Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 20
20 Utflutningsbönn á fersk- fisk skaða markaðina - segir Pétur Björnsson, forstjóri Isbergs í Hull „Ég held að menn séu sammála um að það sé slæmt fyrir alla að fá yfir okkur þessar holskeflur af ferskfiski á Bretlandsmarkað, og menn þurfa að koma sér saman um að takmarka þetta á einhvern hátt. Það versta sem hægt er að gera er hins vegar að setja bann, eins og sett var i eina viku um daginn," sagði Pétur Björnsson, forstjóri umboðs- og sölufyrirtæk- isins ísbergs i Hull i Bretlandi, er borin voru undir hann ummæli Kristjáns Ragnarssonar, form- anns LÍU, i Morgunblaðinu ný- lega, þar sem hann sagði að ráð- stafa þyrfti aflanum öðruvísi en að flytja hann út ferskan vegna offramboðs og verðfalls á fersk- físki. „Við höfum ákveðnum skyldum að gegna við þessa kaupendur okk- ar, alveg á sama hátt og við höfum skyldum að gegna við kaupendur á freðfiski," sagði Pétur. Hann sagði að ferski fiskurinn skilaði þjóðarbú- inu sambærílegum telq'um og frystur og saltaður fiskur, þó að það virtist vera í tísku að líta niður á fersk- fiskútflutning og þá sem stæðu í honum. Viðskiptavinurinn tæki ferskan fisk fram yfir frystan og það yrði að taka tillit til þeirra óska. Ef bönn á útflutningi yrðu reglulegar uppákomur myndu menn glata trausti kaupenda og skemma mark- aðinn. Pétur sagði að offramboð af fersk- um fiski værí vandamál í kannski um 10 vikur á ári og oft væri það þá vegna þess að vinnslan á íslandi annaði ekki aflanum. Ef koma eigi í veg fyrir offramboð væri það fyrst og fremst spuming um að stjóma sókninni. Hlutfall ferskfisks sem fer í fryst- ingu í Bretlandi fer varla yfir 30%, að sögn Péturs og hann sagðist ef- ast um að það færi nokkum tíma yfir 40%, þó að tölur eins og 70-90% hefðu sést í íslenskum íjölmiðlum. Lítill hluti þessa frysta fisks væri í beinni samkeppni við íslenskan freð- fisk, til dæmis væri inni í fyrr- nefndri tölu frystur koli, sem væri ekki í samkeppni við neinn annan íslenskan fisk. Um 60.000 tonn af ferskum fiski vom flutt út í fyrra til Bretlands, þar af 36.000 tonn af þorski, sem er um 10% af heildar- þorskaflanum, að sögn Péturs. Dr. Birgir Jakobsson bamalæknir. Ari Halldórsson, fiskumboðsmaður: Stjórn á ferskfiskút- flutningi nauðsynleg „VIÐ þurfum að hámarka verð á ferskfiskinum og það gerum við ekki nema með stýringu," sagði Ari Halldórsson, fiskumboðsmaður i Bremerhaven, i samtali við Morg- unblaðið um hugmyndir Kristjáns Ragnarssonar og fleiri um tak- mörkun á framboði á ferskfiski vegna verðfalls á honum. Hann sagði að þau tvö bönn sem hefðu verið sett á ferskfisksölu á Þýska- landsmarkað hefðu örugglega ekki skaðað og slík timabundin bönn væru skynsamleg ef rétt væri að þeim staðið. Ari sagði að við væmm nú að horfa upp á almenna verðlækkun á öllum sjávarafurðum, en sú lækkun sem varð á ferskfiski á Þýskalandsmarkaði í maímánuði hefði verið óeðlilega mik- il. Spumingin væri hvemig væri best að stjóma framboðinu, heima á ís- landi eða erlendis. Báðir kostimir væm framkvæmanlegir, en menn þyrftu að koma sér saman um hvaða hátt þeir vildu hafa á stýringunni. Tvö sölukerfi á ferskum fiski em í gangi í Þýskalandi, að sögn Ara; ann- ars vegar