Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988
41
amir
fríði
ensk-bandarísks fjármálaveldis og
virtur talsmaður frjálsrar flölmiðl-
unar. Hinn er Tony Bloom, sem rak
stærsta hveiti- og brauðsölufyrir-
tæki Suður-Afríku og var ef til vill
hreinskilnasti gagnrýnandi suður-
afrísku stjómarinnar úr röðum
kaupsýslumanna. Þessir tveir voru
meðal atkvæðamestu frumkvöðl-
anna í viðskiptalífínu í Suður-
Afríku árið 1985 og hættu á að
reita stjómvöld til reiði þegar þeir
áttu viðræður við leiðtoga skæm-
liðahóps Þjóðarráðs Afríku í Lusaka
í Zambíu. Þeir em nú í Bretlandi,
og verða þar líklegast til frambúð-
ar. Það var mikill missir fyrir Suð-
ur-Afríku, og ekki sá fyrsti.
Frægasti útlaginn er þó Oliver
Tambo, 70 ára gamall leiðtogi Þjóð-
arráðs Afríku, sem hefur verið í 25
ár erlendis. Ég man enn eftir hvað
hann saknaði ættjarðarinnar mikið
þegar ég tók viðtal við hann í Lon-
don árið 1985.
Gætu lagt mikið af mörkum
Á margan hátt em þessir svörtu
og hvítu menn fyrsti hópurinn, sem
Reuter
Afkomendur hvítra og svartra
hrekst frá Suður-Afríku, og leggur
á veikari herðar þá ábyrgð að fást
við ofbeldið heima fyrir. Jafnvel úr
röðum Búa, sem víða um heim hafa
fengið orð á sig fyrir að gefast aldr-
ei upp, em menn sem hafa hlaupist
undan merkjum, eins og heyra má
ef hlustað er á hreim og tungutak
manna á stöðum eins og Houston
og Boston í Bandaríkjunum, sér-
staklega lækna.
Kæmu þessir ólíku menn aftur
heim gætu þeir lagt mikið af mörk-
um til að lausn fyndist á ástandinu
í Suður-Afríku. Sumir hafa fengið
orð á sig fyrir að vera talsmenn
ofbeldisaðgerða, aðrir ekki, en
næstum allir hafa eitthvað fram að
færa.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um skilyrði þess að friður komist á
í Suður-Afríku - svo sem að neyðar-
ástandinu verði aflétt, hersveitir
verði kallaðar frá sýslum blökku-
manna og að pólitískir fangar verði
leystir úr haldi. Væri útlögunum
boðið að snúa heim, og þeim veitt
skilyrðislaus sakaruppgjöf, gæti
það stuðlað að friði í Suður-Afríku.
Höfundur er fyrrum ritstjóri
Cape Times i Höfðaborg.
Hann starfar nú sjálfstætt sem
blaðamaður.
Frá fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs i Átthagasalnum á laugardaginn.
Morgunblaðið/Sverrir
Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs:
Island í óvinahöndum er
Noregshaf í óvinahöndum
HERNAÐARLEG aðstaða íslands og Noregs mótast af hnattstöðu land-
anna og legu þeirra við Noregshaf. Herfræðileg aðstaða Noregs ræðst
auk þess af nálægð okkar við Kóla-skaga. Tæknileg þróun og sam-
skipti stórveldanna á alþjóðavettvangi hafa einnig áhrif og magna
gildið sem felst i hnattstöðunni. Gifurlega mikilvægir hernaðarlegir
hagsmunir skarast í næsta nágrenni okkar. Herafli sem er í næsta
nágrenni við Noreg og sem lætur að sér kveða í nágrenni við lönd
okkar getur verið notaður við hagsmunagæshi langt frá Norður-
Evrópu. Átök sem verða í fjarlægum heimshlutum kunna þannig að
hafa áhrif á öryggi bæði íslands og Noregs. Við getum ekki lengur
notið öryggis af þeirri ástæðu einni, hve fjarri við erum uppsprettu
alþjóðadeilna eða vegna þess að við búum afskekkt. Við getum ekki
heldur treyst einvörðungu á varnarmátt vinveittra flotavelda. Þannig
komst Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, að orði í upp-
hafi máls síns á laugaradag, er hann flutti erindi um ísland, Noreg
og varnir NATO á fjölmennum fundi Samtaka um vestræna samvinnu
og Varðbergs. Ráðherrann dvaldist hér á landi í boði Samtaka um
vestræna samvinnu.
Johan Jörgen Holst rakti megin-
drætti í stefnu Noregs í vamar- og
öryggismálum og hvemig Norðmenn
hefðu bmgðist við auknum vígbúnaði
á norðurslóðum, sem hann taldi í
beinum tengslum við keppni og
spennu í samskiptum austurs og
vesturs. Um ísland sagði hann meðal
annars: „íslandi hefur verið líkt við
flugmóðurskip, sem ekki er unnt að
sökkva, í hliðinu milli Atlantshafs
og Noregshafs. Hver sá sem ræður
yfir þessu hliði ræður yfir siglinga-
leiðunum milli Norður-Ameríku og
Norður-Evrópu. ísland í óvinahönd-
um jafngilti því að Noregshaf væri
í óvinahöndum. Auk þess er ísland
miðja vegu í beinni línu á milli Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna."
