Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Norður-írland: Þrír sæta ákæru vegna morðanna á hermönnunum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SÍÐASTLIÐINN laugardag voru tveir menn ákærðir fyrir morðin á bresku hermönnunum. Þriðji maðurinn var ákærður á sunnu- dag. Búist er við handtöku á fleiri IRA-félögum á næstunni. Thoméis Hawkins verslunareig- andi var úrskurðaður í hálfs mánað- ar gæsluvarðhald á sunnudag. Hann var ákærður fyrir að halda upplýsingum leyndum fyrir lögregl- unni og leyfa hryðjuverkamönnum að nota verslun sína. Alexander Murphy og Henry Maguire, báðir félagar í IRA, voru dregnir fyrir rétt á laugardag og ákærðir fyrir morðin á bresku her- mönnunum tveimur, Wood og How- es. Lögreglumaður skýrði réttinum frá því, að báðir mennimir hefðu verið handteknir laugardaginn, sem morðin voru framin. Slitrur úr föt- um hermannanna og blóði drifín glerbrot fundust í fötum þeirra og vom sams konar og fundust á morð- staðnum. Einnig hefðu fundist á morðstaðnum för eftir sams konar skó og annar þeirra var í. Thomas Travers dómari (IRA skaut dóttur hans til bana fyrir §ór- um árum) varð ítrekað að áminna lögfræðing IRA-mannanna um að trufla ekki störf réttarins. Lögfræð- ingurinn spurði hvað eftir annað út í, hvort lögreglan styddist við ljósmyndir og krafðist þess að fá að vita, hvaðan þær ljósmyndir væru komnar. Lögreglan sagðist vera að vinna úr miklum fjölda ljós- mynda, en dómarinn féllst hins veg- ar á, að lögreglan þyrfti ekki að gefa upp heimildarmenn sína á þessu stigi. Þegar morðin áttu sér stað, tók IRA fílmur af öllum ljósmyndurum, sem náðist til, og voru nöfn þeirra, sem voru með blaðamannaskírteini, skrifuð niður. Ef ljósmyndaramir létu ekki undan strax, var þeim gert ljóst, að IRA-mennimir væm vognaðir. í The Sunday Times síðastliðinn sunnudag birtust myndir af árás- inni, þar sem má þekkja ýmsa for- ingja IRA. Það er ljóst, að þeir fóm fyrir árásinni á hermennina. Blaðið segir, að myndum þessum hafí ver- ið smyglað út úr Belfast, en ljós- myndarar blaðsins urðu að láta IRA í té filmur sínar af þessum atburði. Háttsettir menn innan Irska lýð- veldishersins hafa kvartað undan því, að þessar myndbirtingar stofni lífí manna í voða. Reuter Einn pólitísku fanganna sem látnir voru lausir í Nicaragua á sunnu- dag. Nicaragua: Eitt hundrað pólitísk- ir fangar látnir lausir Managua, Reuter. STJÓRNVÖLD í Nicaragua bjuggu sig í gær undir áfram- haldandi viðræður við kontra- skæruliða eftir að hafa látið lausa 100 pólitíska fanga eins og gert hafði verið ráð fyrir í samn- ingi sem undirritaður var í síðustu viku. Búist er við að við- ræðurnar sem hófust í gær í Sapoa snúist um vandamál sem þarf að leysa til þess að hægt sé að koma á hlutlausu svæði fyrir kontra-skæruliða. Samkvæmt vopnahléssamkomu- laginu sem gert var í Sapoa á mið- vikudaginn í síðustu viku er gert ráð fyrir því að kontra-skæruliðar flytji stöðvar sínar á umsamin svæði fyri^ 15. aprfl í þeim tilgangi að minnka spennuna í landinu meðan á vopnahlésviðræðunum stendur. Á sunnudag voru eitt hundrað pólitíska fangar látnir lausir og er það talin fyrsta vísbending um að stjómin í Nicaragua ætli að standa við samninginn sem var undirritað- ur í sfðustu viku. 1.000 fangar vom látnir úr fangelsum í Nicaragua á síðasta ári og hefur stjómin marg- sinnis lýst því yfír að fleiri yrðu ekki látnir lausir fyrr en samið hefði verið um frið við kontra-skæmliða. Meðal þeirra fanga sem látnir vom lausir úr Tipitapa-fangelsinu á sunnudag em nokkrir sem gmn- aðir em um að vera samstarfsmenn