Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 02.06.1988, Qupperneq 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1988 Franz Becken- bauer skrifar fyrir Morgun blaðið FIMMTA GREIN Hollendingar á uppleið EFTIR að Cryuff, Rijsbergen, Jongblöd, van Hanegem og fleiri stóðu á hátindi hollenskr- ar knattspyrnu og lentu í öðru sœti í keppninni um heims- bikarinn árin 1974 og 1978, skall á kreppa í hollenzkri knattspyrnu. En það eru þess- arfyrri stjörnur, sem hórvoru nefndar, sem hjálpuðu Hol- lendingum til að komast til metorða á ný. Þeir urðu ungl- ingaþjálfarar og lögðu sig aila fram við að kenna efnilegum hollenzkum knattspyrnumönn- um knattmeðferð. Þetta held ég að sé ein af ástæð- unum fyrir því að Hollendingar -y*»verða nú með í Evrópubikamum á ný eftir að þeim mistókst að kom- ast í úrslitaleiki síðustu Evrópu- keppni og síðustu tveggja keppna um heimsbikarinn. Tveir frábœrir leikmenn Það eru tveir framúrskarandi leik- menn sem allt byggist á - vamar- leikmaðurinn Ronald Koeman (PSV Eindhoven) og Ruud Gullit (AC Mílanó), sem leikur jafn vel í vöm- inni eða á miðjunni og hann gerir nú í framlínunni. Koeman er eini vamarleikmaðurinn í þessari Evrópukeppni sem sækir fram á miðjuna í hverri sókn. Hann er sennilega eini vamarleikmaður heims sem er mesti markaskorarinn í liði sínu. Og það í félagi á borð við PSV Eindhoven sem hefur á að skipa öllum helstu stjömunum f hollensku knattspymunni. Koeman býr yfír mikilli tækni og er alltaf vel á verði. Og þegar hann þrumar knettinum á mark af 20-30 metra færi - slær þögn á áhorfend- ur. Hörkuskot hans minna helst á það þegar dýnamítsprengja spring- ur. Guilit er litríkur leikmaður og f miklu uppáhaldi á Ítalíu um þessar mundir. Eftir Diego Maradona er hann annar bezti leikmaðurinn þar um slóðir - eftir að Milano keypti hann frá Eindhoven fyrir 15 milljón- ir marka. Gullit er frábær íþróttamaður og vöðvastæltur. Hann stekkur fallega og skallar af miklum krafti. Að auki er hann leikinn knattspumu- maður með mikla forustuhæfíleika. Hann var ekki kjörinn Knattspymu- maður Evrópu 1987 fyrir ekki neitt. „Hershöföinglnn" Þriðja stórstjaman er án efa þjálf- arinn Rinus Michels, sem gengur undir nafninu „hershöfðinginn." Hver sá sem hefur unnið Evrópu- bikarinn í þrígang, og eitt sinn heimsbikarinn með Ajax, sem tryggði Barcelona meistaratitilinn og var með hollenska liðinu þegar það mætti Argentínu í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar (1974) er enn virðingar verður. Hann er slyngur gamall refur sem alltaf heldur ró sinni, og stjóm hans á liðinu er jafn óumdeild og stjóm spænska þjálfarans Miguel Munoz. í vöminni fyrir framan markmann- inn umdeilda, Hans von Breukelen, HOLLAND Þjálfari: Rinus Michels. Fyrirliði: Ruud Gullit. Búast má við harðri keppni um stöðu framheija við hlið Gullit. Eðli- legt hefði verið að Marco van Bast- en, félagi hans frá Mflanó og markahæsti knattspymumaður Evrópu árið 1986 (meðan hann var með Ajax) yrði fyrir valinu. Þótt hann sé hávaxinn er hann nógu snar í snúningum og skorar ekki eingöngu með skalla. En hann hef- ur lengi verið slæmur í kné vegna meiðsla og hefur það háð honum. Johnny Bosman, arftaki hans hjá Ajax, hefur nýtt sér þetta tæki- færi. í, 4:0, sigri í undakeppninni gegn Kýpur skallaði hann þrisvar sinnum í netið, og í þremur leikjum gegn Kýpur skoraði hann alls níu mörk. En nú er sóknarleikmaður Eindhoven Wim Kieft f biðröðinrii. Hollendingar á góðri leið með að verða mikil knattspymuþjóð á ný. Þetta vilja þeir áreiðanlega sanna f Vestur Þýskalandi þar sem þeir verða fyrstu mótheijar okkar í und- ankeppni fyrir keppnina um Heims- bikarinn á Ítalíu árið 1990. Ég held að lið Hollands og Eng- lands séu sigurstranglegust í 2. riðli og komist þannig f undanúrslitin. *—1 - pC V- r-f 0 *. ►- i Ruud Qullltt mun stjóma leik Hol- lendinga. Hans van Breukslan, markvörður. Rlnus Mlchals, þjálfari Hollands. Hollanska landsllðlA hefur verið sigursælt. Aftari röð frá vinstri: Roland Spelbos, Henry Rijkaard, René van der Gijp, Marco van Basten, Ruud Gullit, Hans van Breukelen. Fremri röð: Johnny van’t Schip, Jan Wouters, Ronald Koe- man, Sonny Silooy og Amold Mifhren. og Koeman verða Adrie von Tigge- len (Anderlecht) og Sjaak Troost (Feyenoord). Frank Rijkaard verður Koeman góð stoð í vöminni, en eftir deilur hans við Cruyff hjá Ajax var hann lengi í leikbanni. Vafasamt er að þessi fjögurra milljóna marka maður komist í nógu góða þjálfun í tæka tíð. Vlnnuþjarkar á mlðjunnl Þrir vinnuþjarkar eru líklegir á miðjuna. Amold Muhiren verður þar ömgglega, og væri miðjan vel skip- uð með félögum hans frá Ajax, þeim Johnny Van’t Schip og Jan Wouters. Vegna styrkrar stöðu Eindhoven á Berry van Árle góða möguleika á að komast í landsliðið, sérstaklega þar sem kjami miðjunnar er Gerald Vanenburg á hægra kanti. Eind- hoven keypti Vanenburg frá Ajax fyrir 1.6 milljón mörk, sem er met- greiðsla fyrir félagaskipti þar í landi. Marco van Bastan, markaskorar- inn mikil. Hollenski hópurinn ■ RINUS Michels, lands- liðsþjálfari Hoilands, hefur valið hóp sinn fyrir úrslita- keppni Evrópumóts landsliða. Eftirtaldir eru í hópnum. Mark- verðir: Hans van Breukelen og Joop Hlele. Vamarmenn eru Frank Rijkaard, Sjaak Troost, Wim Koevermans, Wilbert Suvryn og Adri van Tiggelen. Miðvallarleikmenn em Jan Wouters, Amold MUhren, Aron Winter, Ron- ald Koeman, Berry van Árle, Hendrie Krusen og Erwin Koeman. Framheijar em John van’t Schip, John Bosman, Gerald Vanenburg, Wim Ki- ef, Marco van Basten og Ruud Gullitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.