fastur markaður, þar sem varan er seld fyrirfram á ákveðnu verði, og hins vegar uppboðsmarkað- ur, þar sem verð sveiflast eftir fram- boði og eftirspum. Uppboðsmarkaður- inn réðist að hluta eftir ástandinu á fasta markaðinum. Ari taldi að íslendingar hefðu einblínt um of á uppboðsmarkaðinn án þess að taka tillit til ástandsins á fasta markaðinum, en það væri vert að athuga hvort við ættum að beina viðskiptum okkar meira þangað. Norð- menn og fleiri þjóðir hefðu selt mikið inn á fasta markaðinn, og reyndar nokkrir íslenskir aðilar líka og það virtist gefa góða raun. Einn af kostum fasta markaðinn væri að nokkur kostnaður sparaðist við að selja í hinu beina kerfi. Menn mættu ekki hafna slíkum möguleikum fyrirfram. íslendingar réðu um helm- ingi uppboðsmarkaðarins og um íjórð- ungi heildarmarkaðarins, þannig að með skynsamlegri stýringu ættum við að geta náð betri verðum. Ari sagði að lítill hluti islenska ferskfisksins sem færi á Þýskalands- markað væri í beinni samkeppni við aðrar íslenskar fiskafurðir. Það skorti stefnumörkun um nýtingu aflans, en það væri firra að ætla að hætta skyndi- lega öllum útflutningi á ferskfiski. Doktorsvöm í Stokkhólmí Frá Pétri Hafstein Lárussyni fréttaritara Morgunblaðsins í Stokkhólmi. BIRGIR Jakobsson bamalæknir varði doktorsritgerð við Karol- inska institutet i Stokkhólmi mið- vikudaginn 25. maí. Ritgerðin fjallar um áhrif eggjahvítu- neyslu á nýmastarfsemi baraa, einkum að tveggja ára aldri en þá ná nýrun fullum þroska. Dr. Birgir hefur unnið að rann- sóknum varðandi þetta efni undan- farin fjögur ár. í stuttu samtali sem fréttaritari Morgunblaðsins í Stokk- hólmi átti við hann kom fram að vitað er að of mikil neysla eggja- hvítuefna getur skaðað nýmastarf- semi í fullorðnu fólki. Hugsanlegt er einnig að hún valdi of háum blóð- þrýstingi. Minna hefur verið vitað um áhrif hennar á böm. Þó hafa sænsk heilbrigðisyfírvöld látið hækka eggjahvítumagn í bamamat sem seldur er í landinu. Dr. Birgir Jakobsson er fæddur í Reykjavík 1948, sonur hjónanna Ragnheiðar Jónsdóttur fulltrúa á Kleppsspítala og Jakobs Tryggva- sonar umdæmisfulltrúa hjá Pósti og síma. Hann tók stúdentspróf frá MR árið 1968 en kandídatsnámi í læknisfræði við Háskóla íslands lauk hann 1975. Eftir það starfaði hann í tvö ár sem héraðslæknir á Patreksfirði. Hélt hann þá til Svíþjóðar og starfaði í fimm ár í Eskilstuna þar sem hann sérhæfði sig í bamalækningum. Dr. Birgir er kvæntur Ástu Am- þórsdóttur sem vinnur á skrifstofu Flugleiða í Stokkhólmi og eiga þau þijú böm. Þess skal að lokum getið að í næsta mánuði mun dr. Birgir Jak- obsson hefja störf við bamadeild Landakotsspítala. 3.1-UEÐ Ungbarnadeild Jogginggallar frá 590.- Buxur frá 490.- Bolir frá 480.- Peysur frá 450- Dömudeild Buxur___________frá 690,- Joggingfainaður frá650.- Peysur _________frá 750. Pils frá 590. Bamadeild Joggingfalnaður frá450,- Peysur_________frá 650.- Buxur frá 490.- Herradeild Buxur_________ Skyrlur_______ Peysur Bórnullarbolir frá 690.- frá 590,- frá 890.- /J frá 595.- ! Mkill afsláttur Sumarhúsgögn, gott verð. Skór á alla flölsMduna. Leikföng. Búsáhöld. Gjafavara o.fl. o.fl. Nýjar vörur daglega & œ j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.