Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Unglingar - KEILUIXIÁMSKEIÐ Keilunámskeid verðaísumará laugardögumfrá kl. 11-13. öll ungmenni á aldrinum 10-16 ára eru velkomin tii þátttöku. Nám- skeiðiö kostar aðeins kr. 330,- hvert sinn (með skóm). Frekari upplýs- ingar veittar í síma 621599, Keiiusalnum, Öskjuhlíð. í framhaldi af námskeiðinu verður Flugleiðamótið haldið síðsumars. Þeir, sem standa sig vel á því móti, fá ferðaverðlaun til Englands í keilukeppni o.fl. verðlaun. LEIÐBEIIMENDUR VERÐA: Kelluungllngar eftlr sigurför «11 Englands Guðmundur H. Guðný Jón Guðmundur G. IOLLU FALLI, GENGISFALL eftirFriðrik Eysteinsson Nú er nýafstaðin gengisfelling sem öllu á að bjarga fyrir hom svona einsog fram að næstu gengis- fellingu. Tvær síðustu gengisfellingar hljóta að hafa sýnt fólki svo ekki verður um vilist að stefna ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálum, sem þangað til fyrir stuttu miðaðist við að halda genginu föstu, hafí beðið skipbrot. Núna hefur stefnan breyst í að vera: „gengið er fast en stundum fastara en annars". Það sem annars ætti að vekja mesta athygli í sambandi við geng- isfallið er að ríkisstjómin virðist ganga út frá því að efnahagsað- gerðir beri ekki árangur nema al- menningur viti ekki af þeim fyrir- fram. Eða eins og einn góðkunningi almennings orðaði það: „Tal um gengisfall er efnahagsaðgerð." Nú er það spuming, og fer eftir því hvaða „skóla" í hagfræði maður aðhyllist, hvort og að hvað miklu leyti maður trúir á áhrifamátt opin- berra efnahagsaðgerða. Þeir sem aðhyllast svokallaðar rökvæntingar (rational expectations) halda því fram að ekki sé hægt að plata al- menning kerfísbundið. Efnahagsað- gerðir, sem byggja á því að leynd þurfi að hvíla yfír þeim til þess að þær virki, verða því haldlausari og haldlausari með tímanum ef þeim fylgja ailtaf svipaðir fyrirboðar (t.d. á Islandi að stjómmálamenn og seðlabankastjóri segi að gengisfell- ing komi ekki til greina og „grát- kórinn" í fískvinnslunni geti sýnt fram á meira tap en Þjóðhagsstofn- un). Það hefur endar komið á dag- inn að margir aðilar keyptu gjald- eyri rétt fyrir gengisfallið. Og hvað vinnst þá með þessari gengisfellingarleynd? Jú, einkum þrennt. í fyrsta lagi eiga þeir sem Friðrik Eysteinsson „Nú er það spurning, og fer eftir því hvaða „skóla“ í hagfræði mað- ur aðhyllist, hvort og að hvað miklu leyti maður trúir á áhrifa- mátt opinberra efna- hagsaðgerða.“ lakast eiga með að afla sér upplýs- inga (eða eiga erfíðast með að vinna úr þeim) undir högg að sækja. Þeir eiga væntanlega erfíðara en aðrir með að taka „réttar" ákvarðanir. í öðru lagi þá fer dýrmætur tími og peningar í að spá fyrir um hvenær næsta gengisfelling verður og hve mikii hún verður. Og í þriðja lagi, og það sem kannski er alvariegast af öllu, er að trúnaðarbrestur verð- ur milli almennings og ríkisstjómar- innar. Ráðherramir ljúga að þjóð- inni. Og ef þeir Ijúga í þessu máli, hvers vegna ekki líka I öðmm? Gengisfellingarleynd (og önnur leynd í fjármálum hins opinbera og peningamálum) er af hinu slæma. Eðlilegra væri að ríkisstjómin fylgdi föstum og einfoldum reglum. Við það myndi óvissa minnka (sem myndi þýða lægri raunvexti til dæmis, sem er eitt af því sem ríkis- stjómin stefnir að, en að því er virð- ist með kolröngum aðferðum). Dýr- mætur tími og peningar, sem áður fóm í að spá fyrir um aðgerðir ríkis- stjómarinnar, myndu nýtast til þarflegri hluta og síðast en ekki síst myndi ríkisstjómin og komandi ríkissýómir geta tekið lygaramerk- in af bæði tám og fíngmm. Höfundur er rekstrarhagfræðing- ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Okkur er ánægja að tilkynna opnun nýrrar og • Veitingasala glæsilegrar þjónustumiðstöðvar, HLÍÐARENDA, við • Kaffitería Austurveg á Hvolsvelli. • Ferðamannaverslun í björtum og rúmgóðum húsakynnum HLÍÐARENDA, • Bílaleiga er fyrsta flokks aðstaða fyrir ferðamenn og þjónustan er • Bensínafgreiðsla af margvíslegu tagi, jafnt fyrir fólk og farartæki: • Afgreiðsla Austurleiðar Komið við á notalegum áningarstað næst þegar leið ykkar liggur um Suðurland. HLÍÐARENDI er í alfaraleið og við bjóðum ykkur velkomin. ESSO OLÍUFÉLAGIÐ HF HÓTEL HVOLSVÖLLUR ■ KAUPFÉLAG RANGÆINGA AUSTURLEIÐ HF • BÍLALEIGA HVOLSVALLAR izr. Ungmennafé- lag Skeiða- manna 80 ára Selfossi. Ungmennafelag Skeiðamanna heldur upp á 80 ára afmæli fé- lagsins 3. júni klukkan 21.00. Þá verður slegið upp veislu í Braut- arholti og flutt dagskrá þar sem helstu atriði úr félagsstarfinu verða rifjuð upp. Félagið var stofnað 24. maí 1908 og fyrsti formaður þess var Eiríkur Þorsteinsson. Kjartan Ágústsson núverandi formaður sagði að i til- efni afmælisins yrði bmgði upp svipmyndum úr starfí félagsins sem fínna mætti í blaði þess. Þessir molar úr starfmu verða síðan tengd- ir ýmsum uppákomum. Þá verður söngur og gamanmál með tilheyr- andi kaffiveitingum. Þess er vænst að allir félagar ungir sem aldnir bæði þeir sem búsettir em í sveitinni sem og þeir sem burtfluttir em láti sjá sig í afmælinu. Núverandi stjóm Ung- mennafélags Skeiðamanna skipa: Kjartan Ágústsson formaður, Ást- rún Davíðsson gjaldkeri og Matt- hildur Vilhjálmsdóttir ritari. — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.