Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Idm Þau leiðu mistök urðu i unglingaflokki 80 kg og undir að rangur sigurvegari var tilkynntur. Vilhjálmur Hauksson (t.h.) var sagður sigurvegari og afhentur bikar og gullpeningur en skömmu síðar var hann að skila hvortveggja til Hans Kristjáns Einarssonar. frá fyrri einvígum þeirra um ís- landsmeistaratitilinn. Margrét Sigurðardóttir hafði nokkra yfírburði í kvennaflokkn- um, þótti mikill kroppur og spengileg, en hún var að keppa í fyrsta skipti eftir að hafa æft í tvö ár. í unglingaflokki vann Sól- mundur Öm Helgason örugglega, en hann er átján ára gamall. „Eg fór í keppnina til að sigra, en auðvitað ber maður virðingu fyrir andstæðingunum. Ég er búinn að æfa vaxtarrækt í fímm ár, byijaði 13 ára gamall og fékk áhugann þegar ég var að fletta erlendum blöðum um vaxtarrækt. Ég hef æft þijá tíma á dag í mörg ár og set markið hátt, sleppi ekki úr degi við æfíngamar. Við sjáum svo til hvað kemur útúr þessu puði á næstu árum," sagði Sól- mundur. Það var mjög jöfn keppni í undir 80 kg flokki karla, en þar áttust við félagamir Ingólfur Guð- mundsson og Guðmundur Braga- son. „Þetta var rosalega jafnt og það var erfítt að keppa á móti vini sínum, en við höfum æft sam- an, sagði Ingólfur, sem hafði vinn- inginn. „Ég var búinn að búa mig undir að tapa, alveg eins og að vinna. Þetta gefur okkur báðum spark f rassinn, að gera betur næst, en ég hef sjaldan verið jafn- spenntur og áður en úrslitin vom tilkynnt var á nálum." Ingólfur þótti hafa örlítið meiri vöðvam- assa, sem gaf honum vinninginn gegn Guðmundi. -GR. Urslit í Islandsmóti vaxtarræktarmanna Undir 70 kg. Unglingaflokkur 1. Sölvi Fannar Viðarsson. 2. Sverrir Gestsson. Undir 80 kg. Unglingaflokkur 1. Hans Kristján Einarsson. 2. Vilhjálmur Hauksson. Undir 70 kg. Karlaflokkur 1. Jón Norðfjörð. 2. Hjörtur Guðmundsson. Undir 57 kg. Kvennaflokkur 1. Hrönn Einarsdóttir. 2. Kristjana ívarsdóttir. Yfir 57 kg. Kvennaflokkur 1. Margrét Sigurðardóttir 2. Katrín Gísladóttir. Undir 80 kg. Karlaflokkur 1. Ingólfur Guðmundsson. 2. Guðmundur Bragason. Undir 90 kg. Karlaflokkur 1. Sigurður Gestsson. 2. Hreinn Vilhjálmsson. 3. Magnús Hauksson. 4. Magnús Friðrik Óskarsson. Yfir 90 kg. Karlaflokkur Jón Páll Sigmarsson. „Var orðin leið á fótbolta“ segir Margrét Sigxirðardóttir „ÞETTA var ofboðslega erfitt síðustu dagana, en um leið æðislega gaman og skemmtílegt að vinna. Ég var orðin mjög þreytt síðustu daga fyrir keppni en maður- inn minn, Ævar Jónsson, sem ég æfði daglega með, hvatti mig áfram," sagði Islands- meistari kvenna í vaxtarrækt, Margrét Sigurðardóttir. Hún vann í sinni fyrstu keppni, en hefur lagt stund á vaxtarrækt í tvö ár með Ævari. „Ég kynntist Ævari, sem var f þessu á fullu, og hann fékk mig útí vaxtarrækt má segja. Ég hafði verið að keppa í fót- bolta með Val, en var orðin leið og langaði að prófa eitthvað nýtt. Það er mjög gott fyrir okk- ur að æfa svona saman, við erum frek hvort við annað og ýtum hvoru öðru áfram á æfíngum. Við æfum fjóra daga í röð, en tökum svo einn frídag. Það hjálpar að við borðum ekki neitt ruslfæði, ekki hamborgara eða slíkt. Skyr og fískur er í meira uppáhaldi. Eg er að hugleiða hvort ég eigi að keppa á Norður- landameistaramótinu sem haldið verður hérlendis um miðjan apríl. Fyrst er að jafna sig á þessu móti,“ sagði Margrét. Grindavík: Bjartsýnin var tálsýnin ein Grindavik. SJÓMENN í Grindavík, sem róa grunnt með landinu, höfðu marg- ir á orði að nú væri hann að bresta á. Á laugardaginn var vænn og lifandi þorskur i netun- um