kontra-skæraliða. Miguel Obando Y Bravo kardináli fyrrum milligöngu- maður í friðarviðræðum kontra- skæmliða og sandinistastjómarinn- ar í Nicaragua hefur sagt að fjöldi pólitískra fanga í landinu sé nálægt 3.300 og að þeirra á meðal séu 1.500 stuðningsmenn kontra og stríðsfangar. Ríkisútvarpið í Nicaragua skýrði frá því um helgina að samninga- maður kontra-skæmliða, Adolfo Calero, hafí sagt að samkomulagið sem undirritað var í Sapoa feli ekki í sér að kontrar láti af hendi vopn. Ekki hefur slegið í brýnu milli skæmliða og stjómarhers í landinu frá því samkomulagið var undirrit- að. Sovéskur eldflaugakafbátur af gerðinni „Delta“ á siglingu á Noregshafi. Minnkandi flotaumsvif Sovétmanna: Ekki ijóst hvort breyting-arnar eru varanlegar - segir Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs JOHAN Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, telur of snenunt að segja til um hvort minnkandi flotaumsvif Sovétmanna á undanförnu ári boði varanlegar breytingar á flotastefnu þeirra. Hins vegar hafi umsvif flota þeirra á norðurslóðum minnkað verulega á síðasta ári og kunni að vera hægt að rekja þetta til örðugleika í sovésku efnahagslífi. Kom þetta fram á fundi Holst með íslenskum blaðamönnum á laugardag en þann dag flutti hann erindi á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varð- bergs á Hótel Sögu i Reykjavik. í nýjasta hefti tímaritsins Ja- ne’s Defence Weekly segir að umsvif flota Sovétmanna víða um heim hafí minnkað á síðasta ári og að líkindum megi rekja það til efnahagsörðugleika í Sovétríkjun- um. Johan Jörgen Holst sagði að flotaumsvif Sovétmanna hefðu áður tekið breytingum frá ári til árs og þvf væri of snemmt að segja til um hvort um varanlega breytingu væri að ræða. „Ég vil frekar bíða í eitt ár til viðbótar. Þá er ef til vill unnt að gera sér grein fyrir hver þróunin er. Sovét- menn hafa yfírleitt efnt til mikilla flotaæfínga um páskaleytið og ég tel rétt að bíða og sjá hvað gerist nú áður en dómar em felldir í þessu efni,“ sagði hann. Holst sagði að umtalsverðar breytingar hefðu átt sér stað í nágrenni Nor- egs á síðasta ári. Bæði hefðu færri skip verið á þessum slóðum auk þess sem staðsetning þeirra hefði verið önnur en menn ættu að venjast. „Ef til vill tengjast þessar breytingar erfíðleikum í efnahagsmálum, það er gífurlega kostnaðarsamt að halda úti flota. Hins vegar kann að vera að Sovét- menn hafí einfaldlega breytt áætl- unum um umsvif flotans". Stýriflaug'ar í kaf- bátum Fregnir hafa borist af því að Sovétmenn hafí Qölgað stýri- flaugum í kafbátum sínum að undanfömu á kostnað lqamorku- eldflauga. Fullyrt hefur verið að rekja megi þetta til afvopnunar- sáttmálans, sem undirritaður var í Washington á síðasta ári og kveður á um algera upprætingu meðal- og skammdrægra kjam- orkueldflauga á landi. Holst var spurður hvort hann teldi rétt að líta á þessa þróun sem bein við- brögð Sovétstjómarinnar við af- vopnunarsáttmálanum. „Ég tel að of stuttur tími sé um liðinn til að kveða upp úr um þetta. Við vitum hins vegar að Sovétmenn nýta allt sem þeir hafa og taka sjaldnast nokkuð úr umferð. Bæði Bandaríkjamenn og Sovétmenn leggja nú mikla áherslu á stýriflaugar og ég tel að þeim muni flölga enn frekar ef ekki tekst að semja um tak- markanir þess háttar vopnakerfa. Við höfum áhyggjur af þessari þróun því í henni felst aukin hætta á vaxandi spennu," sagði Holst. „Við getum í raun aldrei sannað hvort Sovétmenn hefðu ekki gert þetta hefði Washington-samning- urinn aldrei verið gerður. Við vit- um einungis að þetta hefur gerst. Sagan