Morgunblaðið - 02.06.1988, Side 33

Morgunblaðið - 02.06.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 33 Norrænt gigtlæknaþing í Reykjavík Gigtlæknar hvaðanæva úr heiminum sitja þingið NORRÆNT gigtlæknaþing stendur nú yfir i Reykjavík. Þetta er 22. þingið í röðinni en þing þessi hafa verið haldin reglulega annað hvert ár. Fyrir- lesar koma hvaðanæva úr heim- inum og að sögn Kára Sigur- bergssonar læknis eru þeirra á meðal margir færustu læknar heims á þessu sviði læknavisind- anna. Það er gigtsjúkdómafélag íslenskra lækna sem stendur fyrir þinginu og er Kári Sigurbergsson formaður þess. Aðrir sem hafa stað- ið að undidrbúningi þingsins eru Kristján Erlendsson, Kristján. Steinsson og Jóhann Gunnar Þor- bergsson. Kári Sigurbergsson og Kristján Steinsson voru spurðir nánar út í þinghaldið og helstu umræðuefni. „Það eru um 500 þáttakendur á þinginu sem haldið er á Hótel Sögu og í Háskólabíói og stendur það í þijá daga. Þessi þing hafa verið haldin reglulega annaðhvert ár í 44 ár og er þetta 22. þingið í röð- inni en síðast var það haldið hér á landi ’76. Að þessu sinni er þingið með alþjóðlegu yfirbragði því hér eru fjölmargir gestir sem koma annarsstaðar að en frá Norðurlönd- um. Þar á meðal eru Bretar, Banda- ríkjamenn, Frakkar, einn Japani auk gesta víðsvegar að úr Evrópu. Ýmsum heimsþekktum fyrirles- urum á sviði gigtlækninga var boð- ið til þingsins og má þar á meðal nefna nöfn eins og Alfred D. Stein- berg og Evelyn V. Hess frá Banda- ríkjunum og Edward C. Huskisson og Paul A. Dieppe frá Bretlandi. í upphafí þingsins verða jrfírlits- erindi sem spanna stór svið innan gigtlækninga. Síðan verða eftirmið- dagsfundir alla dagana þar sem kynntar verða nýjustu rannsóknir og niðurstöður þeirra ræddar. Með- al helstu umræðuefna eru iktsýki (liðagigt), slitgigt, gigt af völdum kristalla og gigtsjúkdómar sem tengjast ónæmiskerfínu. Auk þess verður talað um skurðaðgerðir á liðagigtarsjúklingum, faraldsfræði gigtsjúkdóma og nýjungar á sviði röntgenrannsókna. Sérstakir fyrir- lestrar verða ennfremur um liðagigt bama og eldra fólks. Samhliða þessu þingi munu full- trúar gigtarfélaga Norðurlanda (Scandinavian Leagues against Rheumatism), sem eru samtök sjúklinga, ræða sameiginleg hags- munamál og_ málefni gigtsjúklinga. Gigtarfélag íslands var stofnað fyr- ir tólf árum og er Jón Þorsteinsson, yfirlæknir, formaður þess. Gigtsjúkdómar eru meðal erfíð- ustu sjúkdóma mannkynsins og er álitið að um 20% íslendinga fái ein- hverskonar gigtarsjúkdóma ein- hvemtíman á ævinni. Sumir gigt- sjúkdómar eru afskaplega erfíðir og það er mjög mikilvægt að greina sjúkdómana rétt því þeir krefjast mismunandi meðferðar og horfur em mismunandi." Auknar batahorfur barna Rætt við dr. Hans Martin Höyeraal EINN þeirra sem halda fyrirlest- ur á Norræna gigtlæknaþinginu er Norðmaðurinn dr. Hans Martin Höyerdal. Hann er að sögn for- svarsmanna þingsins meðal fær- ustu sérfræðinga í barnagigt- lækningum. Hann var inntur eftir helstu nýjungum á sínu sviði og efni fyrirlestanna sem hann flyt- ur á þinginu. „Á þessu þingi mun ég einkum fjalla um rannsóknir í ónæmisfræð- um, nýjar lækningaaðferðir og bamaliðagigt. Það hafa orðið miklar framfarir í gigtlækningum á undanf- ömum ámm og em batahorfur þeirra bama sem þjást af gigt mun betri nú en fyrir tíu ámm síðan. Margir halda að böm fái ekki þenn- an sjúkdóm en af milljón bömum undir 16 ára aldri í Noregi koma fram 120 ný tilfelli á hveiju ári. Það samsvarar því að á íslandi komi fram 8 ný tilfelli árlega eða að 1—200 íslenskr böm þjáist af gigt. Fyrir tíu ámm dóu 5% þeirra úr sjúkdómnum en nú er hlutfallið undir 1%. Við vitum ekki fyrir víst hvort þessi þróun er því að þakka að beitt er kröftugri meðferð en áður eða hvort sjúkdómurinn hafí breytt sér og ég tel ekki ráðlegt að ftillyrða neitt í því sambandi. Gigt er ekki einn sjúkdómur held- ur flokkur sjúkdóma. Það er því afar mikilvægt að geta greint hvers kon- ar