Vamarmálaráðherrann sagði, að
langdrægur kjarnorkuherafli Sov-
étríkjanna og aukin geta sovéska
flotans til að láta að sér kveða setti
mestan svip á hemaðarstöðuna á
norðurslóðum. Þessum herafla væri
ekki beint gegn Noregi og íslandi
sérstaklega en hins vegar hefði hann
óhjákvæmilega áhrif á stöðu okkar
og gerði hana flóknari. Ómetanlegt
væri að geta haldið uppi eftirliti frá
Islandi. Þetta eftirlit með ratsjár-
stöðvum á landi og úr flugvélum
væri mikilvægur liður í heildareftir-
liti Atlantshafsbandalagsins í norð-
urhöfum. Hefði skapast verkaskipt-
ing í þessu efni milli Noregs og Is-
lands, þar sem frá Noregi væri fylgst
með norð-austurhluta svæðisins en
frá Keflavík væri fylgst með því sem
er að gerast annars staðar á Noregs-
hafi. Norðmenn fögnuðu því að ráð-
ist hefði verið í að reisa tvær nýjar
ratsjárstöðvar við Bolungarvík og á
Langanesi. Sú staðreynd að þær yrðu
reknar af Islendingum endurspeglaði
mikilvægt nýmæli ! stefnu íslands í
öryggismálum. „Það undirstrikar þá
ætlun íslendinga að standa við skuld-
bindingar sínar gagnvart bandalag-
inu og er mikilvægt og þarft framlag
til að efla samheldni og samstöðu
innan bandalagsins."
Hann sagði að siglingaleiðimar
milli Noregs og Mið-Evrópu væri
unnt að veija frá flugvöllum í Nor-
egi og á íslandi og þeim væri einnig
unnt að ógna þaðan. „Félli Noregur
lenti ísland í hættulegri stöðu. Félli
ísland þá væri Noregur líklega tap-
aður. í báðum tilvikum yrði geta
bandalagsins til að halda Mið-Evrópu
stórlega skert."
Aukin þekking íslendinga og meiri
ábyrgð þeirra í vamarmálum mun
skapa traustari grundvöll undir sam-
vinnu Norðmanna og íslendinga í
vamar- og öryggismálum."
Glasnost og öryggismálin
Eftir að vamarmálaráðherrann
hafði flutt erindi sitt svaraði hann
spumingum fundarmanna. Hannes
Jónsson sendiherra spurði ráðherr-
ann að því, hvort hann teldi ekki að
hinir nýju þættir í stefnu Sovétríkj-
anna undir forystu Mikhaíls Gor-
batsjovs, sem kenndir væru við
glasnost og perestrojku hefðu áhrif
á stefnu Sovétríkjanna í öryggismál-
um og kynnu að leiða til breytinga
hér á norðurslóðum og annars staðar.
Johan Jörgen Holst sagði, að við
mat á vamar- og öryggismálum yrði
Morgunblaðið/Sverrir
Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, og Þorsteinn Páls-
son, forsætisráðherra, þegar þeir hittust í skrifstofu forsætisráð-
herra á laugardag.
í lok ræðu sinnar rakti Holst meg-
indrættina í stefnu íslands í vamar-
málum. Hann sagði að sú staðreynd,
að íslendingar væru ekki með eigin
herafla kynni að hafa valdið því, að
á íslandi hafi skort sérþekkingu á
sviði her- og öryggismála. Nú væri
þetta hins vegar að breytast. íslend-
ingum væri orðið það ljóst að þeir
byggju á einu hemaðarlega við-
kvæmasta svæði heims og það kall-
aði á ábyrgð og kynni að hafa í för
með sér hættu. Norðmenn og íslend-
ingar hefðu verið neyddir til þess að
deila sömu örlögum í þessu efni.
„Sameiginleg arfleifð okkar ætti að
leiða til þess að við tökum höndum
saman andspænis þessari ögrun.“
Og erindi sínu lauk norski vamar-
málaráðherrann með þessum orðum:
„íslendingar taka nú æ virkari þátt
í umræðum um Norður-Atlantshafs-
svæðið. Þið eigið sæti í hermálanefnd
NATO. Að nýju ratsjárstöðvamar á
íslandi verða mannaðar íslendingum
er skref í sömu átt. íslendingar munu
láta sig öryggis- og vamarmál meira
skipta þegar fram líða stundir. Ég
fagna þessari þróun, sem mun gera
íslendingum kleift að hafa meiri áhrif
á ákvarðanir, sem eru teknar og
snerta öryggishagsmuni íslands.
einkum að hafa tvennt í huga, mátt
og áform. Stefna Gorbatsjovs hefði
engu breytt í því efni að hemaðarleg
geta eða hemaðarmáttur Sovétríkj-
anna væri mikill og vaxandi á norð-
urslóðum. Þessum herafla væri unnt
að beita með skömmum fyrirvara og
það tæki langan tíma að draga úr
honum eins og að byggja hann upp.
