Morgunblaðið - 02.06.1988, Síða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988
Afmæliskveðja;
Hlíf Tryggva-
dóttir kennari
Oft er það, að einhver sérstök
minning vaknar öðrum fremur þeg-
ar hugsað er til fyrstu kynna við
þá, sem síðar urðu samferðamenn
og vinir. Þegar ég hugsa til fyrstu
samfunda minna við Hlíf Tryggva-
dóttur, þá fínnst mér sem ég sé
umleikinn sólardýrð hásumardags.
En það var einmitt á slíkum degi,
sem leiðir okkar lágu fyrst saman.
Ekki er það þó einvörðungu sólar-
dýrð þeirra samfunda, sem vekur
hina björtu minningamynd í vitund
minni. Þar bætast einnig við þeir
eiginleikar umræddrar konu, að
birtan fylgdi henni alltaf, hvar sem
hún fór. Og þó að árin hafí liðið,
þá fer víðs fj'arri að Hlíf Tryggva-
dóttir hafi glatað þeim eiginleika
að breiða birtu og yl yfír umhverfi
sitt.
Hlíf Tryggvadóttir fæddist í
Reykjavík 2. júní 1908. Foreldrar
hennar voru hjónin Tryggvi Matt-
hfasson trésmiður og Kristín Þórð-
ardóttir. Þau hjónin eignuðust þijár
dætur. Elst þeirra er Auður, hús-
móðir suður í Garði, en yngri voru
tvíburamir Nanna og Hlíf. Nanna
er látin fyrir tveimur árum.
Tveggja ára gömul fluttist Hlíf
með foreldrum sínum og systrum
suður að Skeggjastöðum í Garði og
þar ólust þær systumar upp.
Að loknu námi í bamaskóla og
unglingaskóla fór Hlíf til Reykjavík-
ur og lærði þar kjólasaum. En hug-
ur hennar stefndi lengra á náms-
brautinni, enda gædd ótvíræðum
hæfíleikum á þeim vettvangi. Hún
hóf nám í Kennaraskóla Islands
haustið 1931 og útskrifaðist þaðan
vorið 1933 með kennaraprófi og
auk þess sérstöku söngkennara-
prófí.
Næst lá svo leiðin til Ólafsvíkur.
Þar kenndi Hlíf við bamaskólann
um tveggja ára skeið. Árið 1935,
hinn 9. janúar, giftist hún unnusta
sínum og skólabróður, Sigurbimi
Ketilssyni frá Álfsstöðum á Skeið-
um. Þau settust fyrst að í Reykjavík
og vom þar við kennslu í eitt ár.
Eftir það fóm þau austur á Eski-
flörð og kenndu bæði við bamaskól-
ann þar næstu fímm árin. Þá var
Sigurbjöm ráðinn skólastjóri við
Njarðvikurskóla. Þanngað fluttu
þau 1942 og áttu heima í Ytri-
Njarðvík. í Njarðvík var svo ævi-
starfíð unnið. Hlíf hóf þegar
kennslu hjá manni sínum og kenndi
alltaf í skólanum hjá honum.
Handavinna og söngur vom hennar
aðalkennslugreinar. Annars var
hún oftast nær reiðubúin að grípa
þar inn í, sem þörf var á hveiju
sinni. Fyrstu árin í Njarðvík var hún
stundakennari, en frá 1955 var hún
í fastri stöðu þar.
Hlíf var fædd kennari og naut
þess að miðla öðmm af þekkingu
sinni og hæfíleikum. Ég kynntist
störfum hennar talsvert náið. Bæði
vomm við samkennarar f Njarðvík-
urskóla á annan áratug og auk
þess var hún organisti í því bama-
starfí, sem fram fór á vegum kirkj-
unnar í Ytri-Njarðvík á starfsámm
mínum þar syðra.
Það var gott að starfa með Hlíf.
Hún var svo samvinnufús, jákvæð
og uppörvandi, að allt varð starfíð
léttara, ánægjulegra og umfram
allt árangursríkara en það ella hefði
orðið. Hún náði oft og tíðum alveg
stórkostlegum tökum á bamakóm-
um sínum, sem alla tíð var starf-
andi í Njarðvíkurskóla á meðan
hennar naut þar við. Þá má ekki
gleyma þeim þætti, sem söngurinn
skipaði í skólastarfínu. „Syngjandi
skóli er góður skóli," er eftir vitmm
skólamanni haft. Óg ég hygg, að
Hlíf hafi einmitt sannað þá stað-
hæfíngu með starfí sínu í Njarðvík-
urskóla. Þeir em áreiðanlega marg-
ir, bæði þátttakendur og áheyrend-
ur, sem muna eftir hinum fagra og
fágaða söng, sem setti svo mikinn
svip á hátíðarhöld litlu jólanna í
Njarðvíkurskóla. Oft kom mér en-
glasöngur í hug, þegar ég hlýddi á
Fullkomin viðgerða-
og varahiutaþjónusta.
