Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 20
20 Utflutningsbönn á fersk- fisk skaða markaðina - segir Pétur Björnsson, forstjóri Isbergs í Hull „Ég held að menn séu sammála um að það sé slæmt fyrir alla að fá yfir okkur þessar holskeflur af ferskfiski á Bretlandsmarkað, og menn þurfa að koma sér saman um að takmarka þetta á einhvern hátt. Það versta sem hægt er að gera er hins vegar að setja bann, eins og sett var i eina viku um daginn," sagði Pétur Björnsson, forstjóri umboðs- og sölufyrirtæk- isins ísbergs i Hull i Bretlandi, er borin voru undir hann ummæli Kristjáns Ragnarssonar, form- anns LÍU, i Morgunblaðinu ný- lega, þar sem hann sagði að ráð- stafa þyrfti aflanum öðruvísi en að flytja hann út ferskan vegna offramboðs og verðfalls á fersk- físki. „Við höfum ákveðnum skyldum að gegna við þessa kaupendur okk- ar, alveg á sama hátt og við höfum skyldum að gegna við kaupendur á freðfiski," sagði Pétur. Hann sagði að ferski fiskurinn skilaði þjóðarbú- inu sambærílegum telq'um og frystur og saltaður fiskur, þó að það virtist vera í tísku að líta niður á fersk- fiskútflutning og þá sem stæðu í honum. Viðskiptavinurinn tæki ferskan fisk fram yfir frystan og það yrði að taka tillit til þeirra óska. Ef bönn á útflutningi yrðu reglulegar uppákomur myndu menn glata trausti kaupenda og skemma mark- aðinn. Pétur sagði að offramboð af fersk- um fiski værí vandamál í kannski um 10 vikur á ári og oft væri það þá vegna þess að vinnslan á íslandi annaði ekki aflanum. Ef koma eigi í veg fyrir offramboð væri það fyrst og fremst spuming um að stjóma sókninni. Hlutfall ferskfisks sem fer í fryst- ingu í Bretlandi fer varla yfir 30%, að sögn Péturs og hann sagðist ef- ast um að það færi nokkum tíma yfir 40%, þó að tölur eins og 70-90% hefðu sést í íslenskum íjölmiðlum. Lítill hluti þessa frysta fisks væri í beinni samkeppni við íslenskan freð- fisk, til dæmis væri inni í fyrr- nefndri tölu frystur koli, sem væri ekki í samkeppni við neinn annan íslenskan fisk. Um 60.000 tonn af ferskum fiski vom flutt út í fyrra til Bretlands, þar af 36.000 tonn af þorski, sem er um 10% af heildar- þorskaflanum, að sögn Péturs. Dr. Birgir Jakobsson bamalæknir. Ari Halldórsson, fiskumboðsmaður: Stjórn á ferskfiskút- flutningi nauðsynleg „VIÐ þurfum að hámarka verð á ferskfiskinum og það gerum við ekki nema með stýringu," sagði Ari Halldórsson, fiskumboðsmaður i Bremerhaven, i samtali við Morg- unblaðið um hugmyndir Kristjáns Ragnarssonar og fleiri um tak- mörkun á framboði á ferskfiski vegna verðfalls á honum. Hann sagði að þau tvö bönn sem hefðu verið sett á ferskfisksölu á Þýska- landsmarkað hefðu örugglega ekki skaðað og slík timabundin bönn væru skynsamleg ef rétt væri að þeim staðið. Ari sagði að við væmm nú að horfa upp á almenna verðlækkun á öllum sjávarafurðum, en sú lækkun sem varð á ferskfiski á Þýskalandsmarkaði í maímánuði hefði verið óeðlilega mik- il. Spumingin væri hvemig væri best að stjóma framboðinu, heima á ís- landi eða erlendis. Báðir kostimir væm framkvæmanlegir, en menn þyrftu að koma sér saman um hvaða hátt þeir vildu hafa á stýringunni. Tvö sölukerfi á ferskum fiski em í gangi í Þýskalandi, að sögn Ara; ann- ars vegar