Þá væri enn engin vissa fengin fyrir
því að Gorbatsjov næði því fram sem
hann vildi. Á Vesturlöndum hlytu
menn að minnast þess hvemig fór
fyrir Níkíta Khrústsjov, sem var
hrakinn frá völdum.
Við gætum ekki treyst því, að
þróunin í Sovétríkjunum yrði á þann
veg sem við helst kysum. Vamir
væru tryggjng og þótt vel gengi
þætti öllum skynsamlegt að sjá til
þess að tryggingar þeirra væru í lagi,
ef eitthvað færi úrskeiðis. Hann
væri ekki þeirrar skoðunar að Sovét-
menn hefðu uppi skipuleg áform um
heimsyfirráð en þeir gripu tækifærin,
þar sem þau gæfust og vígtól þeirra
væru tæki, sem kynnu að gefa þeim
tækifæri við ákveðnar aðstæður, svo
sem ef slegið væri slöku við í að-
gæslu hjá nágrönnum. Um leið og
þetta væri sagt teldi hann nauðsyn-
legt að stuðla að viðræðum um að
skapa traust milli þjóða og ef til vill
væru aðstæður til þess betri núna
en oft áður og þá ætti auðvitað að
nýta þær.
Flotastefna Bandaríkjanna
Kjartan Gunnarsson spurði vam-
armálaráðherrann um afstöðu Norð-
manna til flotastefnu Bandaríkjanna,
sem hefði verið mjög til umræðu
undanfarin misseri.
Johan Jörgen Holst sagði, að
margir hefðu sagt mikla vitleysu um
flotastefnu Bandarílqanna á norður-
slóðum undanfarið. Þeir sem töluðu
mest um þetta virtust hafa á *pví
minnst vit og taka mið af umræðum
um fjárlög Bandaríkjanna, sem auð-
velt væri að misskilja, ef menn vissu
ekki um hvað málið snerist í raun
og veru.
Vamarstefna NATO byggðist á
svokölluðum framvömum, það er að
segja ætlunin væri að halda óvininum
í skeflum eins nærri hans eigin landi
og kostur væri, ef til átaka kæmi.
Þessari stefnu hefði verið markvisst
fylgt eftir í Mið-Evrópu og hún ætti
jafnt við á höfunum. Til þess að fram-
fylgja henni á norðurslóðum væri
nauðsynlegt að floti Bandaríkjanna
og skip annarra NATO-ríkja gætu
látið að sér kveða eins norðarlega
og kostur væri. Til þess að veija sigl-
ingaleiðimar yfir Atlantshaf væri
nauðsynlegt að halda sovéska flotan-
um eins norðarlega og kostur væri,
ef flugvellir í Noregi eða á íslandi
féllu í óvinahendur væru þessar vam-
ir úr sögunni.
Nefndi Holst þijár ástæður fyrir
því, hvers vegna eðlilegt væri að flot-
ar Bandaríkjamanna og annarra
bandamanna Norðmanna sæktu
norður á bóginn. í fyrsta lagi væri
hentugast vegna aðstæðna á hafinu
að halda sovéska flotanum í skefjum
þar sem hafsvæðið væri þrengst við
nyrstu strendur Noregs. í öðm lagi
væm aðstæður þannig, að ætluðu
Sovétmenn að leggja Noreg undir
sig gætu þeir það ekki nema með
því að senda liðsafla til árása af sjó.
Það yrði að koma í veg fyrir slíkar
árásir með herskipum fyrir utan
norðurströnd Noregs. í þriðja lagi
þyrftu bandarísk skip að styrkja
landvamir í Norður-Noregi.
Vamarmálaráðherrann sagði að
til marks um gildi bandarísku flug-
móðurskipanna fyrir vamir Noregs
mætti nefna, að þau æfðu sig nú
reglulega innan norska skeijagarðs-
ins. Þar mætti veita þeim vemd fyr-
ir árásum kafbáta og loftárásum
flugvéla hvort heldur þær kæmu úr
vesturátt af hafi eða úr norðri. Tstldi
Johan Jörgen Holst fráleitt að Ííta
bæri á þessi umsvif flota Banda-
ríkjanna og annarra vinaþjóða Nor-
egs sem sérstaka ógnun við víghreið-
ur Sovétmanna á Kóla-skaga. Engar
slíkar ráðagerðir fælust í þessum
ráðstöfunum til að auka vamir Nor-
egs og vemda siglingaleiðimar yfír
Norður-Atlantshaf.
m