Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUttBLA'&rÐ; SHÍÐSOÖAeöft áé'.' MÁftz: 1§&>M Verðstríðið vegur hart að byggðinni Skuldir bænda í Þykkvabæ hrann- ast upp og jarðir lækka í verði Selfossi. STAÐA bænda sem eingöngu stunda kartöflurækt er slæm vegna mikillar skuldasöfnunar. I því verðstríði sem ríkir fá bænd- ur 10 krónur eða minna fyrir kílóið af kartöflum en fram- leiðslukostnaður er talinn vera < 35 krónur á kíló. í Þykkvabæ eru um 40 kartöflubændur og af þeim eru um 10 sem famir eru að sækja vinnu annað og eru tii- búnir að flytjast burtu og selja jarðir sínar. Þær eru aftur skuld- settar og verðlausar í þvi ástandi sem ríkir. Byggðarlagið stendur og fellur með kartöfluræktinni og núverandi ástand á kartöflu- markaðnum vegur hart að til- veru þess, að sögn viðmælenda Morgunblaðsins i Þykkvabæ. Bændur í Þykkvabæ skiptast í þijá hópa eftir því hvernig þeir setja kartöflumar á markað, þá sem skipta við Þykkvabæjarkartöflur hf. í Garðabæ, þá sem skipta við Ágæti hf. og þá sem selja beint. Þessi staða hefur leitt tii togstreitu milli manna ekki síst vegna mismunandi uppgjörs á liðnu ári. Þeir sem skiptu við Þykkvabæjarkartöflur fengu að fullu uppgert á síðastliðnu _ári á meðan þeir sem skiptu við Ágæti, sem Ágæti hf. var stofnað uppúr eftir áramótin, fengu ekki uppgert að fullu og þurftu að henda miklu af kartöflum. Nokkrir þeirra brugðu þá á það ráð að selja beint, fram- hjá dreifíngarfyrirtækjunum, til þess að fá verð fyrir kartöflurnar. Fólk í Þykkvabæ er sammála um að ástandið sé stórhættulegt byggð- inni og nauðsynlegt að fá fram úr- bætur. í þeirri stöðu sem nú er komin upp eru lausnarorð fólksins meiri samstaða meðal bænda og að fram komi eitt öflugt dreifíngar- fyrirtæki sem skipti við 80% fram- leiðenda og geti náð meiri hag- kvæmni í rekstri og betra verði til bænda. Möguleikar eru taldir á því að af þessu geti orðið þar sem bæði dreifíngarfyrirtækin, Þykkva- bæjarkartöflur og Ágæti hf., eru í eigu framleiðenda. Sem dæmi um aukna hagkvæmni hjá dreifingarfyrirtækjunum spar- ast 10 krónur í pökkun og aðrar 10 í dreifíngu á hvert kíló hjá Ágæti hf. ef magnið er aukið úr 80 tonnum í 240 tonn. Með slíkri aukningu væri unnt að selja ódýrari vöru og greiða hærra verð til bænda. Skömmu eftir að Þykkvabæjar- kartöflur og Ágæti hf. lækkuðu heildsöluverð á kartöflum um 40% var rætt við nokkra bændur í Þykkvabæ um ástandið. Neyðarúrræði að selja beint „Staðan er slæm. Ég sé ekki fram á annað en draga saman seglin og hætta. Þetta er bændum sjálfum að kenna, það er engin samstaða hjá þeim, bara stríð. Það eru allir að drepa alla og sjálfa sig um leið,“ sagði Sigurður Daníelson bóndi á Mel. Hann setti niður í 10 hektara á síðasta ári en kvaðst ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort það yrði nokkuð í vor. Hann kvaðst nýhættur í Ágæti vegna þess að hann hefði ekki fengið upp- gert fjóra síðustu mánuði liðins- árs.„Við sem vorum í Ágæti þurftun að henda helmingnum af upp- skerunni á meðan hinir seldu upp og svo fær maður ekki borgað. Það lítur illa út með uppgjör og ég hef ekki efni á að lána þessa aura. Maður verður að bjarga sér og selja sjálfur. Það sem maður hugsanlega selur núna til Ágætis hf. fær maður ekki borgað fyrr en eftir tvo mán- uði. Maður þarf að bera öll afföll og flutning og þegar búið er að tína úr er tonnið kannski ekki orðið nema 700 kíló. Það er betra að selja beint, mað- ur fær þó borgað strax. Þetta er neyðarúrræði, en það borgar enginn annar skuldirnar, maður verður að gera það sjálfur," sagði Sigurður sem er fæddur og uppalinn í Þykkvabæ. Hann sagði einnig að sjálfur hefði hann ekki lagt í neinar framkvæmdir eða uppbyggingu, ástandið hefði ekki boðið upp á slíkt síðastliðin þijú ár. Öflug sölusamtök nauðsynleg Tryggvi Skjaldarson bóndi í Norður-Nýjabæ ræktar kartöflur í 16-18 hekturum og selur hveijum sem kaupa vill. Kartöflum hans er dreift úr gámi við Bifreiðastöð ís- lands í Reykjavík, í 15 kílóa pokum. Hann var með í Ágæti í fyrra en komst í þá stöðu að þurfa að henda 200 