Morgunblaðið - 02.06.1988, Side 66

Morgunblaðið - 02.06.1988, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 ffclk f fréttum Reuter Framkvæmdamaðurinn Steve Pearce, sem skipuleggur sumarleyfisferðir til ófriðarsvæða víðs vegar um heim. SUMARLEYFI Ferðir til ófriðarsvæða ILondon hefur nýr ferðaklúbbur hafið starfsemi sína, og ber hann nafnið „Sumarleyfisferðir fyrir vit- firringa". Býður þessi óvenjulegi ferðaklúbbur upp á pakkaferðir til ófriðarsvæða víðs vegar um heim, þar sem ferðalangamir geta átt það á hættu að verða hnepptir í varð- hald eða látnir sæta fangelsisvist. Markmiðið er að ná til þeirra sem „vilja komast í burtu frá öllu sam- an“ í sumarleyfum sínum, og hafa þá eitthvað annað í huga en það að flatmaga á sólarströnd Ferðaklúbburinn, sem skipulegg- ur ferðir til ófriðarsvæða í Afríku, Mið-Ameríku og landa fyrir botni Miðjarðarhafs, er nýjasta framtak 25 ára gamals Englendings að nafni Steven Pearce, sem hefur áhuga fyrir öllu sem er á einhvem hátt afkáralegt. Hann starfrækir nú þegar hljómplötuútgáfu, sem ber nafnið „Fáránlegar hljómplötur", og leitast við að gefa út hljómplötur með hljómsveitum sem t.d. nota vélknúnar stórviðarsagir í stað gítara. Einnig rekur hann sýningar- salinn „Varfæmislega fáránlegt", sem sýnir listaverk eftir mjög fram- úrstefnulega listamenn. „Ég legg á það áherslu að vera alltaf einu skrefi framar því sem fólk á von á,“ segir Steve. „Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni, og maður verður líka að skemmta sér.“ Hann segir ennfremur að það sé varla meiri áhætta fólgin í því að heimsækja ófriðarsvæði heldur en að ferðast með neðanjarðarlest í London seint um kvöld í vitlausum bæjarhluta. „Ef fólk vill ferðast til írak og verða vitni að eldflaugaár- ás, þá skulum við sjá um að koma því þangað. Ekkert mál.“ Það kostar um 7000 krónur að verða meðlimur í ferðaklúbbi Steve Pearce, og hann segist gera sér grein fyrir því að klúbburinn sé ekki við hæfí hrekklausra ferða- manna, og hann ætlar sér að und- irbúa væntanlega ferðalanga áður en þeir leggja í hann. Steve Pearce er sjálfur vanur óvenjulegum ferðalögum, og síðasta jólaleyfi sínu eyddi hann í Zaire, Zimbabwe og Zambíu. COSPER ioi»b^ COSPER -- Keyptirðu páfagauk? Nægir þér ekki að hafa mig? -jf : COCO CHANEL Dularfullt ástarsamband rifjað upp Reuter w IParís er nú verið að vinna að framhaldsmyndaflokki fyrir sjónvarp, sem fjallar um leynim- akk á árum síðari heimsstyrjaldar- innar. í honum er meðal annars er fjallað um samband tískuhönn- uðarins Coco Chanel við þýskan foringja í leyniþjónustunni. Framhaldsþátturinn sem heitir „Maðurinn sem bjó á Ritz“ er byggður á bandarískri skáldsögu, og er það franska leikkonan og dansmærin Leslie Caron, sem fer með hlutverk hins þjóðsagna- kennda tískuhönnuðar; stúlku sem gekk til mennta í klaustri, og breytti síðan kventískunni varan- lega með því að láta konur klæð- ast buxum, jakkafötum og ódýrum skartgripum. Á millistríðsárunum átti Chanel nýtískulegt íbúðarsetur í miðborg Parísar, en hélt jafnframt her- bergjum á Ritz hótelinu um 40 ára skeið. Samkvæmt heimildum ævi- söguritara hennar, þá var það ein- mitt á Ritz hótelinu sem Chanel, þá 57 ára gömul, bjó með dular- fullum þýskum elskhuga sínum, sem var sautján árum yngri en hún. A yngri árum hafði Chanel átt í sambandi við ríkan enskan aðls- mann, hertogann af Westminster, og rússneska tónskáldið Igor Stra- vinsky, en hún giftist aldrei. Leslie Caron, sem nú er 56 ára gömul, þykir einstaklega lík hinum fræga tískuhönnuði í útliti. Hún sló fyrst í gegn þegar hún lék aðalhlutverkið á móti Gene Kelly í söngvamyndinni „Ameríkumaður í París", en síðan þá hefur hún leikið í fjöldamörgum kvikmynd- um og einnig á leiksviði. Á fundi með fréttamönnum sagði leikkonan að hún hefði ' ágimst þetta hlutverk mjög mikið, þrátt fyrir orðstír hönnuðarins fyr- ir að vera meinkvendi hið mesta. „Kvikindisháttur hefur aldrei staðið í vegi fyrir því að fólk geti verið aðlaðandi," sagði leikkonan, og bætti því við að hún teldi kulda- lega framkomu Chanel hafa stafað af meðfæddri feimni. „Hún hitti þennan liðsforingja, sem var tæplega fertugur, og stóð í ástarsambandi við hann þar til löngu eftir að stríðinu lauk. Um tíma bjuggu þau saman í Sviss." Það virðist sem Chanel hafí verið mjög ástfangin af honum, þótt hún væri ekki álitin stuðn- ingsmaður nasista, og lokaði hún tískuverslun sinni á meðan á stríðinu stóð. „Hún lokaði tísku verslun sinni árið 1939, og opnaði hana ekki aftur fyrr en 1954, en þá var hún orðin sjötug," sagði Caron. „Ég held að hún hafi byrjað aftur í viðskiptum af því að velgengni Christian Dior skapraunaði henni.“ Hin nýja tíska sem Dior innleiddi árið 1947 var andstæða þess sem Chanel hafði gert. En Frakkar voru lengi að fyrir- gefa henni samband hennar við nasista, og dómamir sem Chanel fékk fyrir fyrstu tískusýningu sína eftir stríðið, árið 1954, vom hroða- legir. Hún hélt samt ótrauð áfram, og tveimur ámm seinna hafði henni tekist að endurreisa stór- veldi sitt. Chanel, sem var hafnað í fyrstu vegna fábrotins uppmna síns, varð að lokum sú fagmanneskja sem réði klæðaburði allra mest áber- andi kvenna í heiminum. „Hún var mjög bardagagjöm," sagði Caron. „Hún varð drottning tísku og viðskipta, og menn bæði Marilyn Monroe 19 ára gömul. MARILYN MONROE Gamlar ljósmyndir til söiu Af fáum konum hafa verið teknar jafnmargar ljós- myndir og af Marilyn Monroe, og nú tuttugu og fimm árum eft- ir að hún lést, eru enn að koma í leitimar Ijósmyndir af henni, sem margar hverjar hafa aldrei áður verið birtar opinberlega. Nýjustu myndimar sem fram hafa komið, og aldrei hafa birst áður, tók ljósmyndari að nafni William Carroll, þegar Marilyn Monroe var nítján ára gömul og hét þá Norma Jean Dougherty. Myndir þessar áttu að prýða aug- lýsingar. Búist er við því að myndimar, sem eru 96 talsins, seljist fyrir um það bil fjörutíu þúsund krónur hver, þegar þær verða boðnar til sölu hj+a uppboðsfyrirtækinu Christie’s í New York þann 21. júní næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.