Heimills- og raftækjadeild
EKLAHF
uauyavegi 170-172 Simi 695500
KÆLI- OG FRYSTISKÁPUR
Samt. stærö: 275 I.
Frystihólf: 45 I. ★★★★
Hæö: 145 sm.
Breidd: 57 sm.
Dýpt: 60 sm.
Færanlegar hillur í hurð.
Sjálfvirk afþýöing í kæli.
Vinstri eða hægri opnun
hinar björtu og glöðu bamaraddir
hljóma við undirleik ýmiss konar
ásláttarhljóðfæra, sem bömin sjálf
léku á. En Hlíf stjómaði og kórinn
hlýddi stjómanda sínum eins og hún
væri að leika á hljóðfæri. Þó hygg
ég, að stærsta sigurinn hafí kórinn
hennar unnið, þegar hann söng við
hátíðarguðsþjónustu í Innri-
Njarðvíkurkirkju á Thorkillí-hátíð-
inni svonefndu, þegar minnisvarði
Jóns Þorkelssonar skólameistara
var afhjúpaður 29. maí árið 1965.
Það hefði verið gaman að eiga upp-
töku af þeim söng og eins af lögun-
um, sem kórinn söng úti við af-
hjúpunina sjálfa. Þetta var mikil
hátíðarstund, en hápunktur hennar
var hinn ógleymanlegi söngur bam-
anna.
Árið 1951—1952 var Sigurbjöm
skólastjóri í fríi og dvaldi erlendis.
Tók Hlíf þá að sér hlutverk eigin-
manns síns og var settur skóla-
stjóri í fjarveru hans. Fórst henni
það vel úr hendi, svo sem að líkum
lætur.
Hlíf kom víðar við sögu á vett-
vangi söng- og tónlistarmála í
Njarðvík en í sambandi við skóla-
kórinn og söngkennslu í skólanum.
Árið 1944 var Innri-Njarðvíkur-
kirkja endurvfgð og Innri-Njarðvík
gerð að sérstakri sókn. Þá tók Hlíf
að sér að æfa upp nýjan kirkjukór
þar í hverfínu og stjómaði honum
til 1948.
í Ytri-Njarðvík var engin kirkja.
En reglulegt guðsþjónustuhald
hófst þar árið 1954 og fóm guðs-
þjónustumar fram í samkomuhús-
um þar. Nokkru síðar hófst Hlíf
handa og stofnaði kirkjukór í Ytri-
Njarðvík og söng hann jafíian við
guðsþjónustur þar upp frá því, með
örlitlum hléum þó. Síst ber að van-
meta og vanþakka hinn mikla og
einlæga áhuga söngfólksins, sem
hlaut að starfa við mjög erfiðar
aðstæður. En fyrst og fremst var
það þó hinn brennandi baráttuhug-
ur söngstjórans, sem hélt liðinu
saman, bar starfíð uppi og náði oft
og tíðum stórkostlegum árangri.
Draumurinn um nýja kirkju var
vakandi í vitund margra Ytri-
Njarðvíkinga. Sá draumur varð að
blessuðum vemleika á sumardaginn
fyrsta vorið 1979. Við þá fram-
kvæmd lögðust margir á eitt. En
sannfæring mín er sú, að með því
góða og gifturíka starfí, sem Hlíf
innti af hendi með söngstjóm sinni,
bæði meðal bama og fullorðinna,
megi telja hana meðal fremstu og
virkustu brautryðjenda að kirkju-
byggingunni.
Auk tímafrekra starfa að söng-
stjóm og organleik tók Hlíf tals-
verðan þátt í félagsmálum
Njarðvíkinga. Hún var t.d. formað-
ur kvenfélagsins Njarðvíkur árin
1943-1945 og 1951-1954.