fastur markaður, þar sem varan er seld fyrirfram á ákveðnu verði, og hins vegar uppboðsmarkað- ur, þar sem verð sveiflast eftir fram- boði og eftirspum. Uppboðsmarkaður- inn réðist að hluta eftir ástandinu á fasta markaðinum. Ari taldi að íslendingar hefðu einblínt um of á uppboðsmarkaðinn án þess að taka tillit til ástandsins á fasta markaðinum, en það væri vert að athuga hvort við ættum að beina viðskiptum okkar meira þangað. Norð- menn og fleiri þjóðir hefðu selt mikið inn á fasta markaðinn, og reyndar nokkrir íslenskir aðilar líka og það virtist gefa góða raun. Einn af kostum fasta markaðinn væri að nokkur kostnaður sparaðist við að selja í hinu beina kerfi. Menn mættu ekki hafna slíkum möguleikum fyrirfram. íslendingar réðu um helm- ingi uppboðsmarkaðarins og um íjórð- ungi heildarmarkaðarins, þannig að með skynsamlegri stýringu ættum við að geta náð betri verðum. Ari sagði að lítill hluti islenska ferskfisksins sem færi á Þýskalands- markað væri í beinni samkeppni við aðrar íslenskar fiskafurðir. Það skorti stefnumörkun um nýtingu aflans, en það væri firra að ætla að hætta skyndi- lega öllum útflutningi á ferskfiski. Doktorsvöm í Stokkhólmí Frá Pétri Hafstein Lárussyni fréttaritara Morgunblaðsins í Stokkhólmi. BIRGIR Jakobsson bamalæknir varði doktorsritgerð við Karol- inska institutet i Stokkhólmi mið- vikudaginn 25. maí. Ritgerðin fjallar um áhrif eggjahvítu- neyslu á nýmastarfsemi baraa, einkum að tveggja ára aldri en þá ná nýrun fullum þroska. Dr. Birgir hefur unnið að rann- sóknum varðandi þetta efni undan- farin fjögur ár. í stuttu samtali sem fréttaritari Morgunblaðsins í Stokk- hólmi átti við hann kom fram að vitað er að of mikil neysla eggja- hvítuefna getur skaðað nýmastarf- semi í fullorðnu fólki. Hugsanlegt er einnig að hún valdi of háum blóð- þrýstingi. Minna hefur verið vitað um áhrif hennar á böm. Þó hafa sænsk heilbrigðisyfírvöld látið hækka eggjahvítumagn í bamamat sem seldur er í landinu. Dr. Birgir Jakobsson er fæddur í Reykjavík 1948, sonur hjónanna Ragnheiðar Jónsdóttur fulltrúa á Kleppsspítala og Jakobs Tryggva- sonar umdæmisfulltrúa hjá Pósti og síma. Hann tók stúdentspróf frá MR árið 1968 en kandídatsnámi í læknisfræði við Háskóla íslands lauk hann 1975. Eftir það starfaði hann í tvö ár sem héraðslæknir á Patreksfirði. Hélt hann þá til Svíþjóðar og starfaði í fimm ár í Eskilstuna þar sem hann sérhæfði sig í bamalækningum. Dr. Birgir er kvæntur Ástu Am- þórsdóttur sem vinnur á skrifstofu Flugleiða í Stokkhólmi og eiga þau þijú böm. Þess skal að lokum getið að í næsta mánuði mun dr. Birgir Jak- obsson hefja störf við bamadeild Landakotsspítala. 3.1-UEÐ Ungbarnadeild Jogginggallar frá 590.- Buxur frá 490.- Bolir frá 480.- Peysur frá 450- Dömudeild Buxur___________frá 690,- Joggingfainaður frá650.- Peysur _________frá 750. Pils frá 590. Bamadeild Joggingfalnaður frá450,- Peysur_________frá 650.- Buxur frá 490.- Herradeild Buxur_________ Skyrlur_______ Peysur Bórnullarbolir frá 690.- frá 590,- frá 890.- /J frá 595.- ! Mkill afsláttur Sumarhúsgögn, gott verð. Skór á alla flölsMduna. Leikföng. Búsáhöld. Gjafavara o.fl. o.fl. Nýjar vörur daglega & œ j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.