gigt er um að ræða þegar með- ferð er ákveðin og því er brýnt að flokka sjúklinga eftir hinum ýmsu áhrifaþáttum og finna hveijir það em sem bregðast við meðferð og hveijir ekki. Það þarf að átta sig á sérkennum hvers hóps og finna hveijir það em sem svara hveiju lyfjaformi. Við þessar rannsóknir hef ég unnið með Stig Larsen sem hefur aðstoðað við tölfræðilega hlið máls- ins en við störfum hjá Oslo Samtets- forening Rheumatism Hospital. Ein af athyglisverðari nýjungum í gigtlækningum er nýtt lyf sem nefnist Methotrexat. Rannsóknir hafa verið gerðar á stómm hóp sjúkl- inga og kom í ljós að 2/3 hópsins svömðu meðferð. Rannsökuð em áhrif lyfsins og þol gegn því og ef ástand sjúklingsins er óbreytt eða verra eftir lyfjameðferðina er ekki talið að hann bregðist við lyfínu. Ef sjúklingurinn hins vegar þolir lyfíð vel og sýnir merki um bata er talað um að hann bregðist við lyfinu. Starf gigtlækna byggir mikið á hópvinnu og höfum við m.a. unnið með tannlæknum, einkum í tengsl- um við gigt í kjálkaliðum og sam- verkan tannskemmda í bömum og liðagigtar. Eitt af því mikilvægasta í meðferð gigtsjúklinga og ekki hvað síst gigt- veikra bama er að upplýsa bæði foreldra og sjúklinga um sjúkdóm- inn, meðferð og batahorfur. Nú er litið á fræðslu um sjúkdóminn sem hluta af meðferðinni. Mikilvægt er Morgunblaðið/Þorkell Dr. Hans Martin Höyeraal, norskur sérfræðingur í bama- gigtlækningum. að láta bömin nota vöðvana til að draga úr fötlun af völdum gigtar. Af þeim sem fá gigtsjúkdóma á bamsaldri geta nú 85% vænst þess að lifa eðlilegu lífi 25 ámm síðar. Sem sagt; batahorfur eru góðar.“ Morgunblaðið/Þorkell Læknamir Kári Sigurbergsson formaður undirbúningsnefndar norr- æna gigtlæknaþingsins og Kristján Steinsson varaformaður. Blönduð lyfjameð- ferð vinsælust núna - segirdr.Ed- ward C. Huskis- son frá Bretlandi DR. HUSKISSON er einn af þekktustu fyrirlesurum heims á sviði gigtlækninga. Hann var spurður um efni þeirra fyrir- lestra sem hann flutti á þessu þingi og hveijar væm helstu nýjungar í gigtlækningum. „Fyrirlesturinn sem ég hélt fjall- aði um mælingar og meðferð gigt- arsjúkdóma og ræddi ég einkum um það hvemig mætti mæla árang- ur meðferðar, m.a. þar sem skipt erum liði og einnig árangur lyfja- meðferðar. Einkum beinast þessar mælingar að langtíma útkomu. Það hafa orðið miklar breytingar á meðferð gigtarsjúklinga og fram- farir í gigtlækningum og það þarf að skrá betur hvað verður um sjúkl- ingana og hver árangur lækning- anna er þegar til lengri tíma er litið. Það hafa sömuleiðis orðið fram- farir í notkun röntgenmynda þar sem tölvan hefur að miklu leyti leyst hefðbundinn samanburð röntgen- mynda af hólmi og þannig auðveld- að greiningu og gert hana nákvæm- ari. Mikið af nýjum lyfjum hefur ver- ið reynt á undanfömum árum og eru mörg þeirra afar áhrifarík og sum jafn mikilvæg í meðferð gigt- sjúkdóma og sýklalyf voru á sínum tíma í baráttu við sýkingar. Meðferð gigtarsjúklinga hefst nú mun fyrr en áður tíðkaðist og er reynt að grípa inn í með lyfjum eða skurðaðgerðum áður en gigtin veld- ur varanlegri fötlun. Fólk í hjóla- stólum er því ekki lengur jafn al- geng sjón á gigtlækningastofnun- um og áður var. Morgunblaðið/Þorkell Dr.Edward C. Huskisson frá Bretlandi. Lyf gegna mjög stóm hlutverki í baráttunni gegn gigtsjúkdómum. Sem dæmi um eitt af þessum nýju lyfjum sem rætt verður um á þing- inu er lyfið Ciclosporin A og notkun þess í meðferð sóríasistengdrar liðagigtar (psoriatic arthritis). Nú er mikið í tísku að reyna fleiri en eitt lyf í einu í hveiju tilfelli (comb- ination therapy) og hefur það oft reynst árangursríkt þar sem sjúkl- ingar bregðast ekki við einhveiju einu lyfí. En undirstaða allrar meðferðar er rétt og örugg greining eins fljótt og auðið er og beinast nú helstu rannsóknir að því að greina gig- ktsjúkdómana að og flokka þá á sem skilmerkilegastan hátt.“ GÍSLI J. JOHNSEN SF. M1 NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.