Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 50
 f ^ ooor 50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Matthildur Biömsdóttir skrifar frá Ástralíu: Þjóð innflytjenda Sextugir strákar í sportsokkum og stuttbuxum. Sextugar stelpur í kjól með perlufesti og nýlagt hár. Pönkarar með appelsínugula lokka sem standa stífir út í loftið. Feitar konur, mjóar konur, feitir karlar, mjóir karlar. Fínar konur, hirðuleysislegar konur og karlar. Skrýtið fólk og ekki skrýtið fólk, alls konar fólk af öllu þjóðernum og litbrigðum. Það er gaman að fara niður í bæ og gera ekkert annað en að horfa á fólk, allt þetta mismunandi fólk. Leika sér að því að gera sér ýmislegt í hugarlund sem auðvitað er alrangt allt saman. Stemmningin yfir mannskapn- um er svo suðræn í sólinni og hitan- um. Stundum sjást svitaperlur á enni. Ung, falleg kona situr uppi á vegg og bíður eftir strætó. Hún notar tímann til að ljúka úr nestis- kassanum sínum, stiýkur munninn með servíettu á eftir. Tekur upp varalit og varalitar sig með hand- taki þess sem ekki hefur áhyggjur af áhorfendum. Áhorfandi iðrast þess að hafa ekki haft myndavél til að taka mynd af svo skemmti- legu atviki götulífsins. Enska á mörgxim tungnm Kennari í bekk með innflytjend- ur frá mörgum þjóðum. Enska á víetnömsku, írönsku, japönsku, kínversku, pólsku, arabísku, ítölsku, norsku, þýsku, íslensku og fleiri tungumálum. Nemendur eiga oft erfitt með að skilja hveijir aðra vegna hinna mismunandi hljóða sem þeir eru vanir að tengja við hvert orð og hvem staf. Hvernig er þá fýrir kennara að hlusta á tungumál sitt talað með hreim allra þessara þjóðarbrota? Þetta er það sem margir ástr- alskir kennarar búa við, vita oft ekki hverrar þjóðar nemendur næsta bekkjar verða. En verða að læra að ná því hvemig hin mismun- andi hljóð sem koma frá mismun- andi tungumálum þýða hið sama þegar þessir einstaklingar eru að tala ensku sem sitt annað eða kannski þriðja tungumál. Það er innifalið í að tilheyra þjóð innflytjenda. Það er alltaf að koma fólk. Sumir koma nauðugir viljugir sem flóttamenn eða aðrir af öðrum ástæðum. Amor flækir suma í skrýtin ævintýri og ung þýsk kona er nýkomin sem hitti „sinn“ á ferðalagi í Grikklandi. Sumir hafa aðeins flúið kalt loftslag eins og ein ensk kona sem ég talaði við. Hún hafði búið í Englandi, verið ekkja og hafði það ekki gott. Ákvað að flytja til Ástr- alíu til að gefa bömum sínum betra líf. Hún var líka samankreppt af vöðvabólgu sem lagaðíst í hitanum. Þannig er andrúmsloftið ólíkt því sem gerist hjá þjóð eins tungu- máls. En svo furðulega sem það kann að hljóma í landi sem er sam- ansafn útlendinga, finnast stund- um fordómar í garð innflytjenda. Það er þá helst fólk sem að lang- feðgatali er ástralskt og hefur aldr- ei verið þar sem annað mál er tal- að og aldrei reynt að læra annað mál. Það horfír á innflytjendur sem „skrítið“ fólk, „strangers", þetta fólk er oft lítið menntað með mjög þröngan sjóndeildarhring, og er VERSLUNAR HUSIÐ SF Höfum opnað glæsilegt, nýttverslunarhúsnæði að Gerðubergi 1. Komdu og skoðaðu þær sjö verslanir sem þegar hafa opnað og kynntu þér þjónustu okkar. Á næstunni munum við opna enn fleiri verslanir, t.d. meðsportvörur, barnaföto.mJL^^^^^BB^^^^^3rL_— -- RlTFANGiV hárhCsið (jll aimenn m.a.WtPP^ litun. Van GUs joico bávsn' Opið 9-t8mla.t9U- ttmvniuðaga. 