Morgunblaðið - 02.06.1988, Blaðsíða 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988
Franz
Becken-
bauer
skrifar
fyrir
Morgun
blaðið
FIMMTA GREIN
Hollendingar
á uppleið
EFTIR að Cryuff, Rijsbergen,
Jongblöd, van Hanegem og
fleiri stóðu á hátindi hollenskr-
ar knattspyrnu og lentu í öðru
sœti í keppninni um heims-
bikarinn árin 1974 og 1978,
skall á kreppa í hollenzkri
knattspyrnu. En það eru þess-
arfyrri stjörnur, sem hórvoru
nefndar, sem hjálpuðu Hol-
lendingum til að komast til
metorða á ný. Þeir urðu ungl-
ingaþjálfarar og lögðu sig aila
fram við að kenna efnilegum
hollenzkum knattspyrnumönn-
um knattmeðferð.
Þetta held ég að sé ein af ástæð-
unum fyrir því að Hollendingar
-y*»verða nú með í Evrópubikamum á
ný eftir að þeim mistókst að kom-
ast í úrslitaleiki síðustu Evrópu-
keppni og síðustu tveggja keppna
um heimsbikarinn.
Tveir frábœrir leikmenn
Það eru tveir framúrskarandi leik-
menn sem allt byggist á - vamar-
leikmaðurinn Ronald Koeman (PSV
Eindhoven) og Ruud Gullit (AC
Mílanó), sem leikur jafn vel í vöm-
inni eða á miðjunni og hann gerir
nú í framlínunni.
Koeman er eini vamarleikmaðurinn
í þessari Evrópukeppni sem sækir
fram á miðjuna í hverri sókn. Hann
er sennilega eini vamarleikmaður
heims sem er mesti markaskorarinn
í liði sínu. Og það í félagi á borð
við PSV Eindhoven sem hefur á að
skipa öllum helstu stjömunum f
hollensku knattspymunni.
Koeman býr yfír mikilli tækni og
er alltaf vel á verði. Og þegar hann
þrumar knettinum á mark af 20-30
metra færi - slær þögn á áhorfend-
ur. Hörkuskot hans minna helst á
það þegar dýnamítsprengja spring-
ur.
Guilit er litríkur leikmaður og f
miklu uppáhaldi á Ítalíu um þessar
mundir. Eftir Diego Maradona er
hann annar bezti leikmaðurinn þar
um slóðir - eftir að Milano keypti
hann frá Eindhoven fyrir 15 milljón-
ir marka.
Gullit er frábær íþróttamaður og
vöðvastæltur. Hann stekkur fallega
og skallar af miklum krafti. Að
auki er hann leikinn knattspumu-
maður með mikla forustuhæfíleika.
Hann var ekki kjörinn Knattspymu-
maður Evrópu 1987 fyrir ekki neitt.
„Hershöföinglnn"
Þriðja stórstjaman er án efa þjálf-
arinn Rinus Michels, sem gengur
undir nafninu „hershöfðinginn."
Hver sá sem hefur unnið Evrópu-
bikarinn í þrígang, og eitt sinn
heimsbikarinn með Ajax, sem
tryggði Barcelona meistaratitilinn
og var með hollenska liðinu þegar
það mætti Argentínu í úrslitaleik
heimsmeistarakeppninnar (1974) er
enn virðingar verður. Hann er
slyngur gamall refur sem alltaf
heldur ró sinni, og stjóm hans á
liðinu er jafn óumdeild og stjóm
spænska þjálfarans Miguel Munoz.
í vöminni fyrir framan markmann-
inn umdeilda, Hans von Breukelen,
HOLLAND
Þjálfari: Rinus Michels.
Fyrirliði: Ruud Gullit.
Búast má við harðri keppni um
stöðu framheija við hlið Gullit. Eðli-
legt hefði verið að Marco van Bast-
en, félagi hans frá Mflanó og
markahæsti knattspymumaður
Evrópu árið 1986 (meðan hann var
með Ajax) yrði fyrir valinu. Þótt
hann sé hávaxinn er hann nógu
snar í snúningum og skorar ekki
eingöngu með skalla. En hann hef-
ur lengi verið slæmur í kné vegna
meiðsla og hefur það háð honum.
Johnny Bosman, arftaki hans hjá
Ajax, hefur nýtt sér þetta tæki-
færi. í, 4:0, sigri í undakeppninni
gegn Kýpur skallaði hann þrisvar
sinnum í netið, og í þremur leikjum
gegn Kýpur skoraði hann alls níu
mörk. En nú er sóknarleikmaður
Eindhoven Wim Kieft f biðröðinrii.
Hollendingar á góðri leið með að
verða mikil knattspymuþjóð á ný.
Þetta vilja þeir áreiðanlega sanna
f Vestur Þýskalandi þar sem þeir
verða fyrstu mótheijar okkar í und-
ankeppni fyrir keppnina um Heims-
bikarinn á Ítalíu árið 1990.
Ég held að lið Hollands og Eng-
lands séu sigurstranglegust í 2. riðli
og komist þannig f undanúrslitin.
*—1 - pC V- r-f 0 *. ►- i
Ruud Qullltt mun stjóma leik Hol-
lendinga.
Hans van Breukslan, markvörður.
Rlnus Mlchals, þjálfari Hollands.
Hollanska landsllðlA hefur verið sigursælt. Aftari röð frá vinstri: Roland Spelbos, Henry Rijkaard, René van der
Gijp, Marco van Basten, Ruud Gullit, Hans van Breukelen. Fremri röð: Johnny van’t Schip, Jan Wouters, Ronald Koe-
man, Sonny Silooy og Amold Mifhren.
og Koeman verða Adrie von Tigge-
len (Anderlecht) og Sjaak Troost
(Feyenoord).
Frank Rijkaard verður Koeman góð
stoð í vöminni, en eftir deilur hans
við Cruyff hjá Ajax var hann lengi
í leikbanni. Vafasamt er að þessi
fjögurra milljóna marka maður
komist í nógu góða þjálfun í tæka
tíð.
Vlnnuþjarkar á mlðjunnl
Þrir vinnuþjarkar eru líklegir á
miðjuna. Amold Muhiren verður þar
ömgglega, og væri miðjan vel skip-
uð með félögum hans frá Ajax,
þeim Johnny Van’t Schip og Jan
Wouters.
Vegna styrkrar stöðu Eindhoven á
Berry van Árle góða möguleika á
að komast í landsliðið, sérstaklega
þar sem kjami miðjunnar er Gerald
Vanenburg á hægra kanti. Eind-
hoven keypti Vanenburg frá Ajax
fyrir 1.6 milljón mörk, sem er met-
greiðsla fyrir félagaskipti þar í
landi.
Marco van Bastan, markaskorar-
inn mikil.
Hollenski
hópurinn
■ RINUS Michels, lands-
liðsþjálfari Hoilands, hefur
valið hóp sinn fyrir úrslita-
keppni Evrópumóts landsliða.
Eftirtaldir eru í hópnum. Mark-
verðir: Hans van Breukelen
og Joop Hlele. Vamarmenn
eru Frank Rijkaard, Sjaak
Troost, Wim Koevermans,
Wilbert Suvryn og Adri van
Tiggelen. Miðvallarleikmenn
em Jan Wouters, Amold
MUhren, Aron Winter, Ron-
ald Koeman, Berry van Árle,
Hendrie Krusen og Erwin
Koeman. Framheijar em John
van’t Schip, John Bosman,
Gerald Vanenburg, Wim Ki-
ef, Marco van Basten og
Ruud Gullitt.