og gaf það tilefni til bjart- sýni. I gær var hins vegar þungt hljóðið í flestum þvi bjartsýnin hafði verið tálsýn ein. í síðustu viku lönduðu 40 neta- bátar stórir og smáir samtals 1.170 tonnum hér í Grindavík og þótti slíkur afli þokkalegur dagskammt- ur hér áður fyrr á hávertið. En er það liðin tíð? Af netabátum var Kópur GK með mestan afla í síðustu viku, 86,9 tonn í fímm róðrum. Þá kom Hópsnes GK með 63,7 tonn í sex róðrum og Gaukur GK með 62,4 tonn í jafn mörgum róðrum. Af litlu bátunum var Halldóra HF hæst með 32,8 tonn. Skarfur GK gerir það enn gott á línuna en hann landaði 60,7 tonnum í síðustu viku af slægðum fiski og áætlar að landa í dag um 30 tonnum. Lélegt var í trolli alla vikuna en Hrafn GK sem nú er byijaður á trolli eftir loðnu- vertíð landaði einu sinni í vikunni 12,1 tonni og Þröstur KE landaði einnig einu sinni 12,7 tonnum. Kr. Ben. Góður afli á Höfn Höfn, Hornafirði. AFLABRÖGÐ voru góð í vikunni á Höfn. Mestan afla í róðri hafði Æskan SF 140, rúm 33 tonn. Árný SF 6, sem er 20 tonna bát- ur, kom með 47,2 tonn í fjórum róðrum. Annars bárust 822,3 tonn til fisk- iðjuvers KASK og þar af 8,7 tonn af handfærafiski. Hvanney SF 51 var með 99,3 tonn í 6 sjóferðum. Sigurður Ólafsson SF 44 með 91,8 tonn og Æskan með 86,9 tonn, all- ir í sex sjóferðum. KASK hefur nú tekið á móti 5.241 tonni en aflinn á sama tíma fyrir ári var 5.611 tonn. Mestu hefíir landað Hvanney SF 51, 425,5 tonnum. Skinney hf. fékk á land 218 tonn, Skinney FS 30 var með 93,7 tonn þar af. Faxeyri bárust 134,6 tonn af Haukafelli SF 111 69,2 tonn, og Vísi SF 64 með 65,4 tonn. Þessir bátar eru að nálgast 500 tonn hvor það sem af er. Garðey SF 22 selur 80 tonn í Færeyjum á morgun. Frá áramót- um hefur hún landað í gáma 327 tonnum, sem hafa farið í sölu í Englandi og Danmörku. Fiskimjölsverksmiðjan fékk 500 tonn af Galta ÞH og á jafnvel von á einhveiju viðbótarmagni. - JGG Ólafsvík: Matthildur aflahæst Ólafavfk. ÞAÐ er óþarft að vera orðmarg- ur þegar sagt er frá aflabrögðum í síðustu viku. Skemmst frá sagt er enn nær ördeyða og þótti gott ef fengust 5—6 tonn í róðri. Stærstan róður fékk Matthildur, rúm 10 tonn, og hafði sá bátur mestan vikuafla, 53,6 lestir. Heild- arafli þriggja fyrstu mánaða ársins er ekki meiri en fékkst í marsmán- uði einum í fyrra. Nú gera menn sér samt vonir um að eitthvað ræt- ist úr eftir páskahléið. Samt sem áður er greinilegt að þessa vertíðina megum við lúta að litlu. - Helgi Besta vika vertíðarinnar: 1.685 tonn á land horlákshöfn. SÍÐASTA vika var besta vika vert- íðarinnar. Alls bárust á land 1.685 tonn af bolfiski. Veður var mjög gott þannig að ekki féll úr neinn dagur, ekki einu sinni hjá minnstu trillunum sem gerðu það bara gott, flestar með um 20—30 tonna vikuafla. Smábátum hefur flölgað mjög hér síðustu árin, eru nú orðnir um 10 en fyrir áratug var hér enginn bátur undir 20 tonnum. Netabátar komu með 1.071 tonn í sfðustu viku. Afla- hæstir voru Arnar með 104 tonn og Jóhann Gíslason með 95 tonn. Þeir eru báðir austur f Kanti. Fimm drag- nótabátar lönduðu í vikunni alls 263 tonnum. Aflahæst er Dalaröst með 61 tonn. Fjórirtrollbátar lönduðu 183 tonnum. Aflahæst var Stokksey með 87 tonn. Mikið af afla trollbátanna fer út f gámum. Stakkavík er eini báturinn sem er á lfnu og landaði hann í vikunni 38 tonnum. Togarinn Jón Vídalín landaði f vikunni um 130 tonnum. JHS n»:H • • precision hjörulids- krossar REVI ns^ pjói NóS'A Pei<k^g FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 ÖRKIN/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.