tonnum. „Ég þoli það ekki mörg ár í röð,“ sagði Tryggvi, „ég er ekki búinn að fá uppgert ennþá, maður henti kaupinu en það sem maður á inni er upp í kostnað. Ég er þeirrar skoðunar að bænd- ur eigi að sameinast um öflug sölu- samtök sem hafa einfalt kerfi og skila sem mestu af verðinu til bænda og gera vöruna ódýrari til hagsbóta fyrir neytendur. Það er verið að auka kostnað á kartöflum til neytenda með sölukerfinu í dag og bæði bændur og neytendur tapa. Það er ekkert pláss fyrir svona mörg batterí í þessu. Ef öflug samstaða er geta þeir ekki keppt við slíkt sem selja beint. Með fyrirtæki sem hefði 80% af bændum, eins og Ágæti var hugs- að, næðist meiri hagkvæmni í dreif- ingu og pökkun." Um það hvemig komið væri fyr- ir byggðarlaginu í Þykkvabæ sagði Tryggvi: „Menn hafa verið blindað- ir af eiginhagsmunum og slíkt gengur ekki.“ Þörf á einhverri stjórnun „Þessi verðlækkun núna er stað- festing á því sem hafði gerst, verð- ið var farið niður," sagði Sighvatur Hafsteinsson í Gerði, formaður stjómar Þykkvabæjarkartaflna hf.„Staðan er mjög bágborin hjá bændum sem em með kartöflur ein- göngu. Menn em að verða leigulið- ar vegna skuldanna ogjarðirnar em verðlausar. Það er ekki nógu mikil samstaða meðal manna hér í Þykkvabæ. Menn hafa frekar eytt púðri í að kroppa augun hver úr öðmm í stað þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Hér em um 40 bændur sem lifa á þessu eingöngu. Það veikir Landssamtök kartöflubænda að þar ráða ekki þeir sem em alfar- ið í þessu þó svo þeir séu með 60-70% af því sem kemur á markað- inn. Ég vil einhveija stjómun, annars gengur þetta ekki og ég sé ekki í dag að það sé í raun mikið hægt að gera annað en setja reglugerð um afurðastöðvar. Það er endalaust hægt að sprengja þær upp ef ekki er samstaða um þær. Til að skilja þetta þarf ekki annað en hugsa sér lambakjötsframleiðendur í sömu spomm og kartöflubændur, ef ríkið setti þá út á gaddinn. Menn fæm að slátra heima og keyra á markað- inn og allt þar á milli. Það þarf reglugerð um að kart- öflur sem fara í sölu fari í gegnum stöðvamar og gjöldin skili sér þar. Menn geta deilt um hvað þær eiga að vera margar en þetta er svo Sigurður Guðnason, Háarima. Tryggvi Skjaldarson, Norður- Nýjabæ. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Garðar Óskarsson, Húnakoti. lítill markaður sem um er deilt að það er ekki gmndvöllur fyrir mörg- um. Endapunkturinn verður sá að það rís upp eitt sterkt fyrirtæki. Maður reynir að vera bjartsýnn. Við emm komnir á botninn með verðið, fáum ekkert fyrir þetta í dag. Verðið er 20 krónur út úr af- urðastöðvunum og við fáum ekki krónu. Ég er ekki viss um að menn sendi þetta frá sér upp á þessi býtti en það skiptir kannski ekki máli hvert þessu er hent. Jú, ég set ömgglega niður í vor, maður hefur ekki efni á því að hætta. Ég tel góða möguleika á því að Þykkvabæjarkartöflur hf. og Ágæti hf. sameinist ef menn em tilbúnir að setjast niður fordóma- Iaust og ræða málið. Fyrirtækin em bæði í eigu framleiðenda og ástand- ið getur þrýst mönnum saman. Meginmálið er að fá verð fyrir kart- öflumar en það fá framleiðendur ekki í dag. Með stóm fyrirtæki verð- ur meiri hagkvæmni í pökkun og Sigurður Daníelsson, Mel. Sighvatur Hafsteinsson, Gerði. Páll Guðbrandsson, oddviti Há- varðarkoti. dreifíngu og það þrengir að þeim sem em að þessu upp á eigin spýt- ur,“ sagði Sighvatur Hafsteinsson. Höfum ekki annan búrekstur „Þetta er alveg hræðileg staða sem okkur er komið í. Það hefur engin áhrif á söluna á nokkum hátt þótt verið sé að lækka verðið. Með heildsöluverð í 20 krónum fær bóndinn ekki fimmeyring og þessar dreifíngarstöðvar em að fara á hausinn," sagði Páll Guðbrandsson oddviti í Hávarðakoti og formaður Landssambands kartöflubænda. „Þessi ósamstaða meðal kart- öflubænda hefur skapast af offram- leiðslunni. Menn keppast við að koma sinni vöm út. Það vantar ein- hvers konar stýringu. Landssam- bandið hefur verið að kynna sér framleiðslustýringu í nágranna- löndunum og fínna leið tl þess að vera með það besta hveiju sinni og tryggja