Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Af dáðum Davínu Erlendar baakur Jóhanna Kristjónsdóttir Evelyn Anthony: The Defector Útg. New American Library Evelyn Anthony: The Avenue of the Dead Útg. Arrow Books Aðalpersónan Davina Graham er í báðum bókunum, en að öðru leyti er ekkert bráðnauðsynlegt að lesa þær í samfellu, þar sem bækumar Qalla um tvö ólík verkefni sem Davina er að fást við. Davina er í brezku leyniþjónustunni og stendur sig þar með miklum sóma. Það er látið heita svo að hún sé einkarit- ari yfirmanns SIS, James White, en hún fer auðvitað með allt annað starf og mikla leynd verður að hafa yfír öllu. Davina er ekki ýkja fögur og hún nýtur engrar sérstakrar hylli karlmanna, eins og yngri syst- ir hennar, sem reyndar stakk af í gamla daga með eina manninum, sem hafði sýnt lit á að vilja giftast henni. Þegar sagan hefst, sú hin fyrri, standa mál þannig að Ivan nokkur Sasanov, hæstsetti rússneski KGB- maður sem hefur flúið til Vestur- landa, hefur gefið sig fram við leyniþjónustuna. Það er nokkum veginn augljóst, að maðurinn býr yfír ómetanlegri vitneskju. Vitn- eskju sem gæti sennilega raskað algerlega valdahlutföllum í hinum eldfima heimshluta í Miðaustur- löndum. En það er hægara ort en gert að vinna traust Sasanovs og þeir sem með honum vinna álíta að ein- hveijar meiriháttar sálrænar hindr- anir komi í veg fyrir að hann treysti sér til að leysa í alvöru frá skjóð- unni. Því hefur Davina verið kvödd til. Ekki vegna þess að hún eigi að fleka hann með þokka sínum, heid- ur má vænta að hún hafi vitsmuni og klókindi sem duga. Sasanov og Davina búa undir sama þaki svo mánuðum skiptir og það kemur að þvi, að hann fer að gefa merki um, að hann gæti hugs- að sér að tala. Um svipað leyti hefst ástarsamband milli þeirra, öllum og umfram allt þeim sjálfum, mjög að óvörum. Sasanov gerir þá kröfu að eiginkona hans og dóttir komi til hans til Vesturlanda, en það er hægara sagt en gert að ná þeim út. Það bendir ýmislegt til þess að svikari sé í þjónustunni, því að sovézku KGB-mennimir fara að frétta af málinu, þegar á líður. Það er reynt að drepa Sasanov og ýms- um brögðum beitt og verulegrar ókyrrðar gætir hjá White yfírmanni og Grant hinum sérstæða aðstoðar- manni hans. Sem eðlilegt er. Sas- anov gmnar báða um óheilindi við sig og efast um að alvarlegar til- raunir verði gerðar til að ná fjöl- skyldunni frá Sovétríkjunum. Davina ákveður að fara sjálf til Sovétríkjanna og þar með sýnir hún Sasanov, að full einlægni býr að baki. Með henni fer hinn þraut- reyndi Peter Harrington, sem hafði lent í leiðindafylleríismálum í Bandarfkjunum og hafði verið lækkaður I tign. Vinátta hans og Davinu verður til að hann hættir að drekka og stendur sig eins og hetja og hún mælist til að hann verði stjómandi ferðarinnar. í Moskvu situr Volkov, illur og sjúklegur næstæðsti yfirmaður KGB. Hann er slóttugur og vill ekki sýna öðmm að hveiju hann hefur komizt og hefur ekki samráð við yfírmann sinn, í þeirri von, að hann slái sér upp á því og fái yfir- mannsstöðuna. Hann lætur hand- taka eiginkonu Sasanovs og hafa gát á dótturinni, enda er sennilegt að hún standi í sambandi við and- ófsöflin. Vegna þess að svikarinn leikur enn lausum hala, veit KGB allt um undirbúninginn á flótta Irinu Sas- anovu. Davina og Peter Harrington lenda í hinum mestu mannraunum, en dóttirin kemst undan, Davina er sett í fangelsi, en síðan er gerð- ur samningur um hvemig að fram- sali hennar skuli staðið. Kona Sasanovs fær sérstaka vemd hjá KGB, Davina og Sasanov fá að njótast og það kemst upp, hver svikarinn er. Þegar bókin The Avenue of the } / / i 1 ¥ 1 Kl'j; ÆM tfí * { Ertu að f lytja? Mikilvægt er að tilkynna flutning tímanlega. Flutningsálestur á réttum tíma tryggir að þú borgir ekki raf- magnið íyrir þann sem flytur inn! Ef þú býrð á orkuveitusvæði Raf- magnsveitu Reykjavíkur afgreiðir þú þetta með einu símtali við okkur. Síminn er 68-62-22. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUI34 SIMI686222 Dead hefst, eru liðin nokkur ár. Davina er heima hjá foreldmm sínum og harmar Sasanov. James White yfirmaður hennar hafði heit- ið honum vemd og þau fluttu til Ástralíu og voru hin hamingju- sömustu að bíða eftir að bam þeirra fæddist, þegar armur KGB náði til Sasanovs. Davina kennir White um og er ófáanleg til að vinna fyrir hann framar. En þegar hann höfðar til þess að hún geti náð sér niðri á böðlum Sasanovs með því að taka að sér verkefni í Bandaríkjunum stenzt hún ekki mátið. í Washington er hinn virti, brezk- fæddi Fleming orðinn einn helzti ráðgjafi forsetans. En nú hefur mikill vandi komið uppá. Eiginkona hans Elizabeth, sem var í gamla daga með Davinu í skóla, er farin að gera hvert hneykslið af öðru í fylleríi. Ekki nóg með það, í skelf- ingu sinni leitar hún á náðir brezka sendiráðsins í Washington og segir að eiginmaðurinn vilji sig feiga, af því að hún hafi komizt að því að hann er á mála hjá KGB. Davina hefur að vísu ekki hitt þessa skólasystur sína lengi, en hún sér fljótlega að það er eitthvað mik- ið að. Colin Lomax, mikilsvirtur SlS-maður, er Davinu til vemdar og ekki vanþörf á. Því að fljótlega eftir komu þeirra til Washihgton fara annarlegir atburðir að gerast. Fleming virðist í hvívetna ærlegur maður og traustvekjandi. Hann hafði orðið fyrir því að missa fyrri eiginkonu sína f eldsvoða, en þá hafði hann þegar kynnzt Elizabethu og jafnaði sig fljótt og vel. En svo skringilegt sem það er, virðist sem sú Elizabeth sem hann kynntist hafi aldeilis haft hamskipti eftir að þau komu til Washington. Ekki er að orðlengja að Davina snöfurkona leysir málið með dyggri aðstoð Lomax. En það virðist ekki eiga fyrir henni að liggja að njóta friðar í einkalífinu, því að Lomax slasaðist svo alvarlega þegar þau vom að vinna að málinu, að hann á bara fáeina mánuði ólifaða. Evelyn Anthony er að mínum dómi öldungis frábær afþreyingar- höfundur. Söguþráðurinn er alltaf hæfilega flókinn, en þó ekki svo að það verði neinum ofviða. Hann stenzt svona mátulega og hraði og frásagnargleði til fyrirmyndar. Auk þess virðist þekking hennar á við- fangsefninu jafnan sannfærandi. Það má mæla með þessum bók- um sem góðri sumarleyfíslesningu. Það er satt bezt að segja vand- kvæðum bundið að leggja þessar bækur frá sér fyrr en lokið er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.