9 9 .t2\augarð^^|^gj speglar hársnyrUP -’ permanentog herrasnyrtWörur. lVrt\vörur. V> i ()\1 OG Aiskorin blompegia?spe8''' $g£J***-*t* 'Sg~ss!!T‘*k ^wnsíoivN VlKVOBlA -g-SSS ísréttum. „avlUunnar C/VEÉHÍISIÐ 8 77770. Sundlaug Norðurfell VERSLUNAfí^HÚSIÐ SF GERÐUBERG11 sérstakur hópur meðal Ástrala. Stærri en margur héldi í fljótu bragði. En skýrir viðbrögð sem maður verður stundum fýrir. Það hefur víst líka oft verið þannig að eldri innflytjendur hafa gert nýjum innflytjendum erfitt fyrir í stað þess að hjálpa þeim að fóta sig eins og allir þurfa að gera sem koma í nýtt land. Það var einskon- ar samkeppni og hræðsla um að hinir nýju innflytjendur myndu taka eitthvað frá þeim eldri. En ég held að það sé að verða liðin tíð. Þá getur Islendingurinn oft ekki annað en hugsað með sér að þá sé nú sín þjóð betri og víðsýnni því flestir kunna eitthvert hrafl í öðru tungumáli og að íslenska þjóðin viðurkenni nauðsyn þess að tala tungur annarra þjóða. Slíkur hugsunarháttur hefur ekki verið almennur hér þó undarlegt kunni að virðast, en er rétt að byija að heyrast. Mikilvægi tungumálakunnáttu Yfirvöld hafa verið að tala um að sem flestir þyrftu að læra tung- ur nágrannaþjóðanna og mestu viðskiptaþjóðanna sem eru Kína, Japan, Indland og fleiri, og að það sé almennt gott að kunna fleiri tungumál en sitt eigið. En ég er hrædd um að það verði langt þang- að til sá hugsunarháttur hefur tek- ið sér bólfestu í hugum fólks al- mennt. Nemendur á seinna stigi skyldu- náms eru ekki skyldugir að taka annað tungumál, en nokkur tungu- mál eru í vali eins og t.d. þýska, franska og japanska. Innflytjendur á skólabekk Meðal flóttamanna sem nýlega hafa sest á skólabekk hér í Adel- aide til að læra ensku fýrir þá sem þegar kunna nokkuð er verslunar- maður frá Iran sem er bahaitrúar og yfírgaf miklar eignir. Tvo bíla, tvö hús og ótal margt fleira sem hann fómaði fyrir frelsið. Hann var í mikilli lífshættu en komst til Pakistan þar sem honum tókst að ná sér í vegabréfsáritun hingað. Þessi maður ber það ekki með sér að hann hafí átt í öllum þessum átökum. Andlit hans og viðmót allt býr yfír heimspekilegri ró og hann hefur hlýjan glampa í augum. Svo em nokkrir flóttamenn frá Víetnam, einn þeirra hefur verið hér um nokkurt skeið en kona hans og böm höfðu dvalið, að ég held, í þijú ár í flóttamannabúðum en em nýkomin hingað. Það var því við hæfí að bekkurinn óskaði honum til hamingju með endur- fundina. Einn Víetnamanna hafði lifað góðu lífí sem lögregluþjónn en eftir að kommúnistar komust til valda neyddu þeir hann til að VINSÆLI HUGBLJNAÐURINN HUGBUNAGUR - TÖLVUR - HÖNNUN KENNSLA - ÞJÚNUSTA - RAÐGJÖF SKERFISÞRÖUN HF. Armúli 38. 108 Reykjavík Símar: 688055 • 68 7466
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.