er ekki vön að sýna hvaða möguleikar vom fyrir hendi á annars konar rás atburða," bætti Holst við. Hann sagði ekki óhugs- andi að minnkandi flotaumsvif Sovétmanna myndu hafa einhver áhrif á framvamarstefnu NATO og Bandaríkjaflota í þessum heimshluta. Meginhlutverkið væri að tryggja siglingar frá Ameríku til Vestur-Evrópu á óvissu- eða átakatímum og því væri brýnt að halda flota Sovétmanna fjarri þessum slóðum. Eldflaugakaf- bátar Sovétmanna gætu nú haldið sig norðar en áður og þytftu því ef til vill ekki á jafn öflugri vemd- un árásarkafbáta að halda, sem aftur gæti orðið til þess að þeim yrðu fengin önnur verkefni á spennutímum. „Því verður að halda uppi vissum þrýstingi án þess að Sovétmenn telji eldflauga- bátunum ógnað," sagði ráðher- rann og bætti við að eftirlit með sovésku eldflaugabátunum væri gífurlega erfítt verkefni ekki síst sökum þess að þeir yrðu sífellt hljóðlátari. Slökun á spennu á norðurslóðum Sovétmenn hafa lagt til að ut- anríkismálanefndir þjóðþinga Norðurlanda, Kanada og Banda- ríkjanna ræði við sovéska starfs- bræður sína um leiðir til að draga úr spennu á norðurslóðum og kom sovésk sendinefnd hingað til lands fyrr í mánuðinum til að kynna hugmyndir þessar. Holst kvaðst ekki vilja tjá sig um hvort tillaga þessi væri uppbyggileg. „Þing við- komandi ríig'a þurfa að komast að niðurstöðu um hvað er viðeig- andi í þessu efni. Ríkisstjómir við- komandi ríkja munu þurfa að sjá til þess að slíkar viðræður bijóti ekki geng þeim stjómarskrárá- kvæðum sem gilda um verksvið þings og ríkisstjómar. í flestum ríkjum sér ríkisstjómin um fram- kvæmd utanríkisstefnunnar þó svo þing viðkomandi þjóða móti hana.“ Endurnýjun kjarn- orkuvopna Holst var næst spurður hvert væri álit norskra yfírvalda á áætl- unum Atlantshafsbandalagsins um að endumýja skammdræg kjamorkuvopn í Vestur-Evrópu en þetta atriði var eitt helsta umræðuefni leiðtoga NATO-ríkja á fundi þeirra í Bmssel í byijun þessa mánaðar. „I Noregi er engin kjamorku- vopn að fínna og við höfum ekki í hyggju að breyta stefnu okkar. Við eigum mikið undir því að önnur ríki skilji og virði stefnu okkar. Á sama hátt verðum við að virða stefnu annarra aðild- arríkja bandalagsins. Varðandi skammdrægu kjamorkuvopnin tel ég heppilegt að ekki verið flanað að neinu. Við verðum að meta stöðuna eftir Washington-samn- inginn auk þess sem hugsanlegt er að risaveldin semji einnig um fækkun langdrægra kjamorku- vopna,“ sagði Holst. Hann bætti við að jafnræði og stöðugleiki ætti bæði við um hinn hefðbundna herafla og kjamorkuheraflann. Þá yrði einnig að taka tengsl þessa tveggja til skoðunar og það væri raunar ávallt gert við mótun vamaráætlana. Holst benti á að fækkun vopna þyrfti ekki ævinlega að vera samningsatriði. Einhliða fækkun gæti virkað sem hvati á andstæð- inginn. Þannig hefði Atlantshafs- bandalagið einhliða dregið vem- lega úr slagkrafti kjamorkuheraf- lans í Vestur-Evrópu. Viðbrögð Sovétmanna hefðu hins vegar verið dræm og ef til vill hefði bandalagið ekki kynnt þessa fækkun sem skyldi. „Ég hef einkum áhyggjur af vígvallarvopnum með kjamorku- hleðslum og ég tel að leggja beri áherslu á fækkun þessara vopna. Þau raska stöðugleika og gætu skapað hættuástand á spennutím- um. Holst sagði þetta einnig gilda um skammdræg kjamorkuflug- skeyti í Evrópu, sem draga innan við 500 kílómetra og Washing- ton-sáttmálinn tekur ekki til. „Því væri fráleitt að semja eingöngu um upprætingu flugskeytanna en ekki fækkun vígvallarvopna. Slíkt væri einfaldlega órökrétt".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.