. , að geta snúið heim. Á þeim tíma hafa bæði faðir hans og móðir ver- ið jarðsett í Höfðaborg án þess að hann hafí getað verið viðstaddur jarðarförina. Ég kynntist að minnsta kosti ein- um þekktum útlaga sem hugleiddi af alvöru að snúa aftur til Suður- Afríku og hætta á að verða kærður fyrir að hafa hunsað útlegðardóm sem hann fékk þegar hann flúði land fyrir mörgum árum. Enginn veit hvað lögreglan tæki til bragðs, birtist þessi maður einn góðan veð- urdag í höfuðstöðvum hennar og skráði nafn sitt í bókina sem hann þurfti að rita í vikulega þar til hann hætti því skyndilega og flúði. Frjálslyndir kaupsýslu- menn yfirgefa landið Það var mikið áfall fyrir málstað frjálslyndra þegar tveir atkvæða- miklir kaupsýslumenn, frekar ungir að árum, tóku allt í einu saman föggur sínar og fóru til Bretlands á liðnu ári. Þeir eru Gordon Wadd- ell, fyrrum rugbý-leikmaður frá Skotlandi og verðbréfasali í Suður- Afríku. Hann kom til Suður-Afríku fyrir mörgum árum og kvæntist dóttur demantajöfursins Harrye Oppenheimers, og varð máttarstólpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.