Morgunblaðið - 29.03.1988, Side 68

Morgunblaðið - 29.03.1988, Side 68
8861 SflAM ,é§ íílJOAatiUllHí ,<II(IAJðlíUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 fclk í fréttum SKEMMTANIR Alltvitlaust á Hótel Islandi Rokksýningin Allt vitlaust átti ársafmæli í febrúar. Hún er í þann veginn að slá öll met hvað fjölda sýninga varðar, en þær eru komnar á sjöunda tug. Allt vitlaust var sýnd á Broadway fyrsta árið, haldið var upp á afmæli sýningar- innar í Sjallanum á Akureyri og hún hefur nú verið flutt í Hótel ísland. Leikmynd og lýsing á sýningunni hefur verið aðlöguð aðstæðum á Hótel íslandi og þar er nú rokkað og tjúttað á föstudagskvöldum. Allt vitlaust er mannmörg sýn- .ing; um þrjátíu manna hópur tekur þátt í henni. Söngvarar, dansarar og hljómlistarmenn bregða upp svipmyndum frá „gullöld rokksins", árunum frá 1956 til 1962. Um sextíu vinsæl lög frá þessu tímabili eru tengd saman með einföldum - og dálítið hugljúfum - söguþræði. Sýningin er afurð samstarfs þeirra Bjöms Bjömssonar, Gunnars Þórð- arsonar og Egils Eðvarðssonar, en saman mynda þeir fyrirtækið Grínland. „Við þremenningar völdum lögin og sömdum handrit, kynningar laga og söguþráð," segir Björn Bjöms- son. „Svo skiptum við með okkur verkum. Gunnar útsetti lögin og stjómaði hljómsveitinni fyrsta árið, Egill er leikstjóri sýningarinnar og ég hannaði leikmynd og búninga. Þessi sýning er það alskemmtileg- asta sem við höfum fengist við, hún er mjög hröð og fjörug. Við upplifð- um þessa tónlist á sínum tíma, spil- uðum allir í skólahljómsveitum. Lögin sem flutt eru i Allt vitlaust hafa svo verið á toppi vinsældar- lista í gegnum tíðina." Bjöm Bjömsson er nú yfírmaður innlendrar dagskrárgerðar á Stöð 2. Hann stofnaði fyrirtækið Hug- mynd ásamt Agli Eðvarðssyni árið 1980, eftir að hafa starfað við Sjón- varpið í áratug og verið í lausa- mennsku við sjónvarp, kvikmynda- gerð og leikhús. Bjöm og Egilí ráku Hugmynd í átta ár, en starfssvið fyrirtækisins var kvikmynda- og auglýsingagerð. Egill vinnur nú meðal annars við dagskrárgerð fyr- Söngvarar í Allt vitlaust eru þau Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Felix Bergsson og Sigríður Beinteinsdóttir. ir Sjónvarpið, þannig að þeir félag- ar eru komnir í nokkurs konar sam- keppni. Gunnar Þórðarson er landskunn- ur tónlistarmaður og á heiðurinn af útsetningum laganna í Allt vit- laust. Hann stjómaði sjö manna hljómsveit sýningarinnar fyrsta árið, eins og fyrr segir, en hefur nú snúið sér að öðru. Þegar sýning- in var flutt í Hótel ísland í síðasta mánuði urðu töluverðar manna- breytingar í hljómsveitinni, og að- eins tveir af þeim sem spiluðu áður halda áfram. Það em saxofónleikar- amir Stefán Stefánsson og Rúnar Georgsson. Bjöm Thoroddsen hefur tekið við stjórninni af Gunnari, Birgir Hrafnsson leikur á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, Kjart- an Valdimarsson á hljómborð og Þorsteinn Gunnarsson á trommur. Dansarar í sýningunni eru yfir- leitt fimmtán talsins og dálitlar mannabreytingar hafa orðið í hópn- um. Þeir koma úr Dansstúdíói Sól- eyjar, Kramhúsinu og Dansskóla Auðar Haralds. Ástrós Gunnars- dóttir og Nanette Nelms sömdu dansana en Sóley Jóhannsdóttir, Sæmi rokk og Didda gáfu góð ráð. Sagan sem tengir saman lögin í J Reuter Hljómsveitarstjórinn Jose Tamayo, tenórinn Placido Domingo og Juan Carlos Spánarkonungur gantast baksviðs. Reuter Soffía Spánardrottning spjallar við Domingo eftir sýningu í Madríd í vikunni. SPÁNN Kóngur, drottning og Domingo Tenórinn Placido Domingo söng í „Antologia de la Zarzuela" í Madríd síðastliðinn þriðjudag. Verkið verður ekki flutt oftar í bili, en þetta var sérstök uppfærsla á vegum Rauða krossins. Spánarkon- ungur, Juan ' Carlos, og Soffía drottning voru viðstödd sýninguna og heilsuðu upp á Domingo bak- sviðs að henni lokinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.