Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 37
88ei XHAM es HUOAaUUJIHa .QIOAJaMUOíIOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 88 87 framhaldsflokkar byrjendaflokkar Forkosningar Demókrataflokksins í Michigan: Stórsigrir Jacksons eykur óvissu meðal demókrata Júgóslavía: Fólksflótti til Ástralíu Belgrað, Reuter. Efnahagskreppan í Júgó- slavíu hefur hrundið af stað fólksflótta frá fátækum héruð- um, segir í frétt dagblaðsins Vecernje Novosti sem gefið er út í Belgrað. í lýðveldinu Make- dóníu hafa 35.000 fjölskyldur beðið um vegabréfsáritun til að flytjast til Astralíu. Júgóslavía á við meira en 100% verðbólgu að stríða og afkoma fólks fer þar stöðugt versnandi. í frétt blaðsins segir að verkamenn í Makedóníu hafi á síðasta ári haft 8.000 dínara, 2.300 ísl. krón- ur, í mánaðarlaun. Auk þess voru 150.000 manns án atvinnu. Starfsmenn ástralska sendi- ráðsins í Belgrað segjast hafa fengið rúmlega 12 þúsund fyrir- spumir um vegabréfsáritun frá Júgóslövum á seinni hluta síðasta árs. Margir uppfylltu ekki sett skilyrði og 1.347 fjölskyldur sóttu á endanum um áritun. Hana fengu svo 854 fjölskyldur. ar Upplýsingar og I innritun frá kl. 16.00. ? ; I 6 vikna vornámskeið hefst 11. apríl. Bolholt Suðurver Hraunberg •36645 •83730 •79988 Washington, Lansing í Michiganriki. Reuter. FORKOSNINGAR demókrataflokksins í Michigan á sunnudag urðu síst til þess að skýra línurnar um það hver verður forsetaframbjóð- andi flokksins í forsetakosningunum í nóvember. Jesse Jackson vann þar stórsigur á Michael Dukakis sem fram að þessu hafði haft nokk- urt forskot á mótframbjóðendur sína í baráttuni. Samkvæmt óopin- berum tölum Demókrataflokksins er Dukakis nú með 612 kjörfull- trúa en Jackson 611. Til þess að vera öruggur um útnefningu flokks- ins þarf annarhvor frambjóðandendanna að ná 2082 fulltrúum fyrir þing Demókrataflokksins í Atlanta í júlí. Jesse Jackson og Michael Dukak- is standa nú jafnir að vígi eftir for- kosningamar í Michigan síðastlið- inn sunnudag. Jackson hlaut 55% atkvæða í forkosningunum og vann því upp forskot Dukakis sem fékk 28% atkvæða í Michigan. Jackson vann m.a. stórsigur yfir Dukakis í borginni Detroit, þar sem 80% íbúa eru svertingjar, en náði einnig mun betri árangri en búist var við meðal hvítra kjósenda í í öðrum hlutum ríkisins. Richard Gephardt, fulltrúadeild- arþingmaður frá Missouri, lenti í þriðja sæti, og mun að líkindum draga til baka framboð sitt á næstu dögum. Þeir Paul Simon og Albert Gore ráku lestina í Michigan með einungis um 2% atkvæða hvor. Dukakis sigurstranglegur í Connecticut Dukakis, ríkisstjóri í Massac- hussets, er talin líklegri til að vinna forkosningamar í nágrannaríki sínu Connecticut sem fara fram í dag og einnig í stóm iðnaðarríkjunum, New York, Pennsylvaníu og Ohio, þar sem forkosningar fara fram á næstu vikum. Sérfræðingar Demókrataflokks- ins telja þó ólíklegt að annar hvor þeirra Jackson og Dukakis takist að ná þeim 2082 kjörfulltrúum sem þarf til.að ná útnefningu flokksins á þingi hans í Atlanta í júlí. Þeir telja því líklegt að frambjóðendur og flokksbroddar muni reyna að sameinast um einn mann í stað þess að efna til bardaga á þinginu. Það gæti rejmst erfitt verk