Af því sem hér hefír verið sagt
mætti ætla, að Hlíf hafí ekki haft
mikinn tíma afgangs til að sinna
húsmóðurstörfum. En því fór víðs
fjarri. Hún bjó fjölskyldu sinni fag-
urt heimili og gestrisni var hjá þeim
hjónum í hæstu hávegum höfð. Ég
minnist margra ógleymanlegra
ánægjustunda á heimili þeirra og
áreiðanlega er ég einn af mjög
mörgum um slíka reynslu.
Bamaláns hafa þau hjónin orðið
aðnjótandi. Þau eiga fímm böm,
sem öll em á lífí. Elstur þeirra er
Tryggvi, verkfræðingur og fram-
kvæmdasljóri, kvæntur Siglinde F.
Klein, þau búa í Reykjavík, þá er
Kristín, kennari og húsmóðir í
Reykjavík, gift Sigurði Halldórssyni
arkitekt, Drífa, kennari og húsmóð-
ir, búsett í Lúxemborg, gift Þórði
Sæmundssyni flugvirlq'a, Álfdís
Katla, húsmóðir í Tampa í Flórída
í Bandaríkjunum, gift Charles Co-
urtney lífeðlisfræðingi og yngstur
er Þráinn, verkfræðingur, búsettur
í Suður-Áfríku, kona hans, Susan,
er ^af ensk-hollenskum ættum.
i dag em afkomendur þeirra
hjóna 28 talsins.
Hlíf hélt áfram kennslu til 1978.
Eftir það bjuggu þau hjónin í Ytri-
Njarðvík til 1985. Þá um vorið
fluttu þau til Reykjavíkur og hafa
átt þar heima upp frá því, í Stóra-
gerði 34.
Ég kom til þeirra á sólbjörtu
síðdegi nú á þessu vori. Það var
alveg jafn gott og gaman að sækja
þau heim þá eins og suður í Njarðvík
í gamla daga. Sama glaðværa gest-
risnin, vináttan og hlýjan. Tíminn
tók á flug. Það var liðið langt á
kvöld, þegar ég loksins kvaddi, þó
að það virtist ekki vera nema ein
örskotsstund. Þau fylgdu mér fram
á ganginn. Þangað inn var kvöldsól-
in að senda síðustu geislana sína.
Enn sem fyrr ljómaði birtan í
þeim ranni, sem Hlíf Tryggvadóttir
réði ríkjum.
Mætti sú birta lýsa upp veginn,
sem framundan er, allt til lokadæg-
urs.
Ég flyt afmælisbaminu mínar
innilegustu heillaóskir á merkum
tímamótum um leið og ég þakka
góð og elskuleg kynni og allt gott
í vináttu og samstarfí á liðinni tíð.
Blessun Guðs vaki yfír þér og
þínum, kæra Hlíf, alla daga, allar
stundir.
Björn Jónsson
Bátar í Stykkishólmshöfn. Morgunblaðið/Ámi Helgason
Stykkishólmur:
Eyjabændur vel á
verði gagnvart minknum
ÞAÐ ER misjafn hitmn 1 þessum
mánuði. Það fer ekki á milli mála.
Jafnvel frost á nóttunni upp í 13
stig um hádaginn en það er ekki
oft. Mikið er af ferðahópum og
þá sérstaklega ungir nemendur,
sem voru að Ijúka skólagöngu í
vetur.
Sauðburður er í fullum gangi og
mikið um að vera hjá þeim sem þar
bera ábyrgð. Þar er ekki einungis
um dagvinnu að ræða og eftir því
sem fréttaritari hefír fylgst með
hefir allt gengið vel á þeim vett-
vangi til dagsins í dag, en það er
svolítið eftir enn.
Fuglinn er byijaður að verpa og
menn famir að tína eggin og er það
gott búsflag og tilbreyting. En varp-
ið byijaði nokkuð seint. Þó var vitað
til að æðurinn var þar á undan varg-
inum, þ.e. svartbaknum sem er ekki
vel séður hér í námunda við æðar-
fuglinn.
Það er alltaf mikið um minkinn
og hann gerir mjög vart við sig. Hér
í nágrenninu hafa undanfarið verið
unnir 8—10 fullorðnir minkar og
nokkrir yrðlingar. Þeir fylgja með
en eftir er að ieita á nokkru svæði
enn.
Það er ótrúlegt hve minkurinn er
duglegur að synda og koma sér út
í eyjar og því þurfa eyjabændur allt-
af að vera vel á verði.
- Árni