mönnum ákveðna fram- leiðslu. Það væri sterkast að fá fram eitt dreifíngarfyrirtæki með 70-80% af framleiðendum. Með slíku væri hægt að lækka álagninguna í heild- sölu ofan á verð til bænda. Menn vilja þetta í reynd og fyrirtækin vilja þetta raunar líka en slæm staða þeirra gæti reynst erfíð. Það endar með því að aðstæður þrýsta mönnum saman. Það em margir bændur hér sem segja að með sömu stefnu setji þeir ekki niður i vor. Það em um 10 bændur sem ekki em í plássinu og ____________________________ em tilbúnir að fara í burtu losni þeir við jarðimar. Við emm verst settir héma, getum ekki farið í annan búrekstur. Það er komið los á fólkið sem er ekki óeðlilegt í þess- ari stöðu. En það er líka erfitt að fara því menn fá ekkert fyrir jarð- imar. Afurðalögin fóm illa með okkur. Við vomm spurðir um ýmis atriði og lögðum á okkur að svara því og reyna að betmmbæta lögin en það var ekkert hlustað á okkur. Lögin steyptu okkur út í harða samkeppni sem við vomm ekki tilbúnir að tak- ast á við.“ Maður fær ekki fyrir kostnaði „Staðan er mjög slæm, alveg hroðaleg. Það kemur ekkert inn, maður fær ekki fyrir kostnaði,“ sagði Sigurður Guðnason bóndi í Háarima. Hann sagði það þýðing- arlítið að senda frá sér kartöflur þegar ekkert fengist fyrir þær. Hann hefur sent kartöflur til Ágæt- is hf. og á eftir að fá uppgert úr gamla Ágæti, taldi að menn ættu þetta upp í tvær milljónir útistand- andi. „Það er spurning hvort menn senda kartöflur á markað þegar svona er ástatt að þeir fá ekkert fyrir þær. Ódýrasta lausnin núna er að henda þeim. Við emm alveg bundnir í þessu, getum ekki selt og getum ekki hætt, söfnum bara meiri skuldum með óbreyttu ástandi. Það væri nóg að hafa eina dreifístöð, markaður-- inn er það lítill. Skásta leiðin væri að ná hagkvæmni í dreifingunni þannig að hún verði ekki drepin niður með því að selja beint. Þetta ástand er fyrst og fremst komið til vegna samstöðuleysis. Menn hugsa bara um að drepa aðra niður þó þeir séu að skaða sjálfa sig um leið. Þetta kom eins og sprengja með fijálsræðinu. Ég er hræddur um að það yrði mgl og dúndur ef þessi staða kæmi upp í mjólkurfram- leiðslunni eða í kindakjötinu. Það sem líka spilar inn í þetta er að afköstin em orðin það mikil hjá hveijum og einum og menn hafa farið út í þessa ræktun þegar þeir fengu skerðingu í öðmm bú- greinum. Það var smá svigrúm hér áður en er það ekki lengur," sagði Sigurður í Háarima og lét þess einn- ig getið að hér áður hefði Þykkvi- bær verið frægur fyrir samstöðu manna en væri það ekki lengur, menn hugsuðu of mikið um sjálfa sig. Lækkunin eingöngu tekin af bændum „Fyrir okkur sem stundum þetta sem aðalbúgrein þá er þetta algjör dauði. Ég sé ekki hvemig menn eiga að geta keypt áburð og útsæði fyrir vorið. Það má mikið vera ef það hætta ekki einhveijir þó svo þeir fái ekkert fyrir jarðirnar," sagði Garðar Óskarsson bóndi í Húnakoti. „Ég er hissa á því hvað stjóm- völd em sofandi yfír þessu. Það er ljóst að þetta ástand getur ekki ríkt lengi. Þessi lækkun er eingöngu tekin af bændum, aðrir, kaupmenn og heildsalar, hafa sitt. Dreifingar- stöðvamar missa líka sitt veltufé og hljóta að fara á hausinn með þessu móti. Þetta verðstríð er ekki lausnin á vandanum, svo mikið er víst. • '' Það þarf að binda þetta við af- urðastöðvamar og að það verði lág- marksverð á þessari vöm til fram- leiðenda. Best væri að binda heild- söluverðið líka því þá geta kaup- menn ekki leikið sér að okkur eins og þeir hafa gert og haft færi á. Við getum svo ekki sætt okkur við það að jarðir sem hafa fullan mjólkur- og kjötkvóta hafí enda- lausan rétt á kartöfluframleiðslu. Við héma réttum hefðbundnum búskap heilmikið af okkar rétti í mjólk því einu sinni var þetta einn r. mjólkurhæsti hreppurinn. Það var líka mikið fyrir atbeina stjómvalda að menn fóm útí kartöflurækt til að drýgja tekjumar, var reyndar bent á það þegar hefðbundnar bú- greinar vom skertar, en þá var markaðurinn mettaður," sagði Garðar Óskarsson bóndi í Húnakoti. Sig. Jóns. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.