því eft- ir sigurinn í Michigan sagði Jackson í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina að ef hann hlyti flesta kjörfulltrúa fyrir þingið myndi hann ekki víkja þó forysta Demókrataflokksins teldi að flokkurinn gæti ekki unnið kosn- ingamar með svertingja sem for- setaefni. Bush öruggur um útnefningu Meðal Repúblikana er George Bush, varaforseti, nú talinn örugg- ur um að verða útnefndur forseta- efni Repúblikanaflokksins á þingi flokksins í New Orleans í ágúst. Helsti keppinautur hans um útnefn- ingu, öldungadeildarþingmaðurinn Robert Dole, hefur gefið í skyn að hann muni draga sig út úr barátt- unni fljótlega. Bush nýtur góðs af vinsældum Reagans Bandaríkjaforseta í mörg- um ríkjum og er talinn hafa þá reynslu sem krefst til þess að verða góður forseti af 74% þjóðarinnar, samkvæmt skoðanakönnun sem CBS-sjónvarpsstöðin framkvæmdi í siðustu viku. Það veit einnig á gott fyrir Repúblikana að þrátt fyrir Michael Dukakis, sem hér sést ásamt konu sinni Kitty til vinstri á myndinni, hlaut 28% atkvæða í Michigan en er talinn sigur- stranglegastur demókrata í for- kosningunum í Connecticut í dag. stanslausan hagvöxt síðustu 64 mánuði eru engin teikn á lofti um samdrátt í náinni framtíð. Mjótt á mununum Bush er þó ekki þar með talinn öruggur um sigur í forsetakosning- unum í nóvember. í nýlegri skoð- anakönnun NBC-sjónvarpsstöðvar- innar kemur fram að 58% Banda- ríkjamanna vilja hverfa frá hinni íhaldssömu stefnu Reagans og ein- ungis 35% styðja þá ætlan Bush að halda áfram á sömu braut. Aðr- ar skoðanakannanir sýna að mjög jafnt yrði á mununum milli Bush og Dukakis ef sá síðamefndi yrði forsetaefni Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda þó til þess að Bush myndi vinna kosningarnar með rúmlega 20% mun ef Jesse Jackson yrði forsetaefni Demó- krata. Jesse Jackson hlaut 58% atkvæða í forkosningum Demókrata- flokksins í Michigan á sunnudag og er þvi búinn áð ná upp for- skoti Michael Dukakis. Bandarískar her- stöðvar erlendis: Erlendu ríkin taki þátt í rekstrinum New York, Reuter. KOSTNAÐUR við rekstur bandarískra herstöðva á er- lendri grund ætti að hluta til að greiðast af viðkomandi löndum, segir yfirmaður þeirrar deildar flughers Bandaríkjanna sem sér um hergagnaflutninga, í viðtali sem birtist í tímaritinu News- weeká sunnudag. Duane Casssidy, hershöfð- ingi, segir í viðtalinu við News- week að mörgum Bandaríkja- manninum vaxi í augum kostn- aður við rekstur herstöðva Bandaríkjanna erlendis og telji rétt að fá aðstoð við hann. „Það er ekki verið að kvarta vegna þess að við viljum að bandarísku hermennimir snúi heim, heldur vilja Bandaríkjamenn að sam- vinna sé um rekstur herstöðva erlendis,“ segir Cassidy í við- talinu. Cassidy segir að 13% þjóðar- tekna Sovétríkjanna fari til her- mála, en aðeins 6% þjóðartekna Bandaríkjanna. „Ef ekki verður breyting hér á er nauðsyn að leita annað eftir fé til að reka herstöðvar Bandaríkjamanna," segir hann. Cassidy bar ábyrgð á flutn- ingi hermannanna 3.200 til Hondúras á dögunum og einnig var hann yfirmaður aðgerðanna þegar Jean Claude Duvalier, Baby Doc, var fluttur frá Haiti, eftir að honum